Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Morgunblaðið/Júlíus Sigurjónsson Handknattleikur: íslandsmeistarar Víkings 1987 ÍSLANDSMEISTARAR Vikings 1987. Aftari röð frá vinstri: Benedikt Sveinsson, Ásgeir Sveinsson, liðsstjóri, Guðni Guðfinnsson, Ingólfur Steingrímsson, Hilmar Sigurgísla- son, Sigurður Ragnarsson, Siggeir Magnússon, Árni Friðleifsson, Árni Indriðason, þjálfari og Hallur Hallsson, formaður handknattleiksdeildar Víkings. Neðri röð frá vinstri: Guðmundur Símonarson, liðsstjóri, Bjarki Sigurðsson, Finnur Thorlasíus, Guðmundur Guðmundsson, fyrirliði, Kristján Sigmundsson og Einar Jóhannesson. Guðmundur Guðmundsson og Kristján Sigmundsson voru útnefndir handknattleiksmenn ársins hjá Víkingum. Morgunblaðið/Árnl Sæberg • Sigurjón Sigurðsson, Haukum, skoraði alls 133 mörk í 1. deild og var markahæstur. Sigurjón markahæstur - gerði að meðaltali 7,3 mörk í leik SIGURJÓN Sigurðsson, Haukum, var markahæsti leikmaður 1. deildar karla i' handknattleik. Hann skoraði alls 133 mörk í 18 feikjum, eða að meðaltali 7,3 mörk i' leik. í blaðinu í gær var listinn yfir markahæstu leikmenn ekki réttur og birtum við hann því aftur í dag. Sigurjón Sigurðsson, Haukum 133/38 Hannes Leifsson, Stjörnunni 124/45 Jón Þórir Jónsson, UBK 103/40 Júlfus Jónasson, Val 101/11 Jakob Sigurðsson, Val 101/17 Birgir Sigurðsson, Fram 99 Konráð Olavsson, KR 98/9 Gylfi Birgisson, Stjörnunni 96 Karl Þráinsson, Vfkingi 96/51 Guðmundur Guðmunds jon, Vík. 85/1 ÓskarÁrmannsson, FH 83/46 Stefán Halldórsson, Val 77/17 Jón Kristjánsson. KA 75 BjörnJónsson, UBK 74/20 Héðinn Gilsson, FH 73 Friðjón Jónsson, KA 72 BjarkiSigurðsson.Vikingi 71 Per Skaarup, Fram 70/13 Árni Friðleifsson, Vfkingi 69 Pétur Bjarnason, KA 69 Guðjón Árnason, FH 68/2 Aðalsteinn Jónsson, UBK 65 Afreksmannasjóður ISl: Sextán íþróttamenn fá styrk mánaðar- lega til áramóta STJÓRN afreksmannasjóðs íþróttasambands íslands hefur gert samstarfssamning við 14 iþróttamenn, sem gildir til ára- móta. íþróttafólkið fær styrk mánaðarlega og er um tvo greiðsluflokka að ræða. Þeir, sem eru í efri flokknum, fá 30.000 krónur á mánuði, en hinir 15.000 krónur. Samningurinn gildir frá 1. mars og getur failið niður um áramót eða hækkað og fer það eftir árangri íþróttafólksins til þess tíma. í gær var gerð ein til- færsla og tveimur íþróttamönn- um bætt við og á eftir að semja við viðkomandi. í fyrstu tillögum stjórnarinnar var gert ráð fyrir að sex íþrótta- menn væru í efri flokki, þrír frjáls- íþróttamenn, tveir sundmenn og einn skíðamaður, og átta í neðri flokki, þrír frjálsíþróttamenn, þrír sundmenn, einn skíðamaður og einn júdómaður. Að sögn Friðjóns B. Friðjónssonar, formanns afreks- mannasjóðsins, var hins vegar samþykkt á sambandsráðsfundi í gærkvöldi að Bjarni Friðriksson flyttist í efri flokk, og Ragnheiður Ólafsdóttir,frjálsíþróttakona, og Ragnar Guðmundsson, sundmað- ur, bættust við neðri flokkinn. Valið Friðjón sagði að stjórn afreks- mannasjóðsins hefði fyrst kannað árangur afreksfólks í ýmsum grein- um og möguleika þess í keppni á alþjóðlegum vettvangi. Að því loknu var talað við formenn við- komandi sérsambanda eða lands- iiðsþjálfara til að fá nöfn þeirra, sem væru líklegastir til að standa sig vel á næstu Ólympíuleikum, og þeir settir í flokkana samkvæmt því. Hvað Bjarna Friðriksson varð- ar, þá var hann upphaflega settur í neðri flokkinn vegna mistúlkunar stjórnar afreksmannasjóðsins á styrk, sem Bjarni fékk frá Reykja- víkurborg, en eftir að Friðjón hafði kannað málið nánar og komist að því að Bjarni fékk ekki eins mikiö og haldið var, flutti hann tillögu um að flytja Bjarna í efri flokk og var hún samþykkt í gær, sem fyrr sagöi. Styrkþegar Ólympíunefnd og stjórn afreks- mannasjóðs hafa gert samkomu- lag þess efnis að Ólympíunefnd reynir að sinna flokkaíþróttunum, en afreksmannasjóður sér um ein- staklingana. Þetta er tilraun, en ekki er útilokað að HSÍ verði styrkt að einhverju leyti af afreksmanna- sjóðnum. Onnur sambönd eru ekki inni í myndinni eins og stendur. Hvað einstaklingana varðar, þá er hér um stefnubreytingu að ræða. Áður voru afreksmenn styrktir lítillega eftir á, en nú er reynt að ýta undir þá , sem standa sig, og gefa þeim tækifæri til að sinna æfingum og keppni til að ná sem lengst á stórmótum. Eftirtald- ir íþróttamenn hafa eða munu væntanlega gera samning við sjóðinn : Efri flokkur, 30 þúsund á mánuði: Eðvarð Þ. Eðvarðsson sund EinarÓlafsson skíði EinarVilhjálmsson frjálsar Ragnheiður Runólfsdóttir sund Sigurður Einarsson frjálsar Vésteinn Hafsteinsson frjálsar Bjarni Friðriksson júdó Neðri flokkur, 30 þúsund á mánuði: Bryndís Ólafsdóttir sund Daníél Hilmarsson skíði Eggert Bogason frjálsar Helga Halldórsdóttir frjálsar Hugrún Ólafsdóttir sund Magnús M. Ólafsson sund PéturGuðmundsson frjálsar Ragnheiður Ólafsdóttir frjálsar RagnarGuðmundsson sund Knattspyrna: Mótá Akranesi KNATTSPYRNUFÉLAG ÍA stend- ur fyrir þriggja liða móti í meist- araflokki karla í knattspyrnu um helgina. í dag klukkan 18 leika ÍA og IR, KA og ÍR leika á morgun og hefst viðureignin klukkan 12, en á sama tíma á sunnudaginn hefst leikur ÍA og KA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.