Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 54
 54 V»(>f TTS?*?A Of 5TTTr>AnTfTRW GTHA TRMTTOÍfOW MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 + l gallabuxur og pils Verð frá kr. 1.795.- Ekki snjóþvegnarfrá kr. 1.295.- Einnig gallafatnaður fyrir börn Opið laugardag kl. 10-4 og sunnudag kl. 1-5 við Eidistorg Sími 611811. Fatnaður fyrir smáfólk ungt fólk og fullorðið fólk Góðar vörur á góðu verði. Klukku í Laugardalshöllina Ágæti Velvakandi. Þegar ég hef dvalið daglangt í Laugardalshöllinni hefur það undr- að mig stórum að engin klukka skuli vera í salnum. Þarna fer fram margs konar starfsemi þar sem fjöldi fólks er að starfi eða leik. Þegar íþróttavið- burðir eru í húsinu hafa þátttakend- ur sjaldnast úr sitt við hendina, en hafa eftir sem áður þörf fyrir að vita um hvað tímanum líður. Þar sem þetta er ekki spurning um peninga heldur eingöngu smá hugsunarsemi og ofurlítið af fram- takssemi vil ég gera að tillögu minni að Reykjavíkurborg láti nú verða af því að setja upp klukku öllum til hægðarauka og ég leyfi mér að þakka fyrirfram jákvæð viðbrögð. JÞessir hringdu . . Rautt veski Rautt veski tíndist í Bræðra- tungu fyrir rúmlega viku síðan. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 3 82 23 milli kl. 4 og 7. Gullhringur með demantsteini Gullhringur með demantsteini tapaðist í Broadway eða í leigubíl á leiðinni heim í janúar. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 68 88 16. Koparhúðun? Kona hringdi og spurðist fyrir um hvar væri hægt að láta kopar- húða barnaskó. Þessari fyrirspum er hér með komið á framfæri. „ Alla þá sem eymdir þjá“ Kona hafði samband við Vel- vakanda út af vísu sem spurst var fyrir um fyrir nokkru. Sagði hún að vísan væri eftir Freystein Gunnarsson fyrrv. skólastjóri Kennaraskólans og hefði hún ve- rið prentuð á eldspýtustokka. Vísan er svona: Alla þá sem eymdir þjá er yndi að hugga. Og lýsa þeim sem ljósið þrá en lifa í skugga. Ekki segja svona mik iðfrá myndunum Rósa Stefánsdóttirhringdi: Mér finnst að ríkissjónvarpið segi of mikið frá myndunum sem verið er að fara að sýna. Maður veit nánast allan söguþráð mynd- anna áður en maður sér þær. Ég vona að verði bætt úr þessu máli. Gullhringur Gullhringur tapaðist einhvers staðar á ieiðinni Melhagi, Haga- melur, Hringbraut. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 3 48 48. Þéttilistar á kæliskápa Fyrir nokkru var spyrst fyrir um það í Velvakanda hvar væri hægt að fá þéttilista á kæliskápa. Fyrirtæki Páls Stefánssonar að Blikahólum 12 framleiðir slíka lista fyrir flestar tegundir ísskápa og er síminn þar 7 25 30. Fann lyklakippu Sigurlaug hringdi: Ég fann lyklakippu í Daltúninu en á henni eru tveir lyklar og ly- klakippa. Ef einhver saknar hennar getur hann haft samband í síma 42925 milli klukkann 16 og 17. Víkverii skrifar Jafnréttið síst í Sjálfstæðis- flokknum“, stóð í fyrirsögn í í>jóðviljanum á miðvikudaginn. Er frá því skýrt að 30% af öllum fram- bjóðendum flokksins séu konur. Alþýðubandalaginu er hælt fyrir sitt hlutfall, en þar á bæ eru 46% frambjóðenda konur. Víkvetji vill nú meina að hér sé rangt með farið. Jafnréttið er nefni- lega ekki minnst í Sjálfstæðis- flokknum heldur hjá Kvennalistan- um. Þar eru 0% frambjóðenda karlar! xxx Víkveiji hefur ekki verið mjög trúaður á stjörnuspár. Hins vegar verður hann að viðurkenna að í stjörnuspá sérfræðings Morg- unblaðsins, Gunnlaugs Guðmunds- sonar, sem birtist 3. janúar s.l., kemur margt athyglisvert fram. Gunnlaugur fjallar um árið 1987 og segir m.a: Það sem helst er að gerast á kortinu á næsta ári er mótstaða Úranusar við Sól. Það táknar að miklar breytingar eru yfirvofandi eða bylting í íslensku þjóðfélagi eða valdakerfi. Nýir straumar leika um þjóðfélagið. Mik- ilvæg tímamót eru í kringum febrúar, maí og desember. Enn- fremur: Þar sem Úranus er talinn tengjast jarðhræringum eru líkur á jarðskjálftum töluverðar, þó svo þurfi ekki að vera. Skjálftarnir geta fullt eins birst í mannlífinu. Og loks: Þar sem Úranus, pláneta breytinga og róttækra byltinga, er sterk á kosningaári er nokkuð öruggt að kosningar í ár verða sögulegar, í kjölfarið fylgi ný stjórn og breyting- ar á íslensku flokkakerfi. xxx Stöð 2 hefur nú auglýst uppistöð- una í dagskrá sinni á kosninga- nóttina. Af þessari auglýsingu að dæma má ríkissjónvarpið taka vel á til að freista landsmanna þessa nótt. Víkveija sýnist að kosninganótt- in eigi að geta orðið lífleg með þá Halla og Ladda í fyrsta sætinu. Efalaust verða einhverjir stjórn- málamenn á skjánum líka svona til að fylla út í dagskrána, en í aðal- hlutverkinu verður tölvutæknin. Víkveija líst nú svona og svona á hana í þessu hlutverki. Tölvan stal nefnilega glæpnum frá Víkveija á síðustu kosninganótt og var komin með öll úrslit á hreint löngu áður en Víkveiji vildi fá þau. Það var nefnilega ekkert púður í öllum tölunum, sem voru að tinast á skjá- inn löngu eftir að tölvan hafði allt sitt á þurru. Og engin lausn var að færa sig til útvarpsins. Þar var líka tölva sem var búin að öllu fyr- ir langa löngu. Síðasta kosninga- nótt er því í minni Víkveija sem endalaus nina af tékkneskum teiknimyndum með allri virðingu fyrir þeim. Þ'að er ljóst að Stöð 2 ætlar ekki láta mönnunm leiðast. Reyndar er nýjasta tölvutæknin þar á bæ þann- ig að ekki halda kosningaúrslitin vöku fyrir mönnum. En það gæti hins vegar landsliðið í gríni gert. Víkveiji varpar fram þeirri hug- mynd, hvort ekki megi endurvekja spennu gömlu, góðu kosninganæt- urinnar með því að gefa tölvutækn- inni frí og láta Ladda sjá líka um kosningaspána!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.