Morgunblaðið - 15.03.1987, Síða 61
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987
61
byggst upp frá höfninni í fremur
•ágri hlíð. Húsin standa víða í gróð-
ursælum dældum og brekkur eru
nokkrar og sumar allbrattar. Á Þing-
nesi og víðar í gamla bænum má
lesa sögu löngu horfínna kynslóða
°g geta sér til hvemig þau gömlu,
norrænu þorp litu út, sem risu á
sama tíma og Þórshöfn, en eru horf-
>n og heyra aðeins sögunni til. Til
dæmis eigum við íslendingar engin
hús sem jafnast á við þau elstu í
Þórshöfn, enda eru íslensku húsin
niiklu yngri. Þórshafnarbúar eiga
eitt Lækjartorg eins og Reykvíking-
ar og heitir það Vaglurinn. Þar er
Ólavsvakan jafnan sett 28. júlí ár
hvert. Vaglurinn er í raun og veru
niót fjögurra gatna; ákaflega hlýleg-
ur staður með hávöxnum tijám á
allar hliðar. Okkur þótti notalegt að
staldra þama við í góðviðrinu milli
þess sem við vorum í búðarápi. í
Þórshöfn eru margar verslanir og
sumar hverjar mjög smekklegar með
góðu vömvali og einstaklega við-
felldnu afgreiðslufólki. Þórshafn-
arbúar eiga einnig sinn Miklagarð,
fn þangað fómm við til daglegra
innkaupa í matinn. Flestar land-
búpaðarvömr em danskar, enda
niun færeyskur landbúnaður vera á
undanhaldi.
Er kvölda tók urðum við áþreifan-
lega vör við það, að róðrar em mjög
vinsælir meðal Færeyinga og tekur
kvenfólkið ekki síður þátt í þeim en
karlar. Var einkar skemmtilegt að
sjá unga fólkið þreyta knálegan róð-
ur. á Nolseyjarfirði, ekki langt
framundan tjaldstæðinu okkar, er
það var að æfa sig fyrir Ólavsvöku-
keppnina.
. Það em bæði gömul og ný sann-
indi að við íslendingar emm margir
heldur ófróðir um Færeyinga, þótt
þeir séu okkar næstu nágrannar og
skyldastir og tungu og lifnaðarhátt-
um. Við höfum verið svo uppteknir
uf ^jarlægari þjóðum og löndum, að
Færeyjar hafa þess vegna fallið í
nokkum skugga, sem nú er þó góðu
heilli óðum að breytast. Þegar ég
lagði upp í Færeyjaförina taldi ég
núg vita orðið ýmislegt um eyjamar
°g: þjóðina sem þær byggja, ýmist
vegna kynna af færeyskum sjó-
mÖnnum eða við lestur bóka um
Færeyjar. Það verður hveijum
nianni ógleymanlegt að sigla á ís-
landsmið með Heðni Brú, að lifa í
færeyskum byggðum undir handaij-
adri Williams Heinesen, ferðast um
eyjamar í fýlgd Jörgens-Frantz
Jacobsen eða kynnast stúlkunni Bar-
höru úr sögunni „Far veröld þinn
veg“ eftir sama höfund.
I farangri mínum að heiman hafði
ég tvær bækur um Færeyjar eftir
■slenska höfunda, aðra úr bóka-
flókknum „Lönd og lýðir" eftir Gils
Guðmundsson rithöfund og fyrrver-
aniii alþingismann, en hin var
nEjyjamar átján“ eftir Hannes Pét-
nrsson skáld. Við þennan bókakost
hætti ég fljótlega í Þórshöfn tveimur
•andakortum af eyjunum, Föroyja
'aiþdt, Havnartíðindi 1986, Álman-
akki 0g Ferðaætlan, einnig fyrir
árjð 1986. Með þetta veganesti er
enjrum vorkunn að ferðast um Fær-
eyjar á eigin spýtur og hafa ánægju
af. Gestrisni Færeyinga er þeim svo
eðlileg að manni þykir samstundis
vænt um fólkið. Ekki eru vandkvæði
á iþví að gera sig skiljanlegan í
Fafereyjum. Ef gætt er þess að tala
haégt og skýrt af beggja hálfu er
na»sta auðvelt að halda uppi nokkr-
um samræðum. Það kann að þykja
^ájítið undarlegt, þegar sagt er, að
það sé færeyska dansinum að þakka,
aðjFæreyingum hefur tekist að varð-
Ve|ta tungu sína jafn vel og raun
her vitni. En svona er það samt.
