Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.03.1987, Blaðsíða 62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1987 62___________ Minning: Halldór Gísli Odds- son skipsijóri Fæddur 18. desember 1933 byði í grun að alvara væri á ferðum. Dáinn 5. mars 1987 Kynni okkar Halldórs hafa staðið í 30 ár eða frá því að við stunduðum nám samtímis í Stýrimannaskólan- um í Reykjavík, en þaðan lauk hann prófi árið 1957. Atvikin höguðu því svo þannig að við störfuðum saman á skipum Skipaútgerðar ríkisins í nokkur ár, en á skipum þess fyrirtækis vann Halldór sitt ævistarf, fyrst sem messadrengur og síðast sem skip- stjóri. Enn lágu leiðir okkar saman er ég hóf störf hjá Stýrimannafélagi íslands fyrir nær tveimur áratugum og þar kynntist ég Halldóri mest og best. Halldór tók ætíð virkan þátt í starfi stéttarfélaga sinna. Hann átti oft sæti í stjómum þeirra, samninganefndum og auk þess í ýmsum ráðum og nefndum á þeirra vegum. Halldór var mjög vel gefínn og reikningsglöggur svo af bar, sem kom sér oft vel þegar fjallað var um kaup og kjör. Hann var allra manna tillögubestur þó ekki væri hann alltaf margorður og mótuðust tillögur hans til hinna ýmsu mála af víðsýni og drengskap þess manns sem setti sig inní málin áður en hann lét álit sitt í ljós. Frá 30 ára kynnum af Halldóri Oddssyni er margs að minnast umfram það sem áður er nefnt. Minnisstæðar eru mér ferðirnar sem við fórum tveir einir austur í sumarbústaði Stýrimannafélags ís- lands, en þær voru ófáar, ýmis til styttra eftirlits eða til lengri dvalar og vinnu sem kom fyrir. Hann hafði ætíð mikinn áhuga á þessum stað og vildi veg hans sem mestan þótt hann nyti þar einskis sjálfur enda ætlaðist hann ekki til þess. Lýsir það manninum kannski best. Hann hugði fyrst að hagsmunum heildar- innar en ekki sinna eigin, sem er í raun aðalsmerki góðs félagsmanns. Mér er líka minnisstætt þegar Halldór kom við að loknum vinnu- degi og við urðum samferða heim. Þá var oft margt bollalagt og ráðin lögð á varðandi hin ýmsu mál. Með þessum fáu og fátæklegu orðum kveð ég vin minn Halldór Gísla Oddsson með þakklæti fyrir samverustundimar. Aldraðri móður og bræðmm hans sendi ég samúðarkveðjur. Blessuð sé minninggóðs drengs. Guðlaugur Gíslason Minning: Guðbjörg Sandholt Það er dapurlegt að missa kæran vin, ekki sízt þegar hann er á góð- um aldri og hefír gengið upp allar tröppur sem ganga þarf í því starfí, sem hann hefír gert að sínu. Hann hóf sjómennsku sína sem vika- drengur og endaði sem skipstjóri. Við unnum báðir hjá Skipaútgerð ríkisins svo til alla okkar starfsævi, ” "*og leiðir okkar lágu gjaman saman, síðast á Akureyrar-Heklu, en þá var hann skipstjóri. Það er nú svo, að áhöfnin á einu skipi verður eins og fjölskylda þar sem hver hefír sín verk að vinna allan sólarhringinn við afar misjöfn skilyrði, því veður em oft válynd við strendur íslands og minnstu mistök geta valdið miklum sköðum. Þá er mikilvægt að stjómandinn stjómi vel og af öryggi, en það gerði Halldór með mikilli prýði, því hann átti auðvelt með að taka rétt- ar ákvarðanir á réttum tíma. Maður varð í fyrstu alveg undrandi, en þegar tímar liðu varð þetta venja, ^ traustið var algjört og áhöfninni leið vel. Önnur sérstök persónuein- kenni Halldórs vom þau, að hann var mildur og grandvar, felldi aldr- ei harða dóma og talaði aldrei illa um aðra. Hann bætti hvem mann í sinni áhöfn. Mönnum leið vel í návist hans. Þess vegna hafði hann góða og ánægða áhöfn á skipi sínu, áhöfn sem virti hann og dáði. Við þijú sem dmkkum með hon- um tíu-kaffíð á Heklu, þegar því varð komið við, söknum hans, og ég held að það geri allir félagamir 1 af sjónum. Eg bið þess, að sá sem öllu ræð- ur sýni Halldóri sömu mildi og kærleik handan móðunnar miklu og hann sýndi öðmm í lifanda lífí. Þess bið ég, að alvaldur mildi sorg móður hans og bræðra. „Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur.