Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Morgunblaðið/Einar Falur Frá framboðsfundi Foreldrasamtakanna í Sóknarhúsinu í gær. Frá vinstri: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Kvennalista í ræðustól, Jakob Kristjánsson fundarstjóri, Lára V. Júlíusdóttir Alþýðuflokki, Anna Kristjánsdóttir Bandalagi jafnaðarmanna, Sigríður Hjartar Framsóknar- flokki, Kjartan Jónsson Flokki mannsins, Guðmundur Ágústsson Borgaraflokknum, Geir Haarde Sjálfstæðisflokki og Guðni Jóhannesson Alþýðubandalagi. Fulltrúar flokkanna á fundi Foreldrasamtakanna: Hvað gerist í dagvistar- málum eftir kosningar? HVAÐ ætlast stjórnmálaflokk- arnir fyrir í dagvistarmálum? Þetta var spurning sem fram- bjóðendur flokkanna fyrir komandi alþingiskosningar leit- uðust við að svara á fundi Foreldrasamtakanna sem hald- inn var i Sóknarhúsinu á mið- vikudagskvöld og svöruðu fyrirspurnum fundargesta. Bið- tími eftir dagvistarrýmum er á milli eitt og tvö ár. Forgangs- hópar, einstæðir foreldrar og námsfólk, silja fyrir rými og þeir sem ekki koma börnum sínum á dagvistarstofnanirnar, eru upp á náð og miskunn dag- mæðra komnir sem nú telja á fjórða hundraðið á höfuðborgar- svæðinu. Frambjóðendum hægri flokk- anna var tíðrætt um rétt fólksins í landinu til að velja. Geir Haarde, D-lista, sagði að Sjálfstæðisflokkur- inn teldi að dagvistarstofnanir ættu að flytjast algjörlega frá ríki á herð- ar sveitarfélaganna og til þess þyrfti jafnframt að flytja til tekju- stofna frá ríkinu. Sveitarfélögin gætu síðan styrkt einkaaðila, stærri fyrirtæki og samtök foreldra, til þess að koma upp dagvistarstofnun- um. Þetta yrði til þess að auka dagvistarrýmin og sagði Geir það skammsýni manna að útiloka þess- ar leiðir, aðeins vegna einhverja nafnagifta vinstri manna. Tengja þyrfti betur saman dag- heimilin, forskólann og grunnskól- ann og áhersla lögð á samfelldan skóladag fyrir börnin sem eru að stíga sín fyrstu skref á mennta- brautinni. Barnabætur hafa verið tengdar skattagreiðslum foreld- ranna hingað til, en með nýju skattalögunum er gert ráð fyrir að upphæð barnabóta hækki verulega og að þær verði sendar heim til viðkomandi. Geir sagði að Sjálf- stæðisflokkurinn væri hlynntur einkarekstri á dagheimilunum. Guðni Jóhannesson, fulltrui Al- þýðubandalagsins, sagði að þegar kennarar hefðu lagt niður störf ekki alls fyrir löngu hefði ekki liðið langur tími þar til ungir athafna- menn vildu leigja húsnæði skólanna og selja nemendum kennslustund- ina fyrir ákveðna upphæð. Alþýðu- bandalagsmenn óttast að ef dagvistunarkerfið verði markað- söflunum að bráð, verði einkarekst- urinn allsráðandi í þeim efnum. „Við lítum ekki á dagvistun sem barnagæslu, heldur sem uppeldi bamanna okkar og það uppeldi á að standa öllum jafnt til boða, ekki aðeins þeim sem eru best settir fjár- hagslega. íhaldið hefur aldrei viðurkennt samneysluna sem lausn heldur vill það draga upp múr á milli þeirra sem þurfandi eru og. hinsvegar þeirra sem vilja njóta betra lífs.“ Guðmundur Ágústsson, S-lista, sagði að Borgaraflokkurinn vildi setja fjölskylduna og heimilið í önd- vegi. „Við lítum á heimilið sem uppeldisstað komandi kynslóða og viljum að foreldrar sjálfir taki eigin ákvarðanir. Hinsvegar eru skilyrði í þjóðfélaginu ekki þannig í dag. Borgaraflokkurinn hefur sett fram tvær hugmyndir um málefni dag- vistar í landinu. Annars vegar yrði öðru foreldrinu greidd laun frá sveitarfélaginu til að vera heima með böm sín og hinsvegar yrði skapaður grundvöllur fyrir einstak- ar stofnanir svo þær gætu stofnað dagheimili sem sveitarfélögin væru aðilar að.“ Guðmundur sagði að laun fóstra væru ekki mannsæmandi og tóku aðrir frambjóðendur undir það að nauðsynlegt væri að hækka laun þeirra. Nú væri svo komið að bið- tími væri óheyrilega langur eftir dagvistarrýmum, bæði fyrir for- gangshópa og aðra, og þeir sem ekki kæmu börnum sínum fyrir á dagvistarstofnunum, byggju við ör- yggisleysi dagmæðrakerfisins. Lára V. Júlíusdóttir, A-lista, sagði að Alþýðuflokkurinn vildi að hrint yrði af stað fjölskylduáætlun. Nú væm dagmæður lausn vandans, dagmæður sem hefðu með sér bro- takennt eftirlit og samvinnu sem síðan bitnaði á börnunum. Þá gerði skólinn ráð fyrir því að öll börn ættu foreldra sem biðu með mat handa þeim í hádeginu. Ljóst væri hinsvegar að fjórar af hveijum fimm giftum konum ynnu utan heimilis. Frambjóðendur fögnuðu allir lengdu fæðingarorlofi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fulltrúi Kvenna- listans, sagði að dagvistunarmál TOLLAR á fljótandi litum í túb- um hafa