Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Verslunarstörf Óskum eftir að ráða nú þegar starfsmann í úra- og raftækjadeild í verslun okkar. Reglusemi og stundvísi áskilin. Nánari upp- lýsingar veitir starfsmannastjóri Miklagarðs, síma 83811. /WKUG4RÐUR MARKADUR VIÐSUND Lyfjafræðingur sem hefur starfað í tæp 4 ár hjá lyfjaheild- sölu (Pharmaco hf.) við lyfjakynningar óskar helst eftir hliðstæðu starfi. Tilboð óskast send inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Lyfjafræðingur — 839“. Verkstæðismenn Óskum að ráða vana viðgerðamenn til starfa á búvélaverkstæði okkar að Bíldshöfða 8. Starfið fellst í standsetningu, eftirliti og þjón- ustu á nýjum dráttarvélum, ásamt viðgerðum á öðrum búvélum. Góð launakjör — mikil vinna. Upplýsingar veittar á staðnum. Vélaborg/Bútækni hf., Bíldshöfða 8, Reykjavík. Fjórðungssjúkra- húsið á Akureyri Starfsfólk vantar í eftirtalin störf og stöður: Deildarstjóri á handlækningadeild frá 15. maí eða eftir nánara samkomulagi. Deildarstjóri á B-deild, sem er kvensjúk- dóma- og öldrunardeild, frá 1. júní. Deildarstjóri í Seli, sem er hjúkrunardeild og er laus frá 15. júní. Hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga á flestar deildir. Ljósmæður á fæðingadeild til sumarafleys- inga og í fastar stöður. Stöður við Sel. í vor verður tekin í notkun annar hluti öldr- unardeildar við Sel. Um er að ræða Sel II, sem er 10 rúma deild með góðri starfsað- stöðu. Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar: 1.0 staða hjúkrunarfræðings. 8.0 stöður sjúkraliða. 1.4 stöður starfsstúlkna. 0.5 staða sjúkraþjálfara. 0.5 staða deildarritara. Ennfremur 0.5-1.0 staða iðjuþjálfa. Um nýja starfsemi er að ræða með góðri starfsað- stöðu og áætlað er að stöðuhafi móti og þrói iðjuþjálfun aldraðra. Umsóknarfrestur um stöðurnar er til 1. maí. Hafið samband við hjúkrunarforstjóra og/eða hjúkrunarframkvæmdastjóra í síma 96-22100 og fáið nánari upplýsingar. Staða reynds aðstoðarlæknis á geðdeild, er laus til umsóknar frá 1. júní. Staðan veit- ist til 6 eða 12 mánaða. Upplýsingar veitir yfirlæknir geðdeildar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins fyrir 1. maí. Yfirsjúkraþjálfari. Staðan er laus til umsóknar nú þegar. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins fyrir 1. maí nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Siglufjörður Blaðberar óskast í Suðurgötu, Laugaveg, Hafnartún, Hafnargötu. Upplýsingar í síma 71489. Atvinna óskast strax og fram í ágúst. Hef kennaraháskóla- próf, góða íslenskukunnáttu, ásamt nokkurri reynslu í ritarastörfum, almennum skrifstofu- störfum o.fl. Upplýsingar í síma 27117. RÍKISSPÍTALAR LAUSARSTÖÐUR Yfirlæknir óskast við svæfinga- og gjör- gæsludeild Landspítalans. Á sérsviði yfir- læknis þessa er m.a. stjórnun svæfinga á skurðstofu kvennadeildar. Ennfremur þátt- taka í öðrum stjórnunarstörfum svæfinga- og gjörgæsludeildar samkvæmt nánari ákvörðun. Umsóknir á umsóknareyðublöðum lækna sendist stjórnarnefnd ríkisspítala fyrir 10. maí nk. Upplýsingar veitir yfirlæknir svæfinga- og gjörgæsludeildar í síma 29000. Hjúkrunarfræðingur óskast til starfa við barna- og unglingadeild Landspítalans við Dalbraut. Sérmenntun í geðhjúkrun eða annað sérnám t.d. í uppeldis- og kennslufræði, stjórnun eða félagshjúkrun æskileg. Einnig er ákjósanlegt að umsækjendur hafi reynslu af starfi með börn og unglinga. