Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 1
80 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
88. tbl. 75. árg.
MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Evrópubandalagið:
Fálega tekið í
umsókn Tyrkja
Ankara, Brlissel, Reuter.
TÓLF aðildarríki Evrópubanda-
lagsins tóku umsókn Tyrkja um
inngöngu í Evrópubandalagið
fálega í gær og sögðu flestir
stjórnarerindrekar í höfuðstöðv-
um bandalagsins i Brtissel að
beiðnin frá Ankara kæmi ekki á
réttum tíma.
Stjórnarerindrekar sögðu einnig
að formleg umsókn Tyrkja, sem
lögð var fram í gær, kæmi sér illa
fyrir þau aðildarríki, sem telja að
Tyrkir séu ekki reiðubúnir að ganga
Geislavirkni í Evrópu:
Sovétmenn
krafðir
skýringa
Bonn, Reuter.
VESTUR-Þjóðvetjar báðu sov-
ésk yfirvöld i gær um skýringar
á aukinni geislavirkni, sem
mældist í andrúmslofti fyrir
skömmu. Vísindamenn grunar
að aukninguna megi rekja til
leka í kjarnaofni í Sovétríkjun-
um.
Gennady Gerasimov, talsmaður
sovéska utanríkisráðuneytisins,
sagði í Moskvu í gær að engin aukn-
ing á geislavirkni hefði mælst í
Sovétríkjunum upp á síðkastið.
Talsmaður umhverfismálaráðu-
neytisins í Bonn sagði að vestur-
þýsk stjórnvöld ætluðu að krefjast
skýringa á geislavirkninni, sem
mældist 2. til 15. mars, þrátt fyrir
yfírlýsingu Gerasimovs. Geisla-
virknin var fyrir neðan hættumörk.
Umhverfismálaráðuneytið ákvað
að láta rannsaka málið eftir að
aukin geislavirkni mældist í Finnl-
andi og Svíþjóð og síðar í Austurríki
og Vestur-Þýskalandi.
í bandalagið, en vilja ekki hafna
henni af pólitískum ástæðum.
Vestrænar ríkisstjórnir hafa með
hernaðarlegt mikilvægi Tyrklands,
sem liggur að landamærum Sov-
étríkjanna, í huga hvatt til þess að
stjórnvöld í Ankara efli lýðræði í
landinu og sagt horfur á aukinni
samvinnu milli bandalagsins og
Tyrklands. Háttsettur stjórnarer-
indreki í Brússel sagði að útilokað
væri að veita Tyrkjum aðild eins
og málum væri nú komið. Tyrkir
þyrftu m.a. að taka sig á í mann-
réttindamálum.
Turgut Ozal, forsætisráðherra
Tyrklands, sagði í gær að hvorir
tveggju hefðu hag af því að Tyrkir
fengju aðild að bandalaginu. Grikk-
ir, sem hafa árum saman staðið í
vegi fyrir inngöngu Tyrkja, kváðust
ætla að bíða og sjá hvað setur.
Flugstöðin vígð
Morgunblaðið/RAX
Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, afhjúpar lágmynd af Leifi Eiríkssyni og vígir nýju flugstöð-
ina. Sjá ræður fluttar við vígsluna á síðum 28 og 29 og frásögn og myndir á miðopnu og síðu 42.
Gorbachev í viðræðum við Shultz:
Tilbúinn til leiðtogafund-
ar með vissum skilyrðum
tf nol/.m Wnalimfrtnn Pnntnr
Moskvu, Washington, Reuter.
MIKHAIL Gorbachev, aðalritari sovéska kommúnistaflokksins,
kvaðst á fundi sínum með George Shultz, utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna, í gær vera reiðubúinn til að ganga til fundar við Ronald
Reagan Bandaríkjaforseta ef fyrir lægju útlínur að sáttmála um
afvopnunarmál og samomulag um meðaldrægar flaugar, sem tilbúið
væri til undirritunar, að því er sovéska fréttastofan TASS sagði í
gær. Að sögn fréttastofunnar lagði Gorbachev einnig fram þrjár
tillögur um tilraunir og rannsóknir varðandi geimvarnaáætlun
Bandaríkjamanna, skammdrægar flaugar i Evrópu og kjarnorku-
vopn á vígvöllum.
Shultz afhenti Gorbachev bréf frá
Ronald Reagan Bandaríkjaforseta í
upphafi viðræðna þeirra. Þar býður
forsetinn Gorbachev formlega til
Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd:
Oraunhæf hugmynd
og styrkir ekki NATO
- segir Carrington lávarður
Bríissel, frá Ásgeiri Sverrissyni, blaðamanni Morgunblaðsins.
HUGMYNDIN um að lýsa Norð-
urlönd kjarnorkuvopnalaust
svæði er óraunhæf og ekki til
þess fallin að styrkja Atlants-
hafsbandalagið út á við, að því
er Carrington lávarður, fram-
kvæmdastjóri NATO, sagði á
fundi með íslenskum frétta-
mönnum í Briissel í gær.
