Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Húsnæðislánakerf ið verður að miða við þarfir fjölskyldunnar eftir Kristínu Einarsdóttur Ein aðalástæða vinnuþrælkunar hér á landi er tengd því hve erfitt er að koma sér þaki yfir höfuðið. Lág laun og háir vextir valda því að launafólk hefur varla lengur ráð á lágmarkshúsnæði. Hér á landi hafa opinber afskipti af húsnæðismálum miðað að því að sem flestir geti eignast eigið hús- næði. Þeir sem ekki vilja né geta lagt á sig þá vinnuþrælkun sem húsnæðisbaslinu er samfara eða geta ekki þrátt fyrir vinnu myrkra á milli náð endum saman, hafa í ekkert hús að venda. Aðeins lítiil hluti þeirra sem sækja um í verka- mannabústöðum fá þar íbúðir og mikill skortur er á leighúsnæði. Ekki er hægt að segja að ástandið sé glæsilegt. Nýja húsnæðis- lánakerfið og' uppsafnaður vandi Nýtt húsnæðislánakerfi tók gildi 1. september sl. Lánin stórhækkuðu og lánstíminn lengdist. Ráðamenn kepptust við að segja fólki að nú væri búið að leysa húsnæðisvand- ann í eitt skipti fyrir öll. Flestir þeir sem bjuggu heima hjá ættingj- um eða í allt of litlu og ófullnægj- andi húsnæði og höfðu ekki steypt sér út í húsnæðishringiðuna hugðu nú gott til glóðarinnar og lánsum- sóknum rigndi yfir Húsnæðisstofn- un. Það má búast við að einhveijir þeirra sem sótt hafa um hætti við en þó er eðlilegt að umsóknir séu margar því uppsafnaður vandi var mikill. Fjölskyldan Það eru margir gallar við hið nýja lánakerfi. Einn þeirra er að lánareglur í hinu nýja kerfi miðast fyrst og fremst við greiðslur um- sækjenda í lífeyrissjóð. Stærð fjölskyldu skiptir þar engu máli. Allir fá jafnhátt lán hvort sem þeir eru með litla eða stóra fjölskyldu, hvort sem þeir þurfa að stækka við sig eða minnka. Samkvæmt nýju skattalögunum fá allir sama skatta- afslátt vegna öflunar íbúðarhús- næðis en aðeins í fyrsta sinn. Barnaíjöldi og þar með þörf fyrir meira húsrými hefur þar engin áhrif. Leig’uhúsnæði vantar Stefna ríkisvaldsins í byggingu leiguhúsnæðis birtist best í því að samkvæmt lögum er nánast ekki gert ráð fyrir að „venjulegt" fólk búi í leiguhúsnæði. Nánast ógjörn- ingur er fyrir aðra en þá sem byggja fyrir aldraða, öryrkja eða náms- menn að fá lán til byggingar leiguhúsnæðis. Fé til byggingar leiguhúsnæðis fyrir fyrrnefndra hópa er þó í algjöru lágmarki. Fyrir skömmu var gerð könnun á þörf fyrir leiguhúsnæði í landinu. Með þeirri könnun kom í ljós að þörfin er alls staðar mjög mikil. Á mörgum stöðum úti á landi telja þeir sem svara könnuninni að skort- ur á leiguhúsnæði sé svo mikill að það sé hemill á eðlilega atvinnu- starfsemi. Það vantar t.d. leiguhús- næði fyrir kennara og fiskvinnslu- Kristín Einarsdóttir „Við viljum hverfa frá þeirri eiguaíbúðastefnu sem ríkt hefur hér á landi, svo að fólk hafi frelsi tii að velja hvort það býr í eigin húsnæði eða leigir.“ fólk, sem kæmi frekar á staðina ef leiguhúsnæði væri fyrir hendi. Ef aukið fé færi til byggingar leigu- húsnæðis úti á landi yrði meira fé lífeyrissjóða landsbyggðarinnar eft- ir þar. Nú fer dijúgur hluti lána Húsnæðisstofnunar til bygginga á höfuðborgarsvæðinu. Varla er hægt að segja að nokkrum detti í hug að byggja eða kaupa húsnæði utan höfuðborgarsvæðisins lengur. Fólk heldur að sér höndum í þeim efnum vegna ótryggs atvinnuástands og verðfalls á húsum þar. Þetta verður síðan til þess að enn meiri tregðu gætir í því að fólk fáist til að flytja út á land og myndast þannig víta- hringur sem erfitt er að ijúfa. FjármögTiun kerfisins á brauðfótum Hvernig á svo að fjármagna hin háu húsnæðislán sem fólk á nú kost á? Lánsféð kemur að stærstum hluta frá lífeyrissjóðunum sem fá miklu hærri vexti af peningunum en Húsnæðisstofnun tekur síðan er féð er lánað aftur. Það