Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 12

Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 „Höfðum útbúnað og vistir til margra daga“ - segir Kjartan Blöndal, einn af skátunum tíu, sem lentu í erf iðleik- um á Langjöktí um helgina „ÉG vil fyrst taka fram, til að fyrirbyggja misskilning, að þetta voru alls engar hrakning- ar. Við vorum það vel útbúin að við hefðum getað verið þarna á jöklinum í marga daga“, sagði Kjartan Blöndal, sem var í hópi skátanna tíu, sem lentu í erfið- leikum á Langjökli um síðustu helgi. Kjartan varð fyrir nokkr- GARÐUR s.62-1200 62-1201 Skipholti 5 Höfum góða kaup- endur að 2ja og 3ja herb. íb. Efstasund. 2ja herb. ca 60 fm nýstandsett ib. á 1. hæð. Bilskréttur. Verð 1,9-2 millj. Miklabraut. 2ja herb. samþ. ca 65 fm kjib. í 5 ib. húsi. Asparfell. 4ra herb. ca 100 fm íb. á 6. hæð. Falleg björt íb. Nýtt á gólfum. írabakki. 4ra herb. góð íb. á 3. hæð. Nýl. fallegt eldhús. Suður og norðursv. Verð 3,2 millj. Seljahverfi. 4ra herb. íb. á 1. hæð í blokk. Bílgeymsla. Verð 3,6 millj. Krummahólar. 6 herb. falleg ib. á tveimur hæðum. íb. er 3 stof- ur, 3 svefnherb., 2 baðherb., eldhús o. fl. Bílgeymsla. Meiriháttar út- sýni. Verð 5,0 millj. Mögul. að taka 2ja-3ja herb. íb. uppí. Seljahverfi. Einb., hæð og ris ca 210 fm. Á hæðinni eru fallegar stofur, eldhús, eitt herb., þvotta- herb. o.fl. í risi eru 3 rúmgóð svefnherb., skáli og baðherb. Mjög fallegt hús. Bílsk. Skipti mögul. Verð 7,9 millj. Hvammar — Hf. Vorum aö fá i sölu glæsil. nýtt ca 210 fm raðh. með bilsk., blómastofu o.fl. Svotil fullgert hús. Verð 6,5 millj. Lágholt — Mos. Einbhús mjög vel staðsett. Ca 155 fm auk 45 fm bflsk. Skemmtil. telkning. Ekki fullg. hús. Verð 5,7 millj. Leirutangi — Mos. Einb. 174 fm auk 41 fm tvöf. bílsk. Húsið er á einni hæð ekki fullb. Verð 6,3 millj. JÚI Sérhæðír í tvibhúsi á góðum stað í Grafarvogi. Hæðirnar eru 5 herb. 127 fm auk bilsk. Seljast fullfrág. að utan en fokh. eða tilb. u. trév. að innan. Teikn. á skrifst. Hagst. grkjör. Einbýli — óskahúsið. 137 fm einb. á einni hæð auk 51 fm tvöf. bílsk. Selst fokh. eða lengra komið. Annað Skóverslun. Vorum að fá til sölu eina af eidri skó- verslunum borgarinnar. Tilvalið fjölskfyrirtæki. Hárgreiðslustofa. Til sölu ógæt hárgrstofa i Breiðholti. Gott tækifæri fyrirt.d. einn eða tvo aöila. Kári Fanndal Guðbrandsson, Gestur Jónsson hrl. um meiðslum, er hann varð undir snjósleða á jöklinum, en hann kvaðst aldrei hafa verið í neinni hættu og að vel hefði farið um sig í tjaldinu og síðar í snjóhúsinu, þar sem hann dvaldi ásamt þremur félögum sínum þar til hjálpin barst. Eig- inkona Kjartans, Erla Þor- steinsdóttir, var einnig með í leiðangrinum á Langjökul og var hún í hópi þeirra sex, sem dvöldu í skálanum við Fjall- kirkju eftir að óveðrið skall á. Það var um kvöldmatarleytið á föstudag sem tíu hjálparsveitar- menn frá Reykjavík lögðu af stað á þremur vélsleðum norður yfir Langjökul. Um hádegi á laugar- dag sneru þeir við og við gefum Kjartani orðið: „Við höfðum fengið þær upplýsingar frá Veðurstof- unni að veðurútlit væri gott á laugardag, en það breyttist. Þegar við snerum við niður af jöklinum áleiðis í bæinn þá fóru tveir af sleðunum fram af snjóhengju skammt frá skálanum við Fjall- krikju. Við ákváðum þá fjórir að fara ákveðna leið til að koma þeim upp aftur enda kom fljótlega í ljós að þeir voru í lagi. Hin héldu þá rakleiðis upp í skála og hugðust bíða okkar þar. Fljótlega upp úr þessu versnaði veðrið til muna og það gerði blyndhríð svo að ekki sást út úr augum. Þar sem við fjórir töldum okkur vita nákvæm- lega hvar við vorum héldum við áfram og eftir á sjáum við að við vorum nokkurn veginn á réttri leið og