Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 MESTÖLL fjarskipti við bandaríska sendiráðið í Moskvu hafa verið stöðvuð vegna svika tveggja varðmanna úr Landgönguliðinu, sem áttu vingott við rússneskar konur og hafa verið ákærðir fyrir að hafa oft hleypt starfsmönnum KGB inn í bygginguna að næturlagi fyrstu þijá mánuði ársins í fyrra og leyft þeim að fara sínu fram að vild. Þriðji sendiráðsvörðurinn hefur verið handtekinn, og sá fjórði einnig, grunaður um njósnir, en ekki í Moskvu heldur í Leningrad nokkrum árum áður, 1981-82. Fleiri landgönguliðar liggja undir grun. * Ottazt er að þetta hafi gert Rússum kleift að ráða skeyti til sendiráðs- ins og afla sér svo mikillar stolinnar vitn- eskju að samningsstaða Bandaríkja- manna hafi verið í hættu frá því löngu fyrir Reykjavíkurfund Ronald Reagans og Mikhail Gorbachevs í haust og að fundurinn hafi beinlínis verið skipulagður til að koma Reag- an í bobba. Af 26 bandarískum njósnamálum á síðustu þremur árum er þetta talið hið alvarlegasta og e.t.v. mesta njósnamál í sögu Banda- ríkjanna. Þar sem hlustunartækjum hefur verið komið fyrir í fundarherbergi sendiráðsins hefur verið gripið til þess ráðs að senda sérstaklega út- búinn húsbíl til Moskvu svo að George Shultz utanríkisráðherra geti ráðfærzt við samstarfsmenn sína og Reagan forseta þegar hann kemur til Moskvu til viðræðna á morgun. Nú fara öll mikilvæg skilaboð til Moskvu um Frankfurt, þar sem boð- berar taka við þeim og koma þeim áleiðis. Stjóm Reagans hefur beðið þingið um 25 millj, dala fjárveitingu til að koma upp nýju öryggiskerfi í sendiráðinu og Vín og rannsókn er hafin á öryggisviðbúnaði 10 annarra bandarískra sendiráða. Nýtt bandarískt sendiráð hefur verið í smíðum i Moskvu og mun vera fullt af sovézkum hlerunartækj- um, sem óvíst er hvort gera megi óvirk, en það mundi kosta 20-40 millj. Bandaríkjadala. Reagan segir að nýja byggingin verði ekki tekin í notkun nema öruggt verði talið að sovézkir verkamenn hafi ekki komið þar fyrir hlerunartækjum. Violetta Svikararnir í sendiráðinu voru Clayton Lonetree, 25 ára gamall lið- þjálfi frá St.Pauls, og Amold Bracy, 21 árs gamall korporáll frá New York. Lonetree starfaði í sendiráðinu frá september 1984 til marz 1986 og átti vingott við Violettu Seina, 28 ára gamla þýðanda í sendiráðinu. Bracy vingaðist við laglega rúss- neska matreiðslukonu í sendiráðinu, Galinu Golontina. Violetta Seina er 26 ára gamall Gyðingur frá Úkraínu, hávaxin, lag- leg, gráeyg með sítt, skolleitt hár og vakti athygli. Hún er sögð hægl- át og fáskiptin og hafa góða stjóm á sér, aðlaðandi, smekklega klædd og lík fyrirsætu í útliti. Ungfrú Seina starfaði fyrir sendi- ráðið frá síðari hluta árs 1984 til fyrri hluta árs 1986, fyrst í mótttöku Spaso-bústaðarins, aðseturs sendi- herrans, og síðan við þýðingar í sendiráðinu. Hún hitti Lonetree „af tilviljun" á neðanjarðaijámbrautar- stöð í Moskvu í september 1985. Mánuði síðar hittust þau aftur „af tilviljun" á sömu stöð og spjölluðu lengi saman. „Við fórum