Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 41 Tónabíó Körfuboltamynd með Gene Hackman og Barbara Hershey „Hoosiers" frumsýnd innan skamms. Hershey komin í náðina aftur og leikur nú í hverri myndinni á fætur annarri „I Indiana í Bandaríkjunum hafa kirkjan og körfuboltinn nokk- I urn veginn sama vægi í lífi fólks og körfuboltaþjálfarinn gegnir svona samskonar virðingarstöðu og prestar." Þetta 'er haft eftir Mike Copper körfuboltaþjálfara frá Indiana en kvikmyndin Hoosi- ers, sem frumsýnd verður á næstunni íTónabíói, er um körfu- bolta í þessu mikla körfuboltafylki og geríst snemma á sjötta ára- tugnum. „Hoosiers" mun vera gælunafn á íbúum Indianafylkis. Gene Hackman fer með aðal- hlutverkið í myndinni en hann leikur körfuboltaþjálfara sem ver- ið hefur á hraðri niðurleið eins og sagt er á íþróttamáli en tekur að sér þjálfun menntaskólaliðs í smábæ einum og byggir það upp með óvenjulegum aðferðum. Bar- bara Hershey, sem leikur nú í hverri myndinni á fætur annarri eftir að hafa átt erfitt uppdráttar í lengri tíma, leikur kennara er kynnist þjálfa náið og Dennis Hopper, sem virðist líka vera í náðinni og leikur í líka hverri myndinni á eftir annarri, fer með hlutverk bæjarrónans, sem einu sinni var körfuboltastjarna. Hand- ritið skrifaði Angelo Pizzo en leikstjóri er David Anspaugh. „Hoosiers" er fyrsta mynd hans en hann var verðlaunaður leik- stjóri nokkurra þátta af Vörðum laganna. „Hoosiers" er gerð árið 1985 en um það leyti voru þrjár aðrar Hackman-myndir að líta dagsins Ijós svo þetta var annasamur tími í lífi leikarans. Tvær þeirra hafa verið sýndar hér: Tvisvará ævinni (Twice in a Lifetime) eftir Bud Yorkin og Skotmark (Target) eftir Arthur Penn og svo lék hann einnig í Valdi (Power) eftir Sidney Lumet, sem Bíóhöllin hefur keypt. Barbara Hershey hefur líka í nógu að snúast þessa dagana eftir að hún, líkt og Dennis Hop- per, féll úr náðinni fyrir eins og áratug síðan. Ólíkt Hopper, sem í mynd sinni Easy Rider stóð fyr- ir andmenningu grasreykjandi mótorhjólatöffaranna á sjötta áratugnum, var Hershey með sínum opinskáa lífsstíl, hið full- komna blómabarn bæði í myndum sínum og einkalífi. Það vakti athygli þegar hún fór að búa með leikaranum David Carradine, átti barn utan hjónabands sem hún nefndi Frjáls og breytti nafni sínu í Barbara Seagull (Máfur). En þrátt fyrir allt frjálsræðið sem ríkti á þessum árum þegar sór- kennilegheit voru einfaldlega talin merki um sköpunargáfu, átti Hershey í mestu erfiðleikum með að fá almennileg hlutverk í mynd- um. Það er qkki fyrr en fyrir nokkrum árum sem fór að rofa til fyrir henni. Sjálf vill hún ekki tala mikið um Seagulltímabilið þegar hún lítur til baka. „Ég er orðin svo þreytt á því. Ég hata það. Ég held þetta hafi verið slæm tímasetning eða eitthvað. Þetta er svo lítill hluti af lífi mínu og hann hefur ekki meiri merkingu fyrir mig en önnur skeið í lífi mínu." Barbara Hershey og Gene Hackman f myndinm „Hoosiersu. DROGUM ÚT 2 ÍBÚÐIR OG 22bÍLA HAPPDRÆTTI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.