Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987
59
Minning’:
Þórir Bergsson trygg-
ingastærðfræðingur
Fæddur 2.júlí 1929
Dáinn 7. marz 1987
Þórir Bergsson, tryggingastærð-
fræðingur, lézt í Reykjavík þann
7. marz sl. Hann fæddist 2. júlí
1929, sonur hjónanna Bergs sýslu-
manns og síðar bæjarfógeta í
Hafnarfírði Jónssonar yfirdómara
Jenssonar og Guðbjargar Lilju Jóns-
dóttur. Þórir missti móður sína
þegar hann var á þriðja ári, en
Bergur kvæntist síðar Ólafíu Valdi-
marsdóttur, er reyndist Þóri sem
bezta móðir.
Þórir lauk stúdentsprófí frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1949
og hélt síðan til náms við Hafnar-
háskóla. Fyrstu þijú árin lagði hann
stund á stærðfræði og eðlisfræði,
en síðan tryggingastærðfræði og
statistik og lauk prófi í þeim grein-
um í janúar 1959.
í desember 1950 kvæntist Þórir
eftirlifandi eiginkonu sinni Björgu
Hermannsdóttur erindreka Fiskifé-
lags Islands Vilhjálmssonar og konu
hans Guðnýjar Vigfúsdóttur. Björg
starfar nú sem handritalesari hjá
Alþingi. Þau eignuðust fjögur böm,
Hjalta, féiagsfræðing og mennta-
skólakennara, sem kvæntur er
Guðrúnu Tómasdóttur, Hermann,
stærðfræðing og háskólakennara í
Gautaborg, kvæntan Rannveigu
Sigurðardóttur, Lilju, leikkonu við
Þjóðleikhúsið, gifta Torfa Magnús-
syni, og Berg, sem er að ljúka námi
í tölvunarfræði og er kvæntur Lauf-
eyju Kristinsdóttur. Bamabörnin
eru orðin átta.
Fundum okkar Þóris bar fyrst
saman snemma árs 1960 er ég leit-
aði til hans eftir upplýsingum um
nám í tryggingastærðfræði við
Hafnarháskóla. Þórir tók mér hið
bezta og fræddi mig rækilega um
námið og hvatti mig mjög til þess
að heija það að hausti.
Við hittumst ekki aftur fyrr en
í júlí 1964, er ég hafði lokið námi,
en þá kom ég á skrifstofu hans til
að ræða við hann um starfshorfur.
Fundi okkar lauk þannig, að ég
réðst til starfa á skrifstofu hans og
starfaði þar um eins og hálfs árs
skeið. Þessi tími reyndist mér dýr-
mætur skóli, en Þórir fékkst við
margvísleg verkefni og var lær-
dómsríkt að vinna með honum.
Hann nálgaðist viðfangsefnin oft á
frumlegan hátt, en lagði jafnframt
ríka áherzlu á, að allar forsendur
væru sem traustastar. Eftir að ég
hóf sjálfur rekstur skrifstofu leitaði
ég oft til hans og alltaf var hann
reiðubúinn að miðla af reynslu sinni
og þekkingu og fleiri munu hafa
sömu sögu að segja.
Þórir hóf störf hjá Almennum
tryggingum hf. er hann kom frá
námi og starfaði þar til 1961 er
hann setti á stofn ráðgjafaskrif-
stofu í tryggingastærðfræði og
statistik, sem hann rak síðan til
dauðadags.
Eins og áður sagði, fékkst hann
við margskonar verkefni, en ég
hygg, að mestan áhuga hafí hann
haft á skaðabótaútreikningum, þ.e.
útreikningum á fjártjóni vegna ör-
orku eða fráfalls. Þórir hafði viðað
að sér mikilli þekkingu á skaðabóta-
rétti og sérstaklega því sviði hans
er fjallar um bætur vegna líkams-
tjóns og veitti mörgum góða ráðgjöf
um hina lögfræðilegu hlið málsins.
Hann ritaði mikið um þennan mála-
flokk, m.a. greinaflokk í Úlfljót,
tímarit laganema, þar sem mjög
ítarleg grein er gerð fyrir flestum
atriðum varðandi uppgjör bóta
vegna líkamstjóns svo og forsend-
um útreikninga á fjártjóninu sem
slíku. Ég þykist vita, að skrif hans
hafi hjálpað mörgum lögmönnum
og dómurum við ákvörðunartöku í
starfí og þau hafí haft áhrif á dóm-
venju hér á landi.
Þórir var á sjöunda áratugnum
fulltrúi Sambands íslenzkra stúd-
enta erlendis í stjórn Lánasjóðs
jslenzkra námsmanna. Jafnframt
vann hann mikið starf fyrir sjóðinn
við að leggja grunn að mati á fjár-
þörf námsmanna og breytingum á
reglum sjóðsins um námslán. í
tengslum við þetta verk sá hann
um viðamikla söfnun upplýsinga um
framfærslukostnað námsmanna í
ýmsum löndum og úrvinnslu þeirra.