“ Ágúst Nathanaelsson Ekki datt mér í hug þegar ég “'T* kvaddi vin minn Halldór Oddsson, skipstjóra, á Landakotsspítala fyrir tveimur vikum, að svo stutt yrði til endaloka jarðvistar hans þó mér Fædd 27. ágúst 1907 Dáin 10. mars 1987 Hinn 10. mars sl. andaðist mín kæra og góða vinkona, Guðbjörg Sandholt. Guðbjörg Hreggviðsdóttir Sand- holt fæddist 27. ágúst 1907 á ísafirði. Foreldrar hennar vom Hreggviður Þorsteinsson, kaup- maður á ísafírði, og Guðbjörg Hansdóttir. Bróðir Guðbjargar er Þorsteinn Hreggviðsson, sem býr hér í Reykjavík. Stuttu eftir fæð- ingu Guðbjargar andaðist móðir hennar. Eftir andlát hennar tóku heiðurshjónin Jón Hannesson og kona hans Þómnn Jóhannsdóttir Hansson Guðbjörgu í fóstur. Jón Hansson var skipstjóri á enskum togara í Hull og þangað fóm þau með hana á fímm ára aldri. 21 árs j kom hún með fósturmóður sinni I heim til Islands eftir að fósturfaðir hennar fórst með skipi sínu. Guðbjörg fékk góða menntun á Englandi. Hún var send í nunnu- skóla og verslunarskóla. Guðbjörg var afar hæf við sín ritarastörf. Vann hún meðal annars sem ritari í Enska konsúlatinu, viðskiptanefnd og hjá Pétri Þ.J. Gunnarssyni, stór- kaupmanni. Guðbjörg giftist Þór Eyjólfi Sandholt, arkitekt, síðar skólastjóra Iðnskólans í Reykjavík, 19. desem- ber 1937. Heimili þeirra var fallegt og gott. Unaðarstundir hjá þeim munu aldrei gleymast. Sauma- klúbbur sem við stofnuðum 1937 og gáfum nafnið „Hinar þöglu“ entist okkur yfír 50 ár. Við áttum margar góðar stundir í þeim félags- skap. Guðbjörg átti við mikil veikindi að stríða en þróttur hennar og kjarkur var mikill. Dóttirin Þórhildur Maggi Sand- holt og tengdasonurinn Gísli Sigurbjömsson sýndu henni ómet- anlega mikla umönnun, hjartahlýju og ástúð. Eg trúi á framhaldið og gleðst yfir því að þrautunum er lokið og að hún hefur nú fengið frið til þess að njóta launa ljúfmennsku sinnar í hlýrri og fegurri heimi. Jafnframt er mér í huga hjartans þakklæti Á morgun verður tii moldar bor- inn Halldór Oddsson, skipstjóri á strandferðaskipinu ms. Öskju, en hann lést hinn 5. þessa mánaðar eftir erfíða sjúkdómslegu, aðeins 53 ára að aldri. Halldór Oddsson fæddist 18. des- ember 1933 í Reykjavík. Hann var sonur hjónanna Odds Halldórssonar verkamanns í Reykjavík og Áslaug- ar Guðjónsdóttur. Halldór hóf störf hjá Skipaútgerð ríkisins 16 ára að aldri sem vikapilt- ur á ms. Esju og starfaði þar alla tíð síðan. Hann lauk stýrimanns- prófí 1957 og hóf störf sem stýri- maður 1959, fyrst á ms. Heklu (I), síðan ms. Skjaldbreið, mt. Þyrli, ms. Heijólfí, ms. Esju (II), ms. Herðubreið og ms. Heklu (II). Hann varð skipstjóri á ms. Heklu árið 1979 og var skipstjóri á ms. Öskju frá 1983 og þar til hann lést. Það fer því ekki hjá því að Hall- dór hafí sett svip sinn á fyrirtækið, enda var starfið honum mikið, og sjaldan var hann fjarri, jafnvel þeg- ar hann átti frí. Hann hafði valið sér að ævistarfi skipstjóm við íslensku ströndina — ekki það auð- veldasta sem völ er á. Það er krefjandi starf að bera ábyrgð á skipi, áhöfn þess og farmi í öllum veðrum allan ársins hring nánast uppi í landsteinum. Það þarf vissa festu og ró ásamt áræðni sem bygg- ist á réttu mati á aðstæðum hveiju sinni. Og víst er það að þar sem Halldór fór var ekki flanað að neinu, en þó skorti ekki áræðið þegar það átti við. Eg kynntist Halldóri fyrir tíu ámm, þegar ég hóf störf hjá