Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Kvótinn - eða ný fiskveiðistefna eftirSkúla Alexandersson Fiskimiðin umhverfis ísland eru sú auðlind sem gerir landið byggi- legt og tryggir að hér sé hægt að lifa menningarlífi. íslendingar hafa litið á þessa náttúruauðlind sem sameign allrar þjóðarinnar. Sigurinn og ávinningurinn í land- helgisbaráttunni var sigur allra íslendinga og með þeim sigri tryggði öll þjóðin sér rétt og mögu- leika til að búa í landinu í nútíð og framtíð og að nýta fiskimiðin á hefðbundinn hátt sameiginlega án nokkurs einkaréttar. Við sem töldum strax haustið 1983 að sú fiskveiðisteefna sem þá var upptekin og enn er ríkjandi félli ekki að íslenskum aðstæðum og væri í mesta lagi hugsanlega not- hæf til eins árs erum nú að verða þesa áþreifanlega varir að við höfð- um á réttu að standa og þeim fjölgar nú óðum sem eru á þeirri skoðun að það sé betra því fyrr sem þessi fiskveiðistefna verði afiögð. Flest hefur sannast sem á var bent í sambandi við ókosti kvóta- kerfisins. Þar má benda á sem dæmi: 1. Flutningur á aflamarki milli staða hefur skapað margháttuð vandræði og byggðaröskun. 2. Það hefur átt sér stað óeðlileg uppbygging smábáta sem eru „mældir“ undir 10 lestum. 3. Þeir sem hafa haft takmarkað- an kvóta hafa í sumum tilfellum reynt að fiska hann á sem stystum tíma — stundað beina kraftasókn með tilheyrandi afleiðingum í sam- oandi við fiskgæði. 4. Útflutningur á ferskfiski hefur aukist og þó sérstaklega á gáma- fiski. 5. Margar litlar fiskverkunar- stöðvar hafa hafið rekstur — eldri og stærrí fiskverkunarstöðvar hafa misst viðskipti, þ.e. hráefni bæði til þessara smástöðva og í ferskfiskút- flutninginn. Svona má lengi telja og í tengsl- um við þessi 5 atriði mætti benda á áhrif og þróun sem er mjög nei- kvæð fyrir eðlilega atvinnuþróun 'og byggðaþróun í landinu. Um það er fjallað vítt og breitt um landið en ég minni aðeins á þessa þætti hér. Aðalmarkmið kvótakerfisins var það að takmarka og hafa stjórn á sókn í ákveðna fiskistofna og þó fyrst og fremst að takmarka þorsk- veiðina, aðrar tegundir s.s. ýsa, karfi og ufsi hafa verið notaðar til að punta upp á kerfíð — hafa meiri breidd í því gagnvart þeim sem kerfið hefur bitnað á. Hafrannsóknastofnun hefur á haustmánuðum sett fram tillögu um æskilega veiði komandi árs. Sjávar- útvegsráðuneytið hefur svo eftir skoðun á tillögum Hafrannsókna- stofnunar tilkynnt um leyfilega veiði á grundvelli laga um stjórn fiskveiða. Árin 1984 og 1985 leyfði sjávarútvegsráðuneyti nokkru meiri veiði en Hafrannsóknastofnun taldi æskilega gagnvart uppbyggingu þorskstofnsins hér á íslandsmiðum. Fyrirhuguðum heildarafla ársins var skipt niður á skip samkvæmt kvótareglum, sem byggðust aðal- lega á aflareynslu þriggja síðustu ára fyrir kvóta. Það kom svo í ljós í lok hvers árs að afli varð meiri en vísinda- menn höfðu talið æskilegt og líka mun meiri en yfirlýst leyfilegt afla- magn frá hendi sjávarútvegsráðu- neytis. Það liggur ljóst fyrir hvað gerst hefur við það að afli hefur orðið þetta meiri