Morgunblaðið - 15.03.1987, Page 60
60
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987
FÆREYJAR
GuÖmundur Sœmundsson segir hér frá heimsókn sinni til Fœreyja
frá liönu sumri. Hann er einn af stofnendum Félags leiösögumanna
og hefur skrifaö margar feröagreinar í blöð og tímarit.
Háar, sæbrattar eyjar og
fjöll rísa úr hafi árla
morguns, 20. júní.
Landslagið minnir á ís-
land, veðrátta og
gróðurfar einnig, svipur lands og
sjávar allt einnar veru. Það var fal-
legur morgunn þegar „Norröna"
sigldi inn Djúpin, einn hinna sér-
kennilegu færeysku fjarða, sem
skilur á milli Austureyjar og Karls-
eyjar: Þótti farþegum mikið til koma
er skipið leið framhjá snarbröttum
hömrum og lygnum vogum á víxl,
þar sem litlar húsaþyrpingar endur-
spegluðust á sjávarfletinum undir
rísandi sól.
Frá því ég var bam að aldri hafa
Færeyjar verið í huga mér einskonar
ævintýraland, vafið dulrænum blæ,
sem á stöku stað grillir í gegnum,
svo að veruleikinn sjálfur kemur í
ljós. Þegar ég var að alast upp norð-
ur í Haganesvík á heimsstyijaldarár-
unum síðari dvaldi færeyskur maður
á heimili mínu um skeið. hann talaði
íslenskuna með útlendingslegum
hreim og það eitt að umgangast
útlent fólk getur hæglega ýtt undir
ímyndunarafl ungra bama.
Um margra ára skeið, allt fram
um miðja þessa öld, vc.-u skútuveið-
ar Færeyinga við Island gildur
þáttur í færeysku atvinnulífi. Ég
man enn þessar færeysku skútur úti
fyrir Norðurlandi að sumarlagi og
stundum lögðust þær inn á Haga-
nesvík. Þær fluttu með sér andblæ
ævintýrisins og hinnar víðu veraldar
að einhveiju leyti. Ég skoðaði þær
í krók og kring, gægðist niður í lest-
amar, handfjatlaði stýrishjólió, þáði
kex hjá kokknum og hlustaði á lúk-
arssögur sjómannanna. Þeir sögðu
frá dögum og nóttum í óveðri, þegar
þeir voru kallaðir á þilfar til að
bjarga seglum meðan ólgandi sjórinn
freyddi um skipið. Þessar frásagnir
hljómuðu ekki alltaf freistandi þegar
hlutskiptið var erfiði, kuldi og vos-
búð. En samt vissi ég að þetta beið
margra færeyskra pilta strax og
þeir vom komniryfir fermingu. Þeim
var það raunar í blóð borið. Lengi
verður mér minnisstæður 17. nóv-
ember árið 1949, því þá um nóttina
hafði færeysk áhöfn af „Havfrúg-
vinni" frá Vestmanna bjargast á
land í heimabyggð minni, en þegar
birti af degi sá ég skipið sjálft velt-
ast um í brimgarðinum mikið brotið.
Nokkm síðar var það horfið.
Mörg ár líða, ég fæ tækifæri til
að sigla gegnum Skopunarfjörð og
koma við morgunstund í Þórshöfn á
leið til annars lands. í annað skipti
var ég um borð í íslensku flutninga-
skipi sem leitaði vars undir slútandi
björgun Stóm Dímun, meðan þilfars-
farmur var lagfærður eftir vont
veður austur í hafi. Ég man enn
bændafólkið á þessari hrikalegu og
afskekktu eyju, þar sem það stóð í
óveðursbirtunni og fylgdist með okk-
ur um stund ofan af bjargbrúninni.
