Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 28

Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 MESTÖLL fjarskipti við bandaríska sendiráðið í Moskvu hafa verið stöðvuð vegna svika tveggja varðmanna úr Landgönguliðinu, sem áttu vingott við rússneskar konur og hafa verið ákærðir fyrir að hafa oft hleypt starfsmönnum KGB inn í bygginguna að næturlagi fyrstu þijá mánuði ársins í fyrra og leyft þeim að fara sínu fram að vild. Þriðji sendiráðsvörðurinn hefur verið handtekinn, og sá fjórði einnig, grunaður um njósnir, en ekki í Moskvu heldur í Leningrad nokkrum árum áður, 1981-82. Fleiri landgönguliðar liggja undir grun. * Ottazt er að þetta hafi gert Rússum kleift að ráða skeyti til sendiráðs- ins og afla sér svo mikillar stolinnar vitn- eskju að samningsstaða Bandaríkja- manna hafi verið í hættu frá því löngu fyrir Reykjavíkurfund Ronald Reagans og Mikhail Gorbachevs í haust og að fundurinn hafi beinlínis verið skipulagður til að koma Reag- an í bobba. Af 26 bandarískum njósnamálum á síðustu þremur árum er þetta talið hið alvarlegasta og e.t.v. mesta njósnamál í sögu Banda- ríkjanna. Þar sem hlustunartækjum hefur verið komið fyrir í fundarherbergi sendiráðsins hefur verið gripið til þess ráðs að senda sérstaklega út- búinn húsbíl til Moskvu svo að George Shultz utanríkisráðherra geti ráðfærzt við samstarfsmenn sína og Reagan forseta þegar hann kemur til Moskvu til viðræðna á morgun. Nú fara öll mikilvæg skilaboð til Moskvu um Frankfurt, þar sem boð- berar taka við þeim og koma þeim áleiðis. Stjóm Reagans hefur beðið þingið um 25 millj, dala fjárveitingu til að koma upp nýju öryggiskerfi í sendiráðinu og Vín og rannsókn er hafin á öryggisviðbúnaði 10 annarra bandarískra sendiráða. Nýtt bandarískt sendiráð hefur verið í smíðum i Moskvu og mun vera fullt af sovézkum hlerunartækj- um, sem óvíst er hvort gera megi óvirk, en það mundi kosta 20-40 millj. Bandaríkjadala. Reagan segir að nýja byggingin verði ekki tekin í notkun nema öruggt verði talið að sovézkir verkamenn hafi ekki komið þar fyrir hlerunartækjum. Violetta Svikararnir í sendiráðinu voru Clayton Lonetree, 25 ára gamall lið- þjálfi frá St.Pauls, og Amold Bracy, 21 árs gamall korporáll frá New York. Lonetree starfaði í sendiráðinu frá september 1984 til marz 1986 og átti vingott við Violettu Seina, 28 ára gamla þýðanda í sendiráðinu. Bracy vingaðist við laglega rúss- neska matreiðslukonu í sendiráðinu, Galinu Golontina. Violetta Seina er 26 ára gamall Gyðingur frá Úkraínu, hávaxin, lag- leg, gráeyg með sítt, skolleitt hár og vakti athygli. Hún er sögð hægl- át og fáskiptin og hafa góða stjóm á sér, aðlaðandi, smekklega klædd og lík fyrirsætu í útliti. Ungfrú Seina starfaði fyrir sendi- ráðið frá síðari hluta árs 1984 til fyrri hluta árs 1986, fyrst í mótttöku Spaso-bústaðarins, aðseturs sendi- herrans, og síðan við þýðingar í sendiráðinu. Hún hitti Lonetree „af tilviljun" á neðanjarðaijámbrautar- stöð í Moskvu í september 1985. Mánuði síðar hittust þau aftur „af tilviljun" á sömu stöð og