Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 29 Shultz: Vlðrœður f húsbfl. Reuter/UPI Stufflebeam llðþjálfl: Handtek- inn. II everybody could get in the Marines, Nýja sendlráðlð f Moskvu: Starfsemln ekkl flutt þangað. Reuter M Auglýst eftlr nýlið- um: Alltshnekklr. it wouldn't be the Marines. John Walker: Ekki allt honum að kenna. Bandarfskir landgöngullðar f Belrút: Röð áfalla. kvenfólk og stunduðu svartamark- aðsbrask. Fv, sendiráðsmaður segir að land- gönguliðar hafi selt Rússum hljóm- flutningstæki og annan vestrænan munaðarvarning" á uppsprengdu verði og skipt rúblum, sem þeim var borgað með, í dollara með hagstæð- um kjörum í sendiráðinu. Sumir öryggisverðir sneru heim með 10,000 dollara hagnað af slíkum viðskiptum. „Landgönguliðarnir hérna eru eins og kóngar í ríki sínu og geta gert það sem þeim sýnist," sagði annar fv. sendiráðsmaður. Banda- rískum hermálafulltrúa brá þegar hann komst að því að menn einnar varðsveitarinnar reyktu hass að staðaldri 1985-1986. „Sasha frændi“ Ungfrú Seina kynnti Lonetree fyrir „Sasha frænda", sem heitir réttu nafni Alexei G. Yefimov og starfar í KGB. Hann fékk Lonetree til að hleypa KGB- mönnum „ótal sinnum“ inn í sendiráðið að næturlagi frá janúar til marz 1986 leyfa þeim skoða það markverðasta. Lonetree rölti með fulltrúum KGB um bygginguna í einn til fjóra tíma í hvert skipti. Bracy var á verði og sá um að taka viðvörunarkerfið úr sambandi þegar Rússamir komu því af stað með athugunum sínum í „helgustu véum“ sendiráðsins, svo sem skrifstofu varnarmálafulltrú- ans, fjarskiptaherberginu og leyni- þjónustuherbergjum. Þeir gáfu sér líka tóm til að skoða „bréf og skjöl, tæki og annan búnað, verkfæri og áhöld“. Utanríkisráðuneytið í Washington gerir ráð fyrir því að hlerunartækj- um hafi verið komið fyrir í hverjum krók og kima sendiráðsins, m.a. í sérstökum dulmálsherbergjum, ör- yggisgeymslu CIA og einangruðum fundarklefa í einu herberginu, sem var hannaður með það fyrir augum að þar yrði engin leið að koma fyrir hlerunartækjum og óhætt að tala í trúnaði. Lonetree og Bracy segja að það hafi tekið Rússana tæpa tvo tíma að opna bæði einangrunarklef- ann og öryggisgeymsluna og „oft innan við hálftíma" að opna venju- lega öryggisskápa. Auk þess sem allir símar sendi- ráðsins munu vera hleraðir mun ekki hægt að koma skriflegum boð- um þaðan, jafnvel ekki í diplómata- pósti. Bannað hefur verið að nota rafmagnsritvélar, tölvur til ri- tvinnslu og jafnvel ljósritunarvélar vegna hljóðnema. Fréttir herma að það muni kosta 100 millj. dollara að setja upp nýjan dulmálsbúnað og „afhlerunartæki" og gera aðrar nauðsynlegar öryggisráðstafanir, sem óvíst er hvort dugi. Talið er næsta víst að KGB hafi komizt í skjöl og dulmálslykla CIA og grunur leikur á að njósnir öryggi- svarðanna hafi bytjað fyrr en ætlað var, eða sumarið 1985. Rússar hafi því getað lesið svo til öll dulmáls- skeyti til og frá sendiráðinu allar götur síðan og komizt yfir miklu fleiri leyndarmál en viðurkennt hafi verið. Sumarið 1985 varð CIA fyrir miklum áföllum í Moskvu og ekki tókst að skýra þau. Skuldinni var skellt á njósnarann John A. Walker, fv. undirforingja í sjóhemum. Að- stoðarmaður hans, Jerry A. Whit- worth, afhenti Rússum ýmsa dulmálslykla, sem sjóherinn