Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Enn eru möguleik-
ar á nýrri stóriðju
- segir Jóhannes Nordal, seðlabankasljóri, sem telur að umræður um nýj-
ar leiðir í atvinnumálum einkennist of oft ýmist af óskhyggju eða svartsýni
JÓHANNES Nordal, seðlabankastjóri, telur margt
benda til þess, að á næstu árum geti skapast möguleik-
ar hér á landi fyrir nýja stóriðju. „Ég held að það sé
á misskilningi byggt þegar menn eru að tala um að
dagar stóriðju á Islandi séu allir eða að „stóriðjudraum-
urinn“ sé búinn. Á þessu sviði eru enn ýmsir möguleikar
sem við hljótum að huga að og ekki er raunsætt að
afskrifa eins og mér hefur virst nokkur tilhneiging til,“
sagði Jóhannes í samtali við blaðamann Morgunblaðsins.
Jóhannes Nordal hefur um
langt árabil tekið þátt í viðræðum
og unnið að samningum við er-
lenda aðila um orkufrekan iðnað
á íslandi. Hann telur að umræður
um nýjar leiðir í atvinnumálum
hér á landi hafi einkennst um of
af trú á einföldum lausnum og
möguleikum á gjörbreytingum.
„Einn daginn á stórðiðja að leysa
allan vanda, annan daginn er það
fískeldi, hinn þriðja er það loð-
dýrarækt, síðan líftækni og svo
framvegis. En svona einfaldir eru
hlutimir ekki. Þetta eru allt at-
vinnuþættir sem við eigum að
vera vakandi fyrir og fjárfesta í
þegar von er á að það skili okkur
arði, en enginn einn þeirra getur
komið í stað allra annarra eins
og menn virðast stundum halda.
Við getum ekki tekið ákvörðun
um það í eitt skipti fyrir öll að
nú skuli til dæmis fískeldi eða
líftækni eða stóriðja verða aðal-
vaxtargreinin í atvinnulífí okkar.
Hlutimir gerast einfaldlega ekki
svona, sagði Jóhannes."
„Þegar menn eru að velta því
fyrir sér, hvort „stóriðjudraumur-
inn“ sé búinn er augljóslega
gengið að því vísu að hér hafi
menn dreymt stóra drauma um
stóriðju, sem lausn á öllum okkar
atvinnuvanda. Eflaust má fínna
dæmi um einstaklinga sem á
sínum tíma sáu stóriðju í hilling-
um og trúðu því að hún mundi
innan skamms leysa aðrar at-
vinnugreinar af hólmi. Einhveijir
trúa þessu líklega ennþá, en ég
kannast ekki við að þetta hafi
nokkru sinni verið ríkjandi viðhorf
hjá þeim sem mest hafa fengist
við þessi mál. Ég held að menn
hafí horft raunsæjum augum á
möguleika stóriðjunnar en jafn-
framt á takmarkanir hennar. Tal
um „stóriðjudrauma" sem hafi
brugðist er því ekki alls kostar
rétt eða sanngjamt. “ sagði Jó-
hannes. „Menn litu á stóriðju sem
skynsamlegan kost í atvinnumál-
um, sem viðbót við annað, sem
eina af mörgum stoðum sem hægt
væri að renna undir atvinnulíf
okkar. 0g þannig held ég að eðli-
legt sé að líta á málin enn í dag,
en hvorki láta stjómast af ósk-
hyggju né svartsýni eins og svo
oft hafa verið brögð að.“
Áhætta eða jafnar
tekjur?
Ef við víkjum að reynslunni af
stóriðju hér á landi. Hvert er þitt
mat á henni?
„Reynslan af stóriðju er ekki
slæm svo langt sem hún nær. Við
höfum haft jafnar og stöðugar
tekjur af álverinu í Straumsvík,
tekjur sem skipt hafa þjóðarbúið
verulegu máli. Uppbyggingin þar
á sínum tíma skapaði hálaunaða
atvinnu og miklar gjaldeyristekjur
og sama er að segja um rekstur-
inn á undanfömum árum. Það
hafa verið nokkrir erfiðleikar í
rekstri Járnblendiverksmiðjunnar,
en vonandi tímabundin og ætla
má að þar sé að rofa til.“
Eignaraðild að stóriðjufyrir-
tækjum hefur verið umdeilt atriði.
Hefur ekki reynslan leitt í Ijós að
meirihlutaeign íslendinga er hæp-
inn kostur?
