Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 42
42
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
Morgunblaðið/JÁS
Veg og- vanda af öllum undirbún-
ingi átti sú stórhressa Margaret
Webb, sem er þarna ásamt Birnu
Hreiðarsdóttur, sem er formaður
Islendingafélagsins, og Önnu Ói-
afsson (Úggu), sem er í stjórn
félagsins.
háskólans. Hún segist vera ættuð
frá Norður-Englandi og finni til
náins skyldleika með íslendingum.
Margaret fékk vel þegna gjöf frá
Haraldi Hamar, það var fjöldi ein-
taka af Iceland Review, en greinar
úr því ágæta riti prýða veggina í
aðalsal og á göngum Queens-bóka-
safnsins. Ennfremur er íslenskur
bókakostur safnsins í sýningarköss-
um í kðalsalnum. í Queens College
býðst nemendum að læra norrænu
og þar eru íslendingasögurnar
kenndar öðru hveiju.
Lestrarkuimátta Islend-
inga þykir merkileg
Frá Jóni Ásgeiri Sigurðssyni, fréttaritara Morgunblaðsins i Bandaríkjunum
Háskólabókasafnið í Queens-
deild New York-háskóla er þessa
dagana undirlagt af bókmennt-
um og myndum frá Islandi.
Sérstök bygging á háskólasvæð-
inu hýsir bókasafnið, sem er
miklu stærra en háskólabóka-
safnið í Reykjavík. Þar hanga
uppi á öllum göngum greinar og
myndir, sem segja frá íslandi,
íslenskum listamönnum og þess-
ari furðulegu, læsu þjóð, sem
byggir eyjuna fögru.
Þessa viku standa yfir svonefnd-
ir „bókasafnadagar" í Bandaríkjun-
um og víða um landið hafa menn
efnt til sýninga og ýmiss konar
kynninga með lesandann sem
þema. Forsvarsmenn Queens Coll-
ege, með Shirley Strum Kenney
rektor í fararbroddi, ákváðu að
kynna fyrirmynd allra Jesenda:
Lestrarþjóð þá, sem byggir Island.
íslandskynningin hófst síðastlið-
inn mánudag, en hann bar upp á
50 ára afmæli Queens-háskólans.
Prófessor David Cohen, formaður
vinafélags Queens-bókasafnsins,
ávarpaði gesti og bauð þá vel-
komna. Síðan var sýnd Islands-
myndin „They shouldn’t call Iceland
Iceland“, sem var gerð fyrir all-
mörgum árum. Birna Hreiðarsdótt-
ir, formaður Islendingafélagsins í
New York, flutti erindi og svaraði
margvíslegum fyrirspumum. Fund-
argestum þótti íslenska heilbrigðis-
kerfið merkilegt og þeir spurðu
margs um menntakerfið og íslenska
menningu almennt.
Sjálfan undirbúning íslands-
daganna í Queens-háskólanum
annaðist einlægur íslandsvinur,
Margaret Webb, sem hefur komið
til landsins og verður á íslandi í
sumar að læra íslensku á vegum
Rúmlega fimmtíu manns mættu
á Islandskynninguna siðastliðinn
mánudag, þeirra á meðal rektor
skólans, Shirley Strum Kenney.
SUMARAÆTIUN 1987
í£$m
’srni
APRÍL 15 APRÍL 29 MAÍ 26 JÚNÍ 2 1 JÚNÍ 16 JÚNÍ 23 >í2.,u—;—i— JÚLÍ 7 JÚLÍ 14 JÚLÍ 128 ——i ■■ 11 1 1 '4
t ÁGÚST 4 ÁGÚST 18 ÁGÚST 25 SEPTEMBER SE 8 IPTEMBER 15 SEPTEMBER 29 OKTÓBER 6 OKTÓBEI 2C ý OKTÓBER > 127
Benidorm sumaráætlunin 1987 er komin. Pantaðu tímanlega því s.l.
sumar komust færri með en vildu á Hvítu ströndina á Spáni. Benidorm
býður upp á góða gistingu, frábæra matsölu og skemmtistaði. Aðstaða
til íþróttaiðkunar er einstök, skemmtigarðar og tívolí af bestu gerð.
Auðvitað er líka hægt að njóta lífsins í ró og næði á ströndinni og fara
í skoðunarferðir um nágrennið með fararstjórum Ferðamiðstöðvar-
innar. Benidorm er einn sólríkasti staðurmn á suðurströnd Spánar,
það mælast 306 sólardagar á ári.
29. apríl 4 vikur. Verð frá kr. 27.200.
Pantaðu strcix, dagsetningarnar á brottfarardögunum eru hér í auglýs-
ingunni. Við lánum þér myndband um Benidorm endurgjaldslaust.
|j|=] FERÐA.. CetUtal \
IHflMIÐSlDÐIN Tumt 1
AÐALSTRÆTI 9 - REYKJAVÍK - S. 2 8 1 3 3