Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 59 Bikarkeppni KKÍ: Vinnur UMFN í fyrsta sinn eða Valur í fjórða? TEKST Njarðvíkingum loksins að vinna bikarkeppnina eða verða það Valsmenn sem vinna i fjórða sinn? Úr því fæst skorið í kvöld þegar liðin leika til úrslita í bikar- keppni KKÍ í Laugardalshöll. Njarðvíkingar hafa fjórum sinnum leikið til úrslita í bikarnum, einu sinni við Val, og alltaf tapað en Valsmenn hafa leikið tii úrslita fimm sinnum og unnið þrívegis. „Þetta verður örugglega létt hjá okkur núna fyrst Gunnar Þorvarð- arson er hættur hjá okkur,“ sagði Valur Ingimundarson þjálfari og ein aðaldriffjöður UMFN og brosti glaðhlakkalega. Sannleikurinn er sá að Gunnar Þorvarðarson, nú- verandi þjálfari ÍBK, er sá eini sem verið hefur í öllum úrslitaleikjum Njarðvíkinga. Nú er hann farinn og Njarðvíkingar ættu því að geta unnið, eins og Valur orðaði það. Hér á síðunni er liðskipan félag- anna og við skulum líta á tölulegar upplýsingar úr leikjum þeirra í úr- slitakeppni Islandsmótsins. Valsmenn léku fimm leiki, þrjá við ÍBK og tvo við UMFN, en UMFN fjóra, tvo við KR og tvo við Val. Jöfn í fráköstum Félögin standa svo til jöfn í bar- áttunni um fráköstin þannig að gaman verður að fylgjast með við- ureigninni undir körfunum í kvöld. Njarðvíkingar tóku 160 fráköst í leikjunum fjórum, 40 fráköst að meðaltali i leik. Helgi Rafnsson er þeirra sterkasti maður þar en hann tók 54 fráköst, 13,5 að meðaltali í leik. Liðin sem leika íkvöld: HÉR á eftir er listi yfir leikmenn liðanna sem leika til úrslita i bikar- keppni karla í kvöld. Á eftir nafni leikmannsins er leikjafjöldi hans með meistaraflokki félagsins, hæð og aldur. Fyrirliði Vals er Torfi Magnússon og hjá UMFN er ísak Tómasson fyrirliði. VALUR Nr. 6Torfi Magnússon Nr. 7 Einar Ólafsson Nr. 8 Svali Björgvinsson Nr. 9 Sturla Örlygsson Nr.10 Björn Zoega Nr.11 Báröur Eyþórsson Nr.12PállArnar Nr. 13 Tómas Holton Nr. 14 Leifur Gústafsson Nr. 15 Kristjón Jönsson 411,195,31 123,182, 22 39.183,) 9 62,191,25 138,193, 22 20, 183,18 103,180, 22 160,187,22 178, 192, 23 22, 192, 19 NJARÐVIK Nr. 4 Helgi Rafnsson 152,194,22 Nr. 5JóhannesKristbjömsson 74,189,21 Nr. 6 Árni Lárusson 297,180,28 Nr. 8TeiturÖrlygsson 117,189,20 Nr. 9 Friðrik Rúnarsson 45,182,18 Nr. 10 Kristinn Einarsson 116,192,20 Nr.12 Hreiðar Hreiðarsson 147,191,20 Nr.13ÍsakTómasson 216,180,23 Nr. 14 Ellert Magnússon 80,184,26 Nr. 15 Valur Ingimundarson 286,193, 25 Dómarar úrslitaleiksins verða þeir Sigurður Valur Halldórsson og Sigurður Valgeirsson. Hjá Val er Leifur Gústafsson sterkastur í fráköstunum. Hann tók 56 fráköst í fimm leikjum eða 11,2 að meðaltali. Leikmenn Vals tóku alls 198 frákost í fimm leikjum eða 39,6 að meðaltali. Tveggja stiga körfur í samanburði á liðunum í tveggja stiga körfum hafa Njarðvíkingar vinninginn. Þeir skoruðu 129 körf- ur í fjórum leikjum eða 27,6 körfur að meðaltali í leik. Valsmenn skor- uðu hins vegar 132 körfur í fimm leikjum eða 26,4 körfur að meðal- tali. Munrurinn er rúmlega ein karfa, eða tvö stig! Helgi Rafnsson er enn fremstur Njarðvíkinga. Hann skoraði 24 körfur í 41 skottilraun og hefur því Bikarkeppni kvenna: KR eða IBK? ÚRSLITALEIKURINN í bikar- keppni kvenna í körfuknattleik verður í Laugardalshöll í kvöld og hefst klukkan 19. Búast má við hörkuskemmtilegum leik þó svo liðin séu nokkuð ólík. Til úrslita hjá konunum leika KR og ÍBK sem segja má að séu „gamla“ og nýja kynslóðin í körf- unni. KR-ingar eru með leikreynt lið sem hefur verið mjög sigursælt undanfarin ár og flestar hafa stúlk- urnar verið á fullu í körfuboltanum um nokkurra ára skeið. Keflavíkur- stúlkurnar eru hins vegar nýgræð- ingar í meistaraflokki og hafa þær komið mjög á óvart í vetur. Vaxið mjög með hverjum leik og þó svo KR verði að teljast líklegra til sig- urs að þessu sinni líður örugglega ekki langur tími þar til stúlkurnar frá Keflavík verða stórveldi í íslenskum körfubolta. 