Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Láttu ekki kvarð-
ann síga, formaður
eftirSturlu
Kristjánsson
Hvatningarorð til Þorsteins Páls-
sonar en honum hefur verið stefnt
f.h. ríkissjóðs vegna meintra lög-
brota samráðherra í starfí.
Vönduðum og velviljuðum kunn-
áttumönnum er öllum ljóst að ég
hef unnið öll mín störf sem faglega
ábyrgur og löghlýðinn embættis-
maður. í einu og öllu hef ég farið
að lögformlegum fyrirmælum, þ.e.
lögum um þá starfsemi sem ég var
skipaður til að hafa yfirumsjón með
og þeim reglugerðum sem ráðu-
neytið hefur gefið út þar um. Um
starfslega hegðan segir reglugerð
um störf fræðslustjóra það sem
segja þarf.
Tvisvar tók ég við fyrirmælum
eða ráðherrabréfum frá Sverri Her-
mannssyni. Annað var hið fræga
áminningarbréf sem í einu og öllu
hefur verið hrakið. (Meint trúnaðar-
brot á blaðamannafundi fræðslu-
ráða). Athyglisvert er í þessu
sambandi að ráðuneytið aflaði sér
ekki upplýsinga um meint trúnaðar-
bröt mitt hjá neinum hlutaðeigandi
áður en til áfellingar kom en byggði
dóm sinn á upplýsingum frá blaða-
manni Morgunblaðsins á staðnum,
afleysingamanni frá Reykjavík sem
þekkti engan fundarmanna með
nafni fyrir fund og hafði enga þekk-
ingu á því sem var að gerast, gat
t.d. ekki svarað því eftir á hver
hefði stýrt fundi eða í hvers nafni
fundur var haldinn. Þannig rann-
sakaði ráðuneytið þetta mál áður
en dómur var upp kveðinn á Hverf-
isgötunni. Áminning er aðfinnsla
en ekki fyrirmæli. Engin atvik sam-
bærileg meintum ávirðingum í
áminningarbréfi höfðu upp komið
frá því að bréfið er sent í ágúst
(mótmælt og hrakið af öllum er
hlut áttu að máli) þar til umsögn
berst í janúar.
Uppsögnin er einu lögform-
legu fyrirmælin sem ég tók við
frá Sverri Hermannssyni sem
ráðherra meðan ég gegndi starfi
fræðslustjóra.
Ég fékk því aldrei fyrr en þá
tækifæri til þess að óhlýðnast lög-
formlegum fyrirmælum og allir vita
hvernig ég brást við. Ég hlýddi.
Vegna ummæla ráðherra um
störf mín nú á fræðsluskrifstofunni
skal tekið fram að fræðsluráð og
fræðslustjóri sjá um rekstur og
mannahald fræðsluskrifstofu. Það
þurfti því ekkert samþykki eða leyfi
Sverris Hermannssonar til þess að
ég gæti unnið að skólamálum um-
dæmisins á fræðsluskrifstofunni.
Hins vegar þótti mönnum ástæðu-
laust að gefa honum tilefni til
upphlaupa og illinda ef hann frétti
af mér í starfi á skrifstofunni og
var hann því að því spurður áður
en til kom hvort hann hefði nokkuð
við það að athuga að ég yrði feng-
inn til þess að vinna einhver tiltekin
verkefni fyrir fræðsluráð, en þessu
virðist hann nú hafa gleymt.
En eins og fyrr segir það var af
„tillitssemi" við ráðherra að þetta
var borið undir hann og þótti viss-
ara vegna þeirra kynna, sem
norðanmenn höfðu af honum haft
undanfarið, en ekki af því að
mannahald fræðsluskrifstofu sé
mál sem hann hefur neitt með að
gera.
Á Akureyrarsíðu Morgunblaðsins
11. mars ’87 vill ráðherra sérstak-
lega láta það koma fram, að á
dögunum hafí á mínum vegum ver-
ið til sín leitað um réttarsátt í
fræðslustjóramálinu. Ég á bágt með
að meta svona gamansemi. í fyrsta
lagi eru það helber ósannindi að
nokkur hafi til ráðherra leitað á
mínum vegum til að kanna hvort
hann væri „tilleiðanlegur í réttar-
sátt í þessu máli“. Slíkt hefði aldrei
gerst á mínum vegum vegna þess
að:
1) ráðherra hefur svipt embætt-
ismann starfi og æru án undan-
genginnar rannsóknar og hefur
sýnt það í öllu sínu æði að engra
sátta er að leita hjá honum fyrr en
vel er gróið yfir hinn vegna.