en stofnanir ætluðust til. a) Kvótakerfið hefur ekki virkað til að takmarka sókn í þorskstofn- inn. b) Afla umfram úthlutun sjávar- útvegsráðuneytis í upphafi árs hefur ekki verið eingöngu úthlutað eftir reynslureglunni heldur einnig eftir ýmsum frávikum frá henni. T.d. með skiptimarkaði á vegum sjávarútvegsráðuneytis — þorsk fyrir humar, þorsk fyrir síld, o.s.frv. Einnig með hinu svokallaða „sókn- armarki" sem þjónar varla öðni en því að ómerkja grundvallaratriði kvótakerfisins með því að taka til sín 20% afla umfram aflamarkið sem byggist á þriggja ára reynsl- unni. Að komið sé á einkaréttarkerfi og gefnar upp reglur um það á hverju slíkt kerfi byggist er sjálf- sagt stundum nauðsynlegt en slíkt kerfi er hrunið um leið og reglurnar eru teygðar og togaðar — ekki síst þegar það tog er í allt aðra átt en stefna átti með einkaréttinum, eins og á sér stað með tilfærslu frá afla- markinu með því að skipta um þorsk og síld og með aflaauka og afla- færslu með sóknarmarki o.s.frv. Fiskveiðistefnan, kvótastefnan, hefur því verið röng miðað við það aðalmarkmið sem stefnt var að. Þorskaflinn varð 20% meiri árið 1985 og 1986 en gert var ráð fyr- ir. Ef ástand stofnsins hefði verið eins og Hafrannsóknastofnun og sjávarútvegsráðuneyti gerðu ráð fýrir og byggðu tillögur sínar á hefði illa farið. Það er ekki kvóta- kerfinu að þakka að ekki fór illa frekar en það að það er ekki kvóta- kerfinu að þakka að afkoma útgerðar batnaði á árinu 1986. Hvorttveggja er að þakka ytri að- stæðum. Batnandi líffræðilegar aðstæður í hafinu hafa stuðlað að auknum vexti og viðgangi þorsksins og lækkandi olíuverð á heimsmark- aði stórbætti afkomu útgerðar á síðasta ári. Annað aðalmarkmið fiskveiði- stefnu núverandi ríkisstjórnar var að lækka útgerðarkostnað. Hvernig hefur farið um sjóferð þá. Ekki hefí ég enn hitt neinn þann sem er með togaraútgerð, er heldur því fram að útgerðarkostnaður hafi í neinu breyst. Bátaútgerð hefur breyst á þann veg að úthald sumra báta hefur minnkað — veiðarfæra- kostnaður þar af leiðandi minnkað en þar hefur á móti kömið fastur kostnaður við mannahald í lengri stoppum hjá bátunum. En þar með er ekki öll sagan sögð. Verðgildi þeirra skipa sem fisk sækja í sjó á íslandi í dag eru allt önnur en þau voru. Stór hluti útgerðarkostnaðar er fjármagns- kostnaður og afskriftir. Fyrir nokkru var selt skip úr Garði, Gautur GK, til Grundarfjarð- ar. Kaupverðið var 165 milljónir króna. Tryggingamatsverð þessa skips var 86 milljónir króna og trú- lega er auðvelt að fá svipað skip keypt út í Englandi fyrir um 50 milljónir króna. Nýsmíði í Póllandi af sömu stærð og Gautur myndi kosta 80—85 milljónir. Kvótaskatt- urinn sem lagst hefur á þetta skip er 80—115 milljónir króna eftir því við hvað er miðað. Hvað er hér að gerast? Er útgerð- arkostnaður að lækka vegna fisk- veiða- og sjávarútvegsstefnu ríkisstjórnarinnar eins og haldið hefur verið fram? Að afloknum kosningum í vor mun án efa hefjast umræða um nýja fiskveiðistefnu. Kvótastefna núverandi ríkisstjórnar hefur