fórum mjög nálægt skálanum. Þá var komin glórulaus hríð og farið að skyggja. Lóraninn okkar hafði bilað þeg- ar sleðamir fóru fram af hengj- unni, en við vorum þó nokkum veginn vissir um leiðina. Það er þó ljóst að við höfum staðsett okk- ur eitthvað vitlaust, upp á svona 100 metra, því að skömmu síðar fórum við fram af klettabrún og var það talsvert hátt fall. Við vor- um tveir saman á hvorum sleða og einhverra hluta vegna fór fé- lagi minn af sleðanum skömmu áður en hann lenti fram af kletta- brúninni. Hinir tveir voru á undan rHÍjSVÍN«ÍH~l VSr, FASTEIGNASALA JV. BORGARTÚNI29,2. HÆÐ. tf 62-17-17 Erum fluttir í Borgartún 29, 2. hæð Stærri eignir Einb. — Seltj. Ca 250 fm glæsil. einb. við Bollagarða, selst á ýmsum byggingast. Verð frá 5,6 millj. Einb. — Nesvegi Ca 185 fm fallegt steinh. á tveim hæð- um. Verð 7,5 millj. Húseign — Bárugötu Ca 150 fm gott timburhús sem er tvær hæðir og kj. Verö 4,5 millj. Einb. — Mosfellssveit Ca 155 fm timbureiningah. v/Hagaland. Einb. — Engihlíð Ca 280 fm fallegt einb. Húsiö er allt endurn. Stór bílsk. Mögul. á sérib. í kj. Afh. strax. Verö 11 millj. Raðh. — Seljabraut Ca 210 fm fallegt raöhús. Verö 5,5 millj. Raðh. — Reykási Ca 180 fm fallegt vel staðsett hús á tveimur hæðum. Bílsk. Verö 6,3 millj. Hátún — Lyftuh. Ca 90 fm falleg íb. á 3. hæð í lyftuh. Suöursv. Verð 3,5 millj. 3ja herb. Krummahólar m/bílg. Ca 90 fm falleg íb. á 4. hæö. Bílgeymsla. Suövestursv. VerÖ 3,0 millj. Hvassaleiti m. bílsk. Ca 84 fm björt og falleg íb. á 3. hæð. Parket á gólfum. Vestursv. Verö 3,5 millj. Fljótasel Ca 180 fm stórglæsil. 2 efri hæöir i endaraöh. Parket á gólfum. Vandaöar innr. Allt sór. Verö 5,5 millj. 4ra-5 herb. Efstasund m/sérinng. Ca 110 fm 1. hæð í þríb. Verö 3,5 millj. Laugarnesvegur Ca 90 fm falleg hæö og ris i timbur- húsi. Mikiö endurn. eign. Samþ. teikn. aö viðbygg. Verö 3,5 millj. Kambasel Ca 102 fm stórglæsil. neöri hæö i raö- húsi. Sérgarður í suður. Þvottaherb. innan íb. Sérh. — Sörlaskjóli Ca 105 fm falleg neöri sórhæö. Ný eldh- innr. Nýtt gler og gluggar. Verö 3,8 millj. Dalsel Ca 110 fm falleg íb. á 1. hæö. Bílgeymsla. Verö 3,5 millj. Valshólar/s-verönd Ca 85 fm falleg jarðh. Sérþvhús í íb. Valshólar — endaíb. Ca 95 fm bráöfalleg endaíb. á 2. hæð. Þvottaherb. í íb. Verö 3,4 millj. Kársnesbraut — Kóp. Ca 80 fm góö hæö í fjórb. Verö 2,4-2,5 millj. Nýlendugata Ca 60 fm falleg risíb. Verð 1550 þús. 2ja herb. Efstasund Ca 60 fm góð íb. á 1. hæö. Verð 1,9 millj. Hamarshús Ca 45 fm nettó gullfalleg einstaklíb. Vandaöar innr. Suöursv. Verö 2,1 millj. Sporðagr. — 2ja-3ja Ca 75 fm björt og falleg kjib. Sérinng. Verö 2,7 millj. Efstasund Ca 55 fm falleg ib. á 3. hæð. Verð 1,9 m. Hverafold Eigum effir 4 2ja herb. ib. í glæsil. flölbýli. Afh. tilb. u. tróv. í sept. Bragagata. Ca 45 fm ósamþ. ris. Verö 1,4 millj. Guömundur Tómasson, Finnbogi Kristjánsson, Viöar Böövar8Son, viöskfr./lögg. fast. Morgunblaðið/Júlíus Hjónin Erla Þorsteinsdóttir og Kjartan Blöndal eftir heimkomuna af jöklinum. og ég áttaði mig ekki á þegar þeir fóru fram af og fylgdi því á eftir.“ Aðspurður sagði Kjartan að engin hræðsla hefði gripið sig á meðan á fallinu stóð og hugsun hans hefði verið mjög skýr allan tímann. „Ég vissi ekki fyrri til en allt hrundi undan mér og ég féll þarna niður, líklega um 20 metra og niður í snarbratta snjóbrekku. Ég gerði mér meðal annars grein fyrir því í fallinu að ég fór eina heljarstökkssveiflu á leiðinni og eins því að um leið og ég lenti kom sleðinn ofan á mig. Ég meira að segja sá hann fyrir ofan mig í fallinu. Sem betur fer slasaðist ég ekki mikið, og félagar mínir, sem höfðu hrapað á undan, komu mér strax til hjálpar. Og ég vil taka það sérstaklega