Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 T Morgunblaðið/Sigurður P. BjömBson Flutningaskipið Louise komið upp i bryggjukrókinn eftir ófarirnar. Lengst til hœgri á myndinni má sjá þverbryggjuna, sem skipið rakst á, en hafnargarðurinn er fjœrstur þaðan sem skipið slitanði frá. Húsavík: Lokið við viðgerð FLUTNINGASKIPIÐ Louise frá Marsdal í Danmörku sem slltnaði frá hafnargarðinum á Húsavik í fárviðrinu þann 31, mars sl„ fór þaðan á miðvikudag eftir að gert hafði verið við stýrisbúnað þess, Skipið kom til Húsavfkur með hrognatunnur og salt til Guðmund’ ar Halldórssonar og var að losa farminn þegar það slitnaði upp í fárviðrinu. Reynt var að ná því aft- ur að garðinum án árangurs, Það rak því næst inn í smábátahöfnina, rakst illilega á enda þverbryggjunn- ar en slapp við stórgiýtisurð framan við slippinn. Skipið náðist loks að bátabryggjunni, þar sem smærri fiskibátarnir athafna sig. Engum hefði áður dottið í hug að skipið gæti flotið svo langt upp en þannig stóð á sjó að það komst þetta langt. Þar gátu björgunarsveitarmenn Garðars sem komnir voru á vett- vang loks bundið skipið og lá það þar á meðan óveðrið gekk yfir. Við athugun 4 skipinu kom í Ijós að stýrisbúnaður hafði laskast og skip- ið hafði dældast lítillega við árekst- urinn á þverbryggjuna. Á miðvikudag lauk viðgerð og skípið hélt samkvæmt fyrri áætlun til ól- afsfjarðar. Fréttaritari Þessi tafla sýnir skattleysismörkin við álagningu tekjuskatts nú í sumar af tekjum 1986. Hvað eru almennar launatekjur? Eins og þessi tafla um skattleys- ismörkin 1987 sýnir mun þorri almennra launatekna verða tekju- skattsfijáls. En hvað eru almennar launatekj- ur? Engin föst skilgreining er til á því en til hliðsjónar má hafa að samkvæmt könnun Kjararann- sóknanefndar á launum iðnaðar- manna í apríl 1986 voru meðaltekj- ur þeirra með öllum álögum verða í höfuðdráttum tekjuskatts- lausar á þessu ári. Áhrif staðgreiðslunnar á tekjuskattinn Þetta ár er skattlaust ár — sama hve miklar tekjur menn hafa — en þann 1. janúar byijar staðgreiðsla skatta. Hvaða áhrif mun hún hafa á tekjuskattinn? Hvaða áhrif mun hún hafa á útsvarið? Ég hef orðið var við að mörgum er það ekki Ijóst. í hinum nýju lög- og endingargóður, en jafnframt lótturog þægilegur. Taktu þennan samfesting sem dæmi: Ytra byrðið er með sérstaka húð til að halda vatni úti. Að innan er loðfóður frá hettu til skólmar sem hleypir gufun llkamans út, en heldur hitanum inni. Þar aö auki er sórstakt vatnsþótt millilegg frá mitti niður á mið læri - til vemdar hellsu þinni. f SKi t SJÓKLÆÐAGERÐIN HF Skúlagötu 51 - Reykjavík - Símar 1-15-20 og 1-22-00 SEXTfU OG SEX NORÐUR Framkvæmd fyrirheit- anna um tekjuskattinn eftir Gunnar G. Schram Fyrir síðustu kosningar gaf Sjálf- stæðisflokkurinn fyrirheit um það að lækka og fella niður í áföngum tekju- skatt af almennum launatekjum. Ég hefi heyrt því haldið fram síðustu vikurnar að við þetta fyrir- heit hafi ekki verið staðið. Hvað er rétt í því? Með þeim skattalögum sem sam- þykkt voru á nýafstöðnu þingi hefur tekjuskatturinn verið að langmestu leyti afnuminn á almennum launa- tekjum. 1.400 millj. kr. lækkun tekjuskattsins Því til sönnunar skal þetta nefnt: • Tekjuskattar 1987 verða 1.400 milljónum króna lægri en verið hefði að óbreyttum skattalögum 1983, þegar ríkisstjórnin tók við. • 93.000 framteljenda greiddu engan tekjuskatt 1986. Það er meir en helmingur allra fram- teljenda í landinu eða 53%. Þannig hafði þeim stórfækkað sem tekjuskatt þurftu að greiða. • í fyn-a voru tveir þriðju hlutar tekjuskattsins (68%) greiddir af aðeins 13% skattgi-eiðenda. Hin 87% bám því mjög lágan tekju- skatt. Þessar þijár staðreyndir sýna að verulegur árangur hefur náðst í niðurfellingu tekjuskattsins — þó LODFðDRADUR SAMFESHNGUR: að hinu gagnstæða sé stundum haldið fram. Þær sýna líka að hann hefur einmitt verið felldur niður á lægstu tekjunum, hinum almennu launatekjum, eins og lofað hafði verið. Skattleysismörkin af tekjum 1986 Nú eru menn búnir að telja fram fyrir síðasta ár og á miðju sumri koma skattseðlarnir. Með breytingum sem gerðar voru fyrir jól á skattalögunum liggur fyrir við hvaða mörk það er á tekj- um sem menn höfðu 1986 að greiðsla tekjuskattsins hefst. Það em hin svonefndu skattleysismörk. Eftirfarandi tafla, sem fylgdi frumvarpinu, sýnir við hvaða mörk menn byija að greiða tekjuskatt af tekjum 1986. Undirstrikað skal að hér er um meðaltalstölur að ræða og vegna mismunandi frádráttar og mismunandi tekjuskiptingar hjóna geta frávik í þessu efni orðið allveruleg. Gunnar G. Schram „Ég held að engum bland- ist hugur um að með þessum breytingum, sem þegar eru orðnar að lög- um, megi fullyrða að tekjuskatturinn á almenn- um launatekjum hefur verið afnuminn að lang- mestu leyti og ekki aðeins það heldur útsvarið einn- ig.“ inniföldum, en án eftirvinnu, kr. 44.000 á mánuði. Sambærileg tala fyrir verkafólk var kr. 32.800. Af þessu sést að slíkar tekjur þús. kr. Hjón án barna Hjón með 1 barn Hjón með 2 börn Hjón með 3 börn eða fleiri Einhleypir Einstæðir foreldrar með eitt barn Einstæðir foreldrar með tvö eða fleiri börn um 720 um 840 um 960 um 1.080 um 400 um 590 um 740 t
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.