Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987
56
Equitana ’87:
Leikur ljóss og skugga
hesta og manna
Jean Claude Disley, margfaldur Evrópumeistari í „westem“-reið-
mennsku, á sér fastan sess í kvöldsýningunum og hér bremsar hann
reiðskjótann sinn á fagmannlegan hátt og því næst mun hann
„spinna“, en það er að snúa hestinum nokkra hringi eldsnöggt um
annan afturfótinn.
Eins og fram kemur í fyrri grein
eru „topshow" haldin á hvetju
kvöldi og er þar úrvalið frá deginum
sem þar kemur fram. Eru þessar
sýningar sennilega það besta og
fjölbreyttasta sem hestamenn geta
séð á einum stað á svo stuttum tíma
og er allt gert til að sýningamar
verði bæði ævintýralegar og spenn-
andi. Til að svo verði er notaður
háþróaður ljósabúnaður og reykvél-
ar sem gera andrúmsloftið dulúð-
ugt.
Kvöldsýningarnar hófust með því
að hvítur hestur með hom á enni,
svokallaður einhymingur, sem að-
eins er til í ævintýrum, kemur inn
á völlinn og er hann látinn hlaupa
um og leika ýmsar listir undir stjóm
þjálfara síns og með þessu er flutt-
ur texti í ævintýralegum stfl.
^ Það sem helst vakti athygli af
því sem á eftir kom vom húnamir,
sem vom með tvo skrautlega vagna
og fýrir þeim vom stórir og þung-
lamalegir dráttarhestar. A eftir
vögnunum kom flokkur húna sem
sýndi listir sínar og var þar á ferð-
inni það, sem mætti kalla glæfra-
reiðmenn, en þeir sýndu ótrúlegustu
kúnstir, s.s. að standa á baki hes-
tanna með útréttar hendur, hanga
í taglinu á hestunum og stökkva á
bak þeim, hanga lárétt utan á hest-
unum og allt var þetta gert á hröðu
stökki. Eitt atriðið hjá húnunum var
að einn þeirra var bundinn á hönd-
um og dreginn þannig af öðrum á
fullri ferð um völlinn nokkra hmigi.
Á einni kvöldsýningunni tókst þó
svo illa til að sá sem dreginn var
missti niður um sig buxurnar fljót-
lega eftir að þeir komu inn á völlinn
og reyndi hann þá að toga eða kippa
í kaðalinn til að gera félaga sínum
á hestinum aðvart svo hann gæti
hysjað upp um sig buxumar, en sá
hefur greinilega haldið að „fórnar-
lambið“ tæki hlutverk sitt svo
alvarlega og væri með þessu að
láta líta svo út sem hann væri að
reyna að losa sig. Mátti því mann-
greyið gera sér það að góðu að
vera dreginn þarna sjö til átta hringi
með beran rassinn framan í áhorf-
endur. Því miður var þetta ágæta
atriði ekki endurtekið og misstu því
margir af skemmtilegri sýningu ef
marka má undirtektir.
Enn á ný mættu lögregluþjónarn-
ir þýsku með hesta sína og blikk-
ljósin, sem að þessu sinni voru fest
í ístöðin, en voru á milli eyma hes-
tanna á sýningunni fyrir tveimur
ámm. Þrautimar nú vom svipaðar
og þá, þ.e. að stökkva í gegnum
eld og einnig að stökkva yfir bað-
kar með tveimur lögregluþjónum í
baði og ýmislegt fleira.
Brasilíumenn sýndu hesta sína
nú í fyrsta sinn og vom þeir með
á öllum kvöldsýningum þótt ekki
væri þeirra sýning tilþrifamikil. Þó
var það tvennt sem vakti athygli
hjá þeim. Þeir vom með stóra og
myndarlega töltara sem mörgum
Islendingnum leist vel á. Virtust
þetta vera hestar með samræmis-
gott tölt og ágætri mýkt. Nokkrar
tegundir hesta búa yfir tölti, en
ekki hafa þeir fallið Islendingum í
geð hvað varðar mýkt og sam-
ræmi. Má þar nefna Pasofino,
Saddle Bred og Tennessy Walker
og nú bætast þessir brasilísku í
hópinn og virðast þeir koma næst
íslenska hestinum að gæðum ef
dæma má af sjónhendingu. Þá vakti
það athygli, að Brasilíumennimir
riðu sumum hestum sínum án beisl-
is en höfðu þess í stað bandspotta
um hálsinn og þannig hleyptu þeir
fákum sínum þvers og kruss um
völlinn.
