Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Endurskoðun gild- andi kjarasamninga: ASÍ óskar eftir viðræðum við at- vinnurekendur ALÞÝÐUSAMBAND íslands hef- ur óskað eftir viðræðum við Vinnuveitendasamband Islands og Vinnumálasamband sam- vinnufélagunna um endurskoðun á gildandi kjarasamningum, sem gerðir voru í desember síðast- liðnum og gilda út þetta ár. Þessi ákvörðun var tekin á fundi miðstjórnar ASÍ í gær og mun Ás- mundur Stefánsson, forseti ASI, eiga fund um málið með formanni VSÍ og framkvæmdastjóra VMS í dag klukkan 14. Þóra Birgis- dóttir kjör- in „Ungfrú Norðurland“ Akureyri. ÞORA Birgisdóttir var kjörin „Ungfrú Norðurland 1987“ í Sjailanum á Akureyri í gær- kvöldi. Atta stúlkur tóku þátt í fegurðarsamkeppninni, sex frá Akureyri og tvær frá Dalvík. Sólveig Þorsteinsdóttir, 17 ára Akureyrarmær, var kjörin besta Ijósmyndafyrirsætan og íris Guð- mundsdóttir, 18 ára Akureyring- ur, vinsælasta stúlkan. Mikill spenningur var í Sjallanum þegar nálgaðist miðnættið. Þá kom að hápunkti kvöldsins, þegar Þóra Birgisdóttir, 19 ára Akureyrar- mær, var kjörin „Ungfrú Norður- land 1987“. Gígja Birgisdóttir, „Ungfrú Akureyri 1986“ og „Ungfrú ísland 1986“, sem þó er ekki systir Þóru, krýndi feg- urðardrottninguna. „Fjalla-Eyvindur“ frumfluttur á íslandi ÓPERA dr. Franz Mixa, „Fjalla-Eyvindur", var frumflutt í Há- skólabíói í gærkvöldi og meðal viðstaddra var frú Vigdís Finn- bogadóttir, forseti Isiands. I lok tónleikanna var dr. Franz Mixa hylltur uppi á sviði, ásamt Páli P. Pálssyni stjórnanda hljómsveit- arinnar. A innfeldu myndinni óskar sonarsonur dr. Mixa, Már Wolfgang Mixa, afa sínum til hamingju að loknum tónleikunum. Ársfundur Iðnlánasjóðs: Um 160 milljóna króna tekjuafgangnr á sl. ári Útlán í árslok námu alls um 3,3 milljörðum TEKJUAFGANGUR á rekstrar- lán í, hækkaði um 5,7% að meðal- reikningi Iðnlánasjóðs á síðasta tali. Heildarinnlán hækkuðu að ári nam alls 160,9 milljónum meðaltali um 9,9% vegna gengis- Þóra Birgisdóttir nam króna og er þetta annað árið röð sem sjóðurinn sýnir óvenju hagstæða afkomu, þvi árið á undan var tekjuafgangur sjóðs- ins 190,1 milljón króna. Þetta kom fram í ræðu Braga Hannessonar bankastjóra á árs- fundi Iðnlánasjóðs í gær. Hann kvað meginskýringanna á þessari góðu afkomu að leita í samsetningu innlána sjóðsins, þ.e. tekinna lána, annars vegar og hins vegar í útlán- um hans. Þannig er röskur 1,4 miiljarðar króna af teknum lánum sjóðsins í erlendri mynt, en tæpir 1,2 milljarðar í innlendu fé. Þyngst vegur Bandaríkjadollar sem er yfir 56% af erlendum lánum. Útlán bankans eru hins vegar að megin- hluta í íslenskum krónum, bundin lánskjaravísitölu. Hún hækkaði á sl. ári um 14,7% en gengi erlendra gjaldmiðla, sem sjóðurinn er með og vísitöluhækkana. Niðurstöðutala efnahagsreikn- ings Iðnlánasjóðs í árslok 1986 voru rúmar 3.744 milljónir auk ábyrgða vegna viðskiptamanna að fjárhæð tæpar 40 milljónir. Aukningin milli ára var um 30% því 1985 var þessi niðurstöðutala 2.878 milljónir króna. Eigið fé Iðnlánasjóðs í árslok nam 1.016 milljónum og hafði auk- ist frá fyrra ári um 276,6 milljónir eða um 37,4%. Hlutfall eiginfjár af niðurstöðutölu efnahagsreiknings er 27,1% og hækkaði á sl. ári um 1.4 próstentustig. Bragi vakti sér- staka athygli á þessari sterku eiginfjárstöðu sjóðsins og háu hlut- falli eiginfjár og sagði að einungis örfáar fjármálastofnanir hér á landi gætu státað af slíkum tölum. Fram kom að útlán námu alls í árslok 3.357 milljónum króna áður en tekið er tillit til afskrífta útlána og höfðu aukist um 30% á árinu. Lán til iðnaðarhúsnæðis voru tæpir 2 milljarðar króna en til vélakaupa liðlega 1,2 milljarðar og lán til vöru- þróunar og markaðsmála rétt um 100 milljónir. Iðnlánasjóður á nú hlutabréf að fjárhæð um 56,7 millj- ónir í 10 félögum, þar á meðal Útflutningslánasjóði og Þróunarfé- lagi íslands. Lánastarfsemi vegna vöruþróunar og markaðsmála er nýjung sem til kom á sl. ári, svo og tryggingastarfsemi