Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRlL 1987 Að veikja Sjálfstæð isflokkinn væri slys eftirEinarJ. Gíslason Sú hryllilega staðreynd blasir við að frambjóðendur úr tveimur flokk- um eru yfirlýstir andstæðingar varins lands og rótleysi og óvissa í þessum efnum er á stefnuskrá bæði Alþýðubandalags og Borgara- flokks. Samvizka mín leyfir mér ekki að veita slíkum brautargengi. Þegar ég geng til kjördags í dag er það mál málanna, að ísland verði varið land. Kannske mótast sú hugsun af því að ég er fæddur og alinn upp í Vestmannaeyjum og þar var Tyrkjaránið svo sterkur bak- grunnur. Sá sögufróði maður, Jes A. Gíslason, kenndi mér í barna- skóla. Hann var unnandi sögu Vestmannaeyja og margfróður maður og ógleymanlegur. Hann talaði um Þórlaugargerðissyllu í Fiskhellum, þar sem talið er að 20 manns hafi bjargazt í Tyrkjaráninu. Kúlugöt voru á pilsum sumra kvennanna sem leituðu þar skjóls. Steinsnar frá Fiskhellum er Hundr- aðsmannahellir. Ræningjatangi og Ræningjaflöt voru staðir sem við heimsóttum og hugsuðum þá að ef land hefði verið varið, hefði þessi 400 manna byggð fengið að blómg- ast og standa. Við vorum fræddir um kaptein Khol sýslumann er stofnaði herfylkingu Vestmanna- eyja 1857. Það var mjög merkilegt framtak. Þar urðu allir þátttakend- ur að vera algerir bindindismenn. Markmiðið var að veija landið. Miðvikudaginn 22. september 1968 var ég við störf mín á graf- skipinu Vestmannaey við suðurenda Hörgeyrargarðs í Vestmannaeyj- um. Við Ólafur Jónsson, tengdafað- ir Sigmunds teiknara, vorum þá á vakt. Mælar sýndu að eitthvað var komið fyrir stútinn sem tók sand og allt sem fýrir var í sig. Þetta 7 tonna stykki var híft upp. Með sog- krafti sínum hélt það fastri kopar- byssu sem bar merki sæsvölu. Grunaði mig strax að hér væri um feng mikinn að ræða. Fjögurra faðma sjór var niður á sandbakkann sem var aðeins 4 faðmar og þar var byssuna að finna. Ég hafði sam- band við sæmdarmann, Þorstein Þ. Víglundsson, sem með röskleika sínum og dugnaði setti sig í sam- band við vopnabúr danska hersins og spurðist fyrir um það hvaða byssa væri á meðfylgjandi mynd. Svar þeirra var að byssur af þess- ari gerð hefðu verið steyptar við Miðjarðarhaf á 16. öld. Síðan kom fyrirspum: Haldið þið því fram að þið hafíð slíkt tæki undir höndum? Byssan prýðir nú Byggðasafn Vest- mannaeyja. Sem ungur drengur man ég hvernig ráðizt var í að veija land- helgina kringum Heimaey. Eyja- Einar J. Gíslason menn réttu hendur fram úr ermum og keyptu varðskipið Þór undir for- ystu Sigurðar Sigurðssonar lyfsala og Björgunarfélags Vestmanna- eyja. Svo hart var þetta mál sótt af Eyjamönnum að fermingarböm séra Oddgeirs Guðmundssonar á Ofanleiti gáfu á tímabili allar ferm- ingargjafír til kaupa á varðskipinu Þór. Varið land er eitt af grundvall- aratriðum og það ræður afgerandi atkvæði mínu. Ég er friðarsinni, en hvaðan flæddi ógnunin yfír Norð- urlönd fyrir ári síðan svo allt gras, vatn og skepnur menguðust? Var hættan innan Norðurlanda sjálfra? Nei. Hættan kom frá Sovét-Rúss- landi, öðru aðalkjarnorkuveldi þessa heims. A skal að upptökum stemma en eigi að ósum. Sem kristinn maður hef ég verið stefnufastur alla tíð. Ég var alinn upp í mjög fastmótuðu umhverfi. Koma þar við sögu foreldrar mínir og Einar Þorsteinsson afi minn, sem var fjórði maður í beinan karllegg frá Fjalla-Eyvindi Jónssyni. Stefnu- festan snerti fyrst og fremst bind- indi sem ég er þakklátur fyrir að hafa notið bæði gagnvart víni og tóbaki. Homsteinninn var kristin trú og vandað val á fulltrúum til Alþingis og bæjarstjórnar. Aldrei var það spuming