Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 Morgunblaðið/JÁS Veg og- vanda af öllum undirbún- ingi átti sú stórhressa Margaret Webb, sem er þarna ásamt Birnu Hreiðarsdóttur, sem er formaður Islendingafélagsins, og Önnu Ói- afsson (Úggu), sem er í stjórn félagsins. háskólans. Hún segist vera ættuð frá Norður-Englandi og finni til náins skyldleika með íslendingum. Margaret fékk vel þegna gjöf frá Haraldi Hamar, það var fjöldi ein- taka af Iceland Review, en greinar úr því ágæta riti prýða veggina í aðalsal og á göngum Queens-bóka- safnsins. Ennfremur er íslenskur bókakostur safnsins í sýningarköss- um í kðalsalnum. í Queens College býðst nemendum að læra norrænu og þar eru íslendingasögurnar kenndar öðru hveiju. Lestrarkuimátta Islend- inga þykir merkileg Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Bandaríkjunum Háskólabókasafnið í Queens- deild New York-háskóla er þessa dagana undirlagt af bókmennt- um og myndum frá Islandi. Sérstök bygging á háskólasvæð- inu hýsir bókasafnið, sem er miklu stærra en háskólabóka- safnið í Reykjavík. Þar hanga uppi á öllum göngum greinar og myndir, sem segja frá íslandi, íslenskum listamönnum og þess- ari furðulegu, læsu þjóð, sem byggir eyjuna fögru. Þessa viku standa yfir svonefnd- ir „bókasafnadagar" í Bandaríkjun- um og víða um landið hafa menn efnt til sýninga og ýmiss konar kynninga með lesandann sem þema. Forsvarsmenn Queens Coll- ege, með Shirley Strum Kenney rektor í fararbroddi, ákváðu að kynna fyrirmynd allra Jesenda: Lestrarþjóð þá, sem byggir Island. íslandskynningin hófst síðastlið- inn mánudag, en hann bar upp á 50 ára afmæli Queens-háskólans. Prófessor David Cohen, formaður vinafélags Queens-bókasafnsins, ávarpaði gesti og bauð þá vel- komna. Síðan var sýnd Islands- myndin „They shouldn’t call Iceland Iceland“, sem var gerð fyrir all- mörgum árum. Birna Hreiðarsdótt- ir, formaður Islendingafélagsins í New York, flutti erindi og svaraði margvíslegum fyrirspumum. Fund- argestum þótti íslenska heilbrigðis- kerfið merkilegt og þeir spurðu margs um menntakerfið og íslenska menningu almennt. Sjálfan undirbúning íslands- daganna í Queens-háskólanum annaðist einlægur íslandsvinur, Margaret Webb, sem hefur komið til landsins og verður á íslandi í sumar að læra íslensku á vegum Rúmlega fimmtíu manns mættu á Islandskynninguna siðastliðinn mánudag, þeirra á meðal rektor skólans, Shirley Strum Kenney. SUMARAÆTIUN 1987 í£$m ’srni APRÍL 15 APRÍL 29 MAÍ 26 JÚNÍ 2 1 JÚNÍ 16 JÚNÍ 23 >í2.,u—;—i— JÚLÍ 7 JÚLÍ 14 JÚLÍ 128 ——i ■■ 11 1 1 '4 t ÁGÚST 4 ÁGÚST 18 ÁGÚST 25 SEPTEMBER SE 8 IPTEMBER 15 SEPTEMBER 29 OKTÓBER 6 OKTÓBEI 2C ý OKTÓBER > 127 Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því s.l. sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð. Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fara í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar- innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurmn á suðurströnd Spánar, það mælast 306 sólardagar á ári. 29. apríl 4 vikur. Verð frá kr. 27.200. Pantaðu strcix, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs- ingunni. Við lánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust. |j|=] FERÐA.. CetUtal \ IHflMIÐSlDÐIN Tumt 1 AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK - S. 2 8 1 3 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.