Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 fHttgpnilHiifeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Ární Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 550 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Er hefðbimdið jafn vægi að raskast? Kosningabaráttan að þessu sinni er háð á öðrum nótum en við höfum átt að venjast. Annars vegar setur það svip á hana hve flokkamir sem bjóða fram eru margir og hins vegar að aukin fjölbreytni í fjölmiðlun eykur nálægð frambjóðenda við kjósendur. Þegar litið er á flokkana er eftirtektarvert, að mun meira er lagt upp úr því en áður að höfða til sérgreindra hópa. Skýrast er það að sjálfsögðu hjá Kvennalist- anum, sem vill ekki hafa karlmenn í framboði. Frambjóð- endur flokksins segjast hafa það hlutverk að nálgast viðfangsefni stjómmálanna frá sjónarhóli konunnar. Þjóðarflokknum er ætlað að ná til þeirra, sem búa utan höfuðborgarsvæðisins. Fé- lagsvísindastofnun Háskóla íslands hefur leitt líkur að því, að Borgaraflokkurinn höfði mest til ákveðinna hópa meðal stuðn- ingsmanna annarra flokka, einkum Sjálfstæðisflokksins. íslenska þjóðfélagið er sam- stætt; þ.e. án stéttaskiptingar, þar sem allir hafa sama rétt til að afla sér menntunar, atvinnu- leysi þekkist ekki, og öllum er ljóst að sameina verður krafta allra til að varðveita sjálfstæði, menningu og lífskjör. Viljum við kasta þessari þjóðfélagsgerð fyr- ir róða? Em líkur á því að nýir stjómmálaflokkar, sem höfða til sérgreindra hópa, stuðli að sund- urlyndi meðal þjóðarinnar, annars konar sundurlyndi en við höfum kallað hefðbundna flokkadrætti til þessa? Bætir það íslenskt þjóðfélag að hefja pólitísk hjaðningavíg á þessum nýju forsendum? Leiða harðar deilur af þessu tagi til þeirrar festu í landsstjóminni, sem er nauðsynleg til að þjóðlífið dafni á hinn farsælasta hátt? Þeir, sem vilja halda í okkar hefbundnu þjóðfélgagsgerð, þar sem stefnt er að hófsömu jafn- vægi milli fólks án tillits til kyns, stéttar eða búsetu, svara þessum spurningum á einn veg. I verki geta menn svarað þessum spum- ingum með atkvæði sínu á kjördag. Vegna þess sem hæst ber í dægurþrasi stjómmálanna er þó ólíklegt, að atriði eins og þau, sem hér era dregin fram, verði ofarlega í hugum alls þorra kjósenda. Áhrif góðæris og farsælla stjómarhátta hafa löngum verið þau hér á landi, að nýjum stjóm- arherram hefur verið veitt umboð, sem þeir hafa notað til að steypa sér dýrkeyptan kollhnís. Verður það niðurstaða kosninganna að þessu sinni? Fjölbreytni í fjölmiðlun færir fólkið nær atburðunum. En kunna fjölmiðlamenn að spyrja réttra spuminga á nýjum tímum? Stuðla þeir að því jafnvægi í frá- sögnum sínum, sem er nauðsyn- legt til að heildarmyndin verði rétt? Hið hefðbundna jafnvægi í stjómmálalífínu hefur raskast í kosningabaráttunni. Um það verður ekki deilt. Breytingar af þessu tagi geta hæglega leitt til hættulegrar upplausnar og skap- að tómarúm, sem ófyrirleitnir valdastreitumenn hika ekki við að fylla, fái þeir tækifæri til þess. Reynslan kennir, að á pólitískum upplausnartímum eins og þeim, sem nú rikja, er ávinningi í landsstjóminni fljótt fómað og allir tapa að lokum. Vilja kjósendur stuðla að því með atkvæði sínu? Nýtt aðal- skipulag Borgarstjóm Reykjavíkur hefur nú samþykkt nýtt aðalskipulag fyrir höfuðborgina, sem gildir til ársins 2004. Að gerð þess hefur verið staðið af nauðsynlegri framsýni. Fyrir Reykvíkinga og alla, sem til borgarinnar koma, skipt- ir nú hvað mestu, að skipulega verði gengið til verks í umferðar- málum. Víða stefnir í óefni vegna mikillar bflaumferðar. í ræðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmsson- ar, formanns skipulagsnefndar Reykjavíkurborgar, í lokaum- ræðum borgarstjómar um nýja aðalskipulagið kom fram, að tal- ið er að árið 2004 verði 540 fólksbifreiðir á hveija 1000 íbúa eða um 100 fleiri en í dag. Af þessum sökum væri ljóst, að mikið átak yrði að gera í upp- byggingu gatnakerfísins. Verði hið nýja aðalskipulag til