58,54% nýtingu. Valur Ingimund- arson skoraði 22 körfur í 48 tilraun- um og nýtingin hjá honum því 45,83%. Meðaltalið hjá Helga eru 6 körfur í leik en 5,5 hjá Val. Aðrir í Njarðvík sem eru með góða nýtingu eru Kristinn Einars- son, 55% og Hreiðar Hreiðarsson með 50%. Tómas Holton skoraði flestar tveggja stiga körfur hjá Val, 28 sinnum hitti hann en í 64 tilraunum sem gefur 43,75% nýtingu. Bestu nýtinguna hafði Leifur Gústafsson, 54% en hann skoraði 27 körfur í 50 tilraunum. Meðaltalið hjá Tóm- asi er 5,6 körfur í leik, 5,4 hjá Leifi og 5 hjá Sturlu Örlygssyni. Þriggja stiga körfur Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkinga er stigahæstur leik- manna ef þriggja stiga körfurnar eru skoðaðar. Hann skoraði 13 slíkar úr 37 tilraunum og gerir það 35,14% nýtingu. Jóhannes Krist- björnsson skoraði fimm körfur úr níu tilraunum sem eru 55,56%. Hjá Val skoraði Sturla flestar þriggja stiga körfur 7 í 18 tilraun- um. Það eru 38,89% og er hann með bestu nýtingu Valsmanna! Sturla villukóngur Sturla Örlygsson er villukóngur- inn í leiknum í kvöld ef marka má tölurnar úr úrslitakeppninni. Þar fékk hann 22 villur í fimm leikjum og eru það 4,4 villur að meðaltali í leik. Næstur er Leifur Gústafsson með 17 viliur og Torfi Magnússon Siguroli meiddur Áfall fyrir Þór Akureyri. SIGURÓLI Kristjánsson, mið- vallarleikmaðurinn snjalli hjá Þór á Akureyri, meiddist á æfingu í vikunni og nú er vafa- samt hvort hann verði búinn að ná sér þegar 1. deildar- keppnin hefst 21. maí. Liðband er trosnað í vinstra hné Siguróla. Hann má ekkert æfa næsta hálfan mánuðinn og telja læknar að hann geti ekki byrjað að beita hnénu á fullu að nýju fyrr en eftir sex vikur - en í gær voru einmitt sex vikur þar til íslandsmótið hefst. Fyrsti leikur Þórs verður gegn Fram í Reykjavík. Þetta er ekki fyrsta áfallið sem Þórs- arar verða fyrir, eins og áður hefur komið fram meiddist Bjarni Sveinbjörnsson enn einu sinni á dögunum og verður ekki með í sumar. Knattspyrna: Tvöfalt hjá Val VALUR sigraði Fram, 2:0, í meist- araflokki karla á Reykjavíkurmót- inu í knattspyrnu á gervigrasinu í gærkvöldi. Ingvar Guðmunds- son og Anthony Gregory skoruðu fyrir Val. Valur sigraði KR, 1:0, í meistara- flokki kvenna og skoraði Ingibjörg Jónsdóttir sigurmarkið strax á 4. mínútu. Breiðablik sigraði IK í úrslitaleik um Alison-bikarinn á Vallargerði- Lokahóf KKI LOKAHÁTÍÐ körfuknattleiks- manna verður haldið í veitinga- húsinu Sigtúni í kvöld að afloknum bikarúrslitaleikjunum í Laugardalshöll. Húsið opnar klukkan 22.30 og verður opið til klukkan 03. svelli og skoraði Heiðar Heiðars- son sigurmarkið. Morgunblaðið/Bjarni • Valur Ingimundarson, UMFN og Tómas Holton, Val, verða í sviðs- Ijósinu í bikarúrslitaleiknum í Laugardalshöll í kvöld. fékk 16. Meðaltalið hjá Leifi eru 3,4 villur í leik en Torfi er með 3,2 villur að meðaltali. Njarðvíkingar virðast dreifa vill- unum jafnar á sína menn. Þeir eru með 18,6 villur að meðaltali í leik en Valsmenn 17,8. Þrátt fyrir hærra meðaltal eru villukóngar Njarðvíkinga með lægra meðaltal en þeir hæstu hjá Val. (sakTómas- son fékk 13 villur, eða 3,2 að meðaltali, og Helgi Rafnsson fékk dæmdar á sig 12 villur sem eru 3,0 að meðaltali. Þó svo við höfum leikið okkur hér dálítið að tölum þá segja þær að sjálfsögðu ekkert um leikinn í kvöld. Tölurnar eru fengnar úr fjór- um leikjum en í kvöld er aðeins einn leikur og því getur sá sem er með 25% nýtingu í þriggja stiga skotum hérna verið með 90% í kvöld svo dæmi sé tekið. Körfubolti: Einn sigur og tvö töp ÍSLENSKA drengjalandsliðið f körfuknattleik er nú í æfingabúð- um í Portúgal til undirbúnings fyrir Evrópukeppnina sem hefst i London 21. aprfl. Liðið hefur leikið þrjá æfingaleiki við jafnaldra sína í portúgalska landsliðinu, unnið einn og tapað tveimur. Þeir unnu fyrsta leikinn, 94:67, töpuðu síðan 51:75 og 66:76. sima HÓNUSIR GREIÐSLUKORTAÞJÓNUSTA ÍSLENSKRA GETRAUNA Hér eru leikirnir! Leikir 11. apríl 1987 1 X 2 1 Leeds - Coventryi (sd.) 2 Watford - Tottenham1 3 Everton - West Ham2 4 Leicester - Aston Villa2 5 Man. City - Southampton2 6 Norwich - Liverpool2 7 Oxford - Newcastle2 8 Q.P.R. - Luton2 9 Crystal Palace - Plymouth- 10 Derby-Stoke3 11 Huddersfield - Ipswich11 12 Portsmouth - Oldham3 Hringdu strax! 688-322 föstudaga kl. 9.00-17.00 laugardaga kl. 9.00-13.30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.