notaði og gerðu Rússum kleift að ráða mikið magn leyniskeyta. KGB tókst að bera kennsl á „moldvörpur" í ríkiskerfinu og yfir- stjórn hersins með hjálp dulmáls- lykla. Að minnsta kosti fjórir sovézkir borgarar hafa verið líflátnir á síðustu tveimur árum fyrir að vinna fyrir Bandaríkin á laun. Talið var að þeir væru fómarlömb Edward Lee Hunts, óánægðs CIA-manns, sem strauk til Moskvu 1985. Hann er m.a. sakaður um að hafa komið upp um einn mikilvægasta erindreka CIA, hermálasérfræðinginn Adolf G. Tolkachev, sem var líflátinn í september í fyrra. Nú segja bandarískir embættis- menn að Lonetree og Bracy hafi „veitt KGB aðgang að nöfnum allra útsendara Bandaríkjamanna" í Sov- étríkjunum og „margt af því, sem Howard hafi verið kennt um“, kunni að vera þeirra sök. Þeir hafa sann- færzt um að frá og með miðju ári 1985 hafi Rússar lesið öll helztu leyniskeyti, sem hafa verið send frá sendiráðinu, og ganga út frá að tækin, sem þeir nota til þess, séu enn í gangi.„Þeir lömuðu svo að segja alla njósnastarfsemi okkar í Moskvu," segja þeir. „Georg“ Lonetree var fluttur til sendiráðs- ins í Vín þegar starfstíma hans í Moskvu lauk í marz 1986. „Sasha frændi" kynnti hann fyrir nýjum samstarfsmanni, „Georg“, sem kvaðst vera hershöfðingi í KGB og heitir réttu nafni Yuri V. Lysov. Lonetree veitti Georg mikilvægar upplýsingar um sendiráðið f Vín, en fékk sig fullsaddan á þrýstingi Rússa og játaði fyrir yfírmanni CIA í Vín í desember sl. að hafa staðið í ástar- sambandi við Víolettu Seina. Svo virðist að hann hafi reynt að leika tveimur skjöldum til að afhjúpa Ge- org og hann fékk að hitta sovézka erindreka tvisvar sinnum eftir hand- tökuna. Grunur féll á Bracy korporál þeg- ar komið var að honum í bólinu hjá Galinu á heimili ónefnds bandarísks sendifulltrúa í fyrrasumar. Hann var sviptur liðþjálfatign, sem hann hafði haft, 21.ágúst, en ekki látinn hætta gæzlustörfum fyrr en 18. septem- ber, og var ekki grunaður um njósnir, jafnvel ekki eftir handtöku Lonetrees í desember 1986. Einhverra hluta vegna dróst í fjóra mánuði að yfirheyra Bracy, sem var sendur til herstöðvar í Kali- fomíu þegar starfstíma hans í Moskvu lauk. Þar var hann loks handtekinn 23.marz sl. og ákærurn- ar gegn honum og Lonetree byggjast á nákvæmri játningu hans. Seinna dró hann hana til baka, en honum var ekki trúað. Þeir eru nú báðir í haldi í aðalstöðvum Landgönguliðs- ins i Quantico í Virginíu, verða líklega leiddir fyrir herrétt og eiga því dauðarefsingu yfir höfði sér. Lonetree segist hafa þegið 3,500 dollara af Rússum og notaði 1,000 dollara til að kaupa kjól á Violetttu. Bracy mun hafa fengið frá honum aðra 1,000 dollara. Oll kurl eru þó ekki komin til grafar, því að sam- kvæmt öðrum heimildum greiddi KGB þeim félögum „tugi þúsunda dala.“ „Sasha frændi" og félagar hans í KGB kunnu að færa sér í nyt að Lonetree og Bracy leiddist í Moskvu og að þeir voru einmana, líkt og félagar þeirra. KGB virðist ekki hafa haft í hótunum við þá og aðeins beitt „sálfræðilegum aðferðum." Þeir voru auðveld bráð og aðferðirn- ar eru gamalkunnar. Rússar notuðu líka að Lonetree er af Indíánaættum — sonur þekkts höfðingja í Minne- sota, Sjálfur sagði Lonetree — „Stakt tré“: „Ég býst við að framferði mitt hafi að sumu leyti stafað af hatri og fordómum vegna þess að hvíti maðurinn lék Indíána grátt.