Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Afgreiðslustörf —
byggingavörur
Byggingavöruverslun í Reykjavík óskar eftir
að ráða afgreiðslumenn sem fyrst.
Um er að ræða stóra verslun með fjöl-
breyttu vöruúrvali.
Við leitum að frískum mönnum með góða
framkomu til frambúðarstarfa.
Reynsla á ofnagreindu sviði er æskileg.
Þeir sem áhuga hafa á þessum störfum eru
vinsamlega beðnir um að leggja inn umsókn-
ir, er greini upplýsingar um aldur, menntun
og fyrri störf, á auglýsingadeild Mbl. merkt-
ar: „Byggingarvörur — 5251“.
Umsóknarfrestur er til 21. þessa mánaðar.
Þjónustufyrirtæki
ffullum gangi
óskar eftir framkvæmdastjóra. Maður með
skipulagshæfileika, mikið hugmyndarflug,
góða menntun, er til dæmis rekstrarfræðingur
eða efnafræðingur. Allir sem hafa góða mennt-
un og framavilja sæki um. Góð laun.
Tilboð sendist til auglýsingdeildar Mbl. fyrir
kl. 12.00 14. apríl merkt: „A — 2145“. Allar
upplýsingar verður farið með sem trúnaðar-
mál og öllum svarað.
Tölvubókhald
Óskum að ráða konu á aldrinum 35-60 ára
sem gæti tekið að sér færslu bókhalds dag-
lega og útskrift launamiða vikulega fyrir lítið
fyrirtæki í örum vexti.
Hugmyndin er að fyrirtækið leggi til IBM
PC-tölvu sem staðsett yrði á heimili starfs-
manns til áramóta en þá flytur fyrirtækið í
glæsilegt eigið húsnæði. Um er að ræða
hálfsdagsstarf.
Lysthafendur leggi upplýsingar um nafn,
heimilisfang, símanúmer og fyrri störf inn á
auglýsingadeild Mbl. merktar: „T — 2139“
fyrir 15. apríl 1987.
Greiningar- og
ms, ráðgjafastöð
:l w ríkisins
Lausar stöður
1. Staða iðjuþjálfa, 80% starf. Veitist frá 1.
október 1987.
2. Staða sjúkraþfjálfara, 75% starf. Veitist
frá 1. júní 1987.
Æskilegt er að umsækjendur hafi þekkingu
og reynslu í greiningu og meðferð fatlaðra
barna.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist greiningarstöð fyrir 15.
maí nk.
Upplýsingar veitir forstöðumaður í síma
611180.
Járniðnaðarmenn
Óskum eftir að ráða til starfa á járnsmíða-
verkstæði Eimskips járniðnaðarmenn, vél-
virkja eða plötusmiði.
Starfið felst í almennri viðhalds- og viðgerð-
arvinnu á skipum, gámaflota og tækjum
félagsins.
Allar nánari upplýsingar veittar hjá viðhalds-
deild í Sundahöfn. Umsóknareyðublöð liggja
frammi hjá starfsmannahaldi, Pósthússtræti
2, og skal þeim skilað á sama stað.
Starfsmannahaid.
Lagermaður óskast
Við leitum að ungum og hraustum karlmönn-
um til lager- og afgreiðslustarfa hið fyrsta.
Mötuneyti á staðnum og möguleiki á mikilli
vinnu.
Áhugamenn hafi samband við Elís Hansson,
afgreiðslustjóra milli kl. 10.00 og 15.00
næstu daga.
Plastprent hf.
Höfðabakka 9.
Sími 685600.
Flokksstjóri —
Verkstjóri
Óska eftir að ráða flokksstjóra/verkstjóra til
jarðvinnsluframkvæmda.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Morgun-
blaðsins merktar: „F-500“.
Afgreiðslu- og
lagerstörf
Fyrirtækið er bókaverslun í Reykjavík.
Störfin eru tvö; annars vegar lagerstarf og
afgreiðsla í ritfangadeild og hins vegur af-
greiðsla í deild erlendra tímarita.