mis- tekist — ekki nálgast þau markmið sem henni var ætlað að stefna að og ranghverft ýmsum grundvallar- aðferðum fiskveiða í sambandi við afla, rekstur og fjárhag. Slík umræða er reyndar á fullu í þjóðfélaginu milli manna og innan stofnana og samtaka sjávarútvegs- ins. Einhver vorkunnsemi gagnvart ríkisstjórninni er þess valdandi að lítið er um það að kveðið sé upp úr um fordæmingu á kvótastefn- unni og að rætt sé um nýjar leiðir — nýja fiskveiðistefnu. Allt frá því haustið 1983 þegar núverandi fisk- veiðistefna var lögfest hefi ég haldið því fram að þeim markmiðum sem stefnt var að yrði ekki náð með afla- og sóknarmarki á botnfiskafl- ann. Aðalmarkmiðin voru: 1. Takmarka sókn — byggja upp fiskistofna. 2. Bæta gæði afla. 3. Minnka útgerðarkostnað. 4. Takmarka stærð fiskiskipa- flotans. Ekki hefur tekist að takmarka á réttan hátt sókn í þorskstofninn. Sóknin hefur orðið mun meiri en stefnt hefur verið að og þrátt fyrir hagstæð skilyrði í sjónum hefur ekki tekist að byggja upp veiði- og hrygningarstofn svo sem æskilegt og hagkvæmt er talið. Engar marktækar breytingar hafa orðið á gæðum afla né á út- gerðarkostnaði vegna áhrifa frá ríkjandi fiskveiðistefnu. Fiskiskipa- stóllinn er orðinn gamall og úreltur. Niðurstaðan er sem sagt þessi: Skúli Alexandersson Sú fiskveiðistefna sem við búum við nú veikir grunn þess þjóðfélags sem við byggjum með því að breyta afstöðu fólks hvers til annars með því að hagur eins verði ekki lengur hagur annars eða allra. Kvótastefnan nálgast ekki þau markmið sem að framan eru talin en allir eru sammála um það að þessum markmiðum þarf — verður að stefna að. Hvað á þá að gera? Hver eiga að vera aðalatriði fiskveiðistefnu? Grundvöllur framtíðar fiskveiði- stefnu verði hámarksgæði afla og framleiðsluvöru. Slík stefna felur í sér ýmsa aðra þætti svo sem verð- mætisaukningu, minnkandi sókn, minni útgerðarkostnað, markaðsör- yggi, betri samkeppnisstöðu gagnvart erlendum ferskfiskmörk- uðum, hækkað fiskverð fyrir útgerð, hagkvæmara hráefnisverð fyrir fiskvinnslustöðvar. Mann- eskjulegra umhverfi og afstöðu til sjávarútvegs og fiskvinnslu. Hvað þarf að gera til að þetta gerist? 1. Takmarka úthald og sókn netaveiðiskipa. Það gengur ekki að komið se að landi með besta þorsk- inn — 4—7 kílóa fisk og þaðan af stærri, meira og minna gallaðan og úr þessum fiski fáist ekki að stórum hluta nema 2., 3. og 4. fiokks mark- aðsvara. Hrogn, gellur, kinnafiskur og lifur er verðlaust úr afla sem kemur gallaður að landi, þessar verðmætu afurðir nýtast aðeins úr nýjum og góðum fiski. Úthald og sókn netaskipa skal takmarka á þann hátt að þeim skuli gert að hafa ekki net í sjó um helg- ar og að heildarnetafjöldi í sjó verði takmarkaður. Slíkt hefur þegar verið gert á Snæfellsnesi og Vest- fjörðum og gefist mjög vel nema að því leyti að það fellur ekki sam- an við núverandi fiskveiðistjórn. Einnig þarf að koma því á að aflinn verði slægður um borð í netaveiði- skipum. Með þessum aðgerðum myndi sókn þessara skipa í þorskinn minnka mikið en jafnframt myndi verðmæti afla aukast trúlega nokk- uð umfram aflaskerðingu og útgerðarkostnaður minnka. Sunnan Látrabjargs suður um Kaldbak skal möskvastærð á þorskanetum ekki vera minni en 71/4“ til að tryggja það að ekki sé verið að tína úr smáfiskinn með of smáum möskva. Norðanlands og á sérstökum ýsusvæðum verði leyfður smærri netamöskvi. Á öðrum veiðiskap verði bátaflot- anum settar strangar reglur um sókn og meðferð afla með hliðsjón af netaveiðiákvæðum. 