2) ráðherra hefur ekkert með
réttarsátt að gera í málinu, honum
er ekki stefnt fyrir hönd ríkissjóðs
þótt hann sé hinn meinti lögbijótur
samkvæmt stefnunni sem birt er
fjármálaráðherra. Má í þessu tilfelli
segja að illa eigi við máltækið
gamla: „Þeim verður að svíða sem
undir míga.“
Nú á ég orðið töluvert safn
magnaðra og miskunnarlausra lýs-
inga Sverris Hermannssonar á mér
og verkum mínum allt frá þeim tíma
er vissir ráðgjafar hans í ráðuneyt-
inu og á þingi tóku fýrst upp á því
að hafa horn í síðu minni, en á því
fór að bera um svipað leyti og ég
var í framboði fýrir S-listann með
Jóni heitnum Sólnes í desember
1979.
í janúar árið eftir fékk ég yfir-
halningu í utandagskrárumræðum
á Alþingi og byggðist hún á
„skýrslu" frá menntamálaráðuneyt-
inu, fjármála- og áætlanadeild.
Næstu mánuði þama á eftir virtist
ríkisendurskoðun fá áhuga fyrir
Sturla Kristjánsson
„Sé það yfirlæti og sér-
viska að sætta sig ekki
við það að vera sviptur
stjórnskipuðu embætti
án dóms og laga þá
vona ég að þau einkenni
megi ávallt fylgja sem
flestum þegnum þessa
lands.“
reikningum fræðsluskrifstofunnar
sem aldrei fyrr — né síðar.
Sverrir þiggur nú, segir hann
sjálfur, gögn og upplýsingar um
störf mín og persónu frá fjármála-
deild sinni sem er undir sömu stjóm
og var 1979. Þessir menn virðast
ræða nokkuð um mig og mín störf,
en ekki minnist ég þess að þeir
hafi fyrr eða síðar þurft neitt við
mig að ræða um skólamál formlega
eða óformlega. Það hefur því komið
mér mjög á óvart hve litskrúðugar
lýsingar Sverrir Hermannsson hef-
ur gefíð utan þings sem innan á
störfum mínum eða öllu heldur göll-
um og einmitt haft í handraðanum
ýmis rangsnúin og skmmskæld
brotabrot allt frá ársbyijun 1980.
Borgaraflokkurinn og orku-
tengdur iðnaður á Austurlandi
Ný viðhorf til kjörstærðar fyrirtækjanna
eftir Ingvar
Níelsson
Eftir nokkum óróleika í íslenzk-
um stjómmálum undanfarna daga
hefir nýr og öflugur stjómmála-
flokkur nú hafið göngu sína. Þetta
er Borgaraflokkurinn, sem fer
glæsta sigurför um landið.
Nýtt jafnvægi fijáls-
hyggju og lýð-
ræðis að myndast
Aðdragandann að stofnun Borg-
araflokksins þarf ekki að rekja.
Hann er öllum landslýð kunnur.
Allt á þetta hinsvegar rót sína að
rekja til nýrrar stefnu í þjóðfélags-
málum um heim allan. Hún fer fram
úr gömlum hefðum í stjómmálum
og úreltir þær, en aðhæfír stjómun-
ina þeim tæknilegu stökkbreyting-
um, sem fjarskipti, fjölmiðlar og
samgöngur hafa orðið fyrir á und-
angengnum áram.
Borgara flokkurinn er því tíma-
bær og alls engin tilviljun. Hann
sprettur úr fijósömum jarðvegi fjöl-
breyttra og sjálfstæðra skoðana,
sem hvetja til framtaks og dáða en
geta af sér nýja kröfu um aukin
réttindi til lífsgæða. Staðfesta
Borgaraflokksins og þróttur, sem
nú era alkunn, einkennast af að
heill hugur fylgir góðum má'stað.
í nýafstaðinni kosningaherferð
um Austurlandskjördæmi sátu,
auk okkar Borgaraflokksmanna,
forsvarsmenn hinna stórflokkanna,
ásamt fulltrúum nokkurra minni
flokka og flokksbrota, enn á ný
frammi fyrir kjósendum á alls fjórt-
án framboðsfundum.
Þar kom greinilega fram að
Borgaraflokkurinn er eini flokk-
urinn í framboði í kjördæminu, sem
sér og viðurkennir hið raunveralega
vandamál, nefnilega að aukning í
hinum hefðbundnu aðalatvinnuveg-
um þjóðarinnar — þ.e. sjávarútvegi
og landbúnaði — stendur í járnum.