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda- stjóri í síma 84611. Hjúkrunarfræðingar óskast til sumarafleys- inga á kvenlækningadeild 21 A. Ljósmæður óskast til sumarafleysinga á meðgöngudeild, sængurkvennadeildir og göngudeild kvennadeilar. Sjúkraliðar óskast til sumarafieysinga á sængurkvennadeildir, meðgöngudeild og kvennadeild. Upplýsingar um ofangreind störf veitir hjúkruna- rframkvæmdastjóri kvennadeildar í síma 29000-509. Birgðavörður óskast við birgðastöð ríkisspít- ala á Tunguhálsi 2, Reykjavík. Upplýsingar veitir birgðastjóri í síma 671362. Starfsfólk óskast til ræstinga á skurðdeild Landspítalans. Vinnutími frá kl. 10.00 til 18.00. Starfsfólk óskast í býtibúr og til ræstinga á sjúkradeildum Landspítalans. Fullt starf. Upplýsingar veitir ræstingastjóri Landspítal- ans í síma 29000-494. Hjúkrunarfræðingar óskast á öldrunarlækn- ingadeild Landspítalans m.a. á fasta vakt frá kl. 08.00-13.00. Sjúkraliðar óskast á öidrunarlækningadeild Landspítalans á vaktir frá kl. 08.00-13.00 á fastar næsturvaktir og einnig á allar vaktir. Upplýsingar veitir hjúkrunarframkvæmda- stjóri öldrunarlækningadeildar í síma 29000. Starfsfólk óskast til vinnu á vistdeildum full- orðinna og barna á Kópavogshæli. Starfið er fólgið í meðferð og umönnun þroska- heftra vistmanna. Unnið er á tvískiptum vöktum: morgunvakt frá kl. 08.00 til 16.00 eða kvöldvakt frá kl. 15.30 til 23.30. Þroskaþjálfar óskast til vinnu á Kópavogshæli. Upplýsingar um ofangreind störf veitir fram- kvæmdastjóri eða yfirþroskaþjálfi Kópavogs- hæli í síma 41500. Reykjavík, 12. apríl 1987. Lagermaður Óskum eftir að ráða sem fyrst lagermann til framtíðarstarfa á heildsölulager okkar. Viðkomandi þarf að vera lipur í umgengni, töluglöggur og samviskusamur. Áhugasamir vinsamlegast sendið inn um- sókn á auglýsingadeild Mbl. fyrir miðvikudag- inn 15. apríl merkt: „P — 2147". Lágmúla 5. Starfsmaður á íþróttasvæði Knattspyrnudeild Hauka óskar að ráða starfsmann til að sjá um íþróttamannvirki félagsins á Hvaleyrarholti. Umsóknir skulu berast Lofti Eyjólfssyni, Móabarði 10, fyrir 1. maí 1987. Knattspyrnudeild Hauka Fiskmarkaður á Akureyri Undirbúningsstjórn um stofnun fiskmarkaðar á Norðurlandi auglýsir starf framkvæmda- stjóra laust til umsóknar. Leitað er að manni með þekkingu á rekstri, sjávarútvegi og tölvum. Hér er í boði starf sem krefst mikillar vinnu við að byggja upp nýja tegund uppboðsvið- skipta með fisk. Góð laun í boði fyrir réttan aðila. Með allar umsóknir verður farið sem algert trúnaðarmál. Umsóknir sendist fyrir 1. maí starfsmanni undirbúningsstjórnar Þorleifi Þór Jónssyni, Glerárgötu 30, 600 Akureyri. Þar eru einnig veittar allar frekari upplýsingar. St. Jósefsspítali í Haf narf irði óskar eftir starfsfólki í eftirtaldar stöður: Starfskraft til aðstoðar í eldhúsi — fullt starf. Upplýsingar gefur matreiðslumeistari í síma 50188 fyrir hádegi næstu daga. Meinatækni á rannsóknastofu. Ýmsir möguleikar fyrir hendi. Upplýsingar gefur deildarmeinatæknir í síma 50188 eftir hádegi næstu daga. Hótel Valaskjálf Framreiðslumaður óskast Óskum eftir framreiðslumanni til starfa á Hótel Valaskjálf, Egilsstöðum. Umsóknum skal skila til Steinþórs Ólafsson- ar framkvstj. fyrir 17. apríl 1987. Afgreiðslu- og lagerstarf Við viljum hið fyrsta ráða röskan mann til starfa í birgðarstöð okkar á Suðurströnd 4, Seltjarnarnesi. Um er að ræða vörumóttöku, vinnu á lager og afgreiðslustörf. Upplýsingar veitir Jón Leósson á Suður- strönd 4, eða í síma 91-26733. Simi 26733
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.