Þórir var fyrsti skólastjóri Trygg-
ingaskólans, sem Samband
Grmdavíkurbær
eiguast bæjarmerki
Gríndavík.
BÆJARSTJÓRN Grindavíkur
samþykkti tillögu frá Auglýs-
ingastofu Kristínar að bæjar-
merki fyrir Grindavíkurbæ, á
fundi sínum síðastliðinn fimmtu-
dag.
Fyrir fundinum lá álit nefndar,
sem kjörin var á sínum tíma til að
vinna með auglýsingastofunni að
tillögugerðinni. I henni áttu sæti
Eiríkur Alexandersson, Ólína Ragn-
arsdóttir og Margrét Gísladóttir.
Nefndin lagði til að teikning, sem
sýnir svartan geithafur með gul
horn og rauðar klaufir, á bláum og
hvítum grunni, yrði samþykkt og
samþykkti bæjarstjórnin það.
í greinargerð með tillögunni seg-
in „I Landnámabók kemur fram
að Molda-Gnúpur Hrólfsson og syn-
ir námu land í Grindavík. Synir
Molda-Gnúps, Bjöm, Gnúpur, Þor-
steinn hrungnir og Þórður leggjaldi,
voru þá fulltíða. Bjöm dreymdi um
nótt að bergbúi kæmi að honum
og bauð að gera félag við hann, en
hann þóttist játa því. Eftir það kom
hafur til geita hans og tímgast þá
svo skjótt fé hans að hann varð
skjótt vellauðugur. Siðan var hann
Hafur-Bjöm kallaður. Það sáu ó-
freskir menn að landvættir allar
fylgdu Hafur-Bimi t\\ þings, en
þeim Þorsteini og Þórði til veiða.“
í nefdarálitinu kom einnig fram:
Nefndin er þeirrar skoðunar að
Morgunblaðið/Kr. Ben.
Mynd af hinu nýsamþykkta bæj-
armerki Grindavíkur.
merkið sé ágætlega táknrænt fyrir
þá byggð sem því er ætlað að þjóna
og það mannlíf sem þar er lifað.
Blár litur hafsins í grunni með
hvítum ölduföldum sé sá grundvall-
arveruleiki sem Grindavík byggist
á, en hafurinn er tákn þeirrar fíjó-
semi og búhygginda sem skilar
Grindvíkingum til þroska og þróun-
ar í fortíð, nútíð og framtíð. Hvítu
rendurnar geta táknað fyrri hluta
nafnsins í Grindavík.
Kr. Ben.
íslenzkra tryggingafélaga rekur
fyrir starfsfólk félaganna. Hann sá
þá m.a. um útgáfu á bókaflokki um
sjórétt og sjótryggingar, en einnig
kenndi hann við skólann og hélt þar
fyrirlestra.
Þá var Þórir ráðgjafí ýmissa
lífeyrissjóða og vátryggingafélaga
og annaðist m.a. gagnaúrvinnslu
og skýrslugerð um afkomu frjálsra
ábyrgðartrygginga um árabil. Eng-
in vátryggingargrein byggði á betri
tölfræðilegum grunni en þeim, sem
þá var lagður af Þóri í samvinnu
við Kr. Guðmund Guðmundsson,
tryggingastærðfræðing og þáver-
andi forstjóra íslenzkrar endur-
tryggingar.
Þórir var eindreginn andstæðing-
ur misréttis og mismununar og tók
oft upp hanzkann fyrir þá, sem
hann taldi misrétti beitta. Ég
minnist sérstaklega greinar, sem
Þórir skrifaði á árinu 1973 um kjör
á lánum Húsnæðismálastofnunar
og bar þau saman við kjör annarra
Iána. Gagnrýndi hann harðlega þá
mismunun, sem í þessu fólst til
óhags fyrir lánþega Húsnæðismála-
stofnunarinnar. I kjölfar greinar-
innar varð mikil umræða um þetta
mál en því lauk þannig, að stjórn-
völd breyttu lánskjörunum til
verulegs hags fyrir þessa lánþega.
í annað sinn reit hann grein þar
sem hann gagnrýndi harðlega og
réttilega þau ríkulegu lífeyrisrétt-
indi, sem þingmenn hafa ákveðið
sér og ráðherrum til handa. Greinin
vakti mikla athygli almennings, en
hins vegar náði hún ekki eyrum
þingmanna, sem þá háðu harða
kosningabaráttu, og enn sitja þeir
við annað og betra borð í þessu
efni en aðrir landsmenn.
Þórir gegndi formennsku í Félagi
íslenzkra tryggingastærðfræðinga
frá árinu 1984 til dauðadags. Félag
okkar er fámennt og við fráfall
Þóris eru félagar færri en við stofn-
un þess fyrir tuttugu árum. Ungt
fólk hefur ai' einhveijum ástæðum
veigrað sér við að fara í nám í
tryggingastærðfræði. Það var Þóri
mikið kappsmál að gera hér bragar-
bót á, en til þess entist honum ekki
aldur.