2. Úthald og sókn togaranna verði skipulögð á þennan máta: Stórlega verði aukið eftirlit með sókn togara í smáfisk og stærðar- mörk á undirmálsfiski hækkuð. Á sama hátt og það gengur ekki að skerða verðmæti þorskaflans fyrir Suður- og Vesturlandi með því að skemma fiskinn í netunum er það jafn fráleitt að halda áfram krafta- sókn í smáþorskinn eins og gert hefur verið í alltof ríkum mæli und- anfarin ár. Slík veiði er vitaskuld mjög óhagkvæm bæði fyrir veiðar og vinnslu. Fjóra síðustu mánuði nýliðins árs september—desember var meðal- þyngd á þorskafla togaranna um og innan við 2 kg. I nóvember var yfir 50% aflans undir 2 kg að meðal- þyngd og í október um 40%. Sú mánaðarbið sem bætir 25% þyngd við þorskinn — úr 2 kg í 2i/2 kg margborgar sig. Hvað þá ef skrefið væri stigið svolítið stærra — þorsk- inum gefið tækifæri til að vaxa í 3ja kg þunga eða meira. Fyrir útgerð yrði verðmæti þess afla mun meira og fyrir fiskvinnslu myndi vinnast margt með hraðari vinnslu, betri nýtingu og mikið betri framleiðsluvöru. Auk þess að hefta sókn í smáfisk- inn (það þarf að passa bátaflotann líka) þurfa togaramir að hlíta eftir- farandi reglum þegar þeir eru á þorski. a) Dagmerkja afla. b) Veiðiferð fari ekki yfir 7 sólar- hringa. c) Afli í veiðiferð fari ekki yfir 150 að jafnaði og verði allur fiskur ísaður í kassa. Þessi atriði öll myndu auka gæði afla og í flestum tilfellum koma í veg fyrir að komið yrði með afla sem ekki kallaðist fyrsta flokks að landi. Framkvæmdin myndi mjög draga úr sóknargetu hvers skips en ekki minnka aflaverðmæti þess, jafnvel frekar auka það þegar upp væri staðið. Með 350 þús. til 400 þús. tonna þorskafla og sjálfsagðri nýtingu karfa og ufsa myndi sá fiskiskipa- floti sem við eigum nú ekki gera meira en virða það magn með þeirri gæðastjórn og gæðakröfum sem ég hefi nefnt. Allur einkaréttur á miðum, allur kvótaréttur yrði þá óþarfur. Ef afli yrði meiri fyrrihluta árs en Haf- rannsóknastofnun taldi æskilegt yrði dregið úr sókn með lengri lönd- unarfríum eða stoppi á ákveðnum tímum. Páskastopp, sjómannadags- stopp, áramótastopp og stopp um verslunarmannahelgi yrðu jafn sjálfsögð og nú. Afli myndi berast að með jafnari hætti en nú — þar sem útilokað væri að beita neinni kraftasókn — aflatoppar myndu ekki verða vandamál á borð við það sem hefur gerst. Tal og fullyrðingar um mismun- un milli landshluta væri úr sögunni — hver um sig byggi að sínu og nýtti sína möguleika — án þess að þurfa að kaupa sér rétt eða hafa til þess vafasaman einkarétt. Endurnýjun fiskiskipaflotans verður að tengjast nýrri