Kvæðin voru kveðin undir dansinum,
°gí vegna þess hafa þau geymst og
geþgið frá kynslóð til kynslóðar og
tungunni ómetanleg stoð. Og
ekki nóg með það: Dansinn hefur
skapað kvæðin, því að þau eru til
þess ort, að vera sungin á dans-
gólfi. Færeyingar geta þreytt þessa
dansa svo tímunum skiptir án þess
á þeim sjáist teljandi þreytumerki.
það er tilkomumikið að horfa á þessa
dansa og heyra fólkið kveða kvæðin
sem við eiga. Þess vegna verður
ekki hjá því komist að geta um fær-
eyskan dans, þegar talað er um
Vegir eru góðir og víða jarðgöng.
færeyska menningu. efni kvæðanna
er venjulega sótt í frásagnir um
hrausta menn og fagrar og göfugar
konur, ástir og orrustur. Mörg kvæð-
anna greina frá atburðum er gerst
hafa á Islandi og í Noregi. Aðeins
eitt fomkvæði er ort um atburði, er
gerast í Færeyjum sjálfum. Það er
Sigmundarkvæði, um viðureign
höfðingjanna Sigmundar Brestisson-
ar og Þrándar í Götu. Þá em önnur
kvæði sem eiga rót sína að rekja
sunnar í álfuna, en hafa verið færð
í færeyskan búning, svo sem um
Sigurð Fáfnisbana og Brynhildi,
Karla-Magnús og fleiri.
Annað er það sem einkennir fær-
eyskt þjóðlíf, en það em grindhvala-
veiðar. Því miður sá ég þær ekki
með eigin augum á meðan ég dvald-
ist í eyjunum og hef þvi ekkert frá
þeim að segja af eigin reynslu. Hins-
vegar horfði ég á þegar færeyska
varðskipið „Ólavur helgi" var að
reka skip þeirra hvalfriðunarmanna,
„Sea Shepherd" út af Nolseyjarfírði
eitt kvöldið. Nokkur mannfjöldi safn-
aðist saman á tjaldstæðinu og víðar
á strandlengjunni og fylgdist með
þessum atburðum.
Laust eftir miðja síðustu öld var
íbúatala Færeyja tæp 9 þúsund. Þá
lifði þjóðin á landbúnaði og fiskaði
aðeins handa sér í soðið. Aðalbú-
stofninn var sauðfé, sem gaf af sér
kjöt til heimaneyslu, skerpukjötið og
ull, tólg og gæmr til útflutnings.
„Seyða ull er Föroya gull“ segir
gamall, færeyskur málsháttur. Ullin
var unnin heima og færeyskar peys-
ur seldar víða um lönd. Síéiðan 1860
hefur íbúatala eyjanna fimmfaldast
og em fískveiðar, siglingar og iðnað-
ur helstu atvinnuvegimir. Fiskveið-
amar hófust sem sjálfstæður
atvinnuvegur eftir afnám verslunar-
haftanna 1856 og em nú umfangs-
mesti atvinnuvegur þjóðarinnar.
Meðan við dvöldumst í Færeyjum
var sólskin hvem dag og hlýtt í
veðri. Nutum við þess ríkulega að
ferðast um eyjamar. Fyrsta kvöldið
ókum við til Kirkjubæjar og Velbe-
staðar á sunnanverðri Straumey.