Andalúsíu-hestarnir spænsku,
hafa að öllu jöfnu verið vinsælastir
á kvöldsýningunum, virtust ekki
eins góðir nú og síðast og frændur
þeirra, Lúsitano-hestamir frá Port-
úgal, stálu senunni frá þeim á að
minnsta kosti einni sýningu. Þessir
hestar em mjög líkir og sennilega
nokkuð skyldir og einnig er reið-
mennskan hjá Spánveijum og
Portúgölum mjög áþekk. Oft er
talað um að Andalúsíu-hestarnir
hreinlega dansi og eitt atriði var
Franskur hestaþjálfari og eiginkona hans vöktu mikla athygli og
hér framkvæma þau æfingu sem kallast „Capriole" I söðli. Er þetta
gert með þeim hætti að hesturinn byrjar á að lyfta sér að framan,
en snögglega lyftir hann sér einnig að aftan og skýtur afturfótunum
aftur.
mjög skemmtilegt — þegar einn
slíkur hestur hvítur kemur inn á
völlinn ásamt balletdansmey og
bæði dansa þau í takt við tónlist-
ina. Allt var myrkvað í salnum,
utan einn bjartur ljósgeisli sem
beint var á „dansarana". Þarna
varð manni ljóst að hestamennskan
er ekki einvörðungu íþrótt heldur
einnig list.
Frísarnir, þ.e. svörtu, hágengu
hestarnir frá Frísnesku eyjunum,
ollu nokkrum vonbrigðum, því fyrir
tveimur árum voru þeir hreint stór-
fenglegir þar sem þeim var beitt
þannig að fótaburður þeirra og reis-
ing naut sín til hins ýtrasta og þeir
látnir fara völlinn í þéttum hóp á
mikilli ferð. Nú var þeim riðið á
rólegu nótunum ásamt hvítum smá-
hestum, sem lítils máttu sín í
samanburði við frísana, en þó voru
þeir ekki svipur hjá sjón að þessu
sinni.
Ekki má gleyma öllum „hádress-
ur“-sýningunum, sem þarna var
boðið upp á, þar sem hestarnir fara
m.a. afturfótasnúning á stökki,
fljúgandi stökkskiptingar þannig að
þeir byrja á því að fara tvö stökk
AUGLÝSING
UMINNLAUSNARVERÐ
VERÐTRYGGÐRA
SPARISKÍRTEINA RlKISSJÓÐS
FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00
1980-1. fl. 15.04.87-15.04.88 kr. 1.338,78
'lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót.
Innlausn spariskírteina ríkissjóös fer fram í afgreiðslu
Seölabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi
nánari upplýsingar um skírteinin.
Reykjavík, apríl 1987
SEÐLABANKIÍSLANDS
Stykkishólmur:
Nýr flygill í
félagsheimilið
Stykkishólmi.
MIKILL tónlistarviðburður var í
Stykkishólmi sunnudaginn 29.
mars sl., en þá var í Félagsheimil-
inu tekinn í notkun flygill af
vænstu gerð, en það hefir lengi
verið mikill áhugi fyrir að fá full-
komið hljóðfæri í sal félagsheimil-
isins svo hægt verði að bjóða
hingað úrvals hljómlistarmönnum.
Hefir hreppsnefnd Stykkishólms-
hepps með sveitarstjórann, Sturlu
Böðvarsson, verið í fararbroddi
þess að hljóðfærið er nú kotnið og
tekið í notkun. Bjarni Pálmarsson
stillti hljóðfærið og sagði hann að
það væri stórkostlegt í alla staði
og hið vandaðasta. Framtíðar-
hljóðfæri, samansett úr milli
6—7000 hlutum, hvorki meira né
minna.
Stundin hófst með því að sveitar-
stjóri kvaddi sér hljóðs og lýsti tilurð
þessara kaupa og hversu að málum
hefði verið staðið og hve sveitar-
stjórnin hefði sýnt mikinn áhuga fyrir
kaupunum. Til þessa voru veittar
fyrir nokkru síðan 500 þúsundir.
Þetta var byijunin og framhaldið var
að panta hljóðfærið og nú hafa verið
greiddar fyrir það rúmar 1,3 milljón-
ir. Kvaðst sveitarstjóri fagna þessum
menningarviðburði og óskaði Hólm-
urum til hamingju og afhenti síðan
Grétari Pálssyni, formanni félags-
heimilisstjórnar, lykil hljóðfærisins
sem ávarpaði viðstadda nokkrum orð-
um og fól síðan Hafsteini Sigurðs-
syni, hljómlistarmanni og formanni
tónlistarfélagsins, lykilinn og hljóð-
færið til varðveislu.
Hljóðfærið vígði síðan Jónas Ingi-
mundarson píanóleikari, sem var
gestur dagsins. Lék hann í l'A klst.
prógram eftir hina mestu snillinga
svo sem Frans Schubert, Frans Liszt
og Beethoven. Var efnisskráin fjöl-
H-