Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Framgangskerfi í Háskóla Islands Um nokkurra ára skeið hafa lekt- orar við Háskóla Islands átt kost á að flytjast í dósentsstöðu að loknu 5 ára starfi sem lektorar. Dóm- nefndir hafajafnan fjallað um s'.íkar stöðuhækkanir og metið hvort hlut- aðeigandi uppfylli þær kröfur sem gerðar eru um hæfni dósenta við Háskólann. 1986 voru svo sam- þykktar breytingar á lögum háskól- ans er heimiluðu að flytja mætti dósent í prófessorsembætti skv. nánari ákvæðum í reglugerð. Há- skólaráði var mikið í mun að sýna í verki að hér yrði ekki um neins konar sjálfvirkt launahækkunar- kerfi að ræða og samþykkti því býsna nákvæmar viðmiðunarreglur sem dómnefndir skulu taka tillit til er þær fjalla um hæfi manna til að flytjast úr dósentsstöðu í prófess- orsembætti. Meginatriðin í þessum reglum eru þau að dósentinn þarf að hafa gegnt starfi sínu í a.m.k. 5 ár til að geta komið til álita og er það ákvæði raunar bundið í reglugerð. Auk þess þarf hann að uppfylla til- tekin skilyrði um lágmarksmennt- un, hafa verið virkur í rannsóknum og hafa gert grein fyrir niðurstöð- um þeirra í vísindaritum, ritgerðum og fyrirlestrum skv. nánari ákvæð- um í viðmiðunarreglunum. Þá þarf hann að hafa sinnt kennslu af kost- gæfni og hafa tekið eðlilegan þátt GJÖRÐU SVOVEU FERSK OSTAKAKA A AUGABRAGÐI Nú er leikur einn aö bera fram eigin ostaköku ferska og freistandi. Withworths hefur valið saman úrvals hráefni fyrir þig - þú bætir aðeins mjólkinni og smjörinu við. Enginn bakstur. Kakan ertilbúin og bíður eftir því að bráðna átungunni. KRISTJÁN O. SKAGFJÖRÐ HF. Hólmaslóð4, sími 24120, Rvk. Pétur K. Maack í stjórnunarstörfum í Háskólanum. Þessi nýju ákvæði eru nú komin til framkvæmda. Fyrstur til að flytj- ast úr dósentsstöðu í prófessors- embætti skv. þeim var Pótur K. Maack, en hann varð prófessor hinn 1. desember sl. Pétur K. Maack, verkfræði- deild Pétur er fæddur 1. janúar 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1965, fyrrihlutaprófi í verkfræði frá HÍ 1968 og prófi í vélaverkfræði frá DTH í Kaupmannahöfn 1972. Hann stundaði síðan framhaldsnám í rekstrarfræðigreinum við DTH og lauk licenciatsprófi 1975. Ritgerð hans fjallaði aðallega um tækniþró- un iðnfyrirtækja. A vormisseri 1975 var Pétur stundakennari við verkfræði- og raunvísindadeild HI og jafnframt ráðgjafi deildarinnar um rekstrar- fræðinám í verkfræðiskor. Á sama tíma var hann í hálfu starfi á Iðn- tæknistofnun. Haustið 1975 var hann settur dósent í rekstrarfræði. Hann var skipaður í þá stöðu ári síðar og hefur síðan gegnt því starfi þar til hann var fluttur í prófessors- embætti í sömu grein hinn 1. desember 1986. Pétur var fyrsti dósentinn við HI sem fluttur hefur verið í prófessorsembætti sam- kvæmt nýrri heimild í lögum, en háskólaráð samþykkti viðmiðunar- reglur um slíkan flutning á sl. ári. Á síðustu árum hafa rannsóknir Péturs einkum beinst að eftirtöldum þremur viðfangsefnum: 1. Áhrif verðbólgu á tækniþróun og fjárfestingar iðnfyrirtækja. 2. Tölvukerfi sem hjálpartæki við ákvarðanir (decision support systems). 