Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 84. tbl. 75. árg. FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Yfirvöldum kunnugt um smygl Bofors - segir fyrrum ráðherra Stokkhólmi, Reuter. BJORN Molin, fyrrum ráðherra utanríksverslunar Svíþjóðar, segir að stjórnvöldum hafi verið fullkunnugt um óleyfilega vopnasölu Bofors-fyrirtækisins til Iran og fleiri. landa allt frá árinu 1981. Molin var ábyrgur fyrir vopnaút- flutningi Svía á síðasta áratug. í gær svaraði hann spumingum þing- nefndar sem rannsakar vopnasölu Bofors og kvaðst hann hafa komist á snoðir um fyrirhugaða sölu fyrir- tækisins á vopnum til Líbýu. Kvaðst hann hafa rætt við forráðamenn fyrirtækisins árið 1981. Þeir hefðu gefið þá skýringu að þeir hygðust gera stjórn Gaddafis Líbýuleiðtoga öldungis óaðgengilegt tilboð. „Okk- ur þótti þessi skýring ekki mjög sannfærandi," sagði Björn Molin. Forráðamenn Nobel-samsteyp- unnar, sem rekur Bofors, hafa viðurkennt að fyrirtækið hafi stund- að vopnasölu til Dubai, Bahrain og og hafa þeir ekki þvertekið fyrir að fleiri ríkjum hafi verið seld sænsk vopn, þar á meðal íran og Líbýu. Samkvæmt sænskum lögum er vopnaframleiðendum óheimilt að selja vopn til ríkja sem eiga í ófriði eða þar sem ólga ríkir á stjórn- málasviðinu. Ingvar Carlsson, forsætisráð- herra, hefur m.a. svarað spurning- um þingnefndarinnar og hefur hann þvertekið fyrir að núverandi eða fyrmm ráðamönnum hafi verið kunnugt um vopnasöluna. Anders Bjorck, varaformaður nefndarinn- ar, sagði í gær að flest benti til Noregur: Yfirmaður her- af lans hættir Oaló, Reuter. FREDRIK Bull-Hansen, yfirmað- ur norska heraflans, sækist ekki eftir að halda starfinu, þegar ráðningartími hans rennur út í júlí, mánuði áður en hann verður sextugur. Yfirhershöfðinginn hefur deilt á opinbemm vettvangi við varnar- málaráðherra Noregs, Johan Jörgen Holst. Hefur ráðherrann bannað hershöfðingjanum að segja álit sitt opinberlega á ýmsum þáttum ör- yggismála. Fyrir tveimur mánuðum var birt bréf frá varnarmálaráðherranum til yfirhershöfðingjans, þar sem sá síðamefndi var gagnrýndur harð- lega fyrir að tjá persónulega skoðun sína á varnarmálum, sem gengi í berhögg við opinbera varnarmála- stefnu minnihlutastjórnar Verka- mannaflokksins. í dag verður Vigleik Eide opinberlega útnefndur eftirmaður Bull-Hansens. Hann er yfirmaður hersins í Norður-Noregi. Vopnasöluhneykslið í Svíþjóð: þess að háttsettir embættismenn og ráðherrar hefðu vitað af ólögleg- um viðskiptum fyrirtækisins. Reuter Brosmildir kommúnistaleiðtogar MIKHAIL Gorbachev Sovét- leiðtogi kom í gær í opinbera heimsókn til Tékkóslóvakíu til skrafs og ráðagerða við þar- lenda ráðamenn. Myndin var tekin er Gustav Husak forseti tók á móti Gorbachev á flug- velli í Prag. Þeir áttu viðræður í gær og brugðu sér síðan í göngu um miðborg Prag. Borg- arbúar flykktust út á göturnar og höfðu þeir sýnu meiri áhuga á að beija Gorbachev augum en Husak, að sögn sjónarvotta. Fólkið fagnaði Gorbachev og Raisu konu hans ákaft. Var haft á orði að fólk hefði ekki verið jafn upprifið á götum höfuðborgarinnar árum saman. Gorbachev sagði í ræðu í gær- kvöldi að hann mæti mikils viðleitni tékkneskra stjórn- valda til að hraða umbótum á sviði efnahagsmála og lét að því liggja að hann vænti árang- urs á því sviði. vígbúnaðarmála París, Reuter. BRETAR og Frakkar hyggjast taka upp aukna samvinnu á sviði varnarmála. Munu sérfræðingar rikjanna leggja mat á þann vanda sem ríkin eiga við að etja á sviði kjarnorkuvígbún^ðar. Andre