Við Austfirðingar, sem drögum
nánast allar tekjur okkar úr þessum
tveimur framleiðslugreinum, þurf-
um nú að hugsa til annarra
möguleika.
Því þjóðin vex og kröfumar með.
Bilið milli þess sem við öflum og
eyðum verður æ stærra. Við lifum
því um efni fram og þess vegna
fellur krónan okkar. En við viljum
láta okkur líða vel, eignast falleg
hús, kaupa fallega hluti, borða góð-
an mat, fara til sólarlanda. Til alls
þessa þurfum við meiri og örugg-
ari tekjur.
Og við eigum fleiri auðlindir en
fisk og gras. Við eigum raforku.
Við eigum jarðhita. Og við eigum
nóg af fersku vatni. En sá sem
réði þegar landgæðum var skipt var
ónákvæmur. Hann gaf Austurlandi
lítinn sem engan jarðhita.
í anda þess jafnréttis, sem nú
er hafður í hávegum, ber því að
veita okkur Austfirðingum stór-
aukinn aðgang að ódýrri raforku
til iðnaðar og heimilisþarfa.
Einn sjötti hluti allrar raforku,
sem Landsvirkjun getur framleitt
með núverandi virkjunum sínum —
um 800 GWh (gígawattstundir) á
ári — er afgangsorka og er ekki
nýtt. Þetta er mun meira orkumagn
en það sem keypt er erlendis frá
fyrir loðnuverksmiðjumar — alls
24 talsins.
Loðnuverksmiðjumar brenna 50
þúsund tonnum af olíu á ári, sem
jafngilda 600 GWh og kosta 240
„Þar kom greinilega
fram að Borgaraflokk-
urinn er eini f lokkurinn
í framboði í kjördæm-
inu, sem sér og viður-
kennir hið raunveru-
lega vandamál.“
milljónir króna í erlendum gjald-
eyri. Hver KWh (kílówattstund)
kostar því 40 aura í þessum inn-
kaupum en í gjaldskrá Landsvirkj-
unar er umframorkan boðin á
23*/2 eyri.
Og graskögglaverksmiðjumar
umdeildu, sem nú hafa verið dæmd-
ar órekstrarhæfar, brenna einnig
olíu, en hefðu að sjálfsögðu allar
átt að nota afgangsorku eða ódýran
jarðhita. Hvar voruð þið, ágætir
menntamenn, þegar allt þetta fór
fram? Vorað þið flarverandi eða
fór eitthvað alvarlega úrskeiðis í
rökfræðinni ykkar?
Framleiðsluverð raforku á ís-
landi, sem er lágt nú þegar, mun
fara lækkandi allmörg ár fram í
tímann. Á sama tíma hækkar orku-
verð í hinum þróuðu iðnaðarlöndum
og mun verða fýrir stökkhækkun
árið 1991 í löndum Evrópubanda-
lagsins. Þá ganga þar í gildi nýjar
reglur um umhverfisvemd fyrir raf-
orkuver, sem kynt era með kolum
og olíu. Á þessum tímamótum
verður raforka þessara landa
þrisvar sinnum dýrari en okkar.
Þá ber að hafa í huga að ráða
má niðurlögum nánast allrar hefð-
bundinnar mengunar með ódýrri
orku, sem við eigum nóg af, hvort
heldur sem er raforku eða jarðhita.
Því er augljóst að við Islendingar
búum við aðstæður fyrir iðnað, sem
engin önnur vestræn þjóð getur
stært sig af er fram líða stundir.
Samningaumleitanir um álverk-
smiðjuna í Straumsvík hófust árið
1963. Samningur var undirritaður
1966 og fýrsti áfangi fór í gang
1969. En það var ekki fyrr en 1980
að verksmiðjan var fullbyggð og
1984 að gengið var frá endanlegum
samningum um orkukaupin. Alls
fór því 21 ár í þetta mál.
Og 1986 birtist svo grein í stór-
blaðinu Financial Times í London
undir fyrirsögninni „Alusuisse
kveður álkapphlaupið" („Alu-
suisse — quits the smelting race“).
íslenzkir ráðamenn höfðu þá þvælt
málinu þangað til álvertíðin í
heiminum var gengin yfir.
