Morgunblaðið - 15.04.1987, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Eldur í æðum
eftir Benjamín H.J.
Eiríksson
Hvað er verið að segja mönnum
með þessum tvíræðu orðum? Brenn-
ur eldur í æðum! Eru þeir ekki
lengur heilir á sönsum, eða eru
þeir eldsmatur?
Jón Sigurðsson fyrrverandi ráðu-
neytisstjóri í fjármálaráðuneytinu
gerði allvel grein fyrir ávirðingum
Alberts Guðmundssonar stjóm-
málamanns og ráðherra með grein
hér í blaðinu í miðri síðustu viku.
Við þann þátt málsins hefi ég litlu
að bæta, og þó.
Sú fyrirgreiðsla að hjálpa sveita-
manninum að rata um borgina eða
milli opinberra skrifstofa er fyrir-
greiðsla, sem enginn getur haft
neitt út á að setja. En fyrirgreiðsl-
an, sem Albert býður og hælir sér
af, er af öðrum toga. Sú fyrir-
greiðsla hans er kaup á pólitísku
fylgi fyrir fé og eignir samborgar-
anna, skattgreiðendanna, stundum
fengið gegnum kunningjana.
Flestir opinberir embættismenn
kynnast því fljótt í starfi, hversu
erfítt það getur verið að úthluta
opinberum gæðum svo vel fari, t.d.
húsnæði, lóðum, lánum eða styrkj-
um. Reynt er af fremsta megni að
framkvæma með réttlæti og ýmis-
konar snúrur eru látnar marka
réttlætisveginn: ómegð, aldur,
menntun, atvinnuþörf og atvinnu-
skilyrði o.s.frv. og ekki ósjaldan:
listinn. Embættismennimir búa yfir
langri reynslu í þessum efnum og
eru oftast ákaflega mikið á móti
„fyrirgreiðslu" stjómmálamann-
anna, hún feli oft í sér einhverskon-
ar ranglæti, sem eigi að þjóna
pólitískum hagsmunum þeirra.
Nú kemur númer 31 á listanum
til ráðherrans og segin Kæri vinur!
Ég þarf ekki að segja þér hvar ég
stend í pólitíkinni. Það veistu! En
nú er ég í vandræðum. Það er þetta
með listann. Heldurðu ekki að skrif-
stofublækumar hafi sett mig í 31.
sætið! Svona er nú réttlætið sem
ég fæ hjá þessu stirðnaða embættis-
mannakerfi. En ég treysti þér!
Ráðherrann, í símann: Hann Jón
er hjá mér. Heyrðu, þú færir hann.
Settu hann bara númer 1, það er
einfaldast. Hvað? Nei, nei. Það tek-
ur enginn eftir einum. Jón: Alúðar-
þakkir! Ég vissi að þú myndir ekki
bregðast mér. Við stöndum okkur
í prófkjörinu, vertu viss!
Hvað hefír gerzt? Jú, einum hef-
ir verið hjálpað. Hvemig? Með því
að færa 30 menn niður um eitt
sæti hvem. Ráðherrann hefír sýnt
ranglátt hugarfar og sparkað 30
manns niður á við. Hann hefír beitt
þá ranglæti.
Þettá er það sem fyrirgreiðslu-
pólitíkin er: ranglætispólitík, spill-
ing, oft gróf spilling. Gjafír á
almannafé eða öðmm eignum til
pólitískra vina em spilling, kaup á
pólitísku fylgi. Andlega heilbrigt
fólk hefír skömm á þessu. Albert
hælist um. Hann hefír þjóðina að
fífli. En þetta er ábatasamt.
Þetta er nú hið opinbera siðgæði
Alberts, siðgæði hans í opinbem
lífí, þjónusta hans við borgarana.
Hún er rotin. Síðan er siðgæði Al-
berts i einkalífí. Hann stingur
annarra fé í vasann. Enn hefír ekki
verið að fullu upplýst hvað varð um
20 þúsundin hans Guðmundar J.
Þetta vantaði á upphæðina sem
Hafskip og Eimskip gáfu honum.
Og Albert er maðurinn í málinu. I
þessu máli kemur einnig fram hið
sanna eðli „góðgerðarstarfsemi"
Alberts. Hún er fyrir annarra fé.
Afslættinum af frakt, sem Áfengis-
og tóbaksverzlun ríkisins greiddi,
stakk Albert í eigin vasa. Aðrir
fengu 5%, hann 10%. Fyrirgreiðslu-
stjómmálamenn eiga það til stund-
um að kalla inn pólitískar eignir
og skuldbindingar.
