Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 19 að vekja þetta mál upp óheppilegur og eins ber að hafa í huga að sjálf- stæðismenn í Reykjavík völdu Albert til framboðs eftir að stað- reyndir um Hafskipsmálið voru komnar fram,“ sagði Jóhannes. „Ég er hópi þeirra sem hafa litið á Albert sem málsvara þeirra manna í viðskipta- og atvinnulífi sem eru utan við hring hins sterka og gamalgróna peningavalds í Reykjavík. Eg gat af þessum sökum ekki hugsað mér Sjálfstæðisflokk- inn án Alberts, þótt ég vildi ekki hafa nema einn slíkan mann í flokknum," sagði Jóhannes. Jóhannes kvaðst hafa farið og kynnt sér stefnuskrá Borgara- flokksins eftir að hann sagði sig úr Sjálfstæðisflokknum. Um tíma hefði honum fundist að þama væri kannski leið til að koma fram mál- um sem erfitt hefði verið að fá hljómgrunn fyrir innan Sjálfstæðis- flokksins. Hann sagði að sér væru einkum ofarlega í huga þau vanda- mál sem stafa af byggðaröskun og framleiðslustýringu í landbúnaði. „Ef ekki verður breytt um stefnu á þessu sviði blasir við hrun á stöðum eins og Búðardal og víðar innan fárra ára,“ sagði hann. Af því varð ekki að Jóhannes gengi til liðs við Borgaraflokkinn. Eftir vandlega íhugun ákvað hann að draga úrsögn sína úr Sjálfstæðis- flokknum til baka og koma til starfa fyrir hann í kosningabaráttunni. „Ég komst að þeirri niðurstöðu að Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Jóliannes Benediktsson ég hafði ekki tekið rétta ákvörðun og hugsað málið til enda,“ sagði hann. Um þessa niðurstöðu sína sagði Jóhannes: „Við verðum að líta til þeirra hugsjóna sem við störfum fyrir og megum ekki láta tíma- bundna uppákoma - hvaða skoðun sem við höfum á henni - blinda okkur sýn. Það er staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er vænlegasti kostur fyrir þá sem vilja festu og traust vald í þjóðfélaginu. Hann er afl sem allir umbótasinnar hafa getið snúið sér til og stutt, óháð ágreiningi við flokksforystuna um ýmis mál.“ „En það eru ekki síður hagsmun- ir Vesturlands sem ráða stuðningi mínum við Sjálfstæðisflokkinn," sagði Jóhannes. „Ég hafði átt þátt í því að mynda framboðslista flokksins í kjördæminu og á honum eru þingmenn og þingsmannsefni sem þekkja náið fólkið hér og at- vinnulífið, menn sem eru vaxnir upp úr þessu byggðarlagi. Þótt ég geti verið sammála stefnumálum Inga Bjöms Albertssonar get ég ekki stutt hann á móti mönnum eins og Friðjóni Þórðarsyni, Valdimar Ind- riðasyni og Sturlu Böðvarssyni." Jóhannes lagði hins vegar áherslu á að sjálfstæðismenn litu á þá sem gengið hefðu til liðs við Borgaraflokkinn sem samheija en ekki andstæðinga. Miklu skipti að reynt yrði að sameina þessi öfl eft- ir kosningar og ræða af hreinskilni um ágreiningsefnin. „Við skulum styðja Sjálfstæðisflokkinn í þessum kosningum, en geymum þetta atvik á spjöldum sögunnar sem viðvörun um hvemig fer ef ekki er hugsað um allar pólitískar 'aðgerðir í víðtækum skilningi," sagði hann. Listrýnirinn Myndverkasmiðurinn HUGHRIF Myndlist Valtýr Pétursson Svo hefur Bragi Ásgeirsson nefnt sýningu þá, er hann heldur þessa stundina á Kjarvalsstöðum. Hann er stórtækur að vanda og hefur lagt undir sig stærsta sal- inn í byggingunni og fyllt hinn stóra Vestursal með 88 mynd- verkum, sem unnin eru á ýmsa vegu, og að venju fer Bragi eigin leiðir í efnisvali og úrvinnslu. Þótt ýmissa grasa kenni í þessum verkum eru olíulitirnir yfirgnæf- andi, stærðir eru einnig fjöl- breyttar og á stundum nokkuð óvenjulegar. Uppháar, en mjóar myndir, sem sjaldséðar eru hér á sýngingum. Bragi Ásgeirsson hefur gi-eini- lega unnið af miklu kappi að undanförnu, og flest þau verk, sem hann sýnir að sinni, eni ný af nálinni og hafa orðið til á síðustu