Alvarlegustu mistökin í
Straumsvík era auðvitað að verk-
smiðjan er alltof stór fyrir land og
lýð. Hún notar einn þriðja hluta
allrar raforku, sem framleidd er í
landinu og veitir 700 fjölskylduvið-
urværi. Nauðsynlegur viðbragðs-
flýtir er hreint og beint ekki
mögulegur með svo viðamiklum við-
fangsefnum. Og hvemig færi ef við
þyrftum að slökkva undir keijunum
í Straumsvík? Allt er þetta nú að
endurtaka sig á Reyðarfirði og
við tökum ekki eftir því.
Öll þróun umhverfis okkar er nú
hröð og verður æ harðari. Því skipt-
ir meginmáli að verkefnin séu af
lyörstæð, eining ríki heimafyrir og
frammámenn séu hæfir til skjótra
og réttra ákvarðana.
Lausnina er auðvitað að finna í
minni og fleiri orkutengdum iðn-
greinum, sem hver um sig er
viðráðanleg innan þeirra félagslegu
og flárhagslegu takmarka, sem
íslenzku einkaframtaki era sett. Við
það dreifist öll áhætta, með-
Ef framganga ráðherrans í mál-
inu er skoðuð kemur það ekki mjög
á óvart að sjá hann væna þá um
yfirlæti og sérvisku sem ekki hlýðn-
ast valdboði umyrðalaust og dirfast
að láta í ljósi vonir eða kröfu um
það að leikreglur samfélagsins séu
virtar og þrískipting valdsins sé í
heiðri höfð af valdhöfunum sjálfum
og embættismaður sem eignast
„óvin“ í kerfinu þurfi ekki að búa
við þann háska að verða dæmdur
og sviptur starfí og æra af ákær-
anda sínum og síðan vísað á
dómstóla til þess eins að sækja
miskabætur telji hann sig hafa ver-
ið óretti beittan. Hinum brottvikna
er meinað að tala máli sínu og sanna
sakleysi sitt. Svona yfirlæti og sér-
visku áttar Sverrir Hermannsson
sig auðvitað ekkert á. Og það era
fleiri en ég sérvitringar í þessari
merkingu eða era menn búnir að
gleyma hundraðum undirskrifta úr
öllum skólum umdæmisins undir
beiðni til hins háa Alþingis — beiðni
um rannsókn þessa máls — þessari
beiðni var hafnað með eftirminni-
legum hætti, en svona yfirlæti og
sérviska verða ekki kveðin niður
með lítilsvirðingu og valdbeitingu.
Skólamenn í umdæminu — á
landinu öllu — allur almenningur
hlýtur að hafa af því áhyggjur ef
svó slysalega vill til hjá boðberarn
mannréttinda, frelsis og fijálsræðis
að aðgerðir sem þessar séu látnar
viðgangast. Hvílíkt fordæmi er hér
gefið valdsæknum alræðisöflun til
hreinsunaraðgerða f stjómkerfinu
þegar tækifæri gefst.
Sé það yfirlæti og sérviska að
sætta sig ekki við það að vera svipt-
ur stjómskipuðu embætti án dóms
og laga þá vona ég að þau ein-
kenni megi ávallt fylgja sem flest-
um þegnum þessa lands.
Að lokum vil ég draga hér saman
niðurstöður og geta stöðu mála
hvað óhlýðni við fjárlög varðar.
í áminningarbréfi frá því í ágúst
1986 er ávirðingarefnið trúnaðar-
brot. í uppsagnarbréfi 10. janúar
1987 er trúnaðarbrotið ítrekað með
tilvitnun í samstarf og samvinnu
við fulltrúa skólastjóra, fræðsluráðs
Ingvar Níelsson
göngutíminn styttist og hættan á
að við missum af nýjum tækifærum
minnkar veralega.
Borgaraflokkurinn beitir sér
fyrir gagngerri endurskoðun og við-
tækum endurbótum í íslenzkum
iðnaði, með fullvinnslu og gemýt-
ingu allra sjávarútvegs- og land-
búnaðarafurða að leiðarljósi og
innlenda orku sem verkfæri.
Borgaraflokkurinn berst einnig
fyrir grandvöllun nýrra orku-
tengdra framleiðslugreina, sem
geta verið arðbærar í dæmigerðum
bæjar- og sveitarfélögum á Islandi
— einkum á Austurlandi.
Að lokum þakka ég það ótvíræða
traust, sem Borgaraflokknum og
mér persónulega er sýnt í Austur-
landskjördæmi í æ ríkari mæli, en
bendi á að tveir fulltrúar Borg-
araflokksins fyrir kjördæmið á
Alþingi íslendinga munu vinna
betra starf en einn.
Höfundur er verkfræðingur og
skipar 1. sæti Borgara listnns i
Austurlandi.