Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 pliorumi Útgefandi Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 550 kr. á mánuöi innaniands. í lausasölu 50 kr. eintakið. Glundroði í landstjórninni Hvernig sem menn reikna og spá í úrslit kosninganna, eftir tvær vikur, á grundvelli skoðanakannana komast þeir ekki að annarri niðurstöðu en að það verði glundroði í landstjórn- inni. Taki Sjálfstæðisflokkurinn þátt í stjórn að kosningum lokn- um bendir allt til þess nú, að hann þurfi að eiga samstarf við tvo flokka til að mynda starf- hæfan meirihluta. Taki Sjálf- stæðisflokkurinn ekki þátt í stjórn að kosningum loknum bendir allt til þess nú, að fjórir flokkar þurfi að ná samkomulagi til að mynda starfhæfan meiri- hluta. Þetta eru lítt glæsilegir kostir. Reynslan hér og annars staðar sýnir, að því fleiri flokkar, sem eiga aðild að ríkisstjórn, þeim mun máttiausari er stjórnin. Is- lensk stjórnmálasaga kennir okkur það einnig, að þeim mun fleiri flokkar, sem eiga menn í ríkisstjórn, því skammlífari er stjórnin. Hvað sem líður viðhorfi manna til einstakra stjórnmálaflokka, samkvæmt könnunum og dreif- ingu atkvæða, er hitt staðreynd, að ríkisstjórn þeirra tveggja flokka, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem enn sit- ur, nýtur stuðnings meirihluta landsmanna. Af þeirri niðurstöðu má draga þá einföldu ályktun, að allur þorri manna kann að meta þann árangur, sem stjómin hefur náð og áttar sig á því, að stjórn skipuð mönnum úr tveimur flokkum getur skilað viðurkennd- um árangri. Alls bjóða átta flokkar fram lista í komandi kosningum auk sérframboðs Stefáns Valgeirs- sonar í Norðurlandskjördæmi eystra. Af þessum átta flokkum eru þrír, sem eru næsta óþekkt stærð: Borgaraflokkurinn, Bandalag jafnaðarmanna og Flokkur mannsins. Borgaraflokk- urinn hefur þá sérstöðu meðal þessara þriggja flokka, að hann lýtur forystu manns, sem hefur setið í ríkisstjórn, Alberts Guð- mundssonar, sem varð hinn bóginn að segja af sér ráðnerra- embætti af alkunnum ástæðum, auk þess sem Borgaraflokkurinn nýtur meira fylgis í skoðanakönn- unum en hinir tveir flokkarnir. Fylgi Kvennalistans sýnist stöð- ugt, en hann hefur átt þingmenn í eitt kjörtímabil og ekki tekið þátt í ríkisstjórn. Þá hefur sú ákvörðun verið tekin, að þær konur, sem sátu fyrir listann á þingi síðasta kjörtímabil, eru ann- að hvort ekki í framboði nú eða eiga aðeins að sitja hálft næsta kjörtímabil. Til að mynduð verði fjögurra flokka stjórn án Sjálf- stæðisflokksins verður einhver þessara flokka eða tveir þeirra að mynda hana með Framsóknar- flokki, Alþýðuflokki eða Alþýðu- bandalagi, öllum saman eða tveimur þessara flokka. Stjórnmálasagan kennir okk- ur, að Sjálfstæðisflokkurinn sé kjölfestan í íslenskum stjórn- málum. Sú sögulega staðreynd á biýnna erindi til okkar riú, þegar ákvörðun er tekin um það, hvern- ig farið skuli með valdið í kjör- klefanum, en oftast áður. Það er einfaldlega á valdi okkar, kjós- enda, hvort við veðjum á eitt öflugt stjórnmálaafl eða göngum á vit óvissunnar og hins óþekkta. Eftir að Sjálfstæðisflokkurinn gekk einhuga og samhentur til þátttöku í þeirri ríkisstjóm, sem nú