Morgunblaðið - 15.03.1987, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987
53
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Óskum eftir að ráða
afgreiðslumann
í heilsdags- eða hlutastarf eftir samkomu-
lagi. Starfið er fólgið í afgreiðslu rafeinda-
hluta og rafeindabúnaðar, Um er að ræða
traust fyrirtæki með langa reynslu á þessu
sviði.
Æskilegt er að umsækjandi hafi staðgóða
tölvukunnáttu ásamt þekkingu á rafeinda-
búnaði og hafi góða enskukunnáttu.
Við bjóðum góð laun og góða vinnuaðstöðu.
Umsóknum með upplýsingum um umsækj-
endur verði skilað til auglýsingadeildar Mbl.
merktar: „Tl — 1001“ sem fyrst.
Byggingarverk-
fræðingur óskast
Byggingarverkfræðingur með nokkra starfs-
reynslu óskast til starfa við útibú okkar á
Reyðarfirði.
Starfið er fjölbreytt og felur í sér bæði hönn-
un, eftirlit með framkvæmdum svo og gerð
tilboða og aðra verktakaþjónustu.
Við leitum að röskum manni, sem getur unn-
ið sjálfstætt og er reiðubúinn að takast á
við margvísleg verkefni.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
okkar í Reykjavík.
hönnun hf
Ráðgjafarverkfræðingar FRV
Síðumula 1-108 Reykjavík • Siml (91) 84311
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á (SAFIRÐI
Hjúkrunarfræðingar
— sjúkraliðar
Óskum að ráða nú þegar:
★ Hjúkrunarfræðinga
' ★ Sjúkraliða
Húsnæði og dagvistun barna til staðar.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í
síma 94-3014 eða 94-3020 alla virka daga
milli kl. 8.00 og 16.00.
Umbúðaframleiðsla
— framtíðarstörf
Kassagerð Reykjavíkur hf. óskar eftir mönnum
til starfa á lyftara. Umsækjendur þurfa að
hafa lyftarapróf. Æskilegur aldur 20-40 ára.
Gott mötuneyti er á staðnum.
Þeir, sem áhuga hafa á störfum þessum, hafi
samband við Þóru Magnúsdóttur milli
kl. 13.00-16.00.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
XAKassagerð Reykjavíkur hf.
^ KLEPPSVEGI 33 - 105 REYKJAVlK - S. 38383
Ritari á
lögmannsstofu
Lögfræðistofa í miðborg Reykjavíkur óskar
að ráða vanan og töluglöggan ritara til starfa
hálfan daginn frá 1. apríl nk. Vinnutími frá
8.30-12.00 f.h.
Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf berist auglýsingadeild
Morgunblaðsins fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn
19. mars nk. merktar: „Ritari — 2105“.
Sölumaður (108)
Óskum eftir að ráða hjúkrunarfræðing eða
sjúkraliða til starfa hjá stóru deiidaskiptu
fyrirtæki í Reykjavík.
Við leitum að sérmenntuðum sölumanni til
að selja þekktar vörur til sjúkrastofnana í
Reykjavík og nágrenni, sem hefur góða
starfsmenntun og reynslu, áhuga og getu til
að starfa sem sölumaður.
í boði er sjálfstætt og krefjandi framtíðar-
starf á góðum launum.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Óladóttir.
Vinsamlegast sendið umsóknir merktar:
„Sölumaður (108)“ til Ráðningarþjónustu
Hagvangs hf. fyrir 19. mars nk.
Hagvangurhf
RÁÐNINCARPJÓNUSTA
CRENSÁSVECI 13, '108 REYKJAVÍK
Sími: 83666
Skipasmíðastöð Marsellíusar,
ísafirði, fyrirtæki í örum vexti
Okkur vantar
fleiri starfsmenn
í eftirtaldar greinar:
Rennismíði, vélvirkjun, plötusmíði.
Mikil vinna. Aðstoðum við útvegun hús-
næðis.
Hafið samband í síma 94-4470 á daginn og
4127 á kvöldin.
SKIPASMÍÐASTÖÐ MARSELLÍUSAR hf.
Isafirfti.
