Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.04.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. APRÍL 1987 Rússum mistekst aft- ur að tengja geimfar Moskvu, Rcuter. Sovétmönnum mistókst í gær- morgun öðru sinni að tengja rannsóknarfarið Kvant við geim- stöðina MIR. Verður gerð önnnur tilraun til tengingar, en eldsneyt- isbirgðir farsins eru takmarkað- ar og aðeins hægt að gera tvær tilraunir enn. Að sögn Tass-fréttastofunnar virtist allt með eðlilegum hætti í gærmorgun þegar Kvant var stýrt upp að MIR. Fyrstu upplýsingar frá farinu hefðu bent til þess að það hefði tengst geimstöðinni. Við nán- ari úrvinnslu gagna reyndist teng- ingin hins vegar ófullkomin og að reyna þyrfti tengingu þriðja sinni. Þegar rannsóknarfarið nálgaðist geimstöðina á sunnudag varð sam- bandslaust við það þegar það átti aðeins 200 metra ófama. Sveif það stjómlaust framhjá stöðinni og var atburðinum lýst sem meiriháttar áfalli fyrir Sovétmenn. Um borð í rannsóknarfarinu er hálf önnur lest af vísindabúnaði, sem nota á til ýmiss konar rann- sókna í geimnum. Farið átti að tengjast geimstöðinni og verða var- anlegur hluti af henni. Greenpeace mótmælir vísindaveið- um Japana ^ Tókýó, Reuter. AÆTLANIR Japana um að hefja „svokallaðar hvalveiðar í vísindaskyni" ganga þvert á ákvörðun um að stöðva veiðar á tegundum, sem eru í útrým- ingarhættu, að því er um- hverfisverndarsamtökin Greenpeace sögðu í gær. „Þetta sviksamleg tilraun til að sneiða hjá hvalveiðibanninu frá 1986," sagði í símskeyti, sem barst frá samtökunum í Was- hington tíl Tókýó. Embættismaður japönsku veiðimálastofnunarinnar tii- kynnti á miðvikudag að veiða ætti 1600 hrefnur og 100 búr- hvali í vísindaskyni á tveimur árum og yrði kjötið selt á innan- landsmarkaði. Japanar samþykktu á síðasta ári að hætta hvalveiðum í ágóða- skyni. Þá höfðu Bandaríkja- menn hótað að meina Japönum úthafsveiðar innan 200 mílna efnahagslögsögu sinnar ef þeir færu ekki eftir banni Alþjóða hvalveiðistofnunarinnar (IWC). „Ljóst er að Japanar höfðu aldrei í hyggju að virða bannið. Ef hvaladráp er í þágu vísinda hafa hvalveiðiþjóðir glatað rúm- lega tveimur milljónum tæki- færa til að afla sér þekkingar síðastliðna hálfa öld,“ sagði í skeytinu. V esturbakkinn: í Ramallah reyndu menn að setja upp götuvígi og útgöngubannið hefur ekki verið virt nema að hluta til. Útgöngnbann sett í Ramallah eftir óeirðir Jerúsalem, Reuter. HERSTJÓRN ísraela á Vestur- bakkanum setti á útgöngubann í bænum Ramallah og í flótta- mannabúðum Palestínumanna, Dheisheh, sem er skammt frá Bethlehem. í Ramallah köstuðu arabisk ungmenni bensín- sprengjum að bíl Israela og hófu síðar grjótkast á skóla í grennd- inni. Síðdegis á fimmtudag, var sýnilegt að íbúar Ramallah æt- luðu að hundsa útgöngubannið að mestu leyti og virðist geta dregið til tíðinda hvenær sem er. Þá kom til átaka í Dura, skammt frá Hebron og notuðu ísraelar táragas til að stöðva mótmælaað- gerðir. Svo virðist sem víðar á Vesturbakkanum sé mikil spenna, m.a. í Nablus, og eru ísraelskir hermenn á þessum slóðum fjöl- mennari en venja er, og liðsauki hefur verið sendur á flesta staði þar sem ólga hefur brotizt upp á yfirborðið.. Þá kom til gijótkasts við áðumefndar flóttamannabúðir Dheisheh og meiddust nokkrir ísra- elar og einn eða tveir Arabar. Þessir atburðir tengjast greini- lega hungurverkfalli sem skærulið- ar Palestínumanna í ísraelskum fangelsum, fóru í þann 25.marz og kröfðust að yfirvöld bættu aðbúnað þar, sem væri fyrir neðan allar hell- ur. í Ramallah hefur margsinnis komið til óeirða og mótmæla frá því bærinn komst á stjórnunarsvæði Israela. í bænum eru einvörðungu búsettir Arabar, en ekki ýkja langt frá eru m.a. hinar umdeildu land: nemabyggðir Eilon Moriah. Í Reuterfrétt er haft eftir David Maimon, fangelsismálafulltrúa að af sautján hundruð palestínskum föngum sem hefðu byrjað í hungur- verkfalli, væru nú sjö hundruð þeirra hættir. Um fjögur þúsund Palestínumenn sitja í fangelsum ísraela. Fangelsisfulltrúinn sagði, að um tíma hefði verið linað á regl- um í fangelsunum og föngunum hefði verið leyft að hafa meira sam- neyti sín í millum. Þetta hefði leitt til þess, að Palestínumennirnir hefðu snarlega sett á laggimar sér- stakar nefndir innan fangelsanna. Þær hefðu verið leystar upp