vegna út- flutningslána, þar sem trygginga- deild sjóðsins ábyrgist kröfur íslenskra útflytjenda á hendur er- lendum kaupendum. Heimilt er að ábyrgjast kröfur fyrir allt að 100 millj. SDR eða sem samsvarar um 5 milljörðum fsl. króna. Með falsaða seðla í fríinu RakaJaus lygi frá byijun tfl enda - segir Hrafnkell A. Jónsson, Eskifirði, um frétt Þjóðviljans af framboðsfundi á Reyðarfirði „ÉG lýsi því yfir að þessi frétt er rakalaus lygi frá byijun til enda. Hún lýsir vinnubrögðum Alþýðubandalagsins í þessari kosn- ingabaráttu, sem eru fordæmanleg og sýnir kannski bara slæma málefnalega stöðu Hjörleifs Guttormssonar,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, forseti bæjarstjórnar á Eskifirði, um frétt Þjóðviljans af framboðsfundi á Reyðarfirði. Fréttin birtist á baksíðu Þjóð- viljans 7. mars. Þar er sagt í fyrirsögn að Sverrir Hermannsson hafí verið púaður niður og fleira sagt sem Hrafnkell segir að sé ekki rétt. Morgunblaðið bar þessa frétt undir Vigfús Ólafsson á Reyðarfírði, sem var fundarstjóri. Vigfús staðfesti orð Hrafnkels og sagði að fréttin væri allt að því uppspuni frá rótum. Nefndi hann nokkur dæmi: Sverrir gekk ekki út í neinu fússi, eins og Þjóð- viljinn segir. Sverrir var aldrei púaður niður. Reyndar sagði Vig- fús að óþarflega mikil framíköll hefðu verið þegar hann talaði, en það virtust vera 5—6 fylgismenn Alþýðubandalagsins sem þannig hefðu beitt sér. Tóm vitleysa er að segja að Sverrir hafi hent hljóð- nemanum fram í sal. Sagði Vigfús að annað væri eftir þessu. Sverrir hefði lokið máli sínu og notað tíma sinn tii fulls og reyndar vel það. Hrafnkell á Eskifirði sagðist geta rakið þessa frétt beint til Sveins Jónssonar, varaþingmanns og formanns kjördæmisráðs Al- þýðubandalagsins, og bjóst við að hún hefði verið samin á kosninga- skrifstofu Alþýðubandalagsins, þar sem kona Sveins væri kosn- ingastjóri. Sagði Hrafnkell að þetta og fleira, sem komið hefði frá Alþýðubandalaginu í þessari kosningabaráttu, væri með því ógeðfelldasta sem hann hefði kynnst í kosningabaráttu og hefði hann þó ýmsu kynnst. Rannsóknarlögregla ríkisins hefur nú sent ríkissaksóknara mál, sem fjallar um sölu á fölsuð- um dollaraseðlum hér á landi. Mál þetta kom upp um mitt síðasta ár, er íslendingur var hand- tekinn á grísku eyjunni Rhodos, þegar hann reyndi að fá dollaraseðl- um skipt í gríska mynt. Maðurinn fór frá íslandi með mjög stuttum fyrirvara og var honum bent á að hann gæti fengið gjaldeyri hjá til- teknum manni í Reykjavík. Hann festi kaup á 800 dollurum og fór síðan í fríið. Þegar til Rhodos var komið sáu grískir bankastarfsmenn að peningaseðlarnir voru falsaðir. Rannsóknarlögreglan hafði úpp á manninum sem seldi dollarana og kannaðist hann strax við við- skiptin. Hann kvaðst hafa tekið söluna að sér fyrir annan mann, sem var handtekinn skömmu síðar. Við húsleit heima hjá honum fund- ust 5000 dollarar, allt falsaðir seðlar. Við yfirheyrslur kvaðst mað- urinn hafa farið til írlands og fengið seðlana hjá heimamanni þar. Erlend lögregluyfirvöld voru látin vita af málinu, en ekki hefur tekist að hafa uppi á Iranum. Tekur Sambandíð upp eigin greiðslukort? SAMBAND íslenskra samvinnu- félaga hefur nú til athugunar að taka upp sérstök greiðslukort. Axel Gíslason, aðstoðarforstjóri Sambandsins, sagði að stór hluti viðskipta kaupfélaganna færi nú fram með greiðslukortum. „Þetta er að sjálfsögðu kostnaðarauki og eitt af því sem við höfum til athug- unar er hvort ná mætti inn hluta af þeim kostnaði með því að taka upp sérstakt greiðslukort fyrir sam- vinnuhreyfinguna." Hann taldi of snemmt að ræða frekari útfærslu á þessum greiðslu- miðli. Axel sagði að allir möguleikar yrðu skoðaðir. Aðspurður sagði hann að ekkert benti til þess að viðskiptum við greiðslukortafyrir- tækin yrði hætt. Þá er einnig verið að athuga hvort „samvinnukortin" verði bundin við félagsmenn eina eða veitt viðskiptavinum kaupfélag- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.