fram, að þessir félagar mínir brugðust ótrúlega vel við og þeir sýndu undraverða rósemi á meðan á þessu stóð því þetta leit verr út, en það var í raun og veru. En eins og ég sagði þá gerði ég mér grein fyrir því allan tímann að þetta var í lagi. Það fyrsta sem félagar mínir hugsuðu um var að koma mér nið- ur brekkuna og úr allri hættu frá hugsanlegu hruni eða snjóflóði og síðan náði annar þeirra í þann sem eftir varð uppi á klettabrúninni. A meðan tjaldaði hinn og ég komst fljótlega ofan í hlýjan svefnpoka. Því næst fórum við að grenslast fyrir um þau sex, sem höfðu farið í skálann og reyndum að kalla í þau með talstöð sem við höfðum. Við sendum út í talstöðinni lýsingu á því sem hafði hent okkur og það heyrðist eitthvert slitur af því í skálanum, en hins vegar fengum við ekkert svar. Síðan vorum við þarna um nóttina í besta yfirlæti, fyrir utan áhyggjurnar sem við höfðum af afdrifum hinna. Eftir að hafa borðað og safnað kröftum á sunnudagsmorgun fóru strák- amir í að moka snjóhús því það hafði fennt svo um nóttina að tjöldin voru að sligast og fyrirsjá- anlegt að við myndum vera þama að minnsta kosti einn sólarhring í viðbót. Þeir mokuðu þama stórt og gott hús og þar áttum við mjög góða vist. A mánudagsmorgun heyrðum við í útvarpi, sem við höfðum meðferðis, að það voru komin við- brögð í bænum og vorum auðvitað mjög ánægðir með það. Hins veg- ar vissum við að okkar yrði seint leitað á þessum stað, sem var í gagnstæðri átt frá skálanum, mið- að við þann stað þar sem við höfðum upphaflega skilið við fé- laga okkar. Við fórum því að kalla aftur og þá fengum við svar um hæl frá skálanum. Félagi minn, Þór Daníelsson, var þá kominn þarna uppeftir með björgunar- mönnum úr bænum og ég gat gert honum grein fyrir staðsetn- ingunni, enda höfuin við oft farið saman á Langjökul. Hjálpin barst svo skömmu síðar." Kjartan var að lokum spurður hvort þeim félögum hefði orðið á einhver mistök þrátt fyrir mikla reynslu í fjallaferðum og hvort hann gæti dregið einhvem lærdóm af þessu atviki: „Ég ætla nú ekki að fara að verða gáfaður eftir á. Ég vil þó segja það, að á meðan að menn hafa tómstundir, hvort heldur það er að ganga á fjöll, aka um á vél- sleðum, þvælast um á hestum eða að leika knattspymu þá gerast alltaf einhver óhöpp. Þó svo að við eigum að teljast þaulvanir jökla- og fjallamenn get ég þó dregið þann lærdóm af þessu að maður má aldrei gleyma að nota sjálfsögð hjálpartæki eins og átta- vita og landakort, ef maður lendir í svona gjörsamlega útsýnislausu veðri, jafnvel þótt maður telji sig vera alveg vissan um staðsetn- ingu. Ég vil að lokum koma á fram- færi þakklæti til allra þeirra sem komu okkur til hjálpar. Ég hef verið í hjálparsveitinni 1.14 ár og hef aldrei lent í því áður að vera sá sem þiggur aðstoðina. Og ég verð að játa, að mér finnst mun betra að vera gefandi, en þiggj- andi við svona aðstæður." Heimför hjálparsveitarmanna tafðist: Skildu eftir bilaðan snjóbíl á jöklinum HEIMFÖR 27 hjálparsveitar- manna á Langjökli tafðist í fyrrinótt vegna bilunar í einum af snjóbílunum. Að viðgerð lo- kinni héldu mennirnir niður af jöklinum, en urðu að skilja eft- ir annan snjóbíl, sem laskast hafði eftir fall í sprungu. Einn snjóbíll hélt til byggða snemma í gærmorgun og með honum tíu menn, þar á meðal flestir þeirra, sem lent höfðu í erfiðleikum á jöklinum um helg- ina. Hinir héldu kyrru fyrir við skálann við Fjallkirkju og lögðu þeir af stað til byggða um hádegi í gær. Eins og áður segir urðu þeir að skilja eftir einn snjóbíl, sem lent hafði í sprungu og er ætlunin að vitja hans síðar, þegar veður hefur skánað, en slæmt veður var á Langjökli í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.