fiskveiði- stefnu. Við stöndum nú í svipuðum sporum og eftir stjórnartíma Sjálf- stæðis- og Alþýðuflokks á svoköll- uðu viðreisnartímabili — fiskiskipa- stóllinn er gamall og úr sér genginn. Þó er nú aðeins svigrúm ef tíminn verður notaður strax. Á næstu árum verður að vera til ráðstöfunar lánsfé til nýsmíði skipa, sem ráðstafað yrði með skipulegum hætti til endurnýjunar og upp- byggingar. Nú eru skipasmíða- stöðvar í landinu víðast verkefnalitl- ar. Við nýrri ríkisstjórn blasir tvíþætt verkefni í þessu efni, að skapa skipasmíðastöðvum okkar verkefni og hefja endurnýjun fiski- skipastólsins. Sú fiskveiðistefna sem við búum nú við veikir grunn þess þjóðfélags sem við byggjum með því að breyta afstöðu fólks hvers til annars með því að hagur eins verði ekki lengur hagur annars eða allra. Þetta er að gerast, ekki aðeins innan hvers byggðarlags heldur líka milli byggðarlaga og landshluta. Frá þessum vinnubrögðum og stefnu þarf að hverfa. Ný framsæk- in fiskveiðistefna þarf að taka við af núverandi miðstýringu ráðuneyt- is í Reykjavík, fiskveiðistefna sem tekur tillit til félagslegrar stöðu landsbyggðarinnar og atvinnufyrir- tækja. Aðalatriði þeirrar stefnu verði skynsamleg sókn í fiskistofna sem stuðli að betri nýtingu og aukn- um verðmætum úr afla. Höfundur er alþingismaður og skipar 1. sæti framboðslista Al- þýðubandalagsins á Vesturlandi. Vinarbæjamót á Akranesi í sumar Akranesi. I SUMAR verður haldið norrænt vinabæjamót á Akranesi og munu af því tilefni yfir 100 er- lendir gestir verða þátttakendur. Vinabæir Akraness á Norður- löndum eru eftirtaldir: Tönner í Danmörku, Narjies í Finnlandi, Vastervik í Svíþjóð og Langesund í Noregi. Auk þess er Qaqortoq á Grænlandi með í hópnum en telst þó ekki formlegur aðili í þessum vinabæjatengslum. Vinabæjamótið verður haldið daganna 24.-28. júní. Mikill áhugi er fyrir þessu móti hjá erlendu vina- bæjunum og nú þegar er komin biðlisti yfir þátttakendur. Vinabæjamótin eru haldin þriðja hvert ár til skiptis í löndunum og hefur mótið tvívegis verið haldið á Akranesi, fyrst 1957 ogsíðan 1972. Bæði skiptin þótti þau takast mjög vel enda mikiil fjöldi gesta. Ætlun- in er að allir gestir búi á einkaheim- ilum og er unnið að því að útvega gestgjafa. Dagskrá þessa vinabæjamóts verður fjölbreytt og verður reynt að vanda til hennar eins og frekast er kostur. Meðal þess sem gert verð- ur er að kynnast bæjarlífinu á Akranesi, skoða fyrirtæki og stofn- anir og laugardaginn 27. júni mun bæjarstjórn Akraness bjóða gestum til kvöidverðar. Búast má við að það verði fjölmennasta veisla, sem fram hefur farið á Akranesi, því auk hinna erlendu gesta munu gest- gjafar þeirra og aðrir, sem tengjast þessu vinabæjamóti, verða boðnir. Til að rúma allan þann fjölda, sem boðin er dugar ekki minna húsnæði en íþróttahúsið á Akranesi. Mótinu lýkur síðan daginn eftir að lokinni guðsþjónustu. Sérstök nefnd skipuð fulltrúum bæjarstjómar og norræna félagsins á Akranesi vinnur að und- irbúningi mótsins. — JG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.