Þórir var fríður sýnum, glæsileg-
ur á velli, gæddur fjölhæfum
gáfum, víðlesinn og fróður.
Þórir ræddi oft um fjölskyldu sína
og var auðfundið hve hlýjan hug
hann bar til Bjargar og bamanna.
Ég votta þeim og öðrum aðstand-
endum innilega samúð mína.
Bjarni Þórðarson
Blómastofa
FriÖjinns
Suöurlandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
0pi6 öll kvöld
tll kl. 22,-einnig um heigar.
Skreytingar við öll titefni.
Gjafavörur.
Kveðja frá Félagi íslenskra
tryggingastærðf ræðinga
A morgun verður til moldar bor-
inn Þórir Bergsson tryggingastærð-
fræðingur, sem lést hinn 7. þ.m.
Við fráfall hans er höggvið stórt
og tilfinnanlegt skarð í hinn fá-
menna hóp íslenskra trygginga-
stærðfræðinga.
Lífsferill hans verður ekki rakinn
hér í heild en aðeins getið sérstak-
lega eins mikilverðs atriðis úr
ævistarfi hans. Það eru útreikning-
ar í sambandivið skaðabætur vegna
líkamstjóns. Á því sviði var framlag
hans mjög stórt, ekki aðeins að því
er snerti fjölda þeirra mála, þar sem
aðstoðar hans var leitað, heldur
einnig í þróun slíkra útreikninga.
Eftir hann liggja ýmsar greinar um
það efni bæði í blöðum og lögfræð-
itímaritum. Þótt útreikningar af
þessu tagi hafí nú verið teknir upp
í ýmsum löndum eru þeir ekki bein-
línis kenndir í fræðum trygginga-
stærðfræðinga. Og lítið hefur verið
skrifað um þá erlendis enn sem
komið er. Þeir hafa því orðið að
þróast hér sjálfstætt, enda ísland
eitt af fyrstu löndunum, þar sem
þeir voru teknir í notkun. Að þess-
ari þróun átti Þórir mjög mikinn
hlut. Til þess að gera slíka útreikn-
inga svo, að vel sé, er ekki nægjan-
legt að hafa góða þekkingu á
líftryggingastærðfræði. Til þess
þarf þekkingu á mörgum öðrum
sviðum, ekki síst lögfræði. Þar stóð
Þórir vel að vígi. Hann hafði glöggt
auga fyrir lögfræði eins og hann
átti kyn til.
Þijú síðustu ár var Þórir formað-
ur í Félagi íslenskra trygginga-
stærðfræðinga. Að leiðarlokum
færum við honum þakkir fyrir störf
hans í þágu félagsins. Við eigum á
bak að sjá miklum hæfíleikamanni
og góðum félaga. Fjölskyldu hans
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Félag íslenskra
tryggingastærðf ræðinga
t
Sonur minn, bróðir og mágur okkar,
HALLDÓR GÍSLI ODDSSON,
sklpstjóri,
Háaleitisbraut 44,
verðurjarðsunginnfrá Fossvogskirkju mánudaginn 16. mars kl. 13.30.
Áslaug Guðjónsdóttir,
Bjarni Oddsson, Elsa Friðjónsdóttir,
Guðjón Oddsson, Gíslína Kristjánsdóttir.
t
Maðurinn minn og faðir okkar,
ÞÓRIR BERGSSON,
tryggingastærðfræðingur,
sem lést laugardaginn 7. mars sl. verður jarðsunginn *rá Dóm-
kirkjunni mánudaginn 16. mars kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir.
Björg Hermannsdóttir,
Hjalti, Hermann, Lilja og Bergur.
t
Systir okkar og vinkona,
HREFNA KRISTJÁNSDÓTTIR,
frá Einholti,
Hornafirði,
lést á Borgarspítalanum 13. mars sl.
Systkini og Helga Hansen.
t
Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð
og vináttu við andlát og útför móður okkar,
ELÍNAR SNORRADÓTTUR WELDING,
Sigrfður Siguröardóttir,
Guðbjörg M. Sigurðardóttir,
Snorri W. Sigurðsson.
t
Hjartans þakkir fyrir sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
GUÐRÚNAR SVEINSDÓTTUR,
Hraunhóli 7, Nesjum.
Ásmundur Gfslason og börn,
Inga Valborg Einarsdóttir, Sveinn K. Sveinsson.
t
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlýhug og vináttu við
andlát og jarðarför eiginmanns míns, fööur okkar, tengdaföður
og afa,
ÁGÚSTS SIGURJÓNSSONAR,
Múlavegi 10,
Seyðisfirði.
Jóhanna Sigurjónsson,
Páll Ágústsson, Dagbjört Jónsdóttir,
Axel Ágústsson, Hafdfs Edda Eggertsdóttir,
Helgi Ágústsson, Lovfsa Gfsladóttir,
Ásgerður Ágústsdóttir, Björgúlfur Kristinsson
og barnabörn.