er að kveðja, hefur á ótrúlega skömmum tíma tekist að snúa vörn í sókn á flestum sviðum þjóðlífsins. Það mun jafnvel taka enn skemmri tíma að eyðileggja þann mikla ávinning, ef glund- roði tekur við í landstjóminni að kosningum loknum. Hótun í Reykjavík Forysta Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur sýnir best, hvað vinnst með því að kjósa samhentan hóp fólks úr einum fiokki til að fara með stjórn opinberra mála. A ámnum 1978 til 1982 fengu Reykvíkingar og landsmenn allir að kynnast því, hvaða afleiðingar það hefur að sundurleitur hópur manna úr mörgum flokkum tekur til við að stjórna stóm sveitarfélagi með hrossakaupum. Albert Guðmundsson er einn þeirra, sem sjálfstæðismenn hafa kjörið til að sitja í borgarstjórn Reykjavíkur. Hann gaf að vísu ekki kost á sér í síðustu borgar- stjórnarkosningum fyrir réttu ári, þegar sjálfstæðismenn fengu prýðilega kosningu í borginni. Nú bregður svo við, að Albert Guðmundsson segist ætla að beita sér fyrir sundrangu í Reykjavík. Hann segir flokk sinn, Borgaraflokkinn, ætla að bjóða fram með vinstri flokkunum gegn Sjálfstæðisflokknum í næstu borgarstjórnarkosningum. Reykvíkingar geta svarað þessari hótun um glundroða í borgarstjórn strax eftir tvær vik- ur með því að hafna Borgara- flokknum í kosningunum þá. Þessi nýi flokkur býður ekki fram til sundrungar í borgarstjórn Reykjavíkur eftir þrjú ár ef hon- um eru settar skorður í kosning- unum núna. Fyrir rúmum mánuði mátti ætla að kosningabaráttan vegna alþingiskosning- anna, sem fram fara 25. apríi nk., mundi verða með hefðbundnum hætti. Ríkisstjórnin hafði skapað sér sterka málefnastöðu. Stjórnarandstaðan átti í erfiðleikum með að ná fótfestu í kosningabaráttunni eftir mikinn uppgang Alþýðuflokksins á sl. ári og þá sérstaklega undir lok ársins. Þetta hefur gjörbreytzt á örfáum vikum. Gagnstætt því, sem við blasti fyrri hluta marzmánaðar, er andrúmsloft allt nú mjög spennt. Sjálfstæðisflokkurinn hefur klofn- að og ef eitthvað er að marka skoðana- kannanir er það alvarlegasti klofningur í sögu flokksins. Fengin reynsla sýnir, að þegar slíkui- klofningur kemur upp í stjórn- málaflokki, verða átökin óvenju hatrömm og marka mjög kosningabaráttuna. A þessu stigi málsins er ómögulegt að segja nokkuð um það, hvort þessi klofningur í Sjálfstæðisflokknum verður til langframa. Borgaraflokkurinn er byggður upp í kring- um einn mann. Slík stjórnmálasamtök hafa aldrei orðið varanleg, hvorki hér heima né erlendis. Þeir pólitísku hagsmun- ir, sem knýja menn til samstarfs á ný, geta verið mjög ríkir. Klofningur Sjálfstæðisflokksins einn út af fyrir sig dugði til þess að gjörbreyta kosningabaráttunni. Um leið og hann kom upp vom málefni ekki lengur til umræðu og þar með breyttist vígstaða stjórnar- flokkanna mjög. Aðrir stjórnmálaflokkar en Sjálfstæðisflokkur og Borgaraflokkur hafa einnig átt erfitt með að halda at- hygli fólks. Alþýðuflokkurinn var orðinn höfuðandstæðingur Sjálfstæðisflokks, en verður að sætta sig við að vera það ekki lengur. Borgaraflokkurinn hefur tekið við því hlutverki. Sundurlyndi, sjálfstæðis- manna hefði því alla vega leitt kosninga- baráttuna út í allt