Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 9

Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1987 9 UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS ValhölL Háaleitisbraut 1,3. hæð Símar: 689004 - 689005 - 689006 Utankjörstaðakosning ferfram hjá borgarfógetanum í Reykjavík í Ármúlaskóla alla daga frá kl. 10-12,14-18 og 20-22 nema sunnudaga og aðra helgidaga kl. 14- 18. Lokaðföstudaginn langa og páskadag. Skrifstofan gefur upplýsingar um kjörskrá og allt sem lýtur að kosn- ingunum. Áðstoð við kjörskrárkærur. Sjálfstæðisfólk! Hafið samband við skrifstofuna ef þið verðið ekki heima á kjördag. BARNA— SKÓR Stærð: 20-27 Litir: blátt, V WB 998,- Efni: leður 5% staðgreiðsluafsláttur MEÐEIGANDI 0SKAST í hraðframköllun á góðum stað í bænum Húsnæði fyrir hendi Áhugasamir sendi tilboð á auglýsinga- deild Mbl. fyrir 21. apríl merkt: „Meðeigandi — 1060u. Á Hótel Holti verður opið sem hér segir um hátíðarnar: Skírdag - opnað kl. 18.00 Föstudag - lokað Laugardag - opnað kl. 18.00 Páskadag -lokað Annan páskadag - opnað kl. 18.00. Við óskum landsmönnum gleðilegra páska. Framsókn og verk annarra I Staksteinum í gær var vakið máls á því, að þeir framsóknar- menn, sem sátu hjá, þegar Alþingi ákvað að afnema einkarétt á útvarpsrekstri, vilja nú láta þakka sér, að einokunin er úr sög- unni. Áfstaða framsóknarmanna til smíði flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er af svipuðum toga. Eins og vikið er að í Stakstein- um í dag veit málgagn Framsóknarflokksins, Tíminn, ekki alveg, hvort hann á að vera með flugstöðinni eða á móti henni. Kem- ur þetta heim og saman við stefnu framsóknar á líðandi kjörtíma- bili. Framsóknar- nöldur Undanfama daga hafa næsta sérkennilegar fréttir birst í blöðum, einkum Þjóðviljanum og Tímanum, þess efnis, að vígsla flugstöðvar Leifs Eiríkssonar í gser hafi verið einskonar sýndar- mennska; stöðin sé ekki tilbúin til notkunar. Hef- ur margt verið tínt til í þessum skrifum og má til marks um þau vitna til forsíðu Tímans í gser, þar sem stóð: „Óbreytt stendur að Leifsstöð er enn ekki fullbúin til notkunar af því að þeir bráðlátu í stjómkerfinu vildu láta opna fyrir gestum áður en verkinu var lokið. í gær rembdust þessir menn við að telja Tíman- um trú um að ekki væri verið að þjófstarta flug- stöðinni. En við getum sagt þeim, viti þeir það ekki, að nokkur hluti er skermaður af fyrir gest- um svo þeir þurfi ekki að horfa upp á háJfunnið verk, og enn er óljóst hvemig eldsneyti verður látið á flugvélamar á hlöðum stöðvarinnar. Það skaðar svo ekki að geta þess, að á utanríkis- ráðherraárum sinum gerði Einar heitinn Agústsson þá samninga við stjóm Bandaríkjanna sem gerðu þessa stöð mögulega.“ Fýlutónninn í þessu forsíðuávarpi Tímans fer ekki framhjá neinum. Lögð er áhersla á hið neikvæða; þess er ekki getið, að ekki er aðeins unnt að halda glæsilega vígsluveislu í flugstöð- inni heldur er unnt að afgreiða þaðan núna strax allar millilanda- flugvélar. Eldsneyti verður dælt úr tankbílum í flugvélar þar tíl hið fuilkomna eldsneytis- hleðslukerfi verður tekið í notkun. A flestum flug- völlum heims em tank- bílar sendir að flugvél- um. Framsóknarmenn hafa áður nöldrað yfir flugstöðinni nýju eins og þessi orð sjálfs Steingrims Hermamis- j sonar, forsætisráðherra, ' í þingræðu 1. febrúar 1984: „Ég get hins vegar lýst þeirri skoðun minni að ég hef talið þessa flug- stöð vera ansi stóra og hef kynnt mér það hvort ekki mætti byggja smærri flugstöð. Vitan- Iega má byggja smærri flugstöð . . . Eg hef jafn- framt lýst þeirri per- sónulegu skoðun minni að mér sýnist að Banda- rikjamenn ættu að greiða allan kostnað af þessu maunvirki þvi að þetta er liður i þeirri mikil- vægu ákvörðun að aðskilja innlent þjóðlif eins og hægt er frá hem- um á Keflavíkurflugvelli. Ég tel að þeir eigi að bera kostnaðinn af þvi.