Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVTKUDAGUR 15. APRÍL 1987
21
Samninga án verkfalls
eftir Friðfinn
Finnsson
Um fátt er nú meira talað en það
góðviðri sem verið hefir undanfarið
sem allir undrast á þessum árstíma.
Og þegar hugsað er til liðins árs
er sömu sögu að segja; menn muna
ekki annað eins og mikið megum
við þakka skaparanum fyrir alla þá
blessun sem hann hefir gefið Is-
landi á undanförnum árum til sjós
og lands.
En nú hefir syrt á álinn. Stór
óheillaalda hefur gengið yfir
íslensku þjóðina. Það eru verkföllin
sem verið hafa undanfarið og vald-
ið hafa þjóðinni stórtjóni beint og
óbeint, samanber verkfallið á kaup-
skipaflotanum í vetur. Það má heita
merkilegt, þegar maður hugsar um
þessi samningamál, að ekki skuli
vera reynt að vinna þau með öðrum
hætti. Ég held að varla sér hægt
að hugsa sér óskynsamlegri vinnu-
brögð en þau sem hér eru viðhöfð
ár eftir ár, og þá á ég við verk-
föllin eins og þau eru í reynd.
Væri ekki þess virði að reyna aðrar
leiðir? Það ætti ekki að vera neinum
til tjóns eins og nú er þar sem laun-
þegar eru kauplausir meðan á
verkfalli stendur og atvinnurekend-
ur verða fyrir stórtjóni sömuleiðis
og íslenska þjóðin fyrir álitshnekki
á margan máta. Er ekki hægt að
leysa þessi mál á hagkvæmari máta
með því að semja án verkfalla? Mér
finnst þetta vera svo alvarlegt mál,
að nauðsyn sé til að breyta hér um
vinnubrögð. Ég man eftir því fyrir
nokkrum árum að þá var talað um
að skynsamlegt væri að nefnd væri
starfandi sem fylgdist með á vinnu-
markaðinum, kaupmætti og
afkomu atvinnuveganna. Sama
nefnd ætti að hafa yfirlit yfir öll
launamál sem ríkisstjórnin hefir á
sínum snærum svo sem hjá kenn-
arastétt og hjúkrunarfólki. Þessi
Friðfinnur Finnsson
„íslenska þjóðin er vel
menntuð og skynsöm
þjóð, sem ætti að geta
komið sínum málum í
það form sem væri til
fyrirmyndar og sóma.“
nefnd reiknaði svo út kaupið eins
og það ætti að vera á hveijum tíma
samanber nú, þegar kjaranefnd til-
kynnti þingmönnum nýlega kaup-
hækkun. Þar þurfti enga samninga.
Ég ætla að setja hér fram hug-
mynd sem mér hefir dottið í hug.
Þegar kaupsamningum hefir verið
sagt upp og málinu vísað til sátta-
semjara ríkisins hafi samninga-
nefnd fjörtutíu daga til samninga-
gerðar, síðan hafi sáttasemjari leyfi
til að gefa frest í þrjá daga og aftur
í þijá daga ef hann telur málið á
því stigi að það geti leitt til sátta.
Ef ekki næðust sættir tækju við
dagsektir sem væru að upphæð eitt
þúsund krónur hjá hvorum aðila og
það sektarfé sem inn kæmi rynni
óskipt til fatlaðra og lamaðra. Það
væri gaman ef einhveijir létu í sér
heyra um svona bollaleggingar,
þeir hafa kannski fengið betri hug-
myndir og það skaðaði ekki þó þetta
væri reynt. Allt er betra en verk-
föll, því ég veit að þau hljóta að
taka á taugarnar; til dæmis hjá
hjúkrunarfræðingum að ganga út
af sjúkrahúsi hafandi í huga orð
hans sem sagði hin ógleymanlegu
orð: „Allt sem þér gjörið mínum
minnstu bræðrum, það hafið þér
mér gjört.“
Íslenska þjóðin er vel menntuð
og skynsöm þjóð, sem ætti að geta
komið sínum málum í það form sem
væri til fyrirmyndar og sóma.
Til gaman ætla ég að segja hér
frá því þegar ég var kosinn í samn-
inganefnd í mínum heimabæ,
Vestmannaeyjum. Mig minnir að
það hafi verið árið 1929, svo segja
má að þessi samningafundur sé
kominn í sögulega fjarlægð. En þá
var allt fábrotnara en nú er, bæði
samningar og annað. Þá var starf-
andi útgerðarmannafélag í Eyjum
sem útgerðarmenn voru eingöngu
í. Þá var einnig sjómannafélag sem
hafði eingöngu sjómenn innan sinna
raða. Þetta var í vertíðarbyijun.