og regl- ur hertar og það hefði vakið reiði fanganna. Gengi gjaldmiðla London, Reuter. BREZKA pundið kostaði 1,6190 Bandaríkjadollara á gjaldeyris- markaði í London á hádegi í gær. Gengi annarra helztu gjaldmiðla var með þeim hætti að dollarinn kostaði: 1,3049 kanadíska dollara, 1,8280 vestur-þýzk mörk, 2,0620 hollenzk gyllini, 1,5180 svissneska franka, 37,83 belgískir frankar, 6,0800 franksir fránkar, 1.302 ítalskar límr, 145,55 japönsk jen, 6,3640 sænskar krónur, 6,8375 norskar krónur og 6,8935 danskar krónur. Gengi ferðamannagjaldeyris er annað. Gullúnsan kostaði 421,80 dollara. Neðanjarðarmyndband í Moskvu: Vegið að Raisu Gorbachev fyrir óhófseyðslu Moskvu. New York Times. FJALLAÐ er um Raisu Gorbachev og vestrænan klæðaburð henn- ar á gagnrýninn hátt á neðanjarðarmyndbandi, sem gengið hefur manna á milli í Moskvu. Á myndbandinu sést Raisa hvað eftir annað stásslega búin í glæsiverslunum á Vesturlöndum, þar sem hún er við innkaup á margvíslegum tískuklæðnaði og skrautmunum, og henni er lýst sem hégómlegri eyðslukló. Er myndbandinu bersýnilega ætlað að valda henni álitshnekki. Ekki er vitað, hvaðan mynd- bandið er komið, en tilvist þess hefur valdið mörgum aðstoðar- manna Mikhails Gorbachevs miklum óþægindum á undanföm- um vikum. Telja þeir, að þessi hrekkur sé hluti þeirrar baráttu, sem háð er til að grafa undan trausti sovéska leiðtogans. Raisa hefur fyrst eiginkvenna Sovétleiðtoga orðið til þess að gegna opinberu hlutverki, og hef- ur það vakið óhemjuumtal og gremju margra heima fyrir. Raisa Gorbachev hefur þó stig- ið þetta skref af fullum ásetningi og haslað sér völl sem velunnari lista, bókmennta og tísku - e.t.v. með það markmið í huga að vísa öðmm sovéskum konum veginn. Einn þeirra, sem séð hafa fyrr- nefnt myndband, sagði, að þar mætti m.a. sjá leiðtogafrúna und- irrita kvittun fyrir notkun greiðslukorts frá American Ex- press vegna kaupa á fokdýrum skartgripum. Þegar Mikhail Gorbachev kom ásamt eiginkonu sinni til London í desember 1984, áður en hann varð aðalritari, á Raisa að hafa gert víðreist í verslanir og greitt með gullkorti frá American Ex- press. Sumir þeirra, sem séð hafa, Myndin til vinstri hér fyrir ofan, sem tekin var, þegar Gorbachev-hjónin voru i opinberri heimsókn i Nýju Delhi á Indlandi seint i nóvembermánuði sl., birtist i sovésku blöðunum Izvestia og Komso- molskaia Pravda. Ef myndin prentast vel, má sjá, að Raisa er með myndarlegan hring á hendi. Þegar sama mynd (til hægri) birtist í málgagni sovéska kommúnistaflokksins, Pravda, er hringnr- inn hins vegar horfinn. segja, að nokkur myndskeiðanna séu þess eðlis, að þau virðist hafa verið tekin með falinni myndavél. Vaknar þá sú spuming, hvort þarna hafi vestrænar leyniþjón- ustur verið að verki - eða þá hin sovéska, KGB. Sumir Sovétmenn segja, að myndbandinu sé ætlað að grafa undan núverandi leiðtoga á sama hátt og spilling í Moskvusirkusin- um hafí verið notuð til að kasta rýrð á ímynd og áhrifavald Leo- nids I. Brezhnevs, sem var aðal- leiðtogi Sovétríkjanna frá 1964 til dauðadags 1982. Fjölskylda hans tengdist sirkusinum. Það er hald mjög margra, að KGB hafi borið út spillingarsög- umar af Moskvusirkusinum, og hafi hugsunin að baki verið að sýna fram á vald yfírmanns leyni- þjónustunnar, Yuri P. Andropovs, og leiða athyglina að því, að hann gæti jafnvel storkað aðalritaran- um sjálfum. Andropov tók við leiðtogaembættinu að Brezhnev látnum og gegndi því til dauða- dags (1984). Lítið hefur borið á eiginkonum fyrri Sovétleiðtoga og þær hafa ekki gegnt neinu hlutverki opin- berlega. Margir sovéskir borgarar vissu ekki einu sinni, hvort Andropov væri kvæntur, fyrr en eiginkona hans birtist við jarðar- för leiðtogans. „Þið erað vanir konum eins og Raisu, en við ekki,“ sagði einn af aðstoðarmönnum eiginmanns hennar nýlega við vestrænan fréttamann. „Marg fólk hér í landi skilur ekki, hvaða tilgangi fram- ferði hennar þjónar og finnst það jafnvel óviðeigandi, en ég teldi ekki rétt af henni að hopa á hæli úr því sem komið er.“ Viðbrögð fólks virðast kyn- slóðabundin. Umsvif frúarinnar fara fyrir brjóstið á mörgum eldri borguram, en unga fólkið lítur á hana sem brautryðjanda á þeirri leið að færa konum sjálfstæði og áhrif.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.