3. Upplýsinga- og stjórnkerfi í fiskvinnslu. Um fyrst taida viðfangsefnið hefur Pétur m.a. skrifað rannsókna- skýrslu er nefnist „Inflation og teknologisk udvikling". í tengslum við þær rannsóknir samdi Pétur einnig forrit (með nemanda sínum Davíð Lúðvíkssyni) til að meta arð- semi fjárfestinga (sbr. grein í Iðnaðarmálum 1979). Um við- fangsefni nr. 2 hefur Pétur einnig skrifað rannsóknaskýrslu og nefnist hún „Decision support systemer og driftsteknik". Þar er m.a. reynt að setja þessi tölvukerfi í samhengi við svokölluð þekkingarkerfi (expert systems) og reiknilíkön aðgerða- rannsókna. Viðfangsefni nr. 3 tengist vinna Péturs að gæðastýringu og vinnslu- eftirliti í frystihúsum. Hann hefur átt þátt í þróun gæðastýringarkerf- is sem nú er að breiðast út og einnig samið sérstakt forrit (ásamt Páli Jenssyni) til framleiðslustýr- ingar (forritið MARVIN). Auk þess sem nú hefur verið talið hefur Pétur gert grein fyrir niðurstöðum rannsókna sinna í fjölda erinda og ritgerða og með ýmiss konar ráðgjöf. Pétur hefur kennt mikið á sínu sviði við HI frá því hann réðst þangað til starfa og raunar haft umsjón með kennslu í rekstrarfræði innan verkfræðinnar frá upphafi. Auk þess hefur hann kennt í Danmörku og á ýmiss kon- ar námskeiðum, m.a. á vegum Stjórnunarfélags Islands og endur- menntunamefndar. Þau námskeið hafa einkum fjallað um framleiðslu- stjórnun, gæðastýringu, birgðastýr- ingu og verkefnisstjórnun. Loks má geta þess að Pétur hef- ur tekið mikinn þátt í ýmiss konar stjórnunarstörfum og félagsstörf- um, bæði innan Háskólans og utan. Hann hefur t.a.m. verið skorar- formaður í vélaverkfræðiskor (1979—1981), í stjórn Verkfræði- stofnunar Háskóla Islands (1981—1985), setið í háskólaráði sem fulltrúi Félags háskólakennara o.s.frv. Hann hefur einnig tekið virkan þátt í starfi Verkfræðingafé- lags íslands og m.a. verið formaður þess (1986-1987). (Frá kynningarnefnd Háskóla íslands) Ný safnplata: LÍFIÐ ER LAG LÍFIÐ er lag nefnist ný safn- glata sem Steinar hf. gefur út. Á plötunni eru tólf vinsæl lög, þar af níu flutt af íslenskum flytjendum. í fréttatilkynningu frá Steinum hf. segir að fjögur laganna á safn- plötunni eigi það sameijginlegt að vera úr Söngvakeppni sjónvarps- stöðva 1987, lögin Lífið er lag með Model, Norðurljós með Eyj- ólfi Kristjánssyni, Sofðu vært með Diddú og Aldrei ég gleymi með Ernu Gunnarsdóttur. Önnur íslensk lög á plötunni eru Þyrnirós með Greifunum, Átján rauðar rós- ir sem Vormenn íslands flytja, Skyttan með Bubba Mortens og MX 21, en það lag er úr sam- nefndri kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Þá er á plötunn. lagið No Limit með Mezzoforte og lagið Vopn og veijur í flutn- ingi Varnaglanna, en það hefur ekki verið gefið út á plötu áður. Karlmannaföt kr. 5.500.- Terylenebuxur kr. 995.-, 1.395.-, 1.595.- og ull/teryl./stretch 1.895.- Gallabtucur kr. 795.- og 850.- Plauelsbuacur kr. 745.- og 865.- Sumarbolir nýkomnir frá kr. 235.- Skyrtur, nœrföt o.fl. ódýrt. Andrés, Skólavörðustíg22, síml 18250. Góðan daginn!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.