Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 9 UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitisbraut 1,3. hæð Símar: 689004 - 689005 - 689006 Utankjörstaðakosning ferfram hjá borgarfógetanum í Reykjavík í Ármúlaskóla alla daga frá kl. 10-12, 14-18 og 20-22 nema sunnudaga og aðra helgidaga kl. 14- 18. Lokað föstudaginn langa og páskadag. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosn- ingunum. Aðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna ef þið verðið ekki heima á kjördag. Borgaraflokkuriim Höftim opnað kosningaskrifstofu á ísafirði i Mánakaffi (uppi). Simar 4671 og 4672. Allir velkomnir. Kynnið ykkur stefnuskrá Borgaraflokksins. Við hvetjum alla stuðningsmenn S-listans að standa saman í kosningabaráttunni. Eigum fyrirliggjandi úrvals óklæði f Volvo 240 og 740 á mjög hagsfœðu verði. Áklœði, verð kr. 4.995.- Vf 4 f■>* SUÐURIANDSBRAUT 16 SIMI 3SP00 Einir á báti með Kastró í ræðu sem Kastró Kúbuleiðtogi flutti á mánudaginn varaði hann við markaðsstefnu og gróðahugmyndum sem nú væru að skjóta upp kollinum í sumum kommúnistaríkjum. Hann kvað það „blekkingu og heimsku" að halda að markaðsöflin og arðbær ríkisfyrirtæki gætu tekið við hlutverki kommúnistaflokksins. Þessi málflutningur minnir óneitanlega um sumt á Alþýðubandalagið á íslandi sem er farið að marka sér alþjóðlega sérstöðu með bábiljum sínum og grillum um markaðshagkerfið. Línan frá Kastró ... Sagt hefur verið að merkustu tíðindin á ofan- verðri tuttugnstu öld séu dauði sósíalismans sem hugmyndastefnu. Hvar- vetna í heiminum er sósíalisininn á undan- haldi. Jafnvel í kommún- istaríkjunum, sem menn voru famir að halda að gætu ekki tekið breyting- um, eru menn búnir að átta sig á gjaldþroti sósíalismans og famir að reyna að feta sig burt frá honum. Það hefðu ein- hvem tímann þótt frétt- næmt þegar leiðtogar Sovétríkjaima og Kína vömðu opinberlega við „vinstri villum" og „van- trú á framtaki einstakl- inga“. Nú er þetta nánast orðinn daglegur viðburð- ur. I því sambandi má rifja upp ummæli þau sem forsætisráðherra Kina lét falla fyrir nokkmm dögum og frá var greint í erlendum fréttum Morgunblaðsins. Annars vegar sagði hann að stuðningur við vinstri stefnu væri hverfandi i Kina vegna þess að Kínveijar liefðu flestir verið fómarlömb henn- ar. Hins vegar kvaðst hann geta lofað þvi að Kina stafaði ekki lengur hætta af vinstri mönnum vegna þess að allir óttuð- ust þá. Gn ekki hafa þó allir bilað í trúnni. Kastró ein- ræðisherra á Kúbu er einn þeirra sem er ósnortinn af hræringim- um i hiuni alþjóðlegu kommúnista- og sósial- istalireyfingu. I Moi-gun- blaðinu í gær er sagt frá ræðu sem Kastró hélt í Havana á þriðjudag. Orð- rétt segir: „Kastró, forseti Kúbu, sagði í fyrradag, að markaðs- stefnan sem nú væri að skjóta upp kollinum í sumum kommúnistarikj- um, ætti ekkert erindi við Kúbumenn og fór hörð- um orðum um neyslu- hyggjuna." Og enn sagði í frétt- inni: „„Gróði, gróði, gróði - hvað kemur hann byltingunni við,“ sagði Kastró í lokaræðunni á fimm daga þingi æsku- lýðssamtaka kommúni- staflokksins. Sagði hann, að það væri „blekking og heimska" að halda, að markaðsöflin og arð- bær ríkisfyrirtæki gætu tekið við því hlutverki kommúnistaflokksins að byggja upp sósíal- ismann og stuðla að framförum. Kastró tal- aði blaðalaust í þrjár klukkustundir sam- fleytt og sagði, að neysluliyggjan, þessi þráhyggja, væri „kapí- talísk uppfinning". Kvaðst hann vera mjög ánægður með pólitíska vitund þingfulltrúanna og að hann og aðrir frammámeim á Kúbu væru „vissir um, að framtíð byltingarinnar væri í góðum höndum.