annan farveg. Nú hafa ákærur í Hafskipsmálum orðið til þess að auka enn á spennuna. Þær koma auðvitað eins og sprengja inn í kosn- ingabaráttuna, hvort sem mönnum líkar betur eða ver. Astæðan er sú, að málefni Hafskips og Utvegsbankans tengjast með margvíslegum hætti flestum stjórnmála- flokkum landsins. Leiðtogi Borgaraflokks- ins er einn umdeildasti maður Hafskips- málsins. Ymsir framámenn í Sjálfstæðis- flokknum frá fyrri tíð koma við sögu, bæði hjá Hafskip og í Útvegsbankanum. Einn af þingmönnum Alþýðubandalagsins hefur dregið sig í hlé frá stjórnmálaafskipt- um vegna þessa máls. Það er því alveg sama, hvernig á þetta mál er litið, ákæmr í því nú hljóta að auka gífurlega þá spennu, sem fyrir er. Afleiðingin er sú, að fólk hefur það mjög á tilfinningunni, að almennt upp- Iausnarástand ríki í landinu. Það er auðvitað mjög óheppilegt, að slíkt and- rúmsloft skapist, þegar alþingiskosningar em í nánd. Einmitt í slíkum kosningum skiptir máli, að kjósendur fái tækifæri til að taka ákvarðanir sínar í ró og næði. Til þess gefast fá tækifæri nú, þegar fólk skiptist í hópa með eða á móti afstöðu forystumanna Sjálfstæðisflokksins til Al- berts Guðmundssonar og raunar einnig að því er varðar málefni Hafskips. Flokka- drættir em meiri en oft áður og það er ekki af því góða. Ríkissaksóknari segir, að vinnu við Hafskipsmálið hafi einfaldlega verið lokið á þessum tíma og þess vegna hafi ákæmr verið birtar. Auðvitað gerir enginn þá kröfu til ríkissaksóknara að hann hagi störfum sínum eftir því, hvemig stjórn- málaástandið þróast í landinu, en það breytir ekki því, að ákvarðanir hans hafa áhrif á þau skilyrði sem em til staðar, þegar kjósendur ganga að kjörborðinu. Raunar er ekki gott að átta sig á pólitískum áhrifum þess, að kæmmar koma fram nú, svo skömmu fyrir kosning- ar. Tenging málsins við Sjálfstæðisflokk- inn er t.d. til muna minni nú en hún var þegar Albert Guðmundsson var í efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Þegar þetta er skrifað er ekki hægt að merkja það, að ákæmmar hafi áhrif til framdráttar einhvetjurn stjórn- málaflokki eða séu líklegar til að draga úr fylgi annars flokks eða flokka. Hvar fer kosn- ingabaráttan fram? Kosningabarátta, sem fram fer við þess- ar aðstæður, hefur auðvitað tekið á sig aðra mynd, en áður tíðkaðist. Einn af stjórnmálaforingjum þjóðarinnar varpaði þeirri spurningu fram í samtali við höfund Reykjavíkurbréfs fyrir nokkmm dögum, hvar kosningabaráttan færi fram. Niður- staða þess samtals var sú, að hún færi fyrst og fremst fram í sjónvarpi og að nokkru leyti í útvarpi, í auglýsingadálkum blaðanna og á götum úti og á vinnustöð- um. Þetta er mikil breyting frá fyrri tímum, þegar kosningabaráttan fór fram á fundum flokkanna og í dagblöðunum. Þessi breyting er eðlileg og í takt við tímann. Alls staðar, þar sem sjónvarp hef- ur komið til sögunnar, hefur kosningabar- átta færzt yfir í sjónvarp að vemlegu leyti. Þessi þróun hefur kannski ekki orðið eins hröð hér vegna þess að við höfum lengst af búið við eina sjónvarpsstöð. En um leið og önnur stöð kom til sögunnar breyttist þetta. Þess vegna er ekki ólíklegt að kosningarnar