Það em einhver sterk áhrif og eftir-
vænting frá hinu óþekkta í huga
mínum meðan „Norröna" siglir um
eyjasundin, uns lagst er að hafnar-
garðinum í Þórshöfn. Það leynir sér
ekki að Þórshöfn er fallegur höfuð-
staður, og hér bíður mín frændþjóð
sem vert er að kynnast. Tollskoðun-
in gekk greiðlega og þaðan lá Ieiðin
beint upp á tjaldstæði með viðlegu-
búnaðinn. Nú fyrst finn ég þægindin
af því fyrir alvöm að hafa eigin bíl
með í för. Eftir að hafa tjaldað og
gengið frá farangri, ók ég aftur nið-
ur að höfn, meðan konan og
Skansinn setur mikinn svip á Þórshöfn.
Leirvík á Austurey.
Kvívík á Straumey.
Þegar gengið er upp í miðbæinn
næst höfninni dylst ekki að Þórshöfn
á sér gamla sögu. Þar má fljótt finna
skemmtilegan andblæ liðinna alda;
þrönga göngustíga og gömul hús,
sem segja langa sögu. Allt yfirbragð
hins gamla bæjarhluta hefur sér-
stakan þokka, sem laðar til nánari
kynna.
Skansinn er virki mikið frá 16.
öld, sem kennt er við Magnús Heina-
son. Efst á því er fallegur viti,
málaðnr hvítum og rauðum lit og
er einskonar bæjartákn Þórshafnar
í augum ferðalangs.
Enginn skyldi þó halda að Þórs-
höfn sé eingöngu gamall, staðnaður
bær, fjarlægur nútíðinni. Langt er
frá að svo sé. Ný hverfi með glæsi-
legum byggingum hafa risið þar upp
og tengjast hinum gamla miðbæ, svo
að nútíð og fortíð mætast þar oft á
skemmtilegan hátt. Þórshöfn er
jafnframt orðin allmikill iðnaðarbær,
með 14-15 þúsund íbúa. Fiskveiðar
eru stundaðar þaðan og einnig sigl-
ingar. Verslun er mikil í bænum.
Þar eru helstu menningarstofnanir
Færeyinga, og skólahald er þar með
blóma. Þar eru nýreist íþróttahús
og sundlaug, hvorttveggja mikil
mannvirki.
Norðurlandahúsið er nýleg bygg-
ing sem setur skemmtilegan svip á
umhverfið. Þá eru í Þórshöfn tvö
hótel; Hótel Hafnia og Hótel Borg
og auk þess bæði farfugla- og sjó-
mannaheimili, en vegna ört vaxandi
ferðamannafjölda voru þau öll þétt
setin um þetta leyti. Umhverfi Þórs-
hafnar er ef til viil ekki stórbrotið,
en ríkt af mýkt og fegurð. Uti fyrir
ströndinni liggur Nolsey, sem auk
þess að mynda fallegt sund — Nols-
eyjarijörð — veitir innsiglingunni til
Þórshafnar verulegt skjól fyrir aust-
anáttinni. Tjaldstæðið okkar er á
krakkarnir lögðu sig um stund. Ég
lagði bílnum á stæði við Skansinn
og reikaði síðan um með myndavél-
ina í morgunsólinni, í einskonar
leiðslu ævintýrisins, til að fá ofur-
litla hugmynd um hafnarlífíð, skipin
og gamla bæjarhlutann í Þórshöfn.
Allt var á fleygiferð í kringum
„Norrönu", sem innan stundar átti
að leggja af stað til Hanstholm í
Danmörku. Smátt og smátt komu
strandferðaskipin siglandi hvert af
öðru inn til Þórshafnar frá hinum
fjölmörgu byggðum eyjanna. „Teist-
an“ kom frá Klakksvík, „Smyrill"
frá Þvereyri á Suðurey, „Ritan“ frá
Skopun og „Dúgvan" frá Tóftum og
Görðum. Já, það er sannarlega líf
og fjör við höfnina í höfuðstað Fær-
eyja, þegar fólkið er að koma og
fara með áætlunarskipunum.
ströndinni við Nolseyjaifjörð. Þar er
talsverð umferð báta og skipa allan
sólarhringinn sem gæðir umhverfið
lífi starfs og athafna. Þá búa morgn-
arnir og kvöldin í Þórshöfn oft yfir
sérstæðum töfrum í samspili láðs
og lagar og litfegurð. Bærinn hefur