““ . . . ogAl- þýðu- bandalagið Málflutningur Kastrós minnir óneitanlega um sumt á kosningaáróður Aiþýðubandalagsins. Forystumenn floliksins virðast ekki hafa áttað sig á þvi að þeir hafa tapað hugniyndabarát- tunni. Þeir halda enn að það sé lausn á öllum vanda að auka skattaá- lögur á fyrirtæki og svipta þau „ívilnunum" eins og það heitir. Þeir halda enn að ríkisrekstur hljóti að vera betri en einkarekstur. Og þeir sjá ofsjónum yfir einstakl- ingnm og fyrirtækjum sem vegnar vel. Það var t.d. áberandi í framboðs- kynningu flokksins í sjónvarpinu á mánudag- inn hve öfundin er mikill aflgjafi flokksins. „Gróði, gróði, gróði,“ sögðu alþýðubandalags- memi með vandlæting- ar-, vanþóknunar- og hneykslunarsvip eins og þeir hefðu staðið menn að saknæmu eða að minnsta kosti siðlausu athæfi. Ef heil brú væri í hugs- un alþýðubandalags- manna ættu þeir að gleðjast yfir þvi að fyrir- tækin í landinu skili hagnaði og geti í mörg- um tilvikum greitt starfs- mönnum sínum hærri laun en kjarasamningar kveða á um. Hvaðan skyldi ágóði fyrirtækj- aima koma annars staðar en frá viðskiptavinum þeirra? Hvað segir það okkur? Auðvitað að það er góðæri i landinu og fjöldi fólks liefur mikið umleikis. Er einhver ástæða til að harma það? Er það ekki miklu f rekar fagnaðarefni? Alþýðubandalags- menn brugðust reiðir við þegar Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins, lýsti því yfir á landsfundi flokksins á dögunum, að þeir væru ekki lengur höfuðand- stæðingar sjálfstæðis- manna. Hugmyndir þeirra væru ekki lengur til alvarlegrar umfjöllun- ar. I hjarta sínu vita alþýðubandalagsmenn líklega að þetta er satt. En þeir vita ekki hvemig þeir eiga að bregðast við alþjóðlegu gjaldþroti só- sialismans. Þeir halda áfram að spila gömlu plötumar og baka gömlu lummumar í ráðleysi sínu. En það dugar bara ekki og skoðanakannanir benda til þess að fylgi flokksins fari minnkandi með degi hveijum. Ýmis- legt bendir til þess að Alþýðubandalagið verði minnsti þingflokkurinn eftir kosningar. Það er huggun liamii gegn að ömgglega verður áfram liægt að reiða sig á Kastró Kúbuforingja. Ef allt um þrýtur á Islandi og skilningsleysið á só- síalismanum gengur úr hófi fram er næga at- vinnu að fá á sykurekr- unum á Kúbu eins og margir alþýðubandalags- menn hafa kynnst i vinnuferðum sínum þangað á undanfömum ámm. meginþorra þjóóarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 TS'Lbamatkadulinn sQiattisgötu 12-18 Opið laugardag kl. 10-5 Pajero langur '84 (háþekja) 45 þ.km. Bensin. V. 760 þ. Chervolet Monza '87 16 þ.km. 4 dyra. V. 450 þ. Chevrolet Malibu Classi st. '79 78 þ.km. Gott eintak. V. 320 þ. Toyota Corolla DX '85 32 þ.km. 5 dyra. V. 360 þ. Toyota Tercel 4x4 '83 55 þ.km. V. 370 þ. Daihatsu Charade '83 47 þ.km. V. 220 þ. Góð kjör. Peugeot station '78 Gott eintak. V. 140 þ. Citroen G.S.A C-matic '81 Allur endurnýjaður. V. Tilboð. Mazda 323 LX '86 13 þ.km. 3ja dyra. V. 330 þ. Chevrolet Malibu Classic '81 68 þ.km. 8cyl. m/öllu. Einkabill. V. 340 þ. Suzuki Pox 410 Pickup '84 m/plasthúsi, 34 þ.km. V. 420 þ. Toyota Tercel 4x4 st. '87 10 þ.km. Sem nýr. Tilboö. Honda Accord '84 43 þ.km. 4 dyra. V. 450 þ. Ford Bronco II '85 Blár, sjálfsk., litað gler o.fl. V. 880 þ. BMW 316 '84 26 þ.km. Sem nýr. V. 500 þ. Subaru 4x4 1800 station '85 36 þ.km. 5 gíra. V. 520 þ. B.M.W 528i 1984 M-typa Vinrauður, vökvastýri, 5 gíra, ekinn 32 þ.km. M-útfærsla á gírkassa og fjöörun, læst drif, 2 dekkjagangar á sportfelgum, Piones-stereo o.fl. Sem nýr. Verð 980 þús. Toyota Corolla Twin Cam 1986 Hvítur, 5 gira, ekinn 16 þ.km. útvarp + kasettut sportfelgur o.fl. Verð 550 þús. Toyota Pickup (langurj 1985 Hvítur, ekinn aðeins 21 þ.km., bensinvél, segl og grind fyrir pall fylgir. Sem nýr. Verö 620 þús. Mazda 929 Coupé 1983 Ekinn aðeins 22 þ.km. Sjálfskiptur, rafm. i ruðum o.fl. Sportbill í sérflokki. Verð 445 þús. Ath: Mikið af bílum á 10-24 mán. greiðslukjörum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.