Veður var gott og kvöldfegurð sér-
stæð, með útsýni yfir til Kolturs,
Hests og Sandeyjar. Kirkjubær er
lítil byggð, en auðug af sögu og
minjum. Þar sátu biskupar meðan
þeir vom í Færeyjum (1070-1555),
og standa ýmis hús frá þeim tíma,
sum meira en 800 ára gömul; er þar
og margt annarra fomminja. Þar
ólst Sverrir konungur Sigurðarson
upp og nam prestlærdóm. Á þessari
öld hefur gert þar garðinn frægan
frelsishetjan og skáldið Jóhannes
Paturson, sem giftur var íslenskri
konu. Einn daginn fómm við með
strandferðaskipinu Teistunni til
Klakksvíkur. Eftir ánægjulega dvöl
í þeim fallega bæ tókum við annað
strandferðaskip þaðan til Leirvíkur
á Austurey. Frá Leirvík ókum við
síðan um Austurey og Straumey,
ferðuðumst um jarðgöng og dimm-
leit flöll, stönsuðum í ýmsum þorpum
eða byggðum, sem Færeyingar
nefna svo, á leiðinni og nutum svei-
taunaðarins við lygna firði, sund eða
í djúpum dölum, sem að þeim liggja.
Þar er víða byggð við byggð á kyrrl-
átum ströndum. Jafnvel sjórinn, sem
að jafnaði er málgefinn, var nú kyrr
og sléttur. Við komum aftur til Þórs-
hafnar seint um kvöldið. Ljósbrigðin
um miðnæturskeið eru dýrlegur
þáttur færeyska sumarsins, þegar
himinninn í norðri verður að miklu,
þöglu báli langt fram á nótt
Það er fagurt í Kvívík og ekki
svíkur útsýnið á leiðinni til Vest-
manna. Stjórinn breiddi úr sér,
glitrandi blár og sléttur á Vest-
mannasundi, en samt hallaðist feijan
með flugfarþegana frá Vogey ótrú-
lega mikið, vegna straumsins á
leiðinni yfír sundið. Húsin í Vest-
manna standa í röðum að sjá frá
þjóðveginum vestan ijarðarins, en
þar er talin ein af bestu höfnum í
Færeyjum. Þama sést hvítt mann-
virki raforkuversins bera við græna
hlíð, þess stærsta í Færeyjum. í
Vestmanna heimsóttum við Einar
Olgeirsson frá Reykjavík. Hann
fluttist til Færeyja fyrir 5 árum,
kvæntist færeyskri konu og eru þau
nú að ljúka við að byggja sér ein-
býlishús á fögrum en bröttum stað
í bænum.
Mikil fegurð blasir við sjónum
þegar ferðast er um meginhvirfíngu
eyjanna eða siglt er á milli þeirra.
Víða við strendur mætir auganu
hrikaleg en töfrandi sjón, þar sem
snarbrött björgin vísa hamraþiljum
sínum að opnu hafi, sums staðar
nokkur hundruð metra há. Víðast
er hyldýpi fast að bjargsrótum, þar
sem lognaldan strýkur á kyrrum
sumardögum, en brimið slær á hinn
bóginn óblítt í vetrarbyljum. Þar sem
strendur liggja að sundum og fjörð-
um eða eru í skjóli fyrir úthafsöldu
eru þær með mildara yfirbragði. Þær
geta að vísu verið sæbrattar, en
ekki eins tröllslegar ásýndum. Hlíðin
upp frá ströndinni er undantekning-
alítið hjöllótt; hamrahjallar og
grónar brekkur skiptast á. Eiginlegt
undirlendi er fremur lítið í Færeyj-
um, dalir þröngir og helst nokkurt
sléttlendi upp frá fjarðarbotnum. Frá
aldaöðli hafa Færeyingar búið í
byggðum, sem þeir nefna svo. Öll .
eru þessi byggðaþorp við sjó, þvi
gömul sögn greinir frá því að Færey-
ingurinn uni sér hvergi, þar sem
ekki sér til sjávar. Yfirleitt standa
byggðimar í aflíðandi hlíðarfæti við
fjörð eða sund, en stundum á slétt-
lendi eða í dalsmynni við fjarðarbotn.