þess að auðvelda borgaryfírvöldum að glíma við umferðarvandann er sérstök ástæða til að fagna því og hvetja til þess, að markvisst og hratt verði unnið á grand- velli þess. Auk knýjandi vandamála er tekist á við heillandi framtíðar- verkefni í hinu nýja aðalskipu- lagi. Má þar sérstaklega nefna gamla miðbæinn annars vegar og Korpúlfsstaði og Viðey hins vegar. Er augljóst, að vilji borg- aryfirvalda stendur til þess að við úrlausn þessara verkefna ráði hógværð og tillitssemi við umhverfið. Hvað segja þeir um ákærurunar i Hafskipsmálinu? Ragnar Kjartansson fyrrum stjórnarformaður Hafskips hf.: > Akærumar koma mér ekki á óvart á þessum tíma RAGNAR Kjartansson, fyrrum stjórnarformaður Hafskips hf., einn ákærðra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þessar ákærur, á þessum tíma, kæmu sér síður en svo á óvart, en nú sé með öllu ljóst af hans hálfu að ekki verði beðið með að setja fram kröfu um opinbera rann- sókn á málsmeðferð Hafskips- málsins. Ragnar sagði jafnframt: „Það liggur einnig ljóst fyrir að okkar fyrsta verk, þegar málið verður dómtekið, verður að krefjast þess að Hallvarður Einvarðsson víki og ákærumar verði dæmdar ógildar, sökum vanhæfi Hallvarðs Einvarðs- sonar í málinu. Hann stjórnaði upphlaupinu 20. maí sl. 10 dögum fyrir borgarstjórnarkosningar, fjöldahandtökum og gæsluvarð- haldsafgreiðslu á þeim tíma. Hann stjómaði rannsókn, sem að mínu mati brýtur verulega í bága við lagafyrirmæli til opinberra rann- sóknaraðila, samanber lögin um meðferð opinberra mála.“ Ragnar sagði að auk þess hefði Hallvarður síðastliðið haust og nú í vetur vippað sér yfir borðið og lagt mat á eigin rannsóknarmeð- ferð, sem hefði verið mjög vanbúin hjá rannsóknarlögreglunni, að Ragnars mati. „Það vekur einnig furðu mína að á þriðjudaginn var, þá var ég kallaður til skýrslutöku hjá RLR, ásamt lögmanni mínum, um það sem Hallvarður kallar persónulegan fjárdrátt af minni hálfu," sagði Ragnar. Hann sagði að þar hefði verið lagður fyrir sig langur listi yfír ýmsar greiðslur frá undanföm- um árum, sem hann hefði verið beðinn um að skýra. „Ég fór fram á frest í nokkra daga og aðgang að gögnum til þess að geta gert þessu máli ýtarleg skil. Sá frestur var veittur og ég er hér í miðrjum klíðum að ganga frá skýrslu minni, þegar mér er birt ákæra í morgun. Eitthvað mikið hefur legið við fyrst að Hallvarður gat ekki beðið eftir þessum skýringum, sem hann reyndar bað RLR sjálfur um að afla,“ sagði Ragnar. „Mér er persónulega mjög sárt um að vera ákærður um fjárdrátt," sagði Ragnar, „og ég hef gert nokkra könnun á þessari tölu sem þama er tilgreind, sem er rúmar sjö milljónir. Þessi tala samanstend- ur af eftirtöldu: í fyrsta lagi er um að ræða 70—75% launagreiðslur til mín og fleiri á undanfömum árum, í samræmi við starfskjarasamning, sem var staðfestur af stjóm Haf- skips. Eftirstöðvamar skiptast að nokkru leyti í tvennt. í fyrsta lagi kostnaður sem sannanlega tilheyrir Hafskip hf. og í öðru lagi kostnaður sem tilheyrði mér sjálfum, en óskað hafði verið eftir að yrði skuldajafn- að við þrotabú Hafskips á móti samningsbundinni innstæðu minni hjá félaginu, þegar ég lét þar af störfum. Sú samningsbundna inn- stæða er reyndar um það bil fimm sinnum hærri en sú tala sem þarna er verið að takast á um. Ég lít því svo á, að þetta ákæruatriði sé fyrst og fremst nokkurs konar tækni- brella af hálfu ríkissaksóknara, til þess að veitast að þeim manni sem hefur leitast við að halda uppi „ÞESSI ákæra kemur mér mjög á óvart, ég get ekki annað sagt. Ég kannast ekki við að hafa sýnt vanrækslu í starfi fyrir bankann, eins og mér er gefið að sök, og er því mjög undrandi,“ sagði Halldór Guðbjaraason, banka- stjóri Útvegsbanka íslands, þegar leitað var álits hans á ákæru rikissaksóknara. Halldór hefur verið bankastjóri Útvegs- bankans frá 1. júní 1983, en starfað mun Iengur við bankann. Halldór sagði að bankastjóm Útvegsbankans hefði óskað eftir að bankaráð bankans kæmi saman í dag, ef hægt