Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Kristín S. Kvaran „Árangnrinn sem náð- ist í efnahagsmálum á kjörtímabilinu undir styrkri stjórn Sjálf- stæðisflokksins hafði áhrif á lífskjör almenn- ings m.a. með því að ýmis höft voru afnumin og toilar og skattar ein- faldaðir og lækkaðir.“ fremst haft í för með sér að fólki er gert auðveldara að fylgjast með stöðunni og gera langtíma áætlun um líf sitt og störf. Þá hefur við- skiptahallinn nú verið jafnaður út, en það er höfuðskilyrði þess að framfarir og uppbygging alhliða atvinnulífs geti átt sér stað. Auk þess hafa stór spor verið tekin til raunverulegs frelsis t.d. í fjölmiðl- um og á sviði gjaldeyrismála. Árangurinn sem náðist í efna- hagsmálum á kjörtímabilinu undir styrkri stjórn Sjálfstæðisflokksins hafði áhrif á lífskjör almennings m.a. með því að ýmis höft voru afnumin og tollar og skattar ein- faldaðir og lækkaðir. Framtíðin Ef unnt á að reynast að halda áfram á þessari braut er vissulega nauðsynlegt að hér komist ekki til valda flokkar sem hafa hvað eftir annað valdið þjóðinni þeirri ógæfu að glutra niður árangri sem náðst hefur fyrr en hönd á festir. Þess vegna er bráðnauðsynlegt að Sjálfstæðisflokkurinn fái fylgi í komandi kosningum sem nægja mun til að varðveita þennan árang- ur. Með því veitum við Sjálfstæðis- flokknum tækifæri til að leiða þjóðina áfram út úr þeim ógöngum sem hún áður var læst í undir stjórn vinstri flokkanna fyrir kosningarn- ar árið 1983. Höfundur er alþingismaður. ■ <<5 oo . , ■ 2í000T000hvm L\ ,i i.ii,i ■-1 i i i é fi. (to®7 600T000 station uDBS7 SUBA’RUJIJUSWi 350T000 APRÍL DREGIÐ 14 1987 — Islands Slysavamaf 91 27600 27600 91 Rautt og svart Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓHÚSIÐ RAUÐA SONJA —RED SONJA ★ Leikstjóri Richard Fleischer. Aðalhlutverk Arnold Schwartzenegger, Birgitte Nielsen, Sandalah Bergman, Paul Smith. Bandarísk. DEG 1985. 90 mín. í þessari afleitu sverða- og særingamynd er öll ógæfa jarð- arbúa samankomin í grængló- andi, egglaga töfragrip. Er hann orðinn svo kyngimagnað- ur að það verður að mélbijóta hann hið fyrsta, annars er mannkyninu voðinn vís. Er gripurinn í umsjá Guðrúnar drottningar, hinnar grimmu. Þá koma til sögunnar Sonja hin rauða, illræmdur kvendjöf- ull, og Arnaldur svartinaggur og fá þau í sameiningu brotið ógnarveldi drottningarfálunnar á bak aftur og tortímt örlaga- gripnum græna. Lesendur Morgunblaðsins kannast sjálfsagt margir hvetj- ir við heljarmennisígildið Rauðu Sonju sem kryddaði gjaman myndasöguna af Conan villi- manni. Kvikmyndin er keimlík þeim um villimanninn, en þó að Amaldur vinur vor komist að líkindum seint á verðlauna- pall sökum leikhæfileika virkar hann eins og prófessor í leiklist- arfræðum við hliðina á kven- peningi myndarinnar. Ef einhver hefði sagt mér að Birg- itte Nielsen ætti framtíð fyrir sér á hvíta tjaldinu eftir þessa útreið hefði ég hiklaust fullyrt að kraftaverk þyrfti til. Og það er orðin staðreynd, holdi klaedd og nefnist Sylvester Stallone. Ef nú ólíkt komið með þeim hjónakomum frá því þessi mynd var gerð því nú nennir enginn orðið að sjá „ítalska folann“, sbr. afleita aðsókn að nýjustu mynd hans, Over the Top, en hið spengilega, dansk- ættaða kyntröll hefur rétt nýlokið við að leika í þeirri mynd sem álitin er að verði sú vinsælasta í ár — Beverly Hills Cop II! Að öðru leyti er þetta mið- alda særinga- og sverðaglam- ur hvorki verra né betra en þessar myndir yfir höfuð og sjálfsagt þolanleg afþreying fyrir ákaflega nægjusama áhorfendur. Þitt er valið eftir Kristínu S. Kvaran Það er góð regla þegar horft er til framtíðar að líta til liðinna ára. Það hressir upp á minnið og ýtir oft á tíðum hastarlega við ýmsum þáttum sem hafa á þægilegan hátt horfið í undirmeðvitundina en mega auðvitað alls ekki gleymast. Efnahagsmál 1983 Það er til dæmis gott að hafa það hugfast að fyrir fjórum árum ríkti hér óðaverðbólga í orðsins fyllstu merkingu. Þá var svo komið að hún var orðin 130% og augljóst að aðalatvinnuvegir landsmanna myndu stöðvast innan tíðar, vegna hins gífurlega tjóns sem þeir þurftu að bera. Viðskiptahallinn var ógn- vekjandi og stöðug aukning er- lendra skulda virtist vera óhjákvæmilegur fylgifiskur íslensks efnahagslífs. Þessir þættir nllir voru veruleg ógnun við efnahagslegt sjálfstæði þjóðarmnar og við blasti kreppa og atvinnuleysi. Efnahagsmál árið 1987 Verðbólgan er komin niður í um það bil 13%. Það hefur fyrst og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.