Þá fengum við í sjómannafélaginu
skilaboð frá útgerðarmönnum um
að þeir væru búnir að kjósa þriggja
manna samninganefnd og við beðn-
ir að kjósa samninganefnd fyrir
okkar félag. Sjómannafélagið var í
þremur deildum. Þar var formanna-
deild, þar var formaður Árni
Þórarinsson, þá var hásetadeild, þar
var formaður Guðmundur Helga-
son, svo var vélstjóradeild, þar var
formaður sá er þessar línur festir
á blað. Svo héldum við fund í félag-
inu til þess að kjósa samninganefnd.
Kosnir voru formenn deildanna,
þrír menn. Þeir voru Árni Þórarins-
son, Guðmundur Helgason og
Friðfinnur Finnsson. Tveim dögum
Hæstiréttur:
ísafoldarprentsmiðja sýkn-
uð af kröfum höfunda ís-
lensk-þýskrar orðabókar
ísafoldarprentsmiðja var í gær
sýknuð í Hæstarétti af kröfum
höfunda íslensk-þýskrar orða-
bókar og var höfundunum gert
að greiða prentsmiðjunni 1,5
milljónir með dómvöxtum frá
október 1984 vegna ólögmætra
samningsslita.
Mál þetta var upphaflega höfðað
af ísafoldarprentsmiðju vegna rift-
unar höfunda orðabókarinnar á
samningi við prentsmiðjuna. Vinna
við orðabókina hófst árið 1959 og
í mars 1983 riftu höfundar hennar
samningnum og gáfu upp þá
ástæðu að útgáfa hefði dregist úr
hömlu og að samið hefði verið við
annan útgefanda. Forráðamenn
töldu sig hins vegar hafa sýnt fram
á að þeir væru að undirbúa útgáfu,
til dæmis með fyrirhuguðum kaup-
um á tölvubúnaði til setningar.
ísafoldarprentsmiðja krafðist
þess að fá greiddar tæpar 7,5 millj-
ónir króna frá höfundum vegna
samningsslitanna, glataðs hagnað-
ar, launa sem greidd höfðu verið
og ýmiss kostnaðar annars. Höf-
undar kröfðust þess á móti að vera
sýknaðir af öllum kröfum og kröfð-
ust bóta upp á tæpar 5 milljónir
vegna dráttar á útgáfu og vegna
vinnukostnaðar við að endurvinna
bókina, þar sem hún væri að hluta
úrelt.
Undirréttur féllst á að um ólög-
mæta riftun samnings hefði verið
að ræða og var höfundum gert að
greiða ísafoldarprentsmiðju 1,3
milljónir króna. Höfundarnir áfrýj-
uðu og prentsmiðjan gagnáfrýjaði
málinu.
í Hæstarétti voru fjórir af fimm
dómendum sammála niðurstöðu
undirréttar. í niðurstöðum Hæsta-
réttar segir að svo verði að líta á
sem til þess hafi verið ætlast að
útgáfutími bókarinnar færi eftir
aðstæðum og þá einkum því hvem-
ig höfundum miðaði með verkið.
Þá verði að ætla að gengið hafi
verið út frá því að prentsmiðjan
hæfist handa um útgáfuna innan
sanngjarns og eðlilegs tíma frá því
að til hennar barst handrit, þannig
að hægt væri að hefjast handa við
setninga og prentun og annan frá-
gang, svo það verk mætti vinna án
óeðlilegra tafa. Höfundarnir héldu
því fram að samningsslit þeirra rétt-
lættist af því að óeðlilegur dráttur
hafi orðið á því að setning og ann-
að hæfist. Hæstiréttur sagði að það
yrði ekki ótvírætt ráðið af gögnum
málsins að höfundarnir hafi gert
forráðamönnum prentsmiðjunnar
afdráttarlaust grein fyrir því að
handrit þeirra væri svo langt komið
að þeir gætu afhent það til útgáfu
í hlutum, sem að mætti vinna án
tafa sem máli skiptu, uns lokið yrði.
Því hefði ekki verið hreyft að höf-
undarnir teldu sig lausa mála af
samningum sínum vegna dráttar á
útgáfu. Taldi Hæstiréttur þó að til
þess hefði verið sérstök ástæða, þar
sem fram kom að prentsmiðjan
ætlaði að festa kaup á sérstökum
búnaði til verksins. Hæstiréttur
áleit því að skilyrði hafi brostið til
slita á samningi.