„Þetta er dæmi sem við verðum
að meta út frá þeim efnahagslegu
eða fjárhagslegu markmiðum sem
við setjum okkur á þessu sviði.
Ef við leggjum höfuðáherslu á
öryggið, jafnar og fastar tekjur
og stöðuga atvinnu, þá er fysileg-
ast að hinn erlendi aðili taki alla
áhættuna af rekstrinum og upp-
skeri jafnframt hagnaðinn þegar
og ef hann verður. Samningurinn
við Alusuisse var upphaflega
byggður á þessum grundvelli. Ef
við á hinn bóginn viljum freista
þess að hafa meira upp úr stór-
iðju en þessi leið gefur okkur þá
blasir hinn kosturinn við. Þá ger-
umst við aðaleigendur fyrirtækis-
ins og verðum þátttakendur í
hugsanlegum hagnaði. En um leið
verðum við þá að axla ábyrgð sem
rekstrinum fylgir og búa okkur
undir ójafnar tekjur eða taka á
okkur tap eða tekjumissi ef sú
verður reyndin, eins og alltaf má
búast við vegna þess hve sveiflu-
kenndur markaðurinn getur verið.
Samningurinn um Járnblendi-
verksmiðjuna á Grundartanga er
af þessu tagi.“
Og hvort telurðu skynsam-
legra?
„Ég held að margt bendi til
þess að það sé mikilvægara og
skynsamlegra að fá jafnar og
stöðugar tekjur af stóriðju, heldur
en að sækjast eftir sveiflukennd-
um hagnaði. Og þá hef ég í huga
smæð íslenska efnahagskerfisins
í samanburði við stærð fyrirtækja
í orkufrekum iðnaði. Én það er
ijóst að erlendir aðilar eru ekki
lengur jafn áhugasamir og áður
um að taka á sig alla ábyrgðina
þegar um er að ræða samvinnu
um stóriðjufyrirtæki. Það eru hins
vegar til leiðir til að samræma
að einhveiju leyti þá kosti sem
fyrir hendi eru. T.d. getur hinn
3^
Jóhannes Nordal
erlendi aðili farið fram á það að
við tökum þátt í áhættunni með
því að láta raforkuverð fylgja að
hluta sveiflum í heimsmarkaðs-
verði á framleiðslu fyrirtækisins,
en með því er rekstraráhætta þess
að nokkru borin af raforkufram-
leiðandanum. Þessi leið var farin
þegar samningurinn um Álverið í
Staumsvík var endurskoðaður fyr-
ir nokkrum árum,“
Tækifæri geta skapast
Þú talar um minnkandi áhuga
erlendra fyrirtækja á að taka alla
áhættuna í sambandi við stóriðju.
Hafa erlend fyrirtæki nokkurn
áhuga á samstarfi við okkur leng-
ur? Erum við ekki búin að glata
þessum tækifærum sem við höfð-
um?
„Vissulega má segja að við
höfum ekki nýtt okkur sem skyldi
tækifæri sem buðust í upphafí
þessa áratugar. Og verð á fram-
leiðsluvörum orkufreks iðnaðar
hefur nú um nokkurt skeið verið
okkur óhagstætt. Það þýðir samt
ekki að engin breyting geti orðið
á í þessum efnum. Oðru nær. Mér
virðist margt benda til þess að á
allra næstu árum geti skapast
ýmis tækifæri fyrir okkur íslend-
inga til að selja umframraforku
til stóriðjufyrirtækja. Við eigum
að fylgjast með þessum tækifær-
um, en hvorki gera of mikið né
of lítið úr þeim. Þar verða ekki á
ferðinni ódýrar eða einfaldar
lausnir á vanda í atvinnulífinu,
heldur möguleikar til að auka fjöl-
breytnina og skapa okkur tekjur.
Mörg stóriðjufyrirtæki líta til
Vesturlanda, þegar þau huga að
staðsetningu verksmiðja sinna
fremur en til þriðja heimsins, en
margir telja íjárfestingar þar
hættuspil vegna óstöðugleika í
efnahagslífi og stjómmálum. í
Evrópu, að íslandi undanskildu,
er lítið um ónýtta vatnsorku. Þar
eru aftur á móti möguleikar á
kjarnorku og kolum. Kjarnorkan
á undir högg að sækja eftir slysið
í Chemobyl í fyrra. Sama gildir
raunar um kolakynt raforkuver
vegna aukinnar umhugsunar
manna um mengun og umhverfís-
vemd. Vatnsorkan á íslandi gæti
fengið aukið aðdráttarafl að nýju
áður en langt um líður og ekki
ólíklegt hún verði hagkvæmari en
annað það sem í boði er.“
Ertu þá að tala um nýja mögu-
leika á sviði stóriðju á allra næstu
árum?