bæði út á næstu stöð og fórum í langa gönguferð, töluðum um alla heima og geima, m.a. banda- rískar kvikmyndir, bækur, mat og það sem okkur var að skapi og geðj- aðist ekki að,“ sagði Lonetree í yfirheyrslu. „Hún spurði mig um fjölskyldu mína, ætt og uppruna, og lífið í Bandaríkjunum. Við töluðum án af- láts í um tvær klukkustundir, en síðan fór hún heim til sín og ég sneri aftur til sendiráðsins. Við ák- váðum að hittast aftur. Eg lagði til SendlráA Bandaríkjanna f Moskvu: KGB- menn röltu um byggingune aft næturlagl. Reuter/UPI Vloletta Selna: Vaktl athygll. Sovózkur vörftur viö bandaríska sendl- ráAIA í Moskvu: Starfsmenn KGB röltu um bygglnguna aft vild. við hana að hún kæmi í nokkrar veizlur í sendiráðinu eða önnur opin- ber boð.“ Víoletta tók hann á orðinu og kom glæsilega klædd á árlegan dansleik landgönguliðanna í Spaso-bústaðn- um í nóvember 1985. Síðan var henni oft boðið í veizlur landgöngu- liða í sendiráðinu, m.a. á næsta ársdansleik. Um 200 Rússar störfuðu í sendi- ráðinu þar til í fyrrahaust, m.a. bílstjórar, þýðendur, matreiðslufólk og afgreiðslufólk. Þeir fengu ekki að koma inn í skrifstofur, þar sem leynilegt starf fór fram, en sumir, þar á meðal ungfrú Seina, máttu umgangast Bandaríkjamenn í vinn- unni og á samkomum. Violetta hætti störfum þegar ákveðið var að fækka sovézlu starfs- fólki sendiráðsins af spamaðará- stæðum fyrir ári. Eftir Reykjavíkur- fundinn ákvað sovétstjómin síðan að allir sovézkir starfsmenn sendi- ráðsins skyldu hætta störfum. Þótt varðmönnunum sé ráðið frá því að umgangast Rússa hefur sendiráðið gert greinarmun á umgengni við sovézkt sendiráðsstarfsfólk, sem var leyfileg, og umgengni við Rússa utan sendiráðsins. Drykkjuveizlur Öryggisgæzla í sendiráðinu er í höndum 30 varðmanna úr sérdeild 1500 landgönguliða, sem hafa gætt 126 sendiráða Bandaríkjanna í heim- inum síðan 1948. Sendiráðsverðir hafa aldrei áður flækzt í njósna- hneyksli, þótt einkum Rússar hafi hvað eftir annað reynt að finna veil- ur á öryggiskerfi þeirra og smjúga í gegnum það. Verðimir eru flestir ókvæntir og á þrítugsaldri og starfs- tími þeirra er eitt og hálft ár. Verðimir í Moskvu búa í sérstöku húsnæði á sendiráðslóðinni. Þeir umgangast lítið starfsmenn sendi- ráðsins og eiga að skýra frá öllu sambandi við sovézka borgara. Fæstir þeirra kunna nokkuð í rúss- nesku. Þeir eru sérstaklega varaðir við því að erlendir njósnarar kunni að nota konur til að veiða upp úr þeim. Komið hefur í ljós að agaleysi ríkti í röðum sendiráðsvarðanna. Þeir buðu jafnan brezkum og frönskum bamfóstrum í Moskvu í drykkju- veizlur í híbýlum sínum, svo og sovézkum starfskonum sendiráðsins og vinkonum þeirra, þar til þær fyrr- nefndu hættu störfum að boði sovétstjómarinnar. Tveir verðir nauðguðu brezkri barnfóstru í „rok- kveizlu" í desember sl. Sjö land- gönguliðar voru sendir heim og leiddir fyrir herrétt. í yfirheyrslum kom fram að mikið væri um að verð- ir ættu ólöglegt samneyti við sovézkt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.