Samkvæmt þessu féllst Hæsti-
réttur á það með forráðamönnum
prentsmiðjunnar að höfundarnir
seinna komu svo nefndirnar saman
í húsi KFUM & K í litla salnum. í
nefndinni frá útgerðarmönnum
voru: Ársæll Sveinsson, Tómas M.
Guðjónsson og Sigurður H. Gunn-
arsson. Þegar nefndirnar mættu svo
til fundar, þá sagði Ársæll sá heið-
ursmaður: „Jæja drengir, okkur
hefir verið falið ábyrgðarstarf, nú
þurfum við að láta okkur koma
saman, svo vertíðin geti byijað.“
Undir það var vel tekið. Þá stakk
einn nefndarmanna upp á því að
fara að ráðum okkar blessaða
meistara sem gaf regluna einföldu:
„Leitið fýrst Guðsríkis og hans rétt-
• lætis, þá mun allt annað veitast
yður.“ Undir þetta var vel tekið af
öllum. Síðan röðuðum við okkur
kringum borðið, tókumst í hendur
og báðum almættið um visku og
náð, að við mættum koma okkur
saman um það sem við vorum kosn-
hafi bakað sér skaðabótaskyldu
með samningsrofi sínu. Tjón prent-
smiðjunnar var álitið 1,5 milljónir,
en fjárkröfur höfundanna voru ekki
teknar til greina. Þá var höfundun-
um gert að greiða 400 þúsund
krónur í málskostnað.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómararnir Magnús Thoroddsen,
Guðmundur Jónsson, Magnús Þ.
Torfason og Þór Vilhjálmsson og
prófessor Arnljótur Björnsson. Þór
Vilhjálmsson skilaði sératkvæði í
málinu þar sem segir að ljóst sé
að fullnægjandi handrit hafi verið
tilbúið árið 1978, en ekki hafi verið
hafist handa við prentsmiðjuvinnu.
Hafí svo staðið allt fram á árið
1982. Komst Þór að þeirri niður-
stöðu að höfundunum hafi verið
heimilt að rifta útgáfusamningnum.
Þá áleit Þór riftunina einnig lög-
mæta þar sem frásögnum forráða-
manna prentsmiðjunnar um kaup á
tölvubúnaði til setningar hafi ekki
fylgt neinar athafnir sem settu höf-
unda í þá stöðu, að þeir hlytu að
taka afstöðu til, hvort þeir vildu
veita viðtöku greiðslu frá útgefanda
eða öðru, sem fæli í sér efndir á
útgáfusamningi af hendi hans.
Sagði Þór að 36. gr. 2.mgr. höf-
undalaga gildi um samskipti aðila.
Bæri að sýkna höfundana af kröfum
ísafoldarprentsmiðju og ekki væru
efni til að taka skaðabótakröfur
höfunda til greina, enda ekkert tjón
sannað.
Lögmaður ísafoldarprentsmiðju
var Ragnar Aðalsteinsson, hrl. og
lögmaður höfundanna var Jón
Steinar Gunnlaugsson.
ir til og sem mætti verða Eyjunum
til farsældar. Síðan settumst við
að borðinu og fórum að ræða samn-
ingamálin. Þau voru nú aðallega
með tvennu móti í Eyjum á þeim
tíma. Það voru hlutaskipti og mán-
aðarkaup og svo fæðispeningar hjá
mánaðarkaupsmönnum. Um þetta
ræddum við í tvo og hálfan klukku-
tíma og þá vorum við komnir að
niðurstöðu sem við vorum allir sam-
mála um að leggja fyrir félög okkar
næsta dag. Síðan gerðum við upp
leiguna fyrir salinn, það voru þrjátíu
krónur sem við greiddum húsverði,
fímm krónur hver. Daginn eftir var
svo haldinn fundur í báðum félögun-
um og þar voru samþykktir samn-
ingarnir sem við gerðum einróma.
Við þessa samningagjörð voru
svo sannarlega allir aldamótamenn.
Ég sem línur þessar skrifa yngstur,
fæddur 1901. Að endingu óska ég
íslensku þjóðinni gleðilegrar páska-
hátíðar.
Höfundur er frá Oddgeirshólum
í Vestmannaeyjum.
Ráðning sagnrit-
ara Akureyrarbæj ar
Athugasemd við frétt Morgunblaðsins
eftir Stefán Fr.