nú verði fyrstu raun- vemlegu sjónvarpskosningarnar, sem háðar hafa verið á íslandi. Að þessu leyti erum við líklega tæpum 30 ámm á eftir Bandaríkjamönnum, en þar fór kosninga- baráttan í fyrsta sinn í alvöru fram í sjónvarpi þegar Kennedy og Nixon tókust á 1960 og efndu til hinna frægu kapp- ræðna í sjónvarpi. Fijálst útvarp hefur einnig orðið til þess að kosningabaráttan hefur færzt að tölu- verðu leyti inn í útvarp í hvers kyns fréttasamtölum og viðtalstímum við fram- bjóðendur í útvarpsstöðvunum. Kosninga- efni í dagblöðum hefur færzt úr ritstjórnar- dállíum blaðanna yfir í auglýsingadálka, þar sem stjómmálaflokkarnir geta ráðið uppsetningu. Að þessu leyti fylgja flokk- arnir í kjölfar frambjóðenda í prófkjömm, sem í vaxandi mæli hafa notfært sér aug- lýsingar í blöðum. Þessi breyting er kærkomin fyrir dag- blöðin. Sú var tíðin að þau voru nánast ólesandi fyrir kosningar vegna mikils kosn- ingaefnis. Þetta hefur breytzt mikið og er mjög til bóta. Sennilega eiga dagblöðin þó eftir að finna sér eðlilegan farveg í kosningum, eftir þá breytingu, sem verður í þessum kosningum. Frambjóðendur sækja æ meir á vinnu- staði og á þann vettvang, þar sem þeir hafa tækifæri til að hitta fólk. Þessi breyt- ing er einnig af hinu góða. Hún er heilbrigð og jákvæð. í gamla daga nægði þeim að mæta á fundum. Nú er til þess ætlast að þeir séu á þönum frá morgni til miðnættis við að tala við fólk. Þannig á það Iíka að vera. Eftir þessu sækjast þeir! Skoðanakannanir og áhrif þeirra Nú em a.m.k. fjórir aðilar, sem fram- kvæma skoðanakannanir hér á landi fyrir kosningar. Félagsvísindastofnun háskól- ans framkvæmir slíka könnun fyrir Morgunblaðið, DV framkvæmir eigin kannanir og Skáís fyrir Helgarpóstinn og Stöð 2. Hagvangur framkvæmir einnig slíkar kannanir. Menn greinir á um áreiðanleik þessara kannana, en yfirleitt er fólk þó sammála um, að þær gefi hugmynd um, hvernig straumarnir liggja. En hafa þær áhrif á kosningaúrslit? Líklega fer það mjög eftir því, hversu snjallir stjórnmálaflokkarnir em í því að notfæra sér kannanir, sjálfum sér til framdráttar. Skólabókardæmi um þetta var árangursrík notkun Alþýðu- bandalagsins á skoðanakönnun, sem Hagvangur framkvæmdi fyrir Morgun- blaðið fyrir kosningarnar 1983, en sú könnun benti til þess, að Sjálfstæðisflokk- urinn væri í mikilli sókn en Alþýðubanda- Iagið í vöm. Alþýðubandalagsmenn sögðu v:ð kjósendur sína eitthvað á þessa leið: 1 sjáið þessa Hagvangskönnun. Ætlið MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 37 REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 11. apríl þið að láta íhaldið fara svona með okkur! Þessi áróður reyndist mjög áhrifarikur og bjargaði Alþýðubandalaginu fyrir horn í þeim kosningum. Kannanir nú benda til ótrúlega mikils fylgis Borgaraflokksins. Nú er spurningin, hvort þeim flokki tekst að nota þær til þess að segja við kjósendur: Fylgið okkur, því að okkar er framtíðin! Eða hvort Sjálf- stæðisflokknum tekst að nota niðurstöður þessara kannana sér til framdráttar með því að segja við kjósendur: Þið sjáið hvað er að gerast, ætlið þið að stefna í voða því góðæri og því öryggi, sem við búum við? Ætlið