um að hvika frá stefnu sjálfstæðismanna, aldrei. Sjálfur kaus ég í fyrsta sinn lýðveld- ið árið 1944. Ég var aðdáandi Jóhanns Jósefssonar og alira þing- manna sem fetuðu í fótspor hans. Eitt sinn var ég sem sjómaður við löndun á afla. Kom þá þekktur vinstri sinna útgerðarmaður, sem rak áróður gegn Bjama Benedikts- syni og ríkisstjórn hans. Bróðir minn Óskar, sem var skipstjóri báts- ins, sagði: Það veiðist þó síld þegar Bjami er við stjórnvölinn, en skip þessa vinstra manns hafði landað mjög miklum síldarafla norðan- lands. Það var fátt um svör. Góðæri og efnahagsleg blessun „Forðum var sagt: í kili skal kjörviður, og meina ég að fjöregg þjóðarinnar megi alls ekki hafa að leiksoppi eða kasta því á glæ sem áunnizt hefur og sundr- ungaröfl mega ekki fá trúnað f ólksins til að eyðileggja það sem áunnizt hefur. Tel ég að þessari margþættu f lokkaskiptingu sé fyrst og fremst beint gegn Sjálfstæðis- f lokknum og ég tel að hún sé ekki af hinu góða. Ég stend heils hugar með Þorsteini Pálssyni, formanni Sjálfstæðisflokksins, í því sem hann er að gera.“ meina ég vera umbun skaparans til þeirra er haldið hafa um stjóm- völinn og vilja gera rétt fyrir þegna þessa lands. Forðum var sagt: í kili skal kjörviður, og meina ég að fjöregg þjóðarinnar megi alls ekki hafa að leiksoppi eða kasta því á glæ sem áunnizt hefur og sun- drungaröfl mega ekki fá trúnað fólksins til að eyðileggja það sem áunnizt hefur. Tel ég að þessari margþættu flokkaskiptingu sé fyrst og fremst beint gegn Sjálfstæðis- flokknum og ég tel að hún sé ekki Eigandi og afgreiðslublækur Hryllingsbúðarinnar, Greene, Gardenia og Moranis. Fjör í hryllingsbúðinni Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Bíóhöllin: Litla hryllingsbúðin — The Litle Shop of Horrors ☆ ☆ ☆ Leikstjóri Frank Oz. Framleið- andi David Geffen. Handrit Howard Ashman, byggt á kvik- myndahandriti Charles Griffith. Tónlist Alan Menken. Kvik- myndatökustjóri Robert Paynt- er. Aðalhlutverk Rick Moranis, Ellen Greene, Vincent Gardenia, Steve Martin. Gestahlutverk James Belushi, John Candy, Bill Murray. Bandarísk. Geffen Productilon/Warner Bros 1986. Roger Corman-verksmiðjan hef- ur örugglega ekki órað fyrir því árið 1960 hvílíkri skriðu hræódýr, meinfyndin smámynd, tekin á tveimur dögum, um mannskætt pottablóm, ætti eftir að hleypa af stað. Fyrst vakti hún enga sérstaka eftirtekt, hvorki erlendis né hér heima, í bragganum við Skúlagöt- una. En smám saman varð hún „cult“mynd í Vesturálfu, þar sem hún skaut í sífellu upp kollinum í litlum kvikmyndahúsum, vítt og breitt um Bandaríkin. Áhugi leik- húsmanna fór að beinast að þessu ódrepandi fyrirbrigði, sem nefnist Litla hryllingsbúðin. Framhaldið varð engu síður velheppnað. Söng- leikurinn hefur farið sigurför um veröld víða og kvikmyndagerð hans eldhress skemmtun. Þessi kostulegi söngleikur um ástir veimilitítna, með hið sísoltna, blóðþyrsta furðublóm í baksýn, tek- ur sig engu verr út á tjaldinu en í Gamla bíói, svo maður noti þann samanburð. Leikmyndin er eftir- minnilega góð og bætt inní verkið smellnum aukapersónum, sem víkka sviðið. Valinn maður í hveiju rúmi og sjálfsagt á þúsundþjala- smiðurinn Frank Oz mestan heiður skilið af þessu einvalaliði. Hin ójarðneska pottaplanta er náttúrlega sér kapítuli, líkt og í sviðsverkinu. Og óborganlega rödd, sem hljómar einhvers staðar mitt á milli Eddie Murphy og Hank Willi- ams jr., fær hún frá einum söngvara The Four Tops. Dágott innlegg þetta. Aðalhlutverkin eru í öruggum höndum þeirra sem gerðu þau fræg á sviði vestan hafs. Rick Moranis og Ellen Greene gera þau Seymour