Skipa- útgerð ríkisins. Það hafa verið tímar breytinga og oft var farið um ótroðnar slóðir, siglt um ókortlögð svæði ef svo má nefna það. Það er svo misjafnt hvemig menn taka breytingum. Sumir sjást ekki fyrir og flana áfram án forsjár, en aðrir vilja helst byrgja fyrir alla glugga, nema þá sem snúa beint aftur, og sigla helst aftur á bak líka. Halldór tilheyrði hvomgum hópnum. Hann var einn af þeim sem ég gat ávallt sótt góð ráð til; hann var varkár en opinn fyrir nýjungum og ráð- hollur í þeim efnum. Og starfið var honum ekki nóg. Hann tók mikinn þátt í félagsmálum, bæði hjá Stýri- mannafélagi íslands, Farmanna- og fiskimannasambandi íslands og hjá Skipstjórafélagi íslands. Það var fyrir tæpu ári að Halldór fór að kenna þess sjúkdóms sem að lokum bar hann ofurliði. Hann mætti honum af þeirri bjartsýni og hógværð sem var honum svo eigin- leg, og var ekki að gera mikið úr því. Ahugi hans á starfínu og fé- lagsmálunum hélst til hins síðasta og vildi hann miklu fremur ræða þá hluti en um sjálfan sig. Það er horfinn af ströndinni einn þeirra sem hvað dyggasta þjónustu fyrir þær óteljandi ánægjustundir, sem ég naut með henni og hennar góðu fjölskyldu. Far vel heim heim í drottins dýrðargeim náð og miskunn muntu fínna meðal dýrstu vina þinna. Friðarkveðju færðu þeim Far vel heim. (Steingr. Thorst.) . Friður Guðs fylgi Guðbjörgu og hafí hún þökk fyrir allt og allt. Vina hafa veitt landsbyggðinni og fyrir- tækið hefur misst eina af sínum sterkustu stoðum. Þótt það sé svo með okkur öll, að þau skörð sem við skiljum eftir okkur er við hverf- um héðan verði fyllt með einhveij- um hætti, hversu vandfyllt sem þau kunna að vera, þá eru hlutimir ekki þeir sömu og áður. Og víst er það að við munum öll sakna Hall- dórs Oddssonar svo stór hlekkur sem hann var í okkar starfí. Hans verður lengi saknað í fyrirtækinu og á ströndinni. Móður hans og öðrum ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð. Guðmundur Einarsson Mánudaginn 16. mars nk. kl. 13.30 verður Halldór Oddsson skip- stjóri á ms. Öskju jarðsunginn frá Fossvogskapellu. Halldór heitinn var fæddur 18. desember 1933 í Reykjavík, sonur hjónanna Odds Halldórssonar og Áslaugar Guð- jónsdóttur. Hann hóf sjómennsku á strandferðaskipum Skipaútgerðar ríkisins 1950 eftir að hafa lokið prófí frá Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og var starfsmaður Skipaút- gerðarinnar allar götur þar til yfír lauk. Árið 1957 útskrifaðist hann úr farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík og skipstjóri varð hann 1966. Á vordögum 1980 gekk hann í Skipstjórafélag íslands og það var á þeim vettvangi sem ég kynntist Halldóri persónulega. Ég fann fljótt að hann var góður og traustur fé- lagsmaður og mér fannst sérstak- lega gott að njóta tillagna hans og ráða. Hjá honum fannst mér ég fínna félagslega samhygð, heilbrigð og sanngjöm viðhorf. Með Halldóri Oddssyni heitnum er genginn góður og vandaður félagi þar sem vissu- lega er skarð fyrir skildi í okkar félagi, en þó er það miklum mun stærra aldraðri móður hans og bræðram tveim. Um leið og minnist með þakk- læti samstarfs við góðan dreng og þó ég viti að orð séu til lítils megn- ug við kringumstæður sem hér er staðið frammi fyrir, þá vil ég fyrir hönd okkar félaga í Skipstjórafélagi íslands færa frú Áslaugu, móður Halldórs heitins, Guðjóni og Bjama bræðram hans, svo og öiðram venslamönnum, innilegar samúðar- kveðjur. Fyrir hönd Skipstjórafélags ís- lands. Höskuldur Skarphéðinsson Þegar undirbúningur fyrir komu jóla árið 1933 stóð sem hæst fædd- ist þeim hjónum Áslaugu Guðjóns- dóttur og Oddi Halldórssyni þeirra fyrsta