Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 64
64 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 „Maður verður að vera við öllu búinn“ Rætt við Geirmund Valtýsson, hljómsveitarstjóra og lagasmið frá Sauðárkróki ÉG HAFÐI lengi ætlað mér að hitta Geira að máli og spjalla við hann um langan og litrikan fer- ill í hljómsveitabransanum svonefnda. Nú höfðu atvikin hag- að því svo að hann var staddur hér fyrir sunnan vegna söngva- keppni sjónvarpsins og ég greip þvi tækifærið mælti mér mót við hann. Viðmælandi minn er Geir- mundur Valtýsson, hljómsveitar- stjóri og lagasmiður frá Sauðárkróki. Hann hefur nú tvö ár í röð átt lag í úrslitakeppni söngvakeppninnar og hefur það líklega vakið hvað mesta athygli á honum, þótt ekki sé hann neinn nýgræðingur i dægurlagabrans- anum. ÞETTA var morguninn eftir úr- slitakeppnina og síminn hringdi í sífellu. Umræðuefnið var alltaf það sama, söngvakeppnin og úrslit hennar. Geirmundur virtist hinn hressasti þótt ekki hafi hann hreppt hnossið að þessu sinni. Það lá þó beinast við að spyrja hann fyrst hvort hann hefði orðið vonsvikinn með úrslitin: „Nei, ég er alls ekki svekktur yfir þessum úrslitum, skárra væri það nú. Við verðum að taka tillit til þess, að ég lendi númer fjögur og er þarna í hópi tónskálda sem hafa verið í fremstu röð um árabil. Það væri því mikið vanþakklæti að sætta sig ekki við þessi úrslit. Þama voru menn sem hafa gefíð út lög í tugatali og jafnvel hundraðatali sumir og ég get því alls ekki verið svekktur út af þessu. Ég neita því hins vegar ekki, að auðvitað gældi ég við þá hugmynd að verða aðeins ofar og þegar maður tekur þátt í svona keppni blundar alltaf innst inni vonin um að vinna. I svona svona keppni verður maður þó að vera við öllu búinn og það skiptast á skin og skúrir í þessu eins og öðru. Ég var til dæmis mjög hamingjusamur með að fá fullt hús í mínu kjördæmi og er mjög þakk- látur fyrir það. Og það má líka koma fram að ég varð fyrir svolitl- um vonbrigðum með útkomuna sem ég fékk í Norðurlandskjördæmi eystra því ég er búinn að spila þar alveg þindarlaust í gegnum árin og hljómsveitin mín hefur notið mikilla vinsælda þar, báeði austur í Þin- geyjasýslu og eins í Eyjafírðinum. Það kom mér því svolítið á óvart, að fá ekki nema ijögur stig þar.“ Geiri brosir þegar hann rifjar þetta upp og greinilegt að von- brigðin með afstöðu nágranna hans nyrðra rista ekki djúpt. „En það kom mér einnig á þægilega á óvart að ég skyldi fá tíu stig í Reykjavík og þetta sýnir bara að það er ómögulegt að reikna út fyrirfram hvar fylgið liggur, svo maður tali nú eins og stjómmálamaður." Var með keppnina í huga „Það er bæði skemmtilegt og lærdómsríkt að taka þátt í svona keppni", heldur hann áfram og seg- ir svo eftir örlitla umhugsun: „Það er auðvitað sigur út af fyrir sig að komast inn í þessa tíu laga úrslita- keppni. Ég komst það líka í fyrra, af tæpum 300 lögum þá og af tæp- um sextíu lögum núna, svo að ég get vel við unað. En burtséð frá því tel ég að þessi keppni sé mikil hvatning og lyftistöng fyrir dægur- tónlistarlífið í landinu, bæði fyrir lagahöfunda og hljóðfæraleikara. Menn setjast frekar niður til að semja þegar þeir hafa að einhveiju að keppa og þannig tel ég að söngvakeppnin hafí mjög örvandi áhrif á tónsmíðar á þessu sviði og það hlýtur alltaf að vera af hinu góða.“ Var Lífsdansinn saminn sérstak- lega með þessa keppni í huga, eða var þetta bara eitt af þessum lögum sem þú áttir í pokahominu? „Ég get nú ekki neitað því að ég var með keppnina í huga þegar ég setti saman þetta lag. Að vísu hafði ég ákveðnar efasemdir um að ég gæti fylgt eftir laginu sem ég sendi inn í fyrra, „Með vaxandi þrá“, sem hefur gengið mjög glæsli- lega síðan. Ég hélt að ég gæti ekki náð aftur upp þessari sveiflu sem einkenndi það lag þótt svona eftir á sé ég frekar á því að_ mér hafí tekist það að vissu leyti. Ég byijaði í nóvember að gæla við þá hug- mynd að reyna aftur þáttöku í söngvakeppninni og gekk nokkuð vel að koma laginu saman, svona hráu, en var hins vegar lengi að breyta því og bæta þar til það var komið í endanlegt horf. Ég vil Iíka taka það fram í sam- bandi við þessi lög mín að ég er með góðan textahöfund, séra Hjálmar Jónsson, prófast hér á Sauðárkróki. Okkar samstarf byij- aði í fyrra, þegar ég ákvað á síðustu stundu að taka þátt í keppninni þá. Mig vantaði því texta í snarheitum og leitaði til séra Hjálmars þar sem ég vissi að hann er góður hagyrð- ingur. Hann brást fljótt og vel