þið að taka áhættuna af því, að Sjálfstæðisflokkurinn veikist svo mjög, að það verði engin kjölfesta til í þjóðfélag- inu? Hingað til hafa skoðanakannanir fyrst og fremst verið framkvæmdar fyrir fjöl- miðla. Að því hlýtur hins vegar að koma, að stjórnmálaflokkarnir taki þær í þjón- ustu sína til þess að átta sig á því, hvemig landið liggur meðal kjósenda, á hvaða málefní beri að leggja áherzlu til þess að ná eyrum kjósenda og athygli og hvaða baráttuaðferðir séu vænlegastar til árang- urs. Það er varla við öðru að búast en að skoðanakannanir verði notaðar með þeim hætti af stjórnmálaflokkum í náinni framtíð. Ohagstæð þróun Framvinda mála hefur verið ótrúlega óhagstæð stjórnarflokkunum undanfarnar vikur. Þeir voru komnir í vígstöðu til þess að ná góðum árangri í kosningum, en það hefur breytzt á skömmum tíma. Sjálfstæð- isflokkur og Framsóknarflokkur hafa hvor með sínum hætti verið höfuðflokkar þjóð- arinnar áratugum saman og skipzt á að veita ríkisstjórnum forystu lengst af. Það yrðu því mikil tímamót ef kosningar færu á þann veg, að Sjálfstæðisflokkurinn kæmi frá þeim jafn veikur og skoðanakannanir gefa til kynna og Framsóknarflokkurinn jafn lítill og kannanir benda til. Allt er þetta auðvitað umhugsunarefni fyrir flokk- ana og forystulið þeirra, sem hlýtur að líta í eigin barm og íhuga, hvort flokkarnir hafi misst tengslin við fólkið í landinu. En það er ekki síður mikið og alvarlegt umhugsunarefni fyrir kjósendur hvert stefnir. Þrátt fyrir allt höfum við íslending- ar búið við umtalsvert öryggi og festu í stjórnarháttum okkar. í öðmm löndum hafa nýjar stjórnmálahreyfingar skotizt upp á stjörnuhimininn, svo sem Glistmp í Danmörku á sínum tíma. Fyrir nokkmm áratugum hlaut smákaupmaður einn gífur- legt fylgi í þingkosningum í Frakklandi. í nánast öllum slíkum tilvikum er um stund- arfyrirbæri að ræða, sem valda hins vegar umtalsverðum erfiðleikum í stjómarfari. Reynslan af Glistrup var ekki góð í Dan- mörku. Ekki heldur af Poujade í Frakk- landi. A hinn bóginn er ljóst að svona hreyfing- ar spretta ekki upp af sjálfu sér. Þær verða farvegur fyrir óánægju, sem er til staðar. Það fylgi, sem Borgaraflokkur Alberts Guðmundssonar hefur fengið í skoðana- könnunum, er vísbending um að hér er til staðar óánægja, sem ekki hefur fengið útrás í gegnum hið hefðbundna flokka- kerfi. Það er áhyggjuefni fyrir flokkana, ekki sízt Sjálfstæðisflokkinn, sem alla tíð hefur talið það skipta höfuðmáli að endur- spegla vonir og þarfir þjóðarinnar innan sinna vébanda. Ef það hefur af einhveijum ástæðum ekki tekizt nú hefur Sjálfstæðis- flokkurinn mikið verk að vinna, hvernig svo sem þessar kosningar fara. „ AIls staðar þar sem sjónvarp hef- ur komið til sögnnnar hefur kosningabarátta færzt yfir í sjón- varp að verulegn leyti. Þessi þróun hefur kannski ekki orðið eins hröð hér vegna þess að við höfum lengst af búið við eina sjónvarps- stöð. En um leið og önnur stöð kom til sögunnar breyttist þetta. Þess vegna er ekki ólíklegt, að kosningarnar nú verði fyrstu raun- verulegu sjón- varpskosningarn- ar, sem háðar hafa verið á Is- landi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.