„Já, það er ekki ólíklegt, þótt
erfítt sé að spá um tímasetning-
ar. En við verðum að gæta að því
að stóriðjufyrirtæki er ekki reist
-á skömmum tíma. Það tekur allt-
af nokkur ár frá því samnningar
em gerðir, þar til fyrirtæki af
þessu tagi geta hafíð starfsemi.
Ef gengið yrði til samninga um
stækkun álversins núna á næst-
unni þá yrði það ekki komið í
gagnið fyrr en eftir 3 eða 4 ár.
Við emm því að tala um fyrirtæki
sem gætu tekið til starfa á fyrri-
hluta næsta áratugar. Og einmitt
á þeim tíma renna raforkusamn-
ingar margra stóriðjufyrirtækja
við evrópskar ríkisstjómir út. Þá
verða þessi fyrirtæki að taka af-
stöðu til þess hvort þau vilja eða
geta haldið áfram rekstriverk-
smiðja sinna þar sem þær em nú
staðsettar eða hvort þau verða
að leita eitthvað annað. Það er
meðal annars með þetta í huga
sem ég tala um möguleika á sviði
stóriðju sem við þurfum að fylgj-
ast með og meta af raunsæi. Við
eigum hvorki að Iáta stjórnast af
óskhyggju né svartsýni heldur líta
á þessa hluti með rólegri yfirveg-
un og af opnum hug,“ sagði
Jóhannes Nordal.
Ársskýrsla Landsbankans:
Hagnaður í fyrra
176 milljóiiir króna
Innlán jukust um 34% en útlán um 8% en vaxtamunur lækkaði
REKSTR ARAFG AN GUR ársins
1986 hjá Landsbanka íslands nam
alls 176 miljónum króna, þegar
tillit hefur verið tekið til af-
skrifta, framlags í sjóði og
áætlaðra tekju- og eignaskatta.
Er þetta talsverð lækkun frá
fyrra ári en þá nam rekstraraf-
gangurinn um 260 milljónum. I
nýútkominni ársskýrslu Lands-
bankans kemur fram að jákvæð
þróun lausafjárstöðu hafi stuðlað
að betri afkomu en á hinn bóginn
hafi dregið úr batanum vegna
Iækkandi vaxtamunar og hækk-
anir á kostnaði umfram hækkanir
á gjaldskrá.
Vaxtabil bankans var um 4,7%
árið 1986 en 5,1% árið áður og sam-
svarar það um 100 milljónum króna
lægri tekjum. Lækkun vaxtabilsins
kom bæði fram í almennum út- og
innlánum og í endurlánuðu erlendu
lánsfé oggengisbundnum afurðalán-
um. Mestu máli skiptir þó sam-
kvæmt ársskýrslunni hversu hlutur
sérkjara í innlánunum er orðinn mik-
ill en ávöxtun þeirra var á liðnu ári
hærri en verðtryggðra útlána bank-
ans. Ætlunin var að mæta lækkun
vaxtamunar með hækkun gjaldskrár
en vegna kjarasamninga var til þess
mælst að bankamar hyrfu frá hækk-
un þessari og var því gjaldskrá fyrir
innlend viðskipti ekki hækkuð fyrr
en 1. desember á sl. ári.
Aukning innlána var tiltölulega
góð á árinu, segir ennfremur í ár-
skýrslu bankans. Var hún um 34%
og jukust innlán úr 12.662 millj. kr
í 16.902 millj. króna. Hækkun verð-
lags á árinu var um 15% samkvæmt
lánskjaravísitölu og er raunhækkun
því veruleg. Aukning spariinnlána
nam 37,8% og veltiinnlána um
40,2%. Gjaldeyrisinnlán drógust hins
vegar lítillega saman á árinu. Hlut-
deild Landsbankans í heildarinnlán-
um er nú 33,5% og jók bankinn
hlutdeild sína í spariinnlánum. Kjör-
bókin er nú mest notaða tegund
innlána í Landsbankanum og eins
ef litið er á banka og sparisjóði í
heild. Innstæður á Kjörbók vom
tæpir 6 milljarðar í lok sl. árs og
er aukning ársins 58%. Kemur fram
í ársskýrslunni að Kjörbókin hafi
gefíð sparifjáreigendum hæstu
ávöxtum sem fáanleg er á óbundnu
sparifé hjá innlánsstofnunum á sl.
