Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 33
o r . CTTTr> A rTTTT-rT^TTr> fTT/'T A' TC MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRIL 1987 <?P. 33 Olögleg efni í matvælum: Ureltar reglur eða nýjar reglur, sem ekki hafa tekið gildi Grænáshlið Kcflavíkurflugvallar á nýjum stað. - segir Þórhallur Halldórsson, for- Keflavíkurflugvöllur: stoðumaður heilbrigðiseftirlits --------------------- Hollustuverndar ríkisins Morgunblaöið/EG Varðskýli og tollur á nýjum stað Vogum. „ÞAÐ kemur örugglega að því að heilbrigðiseftirlitið í landinu neyðist til að láta fjárlægja ein- hverjar vörutegundir úr hillum verslana vegna ólöglegra efna í þeim eða ónógra merkinga. Hins- vegar eru yfirvöld í fremur erfiðri aðstöðu þar sem við höf- um annars vegar úreltar reglur og hinsvegar nýjar reglur, sem ekki hafa ennþá tekið gildi," sagði Þórhallur Halldórsson, for- stöðumaður heilbrigðiseftirlits Hollustuverndar ríkisins, i sam- tali við Morgunblaðið. Fram hafa komið niðurstöður í könnunum íslenskra iðnrekenda og Neytendasamtakanna á umbúða- merkingum drykkjarvara og sælgætis. Þær hafa leitt í Ijós að ýmsu er ábótavant hvað þetta snert- ir, þó sérstaklega hvað varðar innfluttar vörutegundir, en ekkert reglubundið eftirlit er haft með þeim. Þórhallur sagði að heilbrigðis- yfirvöld myndu fylgja málinu eftir eins og hægt væri eftir viðræður við þá aðila sem að könnununum hafa staðið. Sérstaklega þyrfti að taka til athugunar litarefni og sætu- efni í matvælum auk merkinga á umbúðum. Þórhallur sagði að málin kæmust hinsvegar ekki í viðunandi horf fyrr en komið yrði á innflutningseftirliti með neysluvörum til landsins sem reyndar átti að tryggja með frum- varpi, sem lagt var fyrir Alþingi skömmu fyrir þingslit. Tími vannst ekki til að afgreiða málið á þessu þingi svo það kemur ekki upp fyrr en næsta haust. Frumvarpið gerir ráð fyrir að innan árs verði tekið upp eftirlit með innflutningi neyslu- vara sem nú er algjörlega eftirlits- laus, og eins nauðsynjavöru sem innihalda hættuleg eða skaðleg efni svo sem ýmis hreinsi- og þvotta- efni,“ sagði Þórhallur. Lög þau er Hollustuverndin star- far nú eftir, eru lög um hollustu- hætti og heilbrigðiseftirlit frá 1981. Heilbrigðisráðherra skipaði nefnd í fyrra til að endurskoða lögin og var frumvarpið unnið samkvæmt niður- stöðum þeirrar nefndar. Þórhallur sagði að í gildi væri reglugerð síðan 1976 um aukaefni og merkingar á matvælum og væri sú reglugerð löngu orðin úrelt. „Lögð hefur verið mikil vinna í að endurskoða og semja nýjan aukaefnalista. Sú vinna er nú á lokastigi og hefur listinn farið til umsagnar allra þeirra að- ila, sem um þessi mál eiga að fjalla. Vonast er til að Hollustuverndin geti sent endanlegar tillögur til ráðuneytisins ásamt nýrri merk- ingareglugerð innan tveggja mánaða „Ef hægt á að vera að koma á reglubundnu innflutningseftirliti, verða að vera til viðmiðunarreglur í samræmi við þær reglur sem gilda annars staðar fyrst og fremst á Norðurlöndum og ennfremur í sam- ræmi við þær kröfur sem gera verður til þeirra miðað við aðstæður hér á landi. Ekki er hægt að gera meiri kröfur til innlendrar fram- leiðslu en til innfluttra vörutegunda eins og nú er staðreynd,“ sagði Þórhallur. Hann bjóst við að nýjar reglur VZterkurog VD hagkvæmur auglýsingamiðill! yrðu að öllum líkindum settar um mitt þetta ár með gildistöku um næstu áramót. Þá yrði fyrst hægt að hefja raunhæft innflutningseftir- lit, en til þess þurfa stjórnvöld einnig að skapa stofnuninni full- nægjandi skilyrði, meðal annars með auknu starfsliði og aðstöðu. STARFSEMI Grænáshliðs Keflavíkurflugvallar héfur verið flutt á nýjan stað vegna þess að girðingin um varnarstöðina hef- ur verið flutt vegna legu vegar- ins að nýju flugstöðinni. Að sögn Þorgeirs Þorgeirssonar, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, verður á þessum nýja stað lögreglu- varðskýli, þar sem fylgst er með þeim sem fara inn á varnarsvæðið og þeim er fara út af því. Þá flytur tollgæslan með afgi'eiðslu á staðinn og síðar í sumar mun útgáfa vega- bréfa til Keflavíkurflugvallar einnig flytja á þennan stað. Tollafgreiðsla og útgáfa vegabréfa hefur áður farið fram í Lögreglustöðinni í Grænási, en eftir að girðingin var færð lenti lögreglustöðin utan girð- ingar. — EG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.