Giraud, varnarmálaráð- herra Frakka, skýrði frá þessu í gær. Sagði hann að ákvörðun þessi hefði verið tekin í síðasta mánuði er George Younger, varnarmálaráð- herra Bretlands, var staddur í Frakklandi. „Við ákváðum að vinna sameiginlega að því að meta þær varnir óvinarins sem kjamorkuher- afli okkar þarf að vinna á ef til ófriðar dregur," sagði Giraud. Hann skilgreindi ekki nánar um hvaða varnir væri að ræða. Sérfræðingar um varnarmál sögðu þessi ummæli ráðherrans sýna að Frakkar væru reiðubúnir til að eiga samvinnu við önnur Evr- ópuríki um kjarnorkuvarnir. Hingað til hafa yfirvöld í Frakklandi haldið fast við þá meginstefnu að undan- skilja kjarnorkuvopn þeirra frá herafla Atlantshafsbandalagsins og Breta. Andre Giraud sagði að ekki væri til umræðu að samræma eftirlits- ferðir breskra og franskra kjarn- orkukafbáta þar eð flot.i Breta lyti herstjórn Atlantshafsbandalagsins. Ítalía: Craxi fer frá Róm, Reuter. BETTINO Craxi, forsætisráð- herra Ítalíu, afhenti Francesco Cossega forseta afsagnarbeiðni sína í gær. Búist er við að Cossega ákveði í dag eða á morgun hveijum hann felur stjórn landsins fram yfir kosn- ingar, sem búist er við að verði í júní. Stjórn Craxis hélt velli í þrjú og hálft ár og varð þar með sú lang- lífasta á Italíu frá stríðslokum. Moskvu, Washington, Reuter, AP. SOVÉTSTJÓRNIN sakaði Bandaríkjamenn i gær um stór- felldar njósnir og voru blaða- menn boðaðir á fund þar sem þeim voru sýnd alls kyns tæki og tól sem tilheyra þeim starfa. Bandarískir embættismenn vísuðu ásökunum þessum á bug og sögðu Sovétmenn beita ske- fjalausum áróðri til að leyna eigin njósnastarfsemi í banda- ríska sendiráðinu í Moskvu. Boris Pyadshev, talsmaður ut- anríkisráðuneytisins, sýndi frétta- mönnum hlerunarútbúnað sem hann sagði hafa fundist í skrifstof- um og á heimilum sovéskra embættismanna í Bandaríkjunum. Sagði hann bandaríska öfgamenn hafa gripið til þess ráðs að saka Sovétmenn um njósnir til að draga athyglina frá eigin leynimakki. Til- ganginn sagði hann vera þann að spilla fyrir hugsanlegum árangri af viðræðum stórveldanna um út- rýmingu meðaldrægra kjarnorku- flauga í Evrópu. George Shultz er væntanlegur til Moskvu á mánudag til viðræðna við hinn sovéska starfs- bróður sinn. Bandarískir embættismenn sögðu ásakanir Sovétstjórnarinnar fráleitar þar eð njósnastarfsemi þeirra í bandaríska sendiráðinu í Moskvu hefðu verið allt annars eðl- is en „viðteknar" aðferðir. Sögðu þeir stórveldin nota hlerunar- og fjarskiptabúnað til að afla upplýs- inga. George Shultz sagði sovéska njósnara hafa brotist inn í sendiráð- ið, sem væri bandarískt yfirráða- svæði, en Bandaríkjamenn hefðu aldrei beitt þess háttar aðferðum. Kvaðst hann ætla að mótmæla þessu framferði er hann færi til Moskvu. Öldungadeild Bandaríkja- þings hvatti Shultz í gærkvöldi til að að fara hvergi ef hætta væri á að. fundir bandarískra embættis- manna yrðu hleraðir. . Fjórir bandarískir landgöngulið- ar, sem gættu sendiráðs Banda- ríkjastjórnar í Moskvu, hafa verið handteknir fyrir að hafa hleypt sov- éskum njósnurum inn í sendiráðið og leyft þeim að athafna sig þar. Að launum hlutu þeir blíðu sov- éskrar konu sem gegnt hafði stöðu ritara í sendiráðinu. Bretland og Frakkland: Samstarf á sviði ar njósnir á báða bóga Risaveldin: Reuter Sovéskur embættismaður sýnir blaðamönnum hlerunarbúnað sem hann kvað hafa fundist á heimilum og skrifstofum sovéskra embættismamia í Bandarikjunum. Ásakanir um stórfelld
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.