bam. Það var drengur og var skírður Halldór Gísli. Gleði for- eldranna var mikil, enda sveinninn fríður og uppfyllti allar björtustu vonir þeirra. Gísli, eins og hann var nefndur af vinum hans, ólst upp við mikið ástríki foreldra sinna. Seinna varð þeim hjónum tveggja sona auðið, þeir era Guðjón kaupmaður og Bjami veggfóðrarameistari. Þau hjón Áslaug og Oddur lögðu sig fram um uppeldi sona sinna til að þeir yrðu betur undir lífíð búnir, enda hafa þeir allir reynst góðir þjóðfélagsþegnar. Að loknu gagnfræðaprófi árið 1950 fór Gísli að stunda sjó- mennsku. Hann ræðst þá til Skipaútgerðar ríkisins, sem viðvan- ingur á ms. Esju. Allan sinn starfs- aldur starfaði hann hjá því fyrirtæki, hann kleif allan metorða- stiga sjómannsins og var síðast skipstjóri á ms. Öskju. Gísli reyndist traustur og góður starfsmaður og er hveiju fyrirtæki fengur að fá slíkan starfsmann. Það er mjög þreytandi og krefjandi starf að stunda siglingar við strendur íslands og taka ákvarðanir um hvort fært sé að bryggju, ef veður era válynd. Skipstjórinn einn tekur allar ákvarðanir þar um, oft í óþökk útgerðar og heimamanna, sem meta aðstæður á annan og betri veg. Þijátíu og sjö ára starf hjá sama fyrirtæki sýna að Gísli heftir verið fær um ákvarðanatökur og honum hefur verið fullkomlega treyst til þess. Gísli var mjög greindur maður og fylgdist vel með öllu sem var að gerast í kringum hann, jafnt stjómmálum sem daglegu amstri þjóðlífsins. Hann kom oft við sögu í samn- ingamálum stéttarfélaga sinna og kom það sér vel hve reiknings- glöggur hann var. Hann gerði sér far um að vegur sjómannsins yrði sem mestur og þeir uppskæra eftir því álagi sem á þeim hvílir. Eftir lát Odds, föður Gísla, hélt hann heimili með móður sinni, Ás- laugu, og áttu þau lengst af heima á Háaleitisbraut 44. Gísli reyndist móður sinni skilningsríkur og góður sonur, hann bar mikla umhyggju fyrir henni og vildi að hún hefði náðuga daga án umstangs við sig. Hin síðustu ár hefur Áslaug dval- ið á Hrafnistu í Hafnarfiði og unir þar vel í glaðværð síns aldurshóps. Alltaf kom hún þó heim á Háaleitis- braut þegar Gísli var í landi og sýndi þar með móðuramhyggju sína til hans. Við vinir hans þökkum fyrir margar ánægjustundir á heimili þeirra mæðgina og þá gestrisni sem við nutum þar. Einnig ber að þakka fyrir kynni við orðvaran mann sem aldrei hall- mælti nokkram manni og sá ætíð það ljósa í tilveranni, slíkum manni er gott að kynnast. Við leiðarlok minnumst við góðs vinar með þökk og virðingu fyrir allt sem hann var okkur og fyrir hetjulund sem hann sýndi í veikindum sínum, okkur til eftirbreytni. Ég og fjölskylda mín vottum móður hans, bræðram og fjölskyld- um þeirra innilega samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Sigvaldi Vai Sturlaugsson Um það verður tæpast deilt, að eitt mesta lán hvers manns er að eignast trausta og góða vini á lífsleiðinni. Við ótímabært fráfall slíkra vina er eins og strengur bresti hið innra með manni. Gamla máltækið, enginn veit hvað átt hef- ur misst hefur, er því vissulega í fullu gildi. Vináttubönd frá bernskuáram bresta skyndilega, en eftir standa einungis hugljúfar minningar um langa samfylgd og einlæga vináttu. Þessar og álíka hugsanir komu í huga minn er ég að morgni 5. þessa mánaðar frétti andlát æskuvinar míns og félaga, Halldórs Gísla Oddssonar, skipstjóra. Gísli, eins og hann var nefndur af skyldmennum og nánum vinum, hafði fyrir tæpu ári síðan kennt sér þess meins, er nú hefur dregið hann til dauða, langt um aldur fram. Veikindum sínum tók hann með einstöku æðraleysi og karl- mennsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.