“ Þeir sem gerst þekkja em þeirrar skoðunar, að líklega komi fyrr en síðar í Ijós að hin nýja flugstöð sé fremur of lítil en of stór, þvert ofan í orð for- sætisráðherra fyrir aðeins þremur árum. Gagnrýni Steingríms Hermannssonar á skipt- ingu kostnaðar vegna stöðvarinnar er gagnrýni á þá samninga, sem Ein- ar Agústsson, flokks- bróðir hans, gerði á sinum tima og Tímanum fimist allt i einu heppi- ! legt að minna á núna. Framsóknamöldrið fer ekki í manngreinarálit, þegar mikið liggur við. Flokkur í vanda Alþýðubandalagið hefur ekki náð sér á strik í kosningabaráttiuuú. Fyrstu merkin um að flokksforystan vissi ekki undir hvaða merkjum hún skyldi heyja barátt- una komu i Ijós eftir að Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, lýsti yfir því í ræðu á landsfundi flokksins, að Alþýðubandalagið væri ekki höfuðandstæð- ingur sjálfstæðismanna í þessum kosningum, flokkurinn hefði hvorki styrk né málefnastöðu til að gegna því hlutverki. Eftir stofnun Borgara- flokksins hefur Alþýðu- bandalagið horfið enn meira í skuggann. Guð- rún Helgadóttir, sem skipar annað sæti, takið eftir annað sæti, á lista Alþýðubandalagsins í Reykjavík sér ástæðu til að gefa eftirfarandi neyðaryfirlýsingu á for- síðu Þjóðviljans i gær: „Ég kann hinsvegar ekk- ert svar við því ef Reykvíkingar vilja frek- ar þær Kristínu Einars- dóttur og Þórhildi Þorleifsdóttur [af Kvennalistaj á þing en mig. Hvomg þeirra hef- ur verið á þingi áður og þær em þvi óskrifað blað.“ Eini frambjóðandi Al- þýðubandalagsins sem sýnist ömggur með sig er Ólafur Ragnar Gríms- son, sem býður sig fram í öðm sæti á Reykjanesi og segist einnig gefa kost á sér sem utanrikis- ráðherra hjá Albert Guðmundssyni og hveij- um öðmm, sem tekur undir hugmyndir hans í öryggis- og vamarmál- um. Ölafur Ragnar segir, að aðeins vanti 10 til 50 atkvæði til að hann nái þessu markmiði. Hvort sem það tekst eða ekki er Ólafur Ragnar búinn að skapa sér þá stöðu, að eftir kosningar telur hann sig hafa í fullu tré við Svavar Gestsson og hvem þann annan, sem stendur í vegi fyrir því, að hann, Ólafur Ragnar, verði formaður Alþýðu- bandalagsins. Auglýs- ingamennska Alþýðu- bandalagsins í Reykjanesi snýst ekki síst um innanflokksátök. Hver er ávöxtunin á bankabréfum og verðtryggðum skuldabréfum traustra fyrirtækja?* 9-12% hjá Verðbréfamarkaði Iðnaðarbankans að Ármúla 7 Avöxtun umfram Útgefandi Lánstími verdbóigu Veödeild Iðnaðarbankans 3mán.-4,5ár 9,3-9,0% Glitnir hf. 9 mán. til 4 ár og 9 mán. 11,4-10,9% Sveinn Egilsson hf. 2 til 5 ár 12-11,5% Við leggjum áherslu á örugg skulda- bréf og áhyggjulausa ávöxtun. Eftir nokkra hækkun vaxtaá síðustu dögum er nú unnt að ávaxta pen- inga í öruggum skuldabréfum sem bera 9-12% vexti umfram verð- bólgu. Þessi ávöxtun hefði svarað til hvorki meira né minna en 32,4-36% nafnvaxta síðustu þrjá mánuðina m.v. heiltár. Það getur verið dýrt að hugsa ekki vel um sparnaðinn sinn. Hjá Verðbréfamarkaðnum vinnum við á hverjum degi við að ávaxta fjármuni fyrir fólk! Verðbréfamarkaður 1= Iðnaðarbankans hf. "Svarartil 32,4-36% nafnvaxta sídustu 3 mánuði m.v. heiltár Siminnaö Ármúla7er 68-10-40. Gjörið svo vel að hafa samband og leita nánari upplýsinga!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.