við og samdi textann „Með vaxandi þrá“ sem mér fannst falla mjög vel að laginu. Þessir textar hjá Hjálm- ari eru vel ortir, koma vel til fólksins og þeir falla mjög vel að lögunum, sem ég tel vera mikið atriði í þessu öllu saman. Ég vil því fullyrða að séra Hjálmar á stóran þátt í vel- gengni þessara laga út af textun- um. Nú eru þetta ekki fyrstu lögin sem þú hefur komið á framfæri og hafa orðið vinsæl? „ Nei, ég byijaði að senda frá mér lög á hljómplötum árið 1972. Þá gaf Tónaútgáfan á Akureyri út með mér tvær tveggja laga plötur. Á fyrri plötunni var lagið „Bíddu við“ sem varð mjög vinsælt, þótt ég segi sjálfur frá. Eg man að lag- ið var á toppnum á vinsældarlista í „Lögum unga fólksins" alveg frá því í júní og fram í september það ár. Þá vorum við að betjast þar um vinsældimar ég og vinur minn Maggi Kjartans með lagið „My fri- end and 1“ og ég held ég megi segja að ég hafí haft vinninginn þar. Seinna þetta sama ár kom svo lag- ið „Nú er ég léttur" og það var svona létt sveiflulag sem einnig varð mjög vinsælt. Þessar plötur voru ekki með hljómsveitinni heldur skrifaðar á mig einan og það var Gunni Þórðar sem sá um upptök- umar og Trúbrot spilaði úfidir. Síðan hafa komið út tvær plötur með hljómsveitinni, tveggja laga plata 1981, en þar átti ég sveiflulag sem hét „Sumarfrí", sem gekk ágætlega og eins lagið hinum meg- in „Ferðalag" sem var eftir félaga minn í hljómsveitinni Hörð Ólafs- son. Árið eftir kom svo út 12 laga plata með hljómsveitinni sem hét „Laugardagskvöld" og titillagið þar náði nokkmm vinsældum, að minnsta kosti á böllum þar sem við spiluðum.“ Þessum lögum þínum fylgir ákveðinn léttleiki og það er eins og hamingja og lífsgleði gangi þar í gegn eins og rauður þráður. Ertu léttlyndur og lífsglaður maður að eðlisfari? „Já, ég held að ég sé frekar skap- léttur maður að eðlisfari og eflaust má fínna eitthvað samhengi á milli minnar skapgerðar og þessara laga, þótt auðvitað geti fokið í mann þegar svo ber undir. En varðandi þessi lög mín ber þess að gæta að ég er búinn að spila lengi á dan- sleikjum og tel mig þess vegna fara nokkuð nærri um hvað fólkið vill. Það er ekkert launungarmál að ég er búin að spila á böllum í 30 ár nú í vor, og hef farið nánast um allt land nema á Vestfirðina. Þar af leiðandi veit ég nokkum veginn hvað það er sem kveikir í fólki, að minnsta kosti á svona almennum böllum og ég er ekki frá því að það komi fram í þessum lögum sem ég hef verið að sjóða saman." Byrjaði innan við ferm- ingu „Ég var nýlega orðinn þrettán ára þegar ég byijaði að spila á böllum", segir Geiri þegar ég spyr hann hvemig hann hafí leiðst út á þessa braut. „Ég bjó frammi í sveit, á Geirmundarstöðum að sjálfsögðu, og við bræðumir ég og Gunnlaug- ur, höfðum óskaplega gaman af músík. Við byijuðum tveir saman á harmonikkur og fengum síðan með okkur trommuleikara og svona spluðum við í nokkur ár. Þegar frá leið fannst okkur orðið einhæft að hafa bara tvær nikkur svo að ég- keypti mér gítar og eftir hálfan mánuð var ég farinn að slá hann undir á böllum. Svona gekk þetta og við bættum síðan við okkur píanóleikara. Þá hét hljómsveitin Rómó og Geiri, því ég söng með þessu líka. Við spiluðum mest þama í kring og einnig mikið vestur í Húnavatnssýslu, í félagsheimilinu Víðihlíð. Þar er ég nú búinn að spila hátt á annað hundrað sinnum. Þeir vom svo vinsamlegir blessaðir að þeir létu mig hafa fallegan skjöld þegar ég var búinn að spila þar hundrað sinnum. Og ég hef það eftir óstaðfestum heimildum að þeir bíði með annan, þegar ég stíg þar á svið í 200 skiptið. Við spiluðum saman undir þessu nafni til ársins 1965. Þá hættu þeir báðir, bróðir minn og Jón á Fosshóli og ég fór að spila með strákum á Króknum eitt sumar, í hljómsveitinni Geislum. Um það leyti var einnig starfandi hljómsveit út á Krók sem hét hljómsveit Hauks Þorsteinssonar og hann fékk mig um haustið til að koma til sín. Sú hljómsveit starfaði í eitt ár en þá hætti Haukur í mússíkinni og við hinir héldum áfram undir nafninu Flamingo. Við spiluðum saman til ársloka 1970, en þá hættu þeir hin- ir en ég hélt áfram og fékk unga stráka með mér. Við byijuðum í janúar 1971 og það var hljómsveit Geirmundar Valtýssonar, sem hefur starfað óslitið síðan. í henni hefur verið með mér alla tíð bassaleikarinn Hörður Ölafsson og mikið til sömu Höfundar laganna 10, sem komust í úrslit í fyrstu söngvakeppninni vorið 1986. Geirmundur er fjórði frá hægri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.