Þjónustustarf
Matsölustaður í austurbænum vill ráða dug-
legan og snyrtilegan starfskraft sem m.a.
steikir hamborgara og smyr brauð.
Vinnutími 9.00-18.00. Alltaf einhver auka-
vinna.
Upplýsingar á skrifstofu okkar.
GtidntTónsson
RÁÐCJÓF & RÁÐN I NCARÞJÓN USTA
TÚNGÖTU 5. 101 REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMl 621322
Skrifstofustarf
Kona óskast til almennra skrifstofustarfa.
Starfið felst m.a. í símavörslu og nótnaskrift
á tölvu.
Vélritunarkunnátta nauðsynleg og tölvuþekk-
ing æskileg.
Umsóknir með upplýsingum um fyrri störf
merktar: „K.G.G. — 583“ sendist auglýsinga-
deild Mbl.
Kristján G. Gíslason hf.,
Hverfisgötu 6,
Reykjavík.
Ert þú þroskaþjálfi
sem langar út á land í fallegt umhverfi?
Vestmannaeyjabær vill ráða þig.
Um er að ræða starf á tveimur dagvistar-
stofnunum fyrir börn, 50% á hvorri. Góð laun
eru í boði fyrir skemmtilegt starf á vinnustað
þar sem ríkir góður starfsandi og hlutfall
faglærðra er hátt.
Nánari upplýsingar gefur félagsmálafulltrúi í
síma 98-1088 kl. 16.00-17.00.
Ritari
Þjónustufyrirtæki í miðborginni.
Starfið: Móttaka, símavarsla, ritvinnsla,
skjalavistun og almenn aðstoð á skrifstofu.
Ritarinn. Hlýlegt, aðlaðandi viðmót og leggur
metnað sinn í að veita fyrsta flokks þjónustu
og skila góðu starfi. Færni í ensku. Verslunar-
menntun og góð reynsla af skrifstofustörfum
áskilin.
Skrifstofumaður
Þjónustufyrirtæki í miðborginni.
Starfið: Merking fylgiskjala, innsláttur, af-
stemmingar, innlendar og erlendar bréfa-
skriftir, skjalavistun og móttaka.
Skrifstofumaðurinn: Reynsla af bókhalds-
störfum, tölvuvinnslu og almennum skrif-
stofustörfum.
Skrifstofumaður
Heildverslun í Sundaborg.
Starfið: Rekstur skrifstofu, bókhald, gjald-
kerastörf, bréfaskriftir, sala o.fl. Skrifstofan
er tölvuvædd.
Skrifstofumaðurinn: Reynsla af ofangreind-
um starfssviðum. Vilji og geta til að starfa
sjálfstætt.
Skrifstofumaður
Heildverslun í Sundaborg.
Starfið: Móttaka pantana, útskrift á reikning-
um og almenn aðstoð á skrifstofu. Vinnutími
9.00-13.00.
Skrifstofumaðurinn: Almenn reynsla af skrif-
stofustörfum.
Umsóknum skal skilað á skrifstofu okkarfyrir
21. þ.m.
Starfsmannastjórnun
Ráðningaþjónusta
FRUm
Sundaborg 1-104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837
Viðskiptafræðinemi
sem lýkur 3. ári í vor óskar eftir starfi í sum-
ar. Er tilbúinn að taka á sig mikla vinnu. Til
greina kemur hlutastarf næsta vetur. Margt
kemur til greina en starfið verður þó að tengj-
ast verslun og viðskiptum.
Upplýsingar í síma 33027.
Borgarnes
Framkvæmdastjóri
Fyrirtækið er byggingafyrirtæki.
Starfssvið: Stjórnun verklegra framkvæmda,
áætlanagerð, tilboðsgerð, samningagerð og
hönnun.
Við leitum að manni með verkfræði- eða
tæknimenntun af byggingasviði. Iðnskóla-
menntun ásamt reynslu af stjórnunarstörfum
æskileg.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlegast sendið umsóknir merktar:
„Framkvæmdastjóri Bgn.“ til Ráðningar-
þjónustu Hagvangs hf. fyrir 25. mars.
Hagvangurhf
RÁÐNINCARRJÓNUSTA
CRENSÁSVECI 13, 108 REYKJAVÍK
Sími: 83666