Hjartarson
í tilefni fréttar Morgunblaðsins
8. apríl vildi ég benda á nokkrar
staðreyndir sem nauðsynlegt er að
komi fram í máli þessu. í frásögn
Morgunblaðsins er þess getið að
menningarmálanefnd Akureyrar-
bæjar hafi ekki getað komið sér
saman um hvern hinna sex umsækj-
enda hún kysi öðrum fremur. Það
er ekki allur sannleikurinn. Meiri-
hluti nefndarinnar lét bóka í
fundargerð að hann teldi Stefán
F. Hjartarson tvímælalaust hæf-
astan til starfans. Þetta er kjarni
málsins. Nefndin, sem vann úr
umsóknunum og hafði tekið viðtöl
við allflesta umsækjendur, taldi að
með tilliti til menntunar og reynslu
væri ég best til þess fallinn að fag-
lega rannsaka og semja sögu
Akureyrar. Formaður nefndarinn-
ar, Gunnar Ragnars, nýtti sér þann
möguleika á lokafundi nefndarinnar
að bera fram tillögu þess efnis að
bæjarstjórn réði vali á sagnritara.
Með þessari tillögu var komið í veg
fyrir að hægt væri fyrst að athuga
vilja meirihluta menningarmála-
nefndarinnar, sem reyndist vera
mín megin. Með þessu er ég ekki
að segja að bæjarstjórn megi ekki
velja eftir sínu eigin höfði. Það er
munaður stjórnmálamanna að geta
valið eftir flokkslegum línum og
gengið framhjá hefðbundnu hæfi-
leikamati. Hjá vísindastofnunum
(eða í bæjarfélagi með háskóla) er
það skylda að velja úr umsóknum
með tilliti til menntunar viðkomandi
aðila, reynslu og hæfileika til að
skipuleggja og framkvæma rann-
sóknarstörf. Morgunblaðið getur að
engu menntunar minnar. Undan-
farin fimm ár hef ég haft rannsókn-
arstöðu við háskólann í Uppsölum
(í Svíþjóð) og unnið að doktorsverk-
efni sem nú er senn að ljúka.
Vísindasjóður íslands hefur í nokk-
ur ár veitt mér kostnaðarstyrk
vegna umfangsmikillar heimildaöfl-
unar á Akureyri og víðar Norðan-
lands. Ég hef fengið birtar
fjölmargar greinar um vísindastörf
mín í innlendum og erlendum tíma-
ritum. Heimildayfirsýn mín úm
Akureyri jafngildir fleiri ára vinnu
sem bærinn nú hafnar.
í ítarlegri umsókn minni til Akur-
eyrar benti ég á íjóra umsagnarað-
ila, tvo íslenska og tvo sænska.
Aldrei var leitað eftir upplýsingum
frá kennara mínum og prófessor,
Rolf Torstendahl. Hann hefur stöð-
ugj; fengið upplýsingar um ætlun
mína og heilshugar stutt mig. Nú
eftirá skynjar maður, að reynt hef-
ur verið að forðast öflun fleiri
staðfestinga á vísindalegri starfs-
þekkingu minni. Ég vísa hér sér-
staklega til ummæla prófessors
Rolfs Torstendahls í þeim efnum.
Leitt er til þess að vita, að jafn
mikilvægt verkefni og söguritun
Akureyrar er, skyldi verða stjórn-
málatogstreitu að bráð.
Athugasemd mín hefur ekki þann
tilgang að mótmæla vali Sjálfstæð-
isflokksins og Alþýðuflokksins á
sagnritara. Forsendur þeirra þurfa
ekki að vera bundnar mati á mennt-
un og reynslu. En til að gera
óskiljanlegan hlut skiljanlegan
verður stundum að gera greinar-
mun á flokkspólitískum munaði og
fræðilegu siðferðislegu mati.
Höfundur er sagnfræðingur og
vinnurað doktorsritgerð við Upp-
salaháskóla.
Landakotsskóli:
Óskað eftir
munum frá
1900 til 1965
í TILEFNI af 90 ára afmæli
Landakotsskóla, sem halda á
hátíðlegt 23. og 24. maí nk., er
óskað eftir gömlum munum og
myndum frá árunum
1900—1965 vegna sýningar sem
halda á í tilefni afmælisins.
Þeir sem eiga muni og myndir
vinsamlegast hafí samband við ein-
hveija eftirtalda: Elísabet, s.
18988, Guðborg, s. 12310, Érna,
s. 12692 eða Asdís, s. 50959.