“ Auk þess fannst honum njósnastarfið og spennan, sem fylgdi því, „vekja áhuga sinn.“ Áföll Landgöngulið Bandaríkjanna hreykir sér í ríkari mæli af skyldu- rækni og aga en aðrar greinar heraflans. Sendiráðsverðir þess hafa verið kallaðir „einkennisklæddir stjórnarerindrekar“ og verið tákn um einbeitni og hugprýði Banda- ríkjamanna. Nú er ljóst að ungir og einhleypir varðmenn úr Landgöngu- liðinu geta verið veikir hlekkir í öryggisneti Bandaríkjanna, þrátt fyrir kjörorð þess, „semper fidelis" — ávallt trúr. Njósnimar í Moskvu-sendiráðinu eru Landgönguliðinu álitshnekkir, sem er þeim mun meiri vegna þess að þær eru síðasta áfallið af allmörg- um á síðari árum. Tilraun land- gönguliða til að bjarga bandarísku gíslunum í Teheran 1980 fór út um þúfur og varð þeim til hálfgerðrar háðungar. Andvaraleysi átti þátt í því að 240 landgönguliðar bana af völdum bílsprengju í búðum þeirra í Beirút 1982. I vetur hefur Land- gönguliðinu verið mikill ami af máli Olivers North ofursta, sem vann til heiðursmerkjs þegar hann barðist með því i Víetnam. Raunar vom Robert McFarlane og Donald Regan, sem tengdust íranmálinu, einnig í Landgönguliðinu, svo og Shultz ut- anríkisráðherra, sem nú rennur blóðið til skyldunnar. Hneykslið í Moskvu virðist sýna að ungir landgönguliðar séu ekki heppilegustu mennimir til að gegna starfi sendiráðsvarða, að þjálfun þeirra sé ábótavant og þá skorti reynslu og þroska. Nú hafa allir varðmennirnir verið kvaddir heim, öryggis vegna og til að hjálpa til við rannsóknina. Við starfi þeirra taka félagar þeirra í öðmm sendiráðum og aðalstöðvum Landgönguliðsins. Ótrúlegt þykir að enginn hafi vit- að um ástamál Lonetrees og Bracys og kannað er hvort fleiri landgöngu- liðar hafa verið viðriðnir málið. Gmnur leikur á að félagar þeirra hafi vitað hvað var á seyði, látið það afskiptalaust og e.t.v sjálfir lent í svipuðu. Yfirmaður Lonetrees og Bracys í Moskvu, Robert S. Stufflebeam, 24 ára liðþjálfi, hefur verið handtekinn. Hann er gmnaður um að hafa þagað um samband land- gönguliða við útlendinga, sjálfur átt vingott við sovézkar konur og gefíð rangan vitnisburð. Fjórði land- gönguliðinn, sem hefur verið hand- tekinn, John Joseph Weirick, hefur ekki verið ákærður og mál hans virð- ist ekki tengjast málum hinna. Vikuritið „Newsweek" hermir að Lonetree elski enn Violettu Seina, sem hleypti málinu af stað, og lög- fræðingar hans segi hann „sann- færðan um að KGB hafi haft hana að leiksoppi eftir að hún varð ást- fangin af honum.“ En henni virðist ganga allt í haginn. Ungfrú Seina hvarf sjónum þegar hún hætti í bandaríska sendiráðinu í fyrrahaust. Síðan sást til hennar í írska sendiráðinu, þar sem hún vann um skeið, en hún hætti þar fyrir skömmu. Sovézkur embættismaður segir að hún sé enn tengd deild í utanríkisráðuneytinu, sem annast þjónustu við fulltrúa erlendra ríkja. Tveir fv. rússneskir samstarfsmenn hennar rákust á hana nýlega í skrif- stofu þessarar deildar í Kropotkin- stræti. „Hún virtist glöð og ánægð,“ sagði annar þeirra. Bandaríkjamenn eru ekki eins ánægðir og óvíst er hvaða áhrif svikin í sendiráðinu muni hafa á samninga austurs og vesturs. GH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.