og Audrey bæði álappaleg og bijóstumkennanleg um leið og manni þykir dálítið vænt um þau. En það er engin spurning, Steve Martin stelur senunni í langbesta hlutverki verksins, tannlæknisins með kvalalostann. Jack Nicholson kunni vel að meta þetta kröftuga stykki í smáauraútgáfu Cormans og Laddi er manni ógleymanlegur af fjölum Gamla bíós. En Martin slær þeim báðum við. Jafnvel Ladda! Þeir taka hlutverkið svipuð- um tökum, Martin er bara enn djöfullegri. Svo hefur hann alla Hollywood-kunnáttuna á bak við sig. Martin er kannski fullsterkur fyrir verkið í heild, því þegar hann hverfur af tjaldinu myndast tóma- rúm, sem fyllist ekki það sem eftir lifír myndarinnar. Og einn slæmur Ijóður var á íslenska textanum, ein- mitt þar sem hann er mörgum mest nauðsyn; hann fylgdi sjaldnast hinum bráðfyndu lagatextum. En þetta eru að sjálfsögðu aukaatriði, kvikmyndun söngleiksins Litla hryllingsbúðin er engu síðri andleg vítamínsprauta fyrir skapferlið en forverar hennar. A Vestur-Islend- ingar í heim- sókn um páskana Fra Jóni Asgein Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsms í Bandaríkjunum STÓR hópur Vestur-íslendinga in búa í Rockford í Illinois-fylki og heimsækir landið um páskana og undirbjuggu ferðalagið ásamt með verður með móttöku fyrir skyld- Lindstrom-ferðaskrifstofunni. menni á Hótel Loftleiðum laugardaginn 18. apríl; Fólkið á flest ættir að rekja til Islands og margir áttu forfeður, sem settust að á Washington-eyju í Michig- an-vatni. „Við hlökkum til að fara heim og hitta ættingjana," sagði Lou Ann Jessen við frétta- ritara Morgunblaðsins, en maður hennar, Ted, rekur ættir til Eyr- arbakka. Séra Kolbeinn Þorleifsson og Friðrik Theódórsson hafa aðstoðað Vestur-íslendingana við að und- irbúa vikudvöl á Islandi, þar á meðal að koma mönnum í samband við ættingja sína. Hópurinn er nálægt eitt hundrað manns og verða marg- ir með ættartölur upp á vasann. Margir rekja ættir til Eyrarbakka, aðrir í Landeyjarnar, enn aðrir til ísafjarðar, Vestur-Húnavatnssýslu, í Jökuldalinn og þannig mætti lengi telja. Gert er ráð fyrir að um það bil eitt hundrað skyldmenni búsett á íslandi komi í páskaboðið á Hótel Loftleiðum. Á páskadag verður far- ið í messu í Hallgrímskirkju og síðan haldið til Eyrarbakka að heimsækja skyldmennin og skoða æskuslóðir forfeðranna. Margir ferðalanganna eiga heima á Washington-eyju, en þang- að fór fjöldi af íslendingum sem fluttu búferlum til Bandaríkjanna á árunum 187Q til 1900. Islenska samfélagið á Washington-eyju var lengi vel eitt af þeim fjölmennustu í Bandaríkjunum. Ted Arni Jessen rekur ættir til Áma Guðmundsson- ar, sem flutti frá Eyrarbakka til Bandaríkjanna árið 1872. Þau hjón- Ferðalagið milli Chicago og íslands, gisting og máltíðir, kostar alls um 700 dollara eða 28.000 krónur. Vestur-íslendingarnir sem koma föstudaginn langa á vegum séra Kolbeins: Hannes og Bette Andersen Lorraine Andersen Mary Anderson Olivia Anderson Mitt Austin Ann Bansen Phyllis Begun Fred og Beatrice Bjarnarson Verna Boyle Myrtle Breitzman Deeann Brown Patricia Cauldwell Helen DeKornfeld Marilyn Domer Genevieve H. Ellefson Orin og Janet Engelson William Engelson og eiginkona Janet Engstrom Maxine Engstrom Harry Fowler Lillian Getchius Gene og Elayne Gislason Julie Grandy Nathan Gunnlaugson Lois Hagen Lucien og Margaret Hansen Ray og Barbara Hansen Dorothy Hanson Norman og Lorraine Hanson Ralph og Jeannette Hutchins Ted og Lou Ann Jessen Ben og Gladys Johnson Ivan Johnson og eiginkona Carol Jornt Ellen Landwehr Phyllis Larson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.