Húsin voru lengst af fremur smá,
oftast einlyft og standa í þéttri hvirf-
ingu. Gamla, færeyska byggingar-
lagið er einfalt ög fagurt og fer afar
vel við umhverfið. Það er hlaðinn
steinkjallari, hvítkalkaður að utan,
brúntjargaðir timburveggir með
hvítmáluðum gluggalistum og gróið
torfþak. En þessar byggingar hafa
hin síðari ár látið æ meir undan síga
fyrir öðrum nýrri, sem bæði eru mun
stærri og litauðugri. Annars hefur
Færeyingum tekist að mörgu leyti
vel að tengja saman gamalt og nýtt.
Færeyjar eru að verða okkur
kunnuglegar eftir þessa dvöl. Á þeim
árum sem ég var farmaður hafði ég
séð eyjamar álengdar í stormi og
stillum með augum sjómannsins,
skynjað hrikalegar andstæðumar,
stórbrotinn samleik hafs og lands.
En nú hef ég verið ferðamaður með
flölskylduna á bíl í Færeyjum og
ekið þar á góðum vegum um grænar
hlíðar og lognværa firði með marglit-
um húsaþyrpingum sem bera við
bláan sæ; þess á milli siglt um
straumhörð eyjasundin með strand-
ferðaskipunum og heimsótt auk
Straumeyjar, Austurey, Suðurey og
Borðey; gengið um götur í
Klakksvík, Vestmanna, Þvereyri og
Lopra.
Við höfum átt hér fímm dýrlega
daga og nætur; hver morgunn heils-
að í tærum döggvum gróandans á
tjaldstæðinu í Þórshöfn eða roðnað
í Nolsey og Kirkjubæjarreyn; kvöldin
sveipað sjó og land töfraslæðu sinni,
er breyttist síðan í morgunroða að
aflíðandi miðnætti.
Á leiðinni til Suðureyjar með
„Smyrli“ siglum við með fram aust-
urströnd Sandeyjar, framhjá
Skálavík, Húsavík og Dal. Hér skipt-
ast á grænar hlíðar og grá hamra-
belti með hengiflug í sjó fram milli
þessara fámennu byggðarlaga.
Sums staðar má sjá beitarhús eða
fjárborgir hátt í snarbrattri hlíðinni.
Það er einmitt á þessum slóðum
sem Bjöm Jónsson, ritstjóri ísafoldar
og síðar ráðherra, varð skipreika við
42. mann í febrúarmánuði 1904 er
eitt af Thore-skipunum, „Scotland",
strandaði hér undir berginu í nátt-
myrkri og hrið. Skipstjóri á Scotlandi
var Emil Nielsen, sem 10 árum síðar
varð fyrsti framkvæmdastjóri Eim-
skipafélags íslands. Skipið var að
koma frá Skotlandi og Danmörku
og ætlaði til íslands með viðkomu í
Þórshöfn. Farþegar og skipveijar
björguðust nauðuglega í land nema
fýrsti stýrimaður, sem drukknaði við
björgunarstarfið.
Mér verður starsýnt á eitt flár-
húsanna hátt uppi í hlíðinni stutt frá
Skálavík, en það var á slíkum stað
sem skipbrotsmennimir hittu fyrir
færeyskan Qármann er þeir vom að
leita byggða. Ef til vill stendur hús
Dalsgaardhjónanna, Rasmusar og
konu hans, ennþá í Skálavík, þar sem
Bjöm ritstjóri dvaldi meðan hann
beið ferðar heim til íslands. Þar em
líklega ritaðir fyrstu pistlar um
Færeyjar sem birst hafa í íslenskum
blöðum. Lofar Bjöm mjög í þeim
gestrisni og alúð Færeyinga í garð
þeirra skipbrotsmanna.