ári.
Heildarútlán Landsbankans juk-
ustu á árinu 1986 úr 26.324 millj.
króna í 28.457 millj. króna eða um
8%. Kemur fram í ársskýrslunni að
þetta sé mun minni aukning en
mörg undanfarin ár. I skýrslunni
segir ennfremur að skipta megi útl-
ánum bankans í þrjá meginflokka
eftir fjármögnun. í fyrsta lagi al-
menn innlend útlán sem að mestu
em fjármögnuð með innlánsfé, en
aukning þeirra á árinu var liðlega 3
þúsund millj. eða 24%. Þá em geng-
isbundin afurðalán og önnur gengis-
bundin lán sem ijármögnuð em með
gengisbundum innlánum og lántök-
um í erlendri mynt. í þessum lánum
varð samdráttur um 606 millj. króna
eða 14%. Þriðji flokkurinn er svo
endurlánað erlent lánsfé en þar varð
einnig lækkun um 267 millj. króna
eða 3%.
Útlánaukning á árinu varð mest
til einstaklinga eða 861 milljón, til
iðnaðar 546 milljónir, til landbúnað-
ar 458 milljónir og til verslunar 313
milljónir. Almenn útlán til sjávarút-
vegs jukust um 546 milljónir en
gengisbundin afurðalán til sjávarút-
vegs lækkuðu hins vegar um 1.221
milljón enda em þau lán veitt út á
afurðir framleiddar til útflutnings
og fylgja því stöðu birgða á hveijum
tíma. Af endurlánuðu erlendu lánsfé
varð mest aukning til sjávarútvegs
eða 829 millj. kr. en um helmingur
af stofni þess er til sjávarútvegsins.
Útlán til iðnaðar jukustu um 293
milljónir, til samvinnufélaga um 213
milljónir og til kaupmanna um 96
milljónir. Til flestra annarra varð
minnkun en þó mest til bæjar- og
sveitarfélaga eða 488 milljónir.
í árskýrslu Landsbankans kemur
fram að bankinn er með um helming
allra útlána til atvinnulífsins. Hlut-
deild bankans í lánum til sjávarút-
vegs er um 66%, til landbúnaðar 45%
og til iðnaðar 51%. Til olíuverslunar-
innar er hlutdeildin um 78% en 31%
til annarrar verslunar. Útlán Lands-
bankans til einstaklinga námu
rúmlega 3 milljörðum króna í árslok
og var hlutdeildin þar um 27%. í
heild er Landsbankinn með 45% af
útlánum allra innlánsstofnaná.
Þá kemur fram í árskýrslunni að
eiginfjárhlutfall Landsbankans
styrktist úr 7.2% í árslok 1985 í
8,4% í lok liðins árs og er þetta eink-
um rakið til rekstrarhagnaðarins á
sl. ,ári. Lög um viðskiptabanka kveða
á um 5% lágmarkshlutfall eiginfjár
en í ársskýrslunni segir að Lands-
bankanum hafi á undanfömum
tveimur árum tekist að styrkja eig-
infjárstöðu sína verulega. Einnig
segjr að lausafjárstaða bankans hafí
batnað verulega á sl. ári eða um 646
milljónir sem skýrist af hægari aukn-
ingu útlána en innlána. Þegar frá
innlánum er dregið bundið fé, stend-
ur eftir aukning á ráðstöfunarfé frá
innlánum að fjárhæð um 3,5 millj-
arðár og af þessu fé fóru 2,5 millj-
arðar til útlána. Skuld Landsbank-
ans á viðskiptareikningi í
Seðlabanka lækkaði um 637 milljón-
ir og nam 282 milljónum í árslok.
Skammtímalán í Seðlabanka námu
hins vegar 1.549 millj. króna og
höfðu aukist um 229 milljónir. Stað-
an við útlönd var hins vegar jákvæð
um 392 milljónir og batnaði um 354
millj. króna. Kemur fram í ársskýrsl-
unni að það sé von bankastjómar
að þessi jákvæða þróun haldist svo
unnt verði að koma lausafjárstöð-
unni í eðlilegt horf og með svipuðum
raunvöxtum og giltu á sl. ári eigi
það að geta tekist.