spjölluðu lengi saman. „Við fórum bæði út á næstu stöð og fórum í langa gönguferð, töluðum um alla heima og geima, m.a. banda- rískar kvikmyndir, bækur, mat og það sem okkur var að skapi og geðj- aðist ekki að,“ sagði Lonetree í yfirheyrslu. „Hún spurði mig um fjölskyldu mína, ætt og uppruna, og lífið í Bandaríkjunum. Við töluðum án af- láts í um tvær klukkustundir, en síðan fór hún heim til sín og ég sneri aftur til sendiráðsins. Við ák- váðum að hittast aftur. Eg lagði til SendlráA Bandaríkjanna f Moskvu: KGB- menn röltu um byggingune aft næturlagl. Reuter/UPI Vloletta Selna: Vaktl athygll. Sovózkur vörftur viö bandaríska sendl- ráAIA í Moskvu: Starfsmenn KGB röltu um bygglnguna aft vild. við hana að hún kæmi í nokkrar veizlur í sendiráðinu eða önnur opin- ber boð.“ Víoletta tók hann á orðinu og kom glæsilega klædd á árlegan dansleik landgönguliðanna í Spaso-bústaðn- um í nóvember 1985. Síðan var henni oft boðið í veizlur landgöngu- liða í sendiráðinu, m.a. á næsta ársdansleik. Um 200 Rússar störfuðu í sendi- ráðinu þar til í fyrrahaust, m.a. bílstjórar, þýðendur, matreiðslufólk og afgreiðslufólk. Þeir fengu ekki að koma inn í skrifstofur, þar sem leynilegt starf fór fram, en sumir, þar á meðal ungfrú Seina, máttu umgangast Bandaríkjamenn í vinn- unni og á samkomum. Violetta hætti störfum þegar ákveðið var að fækka sovézlu starfs- fólki sendiráðsins af spamaðará- stæðum fyrir ári. Eftir Reykjavíkur- fundinn ákvað sovétstjómin síðan að allir sovézkir starfsmenn sendi- ráðsins skyldu hætta störfum. Þótt varðmönnunum sé ráðið frá því að umgangast Rússa hefur sendiráðið gert greinarmun á umgengni við sovézkt sendiráðsstarfsfólk, sem var leyfileg, og umgengni við Rússa utan sendiráðsins. Drykkjuveizlur Öryggisgæzla í sendiráðinu er í höndum 30 varðmanna úr sérdeild 1500 landgönguliða, sem hafa gætt 126 sendiráða Bandaríkjanna í heim- inum síðan 1948. Sendiráðsverðir hafa aldrei áður flækzt í njósna- hneyksli, þótt einkum Rússar hafi hvað eftir annað reynt að finna veil- ur á öryggiskerfi þeirra og smjúga í gegnum það. Verðimir eru flestir ókvæntir og á þrítugsaldri og starfs- tími þeirra er eitt og hálft ár. Verðimir í Moskvu búa í sérstöku húsnæði á sendiráðslóðinni. Þeir umgangast lítið starfsmenn sendi- ráðsins og eiga að skýra frá öllu sambandi við sovézka borgara. Fæstir þeirra kunna nokkuð í rúss- nesku. Þeir eru sérstaklega varaðir við því að erlendir njósnarar kunni að nota konur til að veiða upp úr þeim. Komið hefur í ljós að agaleysi ríkti í röðum sendiráðsvarðanna. Þeir buðu jafnan brezkum og frönskum bamfóstrum í Moskvu í drykkju- veizlur í híbýlum sínum, svo og sovézkum starfskonum sendiráðsins og vinkonum þeirra, þar til þær fyrr- nefndu hættu störfum að boði sovétstjómarinnar. Tveir verðir nauðguðu brezkri barnfóstru í „rok- kveizlu" í desember sl. Sjö land- gönguliðar voru sendir heim og leiddir fyrir herrétt. í yfirheyrslum kom fram að mikið væri um að verð- ir ættu ólöglegt samneyti við sovézkt

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.