„Sérhver tilhneiging til að setja
fram sérkröfur hlýtur að valda
áhyggjum," sagði Garrington lá-
varður. Hann kvað aðildarríki
Atlantshafsbandalagsins hafa
sameinast um stefnu, sem grund-
völluð væri á sveigjanlegum
viðbrögðum á óvissu- og átaka-
tímum. Hugmyndir um að hverfa
frá því grundvallarviðhorfi væru
ekki til þess fallnar að gera stefnu
bandalagsins trúverðuga.
Carrington lávarður sagði að
hugmyndir ráðamanna í Evrópu
um skilvirkari samvinnu á sviði
öryggis- og varnarmála væru af
hinu góða.
Hann kvaðst engar fregnir hafa
af fundi George Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjarína, og
ráðamanna í Moskvu, en bætti
því við að ráðherrann kæmi til
Brússel á morgun til að greina
fulltrúum aðildarríkja NATO frá
gangj viðræðnanna. Carrington
lávarður sagðist vera vongóður
um að stórveldin næðu samkomu-
lagi um að skera niður kjam-
orkuvígbúnað í Evrópu á þessu
ári.
Sjá „Allar sérkröfur ...“ á
síðu 36.
fundar í Bandaríkjunum. Shultz átti
fjögurra og hálfrar klukkustundar
langan fund með Gorbachev og að
honum loknum ræddi hann við Edou-
ard Shevardnadze, utanríkisráð-
herra Sovétríkjanna. Bandaríkja-
menn hafa ekki greint frá gangi
viðræðna ráðherrans við ráðamenn
í Moskvu.
Dan How'ard, talsmaður Banda-
ríkjaforseta, sagði í Washington í
gær að tillögur Gorbachevs væra
áhugaverðar en Bandaríkjamenn
yrðu að ræða þær við bandamenn
sína i Atlantshafsbandalaginu áður
en brugðist yrði við þeim.
Sovéska fréttastofan kvað Gorb-
achev hafa sagt við Shultz að
risaveldin ættu í sameiningu að
vinna að skjali, þar sem kveðið yrði
á um lykilatriði varðandi langdræg
kjarnorkuvopn, gagneldflaugar og
kjarnorkutilraunir.
Gorbachev bætti við að á mögu-
legum fundi gætu hann og Reagan
gengið frá þessum lykilatriðum
þannig að síðar yrði ef til vill unnt
að ganga frá allshetjarsamningi.
Samkvæmt frásögn TASS hreyfði
Mikhail Gorbachev þremur sér-
greindum atriðum í viðræðum hans
við George Shultz í gær: Sovéski
leiðtoginn skilgreindi nánar en á
Reykjavíkurfundinum með Ronald
Reagan, hvað felst í sovéskum tillög-
um um takmörkun á rannsóknum
og tilraunum vegna geimvarnaáætl-
unarinnar. Tilraunir geta farið fram
í rannsóknastofnunum, verksmiðjum
og á tilraunasvæðum á jörðu niðri.
I öðru lagi sagðist Gorbachev vilja
ganga lengra að því er varðar ein-
hliða brottflutning skammdrægra
sovéskra eldflauga í Evrópu en hann
gerði með tillögum sínum í Prag í
síðustu viku. Hann teldi ekki nauð-
synlegt að gera sérstakan samning
um þessar flaugar heldur verði kveð-
ið á um tímasetningu fyrir niðurrif
þeirra í samningi risaveldanna um
meðaldrægar eldflaugar.
í þriðja lagi sagðist Gorbachev
vilja fjarlægja öll vígvallarkjarn-
orkuvopn frá Evrópu, það er kjarn-
orkukúlur í fallbyssur, kjarnorku-
jarðsprengjur og önnur slík vopn.
Bandaríkjamenn vörðust allra
frétta um það, sem gerðist á fundum
bandaríska utanríkisráðherrans og
sovéskra ráðamanna. En auk við-
ræðnanna við Gorbachev hitti Shultz
Nikolai Ryzhkov, forsætisráðherra
Sovétríkjanna, að máli í gær. Fréttir
TASS um viðhorf Sovétmanna í við-
ræðunum bárust ekki fyrr en eftir
miðnætti að Moskvu-tíma.
Landgöngu-
liðar í Vín
sendir heim
Vín, Reuter.
FIMM landgönguliðar, sem
gættu bandaríska sendiráðsins í
Vín, voru sendir heim til Banda-
ríkjanna á sunnudag, að því er
talsmaður sendiráðsins sagði í
gær.
Granur leikur á að þeir hafi í
leyfisleysi átt samskipti við erlenda
borgara þegar beir voru við störf í
austantjaldsríkjum. Talsmaðurinn
bætti við að mennirnir væru ekki
grunaðir um njósnir enn sem komið
er.