Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 11 Akranes: Tónleikar á laugardag SIGURÐUR Pétur Bragason óperusöngvari syngur ásamt Þóru Fríðu Sæmundsdóttur píanóleikara á tónleikum sem verða hjá Tónlistarfélagi Akraness laugardaginn 11. apríl í safnaðarheimili Akra- neskirkju og hefjast þeir kl. 15.30. Á efnisskránni eru íslensk lög, þýsk ljóð og ít- alskar óperuaríur. í fréttatilkynningu segir: Sig- urður Pétur Bragason hóf nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá Rögnvaldi Sigur- jónssyni og lauk frá skólanum tónmenntakennaraprófi árið 1978. Hann lauk 8. stigs prófi úr Söngskólanum í Reykjavík 1981. Kennarar hans voru Sig- urður Björnsson og Magnús Ráðstefna um ný við- horf í heil- brigðismálum Jónsson. Hann var við söngnám hjá Maestro Pier Miranda Ferraro í Mílanó á Ítalíu frá 1983 til 1986. Sigurður hefur sungið með Islensku óperunni hlutverk í óper- unum Búum til óperu eftir Benjamin Britten og Töfraflau- tunni eftir Mozart. í þjóðleik- Þóra Fríða Sæmundsdóttir píanóleikari. húsinu nú í haust söng hann í óperunni Tosca eftir Puccini tvö hlutverk, Sciarrone og Sacristan. Síðastliðið vor söng hann hlut- verk Jesú Krists í verkinu Sjö orð Krists á krossinum eftir Allori á mikilli sönghátíð í Mílanó sem haldin er um hvetja páska. Sigurður Pétur Bragason óperu- söngvari. Morgunblaðið/Einar Falur Jóna Margrét Hreinsdóttir og Anna Hallgrímsdóttir. Eigendaskipti á barnafataverslun EIGENDASKIPTI hafa orðið á barnafataversluninni Vöggunni, Laugavegi 12a, í Reykjavík. Jóna Margrét Hreinsdóttir er nýr eigandi verslunarinnar. Breyting- ar hafa verið gerðar á húsnæðinu og einnig á vörumerkjum. Verslar Vaggan nú með ný vörumerki og tískufatnað á 0-12 ára börn. SAMTÖK heilbrigðisstétta halda ráðstefnu um ný viðhorf í heilbrigðismálum í ráðstefnu- sal ríkisins í Borgartúni 6, 4. hæð, í dag, 10. apríl, kl. 14.00. Ávörp á ráðstefnunni flytja Jón Bjarni Þorsteinsson formaður SHS og Ragnhildur Helgadóttir heilbrigðismálaráðherra. Fram- söguerindi flytja Páll Sigurðsson ráðuneytisstjóri; íslensk heilbrigð- isáætlun, Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingar; Framtíðin, hvert skal stefna í öldrunarþjón- ustu, Ásta Sigurðardóttir sjúkra- liði; Öldrunarþjónusta, viðhorf sjúkraliða, Bjarni Þjóðleifsson yfirlæknir; Sjúkraþjónusta eða forvarnir, Guðrún Agnarsdóttir læknir; Viðhorf stjórnmálamanns, Sigurður B. Þorsteinsson læknir; Nýir smitsjúkdómar, Bergljót Halldórsdóttir kennslumeina- tæknir; Breytt vinnubrögð. Að framsöguerindum loknum verða opnar umræður. Sinnhoffer-kvartettinn Tónlist Jón Ásgeirsson Kammermúsíkklúbburinn heldur upp á þijátiu ára starfssögu sína með tvennum tónleikum, þar sem eingöngu eru flutt fimm radda strengjaverk, kvintettar eftir Mozart, Beethoven, Brahms og Bruckner, en auk þess nýlegur strengjakvintett eftir stjórnand- ann, Ingo Sinnhoffer. Á fyrri tónleikunum, sem fóru fram í Bústaðakirkju sl. miðviku- dag, voru fluttir C-dúr-kvintett- inn, K.515 eftir Mozart, nýr kvintett eftir Sinnhoffer og F- dúr-kvintettinn eftir Brahms. C-dúr-kvintettinn eftir Mozart hefst á brotr.um C-dúr-þríhljómi, sem rís upp rúmar tvær áttundir, en segja má að slíkt tónferli sé eitt af sterkustu einkennum Vínar-„klassismans“. Þetta ynd- islega tónverk var fallega flutt af Sinnhoffer-kvintettinum en í efnisskrá er miðköflunum snúið við, því annar þátturinn er Menu- ett en sá þriðji er Andante. Annað verkið á tónleikunum var strengjakvintett eftir Ingo Sinnhoffer og er verkið sagt vera um þjóðlagið Viel Freuden mit sich bringet die frölich Sommerz- eit Þessi kvartett er eins konar röð af leiktæknibrellum, sem sum- ar hveijar eru skemmtiiegar og vel útfærðar. Fyrir bragðið var verkið mjög laust í formi og en- daði á ósannfærandi máta, með tilbrigðum og síðast með þjóðlag- inu óbreyttu, sem stakk mjög í stúf við fyrri hugmyndir verksins. Verkið, sem hófst með töluverðum tilþrifum, varð sífellt minna að umfangi er á leið, þó margt væri fagmannlega gert i útfærslunni fyrir hljóðfærin. Síðasta verkið var svo F-dúr-kvintettinn eftir Brahms, sem var ágætlega leik- inn, einkum síðasti þátturinn. Miðþáttur verksins er sérkennileg samsetning dapurleikans og gleð- innar, þar sem tveimur glaðlyndis- legum þáttum er skotið inn á milli þunglyndislegra „grave“- þátta. Verkinu lýkur svo með kraftmiklum tilþrifum, rétt eins og þegar bægja skal frá sér óþarfa tilfinningasemi. I Sinnhoffer- strengjakvintettinum eru góðir tónlistarmenn og var leikur þeirra vel fágaður og samstilltur. Á föstudaginn kemur flytja þeir félagar kvintetta eftir Bruekner og Beethoven og lýkui' þá að halda upp á þijátíu ára starfsemi áhugamanna um flutn- ing kammertónlistar, starfsemi sem ekki hefur verið römmuð inn með miklum hávaða í fjölmiðlum en hefur átt líf sitt undir áhuga manna fyrir einhverri erfiðustu tónlist til hlustunar, sem til er, og þar sem hlustendur eru hvað kröfuharðastir um vandaðan flutning. Með það að leiðarljósi hafa forsvarsmenn Kammer- músíkklúbbsins unnið merkilegt og gott starf. jrmrmm (fflu MYM. NK.U1V1 r\ I * **u ** ■-*>£> I j 'oawtfðiiiuá3 m 0*23 **33 *t«& m 23 ja U a t* a C3 fi3 &$.&&&lawwaaBnarnrmm** \ iinfía! PASSlUSALMAR IMI IDUtS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.