ætti því öll- um að vera ljóst að lántaka sem þessi mun tæma byggingarsjóðinn fljótlega nema framlög úr ríkissjóði komi á móti vaxtamuninum. Fram- lag ríkisins í ár er þó í engu samræmi við það sem eðlilegt verð- ur að teljast til að hægt sé að byggja upp sjóðinn. Allt bendir til þess að frekar sé stefnt að tæmingu hans. Ef framlag ríkisins eykst ekki frekar en nú er, mun biðröð eftir lánum lengjast stöðugt og verður fremur talin í árum en mánuðum, áður en langt um líður. Auk þess hafa framlög til félagslegra íbúðar- bygginga og leiguíbúða farið stöðugt lækkandi. Það þýðir ekki að tala um að nú sé til nægjanlegt fjármagn til að lána húsbyggjend- um ef allt það fé sem á að lána er fengið að láni hjá lífeyrissjóðunum. Hefur e.t.v. gleymst að lán þarf að greiða til baka? Enn einu sinni er verið að bjarga fyrir hom, leysa málin til skamms tíma. Einhveijir verða um síðir að greiða þau lán sem ríkissjóður tekur nú hjá lífeyris- sjóðunum. Við Kvennalistakonur höfum bent á þessa staðreynd hvar sem við höfum getað; á Álþingi, í milliþinganefnd um húsnæðismál og í Húsnæðisstjóm, án þess að á okkur sé hlustað. Ég tek það fram að við emm ekki þær einu sem hafa áhyggjur af fjármögnuninni. Þeir sem ekki virðast þó hafa áhyggjur em stjómvöld. Hveuær er von á heildarlausnum? Hvenær kemur að því að leitað verður lausna sem duga lengur en nokkra mánuði eða ár, í besta falli út kjörtímabilið? Það er orðið þreyt- andi fyrir þá sem fýlgst hafa með aðgerðum fráfarandi ríkisstjórnar að aðeins sé leitað skammtíma- lausna í þessum málum. Það er sama hvert litið er; það er verið að ýta vandanum til framtíðarinnar. Staða Kvennalistans Kvennalistinn vill að þarfir fjöl- skyldunnar verði hafðar að leiðar- ljósi í stefnumótun í húsnæðismál- um. Því höfum við lagt til að lán og skattaafsláttur til þeirra sem em að stækka við sig vegna breyttra fjölskylduaðstæðna verði sá sami og til þeirra sem em að kaupa eða byggja í fyrsta sinn. Við viljum hverfa frá þeirri eignaíbúðastefnu sem ríkt hefur hér á landi, svo að fólk hafi frelsi til að velja hvort það býr í eigin hús- næði eða leigir. Við viljum stórauka framboð á leiguhúsnæði með því að leggja meiri áherslu á byggingu leigu- íbúða, annaðhvort á vegum hins opinbera eða félagasamtaka. Jáfn- framt þessu leggjum við áherslu á félagslegt íbúðarhúsnæði. Við viljum að framlag ríkisvalds- ins í formi vaxtaniðurgreiðslna eða skattaafsláttar komi þeim til góða sem þurfa þess helst með. Þetta væri hægt að gera með húsnæðis- framlagi sem færi bæði eftir tekjum og fjölskyldustærð og húsnæðis- framlag ættu þeir jafnt að fá sem leigja og búa í eigin húsnæði. Umfram allt þarf fólk að geta valið um hvernig það vill búa. Höfundur er lífeðlisfræðingur og skipar 2. sæti Kvennalistans í Reykjavík. Breytingar á fóðurgjaldi: Endur- greiðslu- hlutinn aukinn BREYTINGAR voru gerðar á innheimtu fóðurgjalds af ali- fuglafóðri þann 1. apríl síðastlið- inn, samkvæmt nýrri reglugerð þar um. Sá hluti fóðurgjaldsins sem fóðursala er heimilt að fella niður við sölu á fóðri lækkar um 10/80 hluta, úr 60/80 hlutum í 50/80 hluta. Jafnframt hækkar sá hluti fóðurgjaldsins sem Framleiðsluráð endurgreiðir um jafn háa upphæð. Guðmundur Sigþórsson, skrif- stofustjóri landbú naðarráðuneytis- ins, sagði að þarna væri eingöngu verið að breyta um aðferð við endur- greiðslu gjaldsins. Auka þann hluta sem bændur fengju greiddan út á framleiðslu. Það ætti að hjálpa til við að framleiðendur skiluðu inn skýrslum um framleiðsluna. Guð- mundur sagði einnig að í nýju reglugerðinni væri heimild til að endurgreiða allt fóðurgjaldið vegna framleiðslu alifuglaafurða til út- flutnings og vegna sölu til varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.