tveimur ámm. Dugnaður Braga kemur enn betur í ljós, þegar þess er minnzt, að ekki er langt síðan hann var með stóra sýningu á sama stað, og einnig má minnast þess, að Bragi hefur stundað kennslu og skrif um myndlist jöfnum höndum, en bæði þau störf eru tímafrek og truflandi fyrir starfandi myndlist- armann. En hvað um það, þetta er litrík sýning, og listamaðurinn er auðsjáanlega með mörg járn í eldinum. Hann gerir alls konar tilraunir, sem stundum heppnast og stundum ekki. Ekkert er eðli- legra, þegar hugmyndir sækja hratt á og mönnum liggur mikið á hjarta. Þessi verk Braga Ás- geirssonar eru full af alls konar myndrænum táknum, og það verður að kunna að lesa úr þeim, ef unnt á að vera að skilja merk- ingu þeirra, en það vill oft á tíðum fara þannig, þegar listamenn nota slík tákn, að þeir einir séu læsir á það letur og verði því að útskýra það fyrir hinum almenna lesanda. Ég vísa hér til greinar í Lesbók um síðustu helgi, þar sem Bragi bregður á það ráð og útlistar eitt af meiri háttar verk- um á sýningu sinni á Kjarvals- stöðum. Það eru gullfallegir hlutir hér og þar á sýningu Braga. Ég bendi hér á nokkur verk, sem mér þótti bera þar af öðru: No. 1,5,18,31, 36,46,53 og 60. Eitt verk fannst mér samt vera öðrum fremra, málverkið Glóhitun No 31. Bragi sannar enn einu sinni, að hann er einn af okkar eftirtektarverð- ustu málurum. Það er annars óþarft að kynna Braga fyrir les- endum Morgunblaðsins, svo lengi hefur hann látið skoðanir sínar í ljós á síðum þessa blaðs, að mér er næst að halda, að hann sé orðinn heimilisvinur þar, sem blaðið er á annað borð lesið. í Kaupmannahöfn F/EST Í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Eg kýs Sjálfstæðis- flokkinn Jón Kristinn, menntaskólanemi, Kópavogi: „Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn vegna þess, að ég tel að það sé skylda min að stuðla að frekari framþróun í íslenskum efnahagsmálum. Ennfremur tel ég framtíð mína öruggasta í höndum Sjálfstæðisflokksins". X-D mmREYKJANESmmm & Á RÉTTRI LEID VZterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamióill! Tilkynning um lóðahreinsun í Reykjavík vorðið 1987 Samkvæmt ákvæðum heilbrigðisreglugerðar er lóðareigendum skylt að halda lóðum sínum hreinum og þrifalegum. Umráðamenn lóða eru hér með minntir á að flytja nú þegar af lóðum sínum allt, er veldur óþrifnaði og óprýði og hafa lokið því eigi síðar en 14. maí nk. Að þessum fresti liðnum verða lóðirnar skoð- aðar og þar sem hreinsun er ábótavant verður hún framkvæmd á kostnað og ábyrgð húseig- anda án frekári viðvörunar. Þeir, sem óska eftir sorptunnum, hreinsun eða brottflutningi á rusli á sinn kostnað, tilkynni það í síma 18000. Til að auðvelda fólki að losna við rusl af lóð- um hafa verið settir gámar á eftirtalda staði: Við Meistaravelli, Sigtún, Grensásveg og Breiðholtsbraut við Vatnsendaveg. Eigendur og umráðamenn óskráðra umhirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í borginni, eru minntir á að fjarlægja þá hið fyrsta. Búast má við, að slíkir bílgarmar verði teknir til geymslu um takmarkaðan tíma, en síðan fluttir á sorphauga. Úrgang og rusl skal flytja á sorphauga við Gufunes á þeim tíma sem hér segir: Mánudaga-föstudaga kl. 08.00-21.00 Laugardaga kl. 08.00-20.00 Sunnudaga kl. 10.00-18.00 Rusl, sem flutt er á sorphauga, skal vera í umbúðum eða bundið. Ekki má kveikja í rusli á sorphaugunum og hafa ber samráð við starfsmennina um losun. Sérstök athygli skal vakin á því, að óheimilt er að flytja úrgang á aðra staði í borgar- landinu. Verða þeir látnir sæta ábyrgð sem gerast brotlegir í þeim efnum. Gatnamálastjórinn í Reykjavík, hreinsunardeild.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.