Hæfniskröfur eru að umsækjendur séu regl-
usamir, á aldrinum 30-40 ára og hafi góða
almenna menntun. Viðkomandi þurfa að
geta hafið störf nú þegar.
Vinnutími er frá kl. 9.00-18.00.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
á skrifstofunni frá kl. 9.00-15.00.
Alleysmga- og ráðningaþiónusta
Lidsauki hf. W
Skolavordustig la - 10i fíeykjavik - Simi 621355
Störf í bygginga-
vöru verslun
Ein af stærstu byggingavöruverslunum
landsins óskar eftir að ráða menn til starfa
í hinum ýmsu deildum fyrirtækisins.
Leitað er að traustum og reglusömum mönn-
um á aldrinum 25-50 ára. Ekki eru gerðar
sérstakar kröfur til starfsreynslu eða mennt-
unar, en þó vantar mann með lyftarapróf.
Umsækjendur þurfa að geta hafið störf sem
fyrst.
IMánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl.
9.00-15.00.
Skólavördustig la - 101 fíeyk/avik - Simi 621355
mj LAUSAR STÖÐUR HJÁ
'I' REYKJAVÍKURBORG
Fulltrúi
í fjölskyldudeild
Á hverfaskrifstofum heil staða eða
hlutastörf
Afleysingarstarf fyrir fulltrúa er vinnur við
forræðis- og umgengnisréttarmál (7 mán-
uði). Áskilin er félagsráðgjafa-menntun eða
sambærileg menntun á sviði sálarfræði eða
fjölskyldumála.
Upplýsingar gefur yfirmaður fjölskyldudeildar
í síma 25500.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð,
á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
[Mi LAUSAR STÖÐUR HJÁ
Wí REYKJAVÍKURBORG
Fóstrustöður á eftirtalin heimili:
Dagheimilið Laugaborg v/Leirulæk,
dagheimilið Bakkaborg v/Blöndubakka,
leikskólann Brákarborg v/Brákarsund,
leikskólann Fellaborg, Völvufelli 9,
dagheimilið Efrihlíð v/Stigahlíð.
Upplýsingar veita forstöðumenn viðkomandi
heimila og umsjónarfóstrur í síma 27277.
Umsóknum ber að skila til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 5. hæð
á sérstökum eyðublöðum sem þar fást.
Tækjamenn
— bílstjórar
Vantar að ráða nú þegar nokkra tækjamenn
og bílstjóra. Aðeins vanir menn koma til
greina.
Upplýsingar í síma 53999.
§ g HAGVIRKI HF
% § SfMI 53999
Skífan opnar f
Kringlunni
í ágúst 1987 er fyrirhugað að opna hljómplötu-
verslun í verslunarmiðstöðinni í Kringlunni.
Auglýsum við því hér með í eftirtalin störf:
Verslunarstjóri
1. Viðkomandi þarf að vera 25 ára eða
eldri.
2. Þarf að geta hafið störf í júní.
3. Þarf að hafa reynslu í stjórnunarstörfum
og sterka ábyrgðartilfinningu.
4. Þarf að hafa góða alhliða þekkingu á
öllum sviðum tónlistar.
Afgreiðslumaður
1. Viðkomandi þarf að hafa reynslu í versl-
unarstörfum, vera ábyrgur, samvisku-
samur og kurteis.
2. Þarf að geta hafið störf í byrjun ágúst.
3. Þarf að hafa góða þekkingu á flestum
sviðum tónlistar eða sérþekkingu á jass
og/eða klassík.
Upplýsingar um aldur, menntun og fyrri störf
sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir föstudag-
inn 24. apríl nk., merkt: „S — 5588“.
Bakari
— aðstoðarfólk
Óskum eftir vönum bakara strax.
Viljum einnig ráða aðstoðarfólk.
Upplýsingar í síma 77060.
Atvinna í boði
Vantar starfsmann, karl eða konu á fata-
pressu.
Hlínhf.,
Ármúla 5,
sími 686999.