verið lækkaðir úr 35% í 5%. Stjórn Félags íslenskra myndlistarmanna hefur fagnað samþykkt Alþingis um þetta og jafnframt því að söluskattur á listaverkum á uppboðum er felld- ur niður. Þess í stað fá eigendur höfundarréttar 10% af gjaldi, sem leggst ofan á kaupverð verk- anna. Daði Guðbjörnsson, formaður Félags íslenskra myndlistarmanna, sagði að breytingin á tollskránni væri mjög til hagsbóta fyrir mynd- listarmenn. „Mjög stór hluti kostn- aðar myndlistarmanna er fólginn í væru að stærstum hluta sveita- stjórnarmál. Ríkisstjórnin hefði lofað úrbótum árið 1980 og hefðu menn þá verið mjög vongóðir, en það hefði auðvitað verið svikið eins og svo margt annað. Ingibjörg Sólr- ún sagði að lög giltu í landinu um að ríkið ætti að leggja út 50% fjár- magns vegna uppbyggingar dag- vistarstofnanna og væri nú svo komið að ríkið skuldaði sveitarfé- lögunum 174 millj. kr. vegna uppbyggingar dagvistarstofnanna. „Eg vil vara menn við því að hug- myndir Davíðs Oddssonar um einkarekstur dagvistarheimila eru mjög langt á veg komnar í borgar- stjórn. Ég tel slíkar hugmyndir ekki góðs viti og er reyndar mjög ands- núin þeim. Ráðamönnum er ljós fjárþörf annarra málaflokka svo þessum litum og oft liggja miklir peningar í myndum sem verið er að vinna að,“ sagði Daði. „Þá ætti þessi lækkun að koma fram í verði á myndum til kaupenda. Við bindum þó mestar vonir við að lækkunin komi listinni sjálfri til góða, því nú eiga fleiri kost á því að stunda hana. Við höfum lengi kvartað yfir óhóflegu verði á litum, enda teljum við þá sambærilega við hljóðfæri tónlistarmanna, sem ei-u tollfijáls. Vonandi halda stjómvöld áfram að létta undir með myndlistarmönnum, til dæmis með því að fella niður söluskatt á efnum sem þeir nota.“ Eins og fyrr sagði var uppboðs- lögum einnig breytt og fellur sem samgöngumála, en þegar um- ræður um dagvistarmál bera á góma, heyra fáir. Þann 1. maí nk. blasir við sú staðreynd að fóstrur hjá borginni ganga út. Sá samning- ur sem nú liggur á borðum gerir ráð fyrir 1.700 króna lægri byijun- arlaunum en sá samningur sem felldur var fyrir skömmu," sagði Ingibjörg Sólrún, og bætti því við að þetta væri eins og blautri tusku væri kastað á bæði fóstur og for- eldra. Sigríður Hjartar, B-lista, sagði að Framsóknurinn vildi að barna- bæturnar yrðu það háar að þær launuðu heimavinnandi húsmæð- rum með þijú börn að fullu miðað við vinnu utan heimilis. Æskilegt væri að þær kæmu beint frá Trygg- ingastofnun í stað þess að vera bóklegt atriði hjá Skattstofunni. Sigríður sagði að breyta þyrfti starfsmati fóstra og leiðbeina þyrfti foreldrum um uppeldi barnanna. Valfrelsi manna yrði í hávegum haft. Frambjóðendur gagntýndu dag- mæðrakerfið, en voru sammála um að á meðan ekki tækist betur til í dagvistarmálum, væru dagmæður lausnin fyrir fjölda foreldra. Anna Kristjánsdóttir, C-lista, sagði að öll börn ættu að eiga kost á dagvistun. Greiða þyrfti fóstrum almennileg laun svo hægt sé að nýta krafta þeirra á réttan hátt. Hún sagði að dagmæðrakerfið væri bæði illa upp sett og án ónógs eftirlits. Kjartan Jónsson, fulltrúi Flokks mannsins, sagði að þjóðfélagið hefði svo sannarlega ekki verið vinveitt börnum hingað til. „Það er hagvöxt- urinn sem skiptir máli hjá ráða- mönnunum. Við erum á móti einkarekstri dagheimila enda er menntun ekki verslunarvald. Við viljum eitt stórt átak í uppbyggingu dagvistarstofnanna, það þarf ekki meira. Við viljum að gerðar verði meiri kröfur til dagmæðra sjálfra burtséð frá boðlegu húsnæði þeirra og námskeiðum sem þær hafa farið á. einblína á húsakost þeirra." Kjartan sagði að dagvistunarmál væri ekki sér fyrirbrigði. „Launa- mál, húsnæðismál og skattamál tengjast öll dagvistarmálum. Launaþrælar geta ekki verið góðir foreldrar," sagði Kjartan. söluskattur á listaverkum niður. Daði sagði að nú fengju eigendur höfundarréttar 10% af kaupverði myndarinnar í sinn hlut og leggst sú upphæð ofan á verðið. „Þessi ákvörðun hlýtur að hafa í för með sér aukna sölu. Myndlistarmenn dreymir þó enn um sérstakan starfslaunasjóð, líkt og rithöfundar og tónlistarmenn hafa. Það væri til dæmis hægt að láta hluta af þessum 10 prósentum renna í slíkan sjóð. Sú upphæð myndi þó ekki duga til, en til viðbótar gæti ríkið látið sölu- skattinn, sem innheimtur er af efni til myndlistarmanna, renna í sjóð- inn,“ sagði Daði Guðbjömsson. Kóngsbakki — 3ja herb. Til sölu góð íb. við Kóngsbakka. Laus strax. Ekkert áhv. Fjöldi annarra eigna á skrá. Bústaðir — sími 28911. Tollar á litum lækkaðir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.