yrði að ná í alla bankaráðsmennina. Þar myndu bankastjóramir gera grein fyrir við- brögðum sínum við ákæru ríkissak- sóknara. Halldór sagði að það væru yfír- gengileg vinnubrögð að birta mönnum nánast ákæruna í fjölmiðl- um eins og gert hefði verið í nokkrum vörnum gegn þessum of- sóknum." Ragnar var spurður hvað hann ætti við með þeim orðum, að sér kæmi ekki á óvart að þessi ákæra skyldi koma fram á þessum tíma: „Mér finnst með ólíkindum hvemig þetta ber alltaf upp örfáum dögum fyrir kosningar," sagði Ragnar. „í fyrra hafði rannsókn staðið yfir í sex mánuði og var alls ekki lokið þegar til upphlaupsins kom, 20. maí, 10 dögum fyrir borgarstjórnar- kosningar. Nú í vetur hefur þetta mál verið að velkjast í kerfínu. Ég er búinn að leggja fram mjög ítar- lega upplýsingaskýrslu, sem greini- lega ekkert tillit hefur verið tekið til, samkvæmt þessum ákæmm sem nú liggja fyrir. Svo gerist það skyndilega, á meðan að rannsókn hjá RLR stendur enn, að ákærur em birtar örfáum dögum fyrir kosn- ingar. Það verður hver að draga sína ályktun af því sem hér er að gerast," sagði Ragnar. gærmorgun. Það hefði verið virki- lega ónotalegt fyrir viðkomandi að sjá svona óstaðfestar fréttir í blaði. „Það hlýtur að verða manni erf- itt að vera með þetta yfir hausamót- unum,“ sagði Halldór, enda virðist oft vera litið á ákæm með^ sama Bjarni Guðbjörnsson f Veit ekki 1 mér snýr í „ÉG VEIT ekki hvað að mér snýr í þessu máli. Ég hætti í ársbyrjun 1983 og fjallaði ekki um neina af þeim ársreikning- um sem ákæran snýst um. Þvi kom þessi ákæra mér mjög á Halldór Guðbjarnason bankastjóri: Kannast ekki við ví Hallvarður Einvarðsson ríkissaksóknari: Málið afgreitt um leið og það var tilbúið Bragi Steinarsson verður saksóknari í málinu og Jónatan Sveinsson skip- aður sækjandi honum til aðstoðar HALLVARÐUR Einvarðsson, ríkissaksóknari, vísar alfarið á bug þeirri gagnrýni Ragnars Kjartanssonar, fyrrum stjórnar- formanns Hafskips, að tímasetn- ing kæra þeirra sem birtar vora 11 sakboraingum i Hafskipsmál- inu I gær, sé óeðlileg á einhvern hátt, eða tengist komandi al- þingiskosningum. „Það er auðvitað af og frá að eitthvað sé óeðlilegt við þann tíma sem valinn var til þess að birta þessar kærur,“ sagði Hallvarður í samtali við Morgunblaðið í gær- kveldi. „Það sem hefur ráðið ferð- inni í þessu er að það hefur verið unnið samfellt að rannsókn þessa máls, eftir því sem mannafli og aðstæður hafa leyft. Vinnu við þessa rannsókn lauk einfaldlega á þessum tíma og málið var þá af- greitt um leið og það var tilbúið." Hailvarður var spurður hvort rannsókninni hefði í raun verið lok- ið, þegar kærur voru birtar, þar sem Ragnar Kjartansson hefði sl. þriðju- dag fengið frest hjá Rannsóknar- lögreglu ríkisins til þess að útbúa skýrslu vegna atriða sem ríkissak- sóknari hefði viijað láta rannsaka frekar, en þeirri skýrslugerð Ragn- ars hefði ekki verið lokið í gær, þegar honum var birt ákæra ríkis- saksóknara: „í einstökum atriðum ræði ég ekki þessa rannsókn, en það sem fram kom við skýrslugerð síðastliðinn þriðjudag hjá RLR, nægði til þessarar ákvörðunar, sem nú liggur fyrir. Að því er varðaði aðalatriði saksóknarinnar, þá var rannsóknin nægileg," sagði Hall- várður, og bætti við: „það bindur að sjálfsögðu ekkert hans hendur að koma fram með frekari skýring- ar, eftir því sem hann telur þörf á, við síðari meðferð málsins." Hallvarður sagði að þeir Bragi Steinarsson, vararíkissaksóknari, og Jónatan Sveinsson, hæstaréttar- lögmaður, hefðu ásamt honum unnið að athugun þessari. „Fyrir- hugað er að þeir Bragi Steinarsson og Jónatan Sveinsson vinni að sókn þessa máls, fyrir hönd embættis ríkissaksóknara," sagði Hallvarður og sagði að Jónatan yrði skipaður sækjandi til aðstoðar embættinu við sókn þessara mála. Nú er málið koinið til sakadómsmeðferðar og ég mun að öðru leyti ekki ræða atriði þessa máls, eða sakarefni,“ sagði Hallvarður Einvarðsson, ríkis- saksóknari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.