Það er ekki löng sigling með skipi
eins og „Smyrli" frá Sandey til Suðu-
reyjar, en þó kemur margt upp í
hugann eða ber fyrir augu á þeirri
leið. Það er gaman að virða fyrir sér
í góðum sjónauka eyjamar Stóm-
og Litlu-Dímun og Skúfey, sögusvið
gamalla atburða, viðureign þeirra
Sigmundar Brestissonar og Þrándar
í Götu.
Þegar suður fyrir Stóm-Dímun
kemur blasa við húsakynni kóngs-
bóndans á eynni, í grænni hvilft, á
annað hundrað metra hæð yfir sjó.
Bæjarhús em rauðleit með kvisti
mót suðri og varin gijótgarði. Ég
stóð um stund við borðstokkinn á
Smyrli og horfði á þennan merkilega
stað, einhvem hinn einangraðasta í
allri Evrópu, allt þangað til Færey-
ingar tóku þyrlu 1 notkun til þessara
afskekktu staða fyrir fáum ámm.
Ekkert fær lýst þeirri ógnandi kyrrð
sem hlýtur að hafa fylgt því að búa
á þessum stað, þar sem slysfarir
vom tíðar.
Jörgen Frantz-Jacobsen rejmir að
varpa yfir Dímun mildandi fegurð
Qarlægðarinnar í bók sinni um Fær-
eyjar, þar sem hann segir „Menn
em þama á grösugu túni, mitt á
milli hafs og himins. Kýr og kindur
vaða grasið, skýin svífa hægt um
himininn, menn em utan um heim-
inn, utan við tímann, á ódáinshnetti,
innan um blómskrúð og gróðurang-
an. Hengiflugið girðir þennan
sælustað á alla vegu. Flestir kóngs-
bændur í Stóm-Dímun hafa farist
af slysum þar í björgunum. Þessi
merkilega og afskekkta ævintýra-
eyja í úthafinu býr því ekki aðeins
yfir fólgnum yndisleik, en líka mik-
illi skelfingu. Ef til vill em töfrar
hennar einmitt fólgnir í sameinuðum
áhrifum þessara andstæðna."
Færeyjar koma ferðamanninum
sífellt á óvart. Þegar við ókum upp
frá Lopra á Suðurey og fómm út
úr bílnum, þar sem hæst bar, endaði
landið skyndilega fast við fætur okk-
ár. Við stóðum nú fremst á hengi-
flugi, hundmð metra yfir sjó. Mig
sundlaði einkennilega. Langt niðri
gat að líta öldubrotið freyða um
rætur bjargsins og til suðurs teygð-
ist hafflöturinn í endalausan fjarska.
Annað sem mér kom helst á óvart
í Færeyjum var hve gott þjóðvega-
kerfið er þar, nær allt með bundnu
slitlagi eða steypt. Enn var það hve
launakjör fólks í Færeyjum em
miklu betri en hjá okkur, miðað við
sambærileg störf eins og til dæmis
í fiskiðnaði, en þó selja báðar þjóð-
imar afurðimar á sömu mörkuðum.
Þrátt fyrir þetta er verðlag síst
hærra í Þórshöfn en í Reylqavík.
Einstök veðurblíða hafði haldist
alla dagana sem við vomm 1 Færeyj-
um, en þegar komið var að ferðaiok-
um að morgni 26. júní var þoka lögst
yfir Þórshöfn og nágrenni. Þessi
gráa birta lá eins og fíngerð slæða
yfir höfninni og „Norrönu" þegar
skipið lagði frá landi.
Orð verða oft fátækleg varðandi
land- og náttúmlýsingar og þetta á
ekki hvað síst við um Færeyjar.
Þeim verður ekki lýst til hlítar á
þann hátt, heldur verður að lifa
þær, finna nálægð þeirra, teyga hinn
salta keim Norður-Atlantshafsins,
sjá með eigin augum hina dyn-
kenndu birtu, sem lætur reginhamra
og úthaf fallast í faðma.