Morgunblaðið - 15.03.1987, Side 38

Morgunblaðið - 15.03.1987, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 Þú fíetur oröiö lltllclll og notiö fullra hluiiuiiida strax ÞÓTT BORGUN HLUTABRÉFANIMA HEFJISTEKKI FYRR EN EFTIR 2ÁR, OG DEILIST ÞÁ Á 10 ÁR. FYRSTU 2ÁRIN GREIÐIR ÞÚ AÐEINS VEXTII Arnarflugskiúbburinn Hver sem kaupir hlutabréf fyrir kr. 100 púsund færaðild að Arnarflugsklúbbnum. • Drykkir um borð eru pá fríir. • Farangursheimild hækkar úr 20 kg í 30 kg. • Afsláttur fæst af gistingu á hótelum í Amsterdam, '' 1 og á nokkrum stöðum hérlendis. • Herbergi má halda lengur en almennt leyfist á pessum hótelum. • Afsláttur fæstá bílaleigum í Amster- dam, Hamborg, Sviss og hérlendis. • Klúbbfélagar hafa aðgang að VIP ROOM á Schiphol flugvelli. IAPA skírteini Kaup á 500 púsund króna hlutabréfi veita aðild að Arnarflugsklúbbnum og afnot af IAPA skírteini í eitt ár. (IAPA = International Airline Passenger Association). Skírteinið veitir 10-40% afslátt af hótel- gjöldum um allan heim. Verulegan afslátt af flugfar gjöldum erlendis. 15-40% afslátt af bílaleigu- gjöldum erlendis. á alveg sérstökum kjörum. Gullkort Sá sem kaupir einnar milljónar króna hlutabréf nýtur alls sem greint er frá hér að framan og fær eina meginlandsferð fyrir tvo árlega í 12 ár, á svo lágu verði aö pað verður ekki tilgreint í neinni auglýsingu. Þá ferð má fara hvenær sem er að vetri til (1/10 - 31/3). Enn er pess ógetið sem hvað mestu skipta. hf. er nú endurskipulagt Starfsfólki hefur verið fækkað um helming og sá einn rekstur verður stundaður, sem við teljum að li hagnaði: Evrópuflugið. Þegar hlutafjársöfnun lýkur að pessu sinni.verður hlutafé alls kr. 230 milljónir, p.e. ámóta og andvirði lítils skuttogara. Stærra er fjárhagsdæmið ekki, en mjór er mikils vísirog mörgum hluthöfum gengur pað eitt til að gerast pátttak- endur í hinum unga, en ört vaxandi ferðamannaútvegi landsmanna. Aðrir leggja megináherslu á, að einungis fyrir atbeina Arnarflugs njóta íslendingar kosta samkeppninnar í áætlunarflugi til meginlandsins. Nánari upplýsingar fást hjá Guðbrandi Leóssyni á skrifstofu félagsins og hjá Fjárfestingarfélaginu. ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477 691140 691141 Með einu símtali er hæqt að breyta innheimtuaðferðinni. Eftir það verða áskriftargjöid- in skuldfærð á viðkomandi greiðslukortareiknmg mánað- VERIÐ VELKOMIN í GREIÐSLUKORTA- VIÐSKIPTI. fRttagttttlrlafrtö Réttur dagsins Margrét Þorvaldsdóttir í „íslenskum orðskviðum“ segir: „Fáir muna sopna mjólk og tugginn bita. Fátt eldist fljótar, en velgjörð- irnar. “ Sannmæli. Sennilega mun þó næsti réttur ekki gleymast fljótt þeim sem hans neyta, svo óvenjulegur er hann. Þetta er einfaldað og bragðmildað. Fiskikarrý 700 g fískur, beinlaus og roðflett- ur, V2 sítróna lítil, 1 tsk. salt, 1—IV2 tsk. karrý, V4 tsk. engifer, 3 msk. matarolía, 1 stór laukur, 1 hvítlauksrif, 1 dós tóinatkraftur (150 g), 1 bolli físksoð. 1. í þennan rétt má nota hvaða (hvítholda) fisktegund sem er, en einnig skelfisk og rækjur. Fiskurinn er skorinn í stykki í munnbitastærð. 2. Fiskbitunum er síðan raðað á disk og sítrónusafa er dreypt yfír þá. Karrý, salti og engifer er bland- að saman og því síðan stráð yfir fiskbitana. Kryddið er látið blandast fískinum á meðan sósan er útbúin. 3. Matarolían er hituð á pönnu. Laukurinn er skorinn í sneiðar frem- ur gróft. Hann er síðan látinn krauma í feitinni þar til hann er orðinn glær í gegn, hann á ekki að brúnast. Hvítlauksrif pressað eða fínskorið er sett með lauknum. 4. Tómatkrafti og físksoði (físk- kraftur fæst í teningum) er bætt á pönnuna og það jafnað vel með lauknum. Því næst er fískurinn með kryddinu settur í sósuna. Suðan er látin koma upp og er fiskurinn soð- inn í 5—10 mín. eða þar til hann er soðinn í gegn. Salti er bætt við ef þurfa þykir. Fiskréttur þessi er borinn fram með soðnum grjónum og sítrónubát- um. Verð á hráefni 800 g fiskur /roði ............ kr. 164,00 1 sítróna ........ kr. 11,00 1 laukur ......... kr. 7,00 1 dós tómat- kraftur .......... kr. 28,30 Kr. 210,30 Bandaríkin: Biður Tékk- inn um hæli? Indianapolis, AP. Tékkneskur þrístökkvari sneri ekki til heimalandsins að afloknu heimsmeistaramótinu í frjálsí þróttum innánhúss um síðustu helgi, og er ekki vitað hvar hann er niðurkominn eða hvort hann hyggst biðja um pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Embættismaður sagði á fímmtu- dag að íþróttamaðurinn, Jan Cado, hefði misst af flugvélinni heim. Málgagn tékkneska kommúnista- flokksins, Rude Pravo, sagði að Cado hefði ekki mætt til brottfarar og var orðalag fréttarinnar talið til marks um að hann hefði flúið land. Embættismaður f utanríkisráðu- neytinu í Washington staðfesti að ráðuneytið vissi um mál Cados en vildi ekki staðfesta hvort hann hefði beðið um pólitískt hæli í Banda- ríkjunum. Cado er 22 ára gamall og á Tékkóslóvakíumet í þrístökki. Hann er í hópi fremstu þrístökkvara heims.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.