Fyrir nokkmm ámm gafst einn
af einræðishermm Mið-Ameríku
upp á því að stjórna. Sonur hans
flúði á snekkju sinni. Hún var stöðv-
uð í hafi, tekin eða skoðuð. Innan-
borðs vom 300 milljónir dollara í
gulli, erlendum gjaldeyri og þess-
háttar verðmætum. Menn töldu
þetta bera vott um rotið stjómar-
far, fyrirgreiðslupólitík með meim.
Vilji menn ekki svona stjórnarfar,
þá verða þeir að ganga eftir því að
trúnaðarmennimir hagi sér öðm-
vísi, líka í smáu. Það verður að
vera ósveigjanleg krafa, að þeir séu
heiðarlegir og réttlátir. Þjóðin fær
svo þá leiðtoga sem hún verðskuld-
ar.
Sonurinn hér að ofan bytjaði
náttúralega ekki á 300 milljónum,
menn byrja smærra. En allt um það
geta þeir komist upp í 300 eða jafn-
vel 400 milljónir! Marcos og Imelda
em sögð hafa tekið sér milljarða.
Og þau eiga stóran hóp aðdáenda
og fylgismanna á Filippseyjum.
Ég varð vægast sagt undrandi
þegar ég sá það í nýjum Helgar-
pósti, að Albert hefði tekizt að koma
því inn hjá kristnum leiðtogum að
þeir skuldi honum pólitíska fylgi-
spekt fyrir það, hvemig hann hafí
afgreitt mál þeirra sem embættis-
maður, í embætti sem þjóðin hefír
trúað honum fyrir, embætti þar sem
embættisskyldan er að hann gæti
hagsmuna og réttlætis allra borg-
aranna. Engum ætti að vera þetta
ljósara en leiðtogum hinna trúuðu.
Ém þeir að þakka fyrir það, að
þeir hafí fengið meira en þeim bar?
Klausan í Helgarpóstinum er svona:
„Síðastliðið sumar skrifuðu bisk-
Dr. Benjamín H.J. Eiríksson
„Þetta er það sem fyrir-
gfreiðslupólitíkin er:
ranglætispólitík, spill-
ing, oft gróf spilling.
Gjafir á almannafé eða
öðrum eignum til póli-
tískra vina eru spilling,
kaup á pólitísku fylgi.
Andlega heilbrigt fólk
hefir skömm á þessu.
Albert hælist um. Hann
hefir þjóðina að fífli.
En þetta er ábatasamt.“
upinn yfir íslandi og kaþólski
biskupinn á ísiandi, ásamt öðrum
íslenzkum trúarleiðtogum, undir
einskonar stuðningsyfirlýsingu við
Albert. Helgi Vigfússon, trúboði,
stóð að þessum undirskriftum.
Hann sagði í samtali við Helgar-
póstinn í haust, að þær hefðu verið
til þess að „Albert fyndi ylinn frá
fólki, þegar að honum var veist
Bíður þetta líka þín?
eftírHelgii Sigiirð-
ardóttur og Astríði
Karlsdóttur
Þegar ellin færist yfir menn kem-
ur að því að sumir þurfa á hjálp
að halda, bæði við daglega umhirðu
eigin líkama og heimilis og einnig
beinnar hjúkmnar.
Hvar geta aldraðir leit-
að sér aðstoðar?
Með þessari grein viljum reyna
að svara þessari spumingu. Við
ætlum að gera grein fyrir stöðu
þessara mála í dag og kynna leiðir
Kvennalistans til úrbóta.
En hvaða þjónustu eiga aldraðir
þá völ á?
í lögum um málefni aldraðra, 1.
kafla, 1. grein, stendun „Markmið
þessara laga er, að aldraðir fái þá
heilbrigðis- og félagslegu þjónustu
sem þeir þurfa á að halda og að
hún sé veitt á því þjónustustigi, sem
er eðlilegast og hagkvæmast miðað
við þörf og ástand þess aldraða.
Lögin miða að því að aldraðir geti
svo lengi sem verða má búið við
eðlilegt heimilislíf, en að jafnframt
sé séð fyrir nauðsynlegri stofnana-
þjónustu, þegar hennar er þörf.“
í fyrsta lagi eiga aldraðir völ á
heimaþjónustu sem er í lögum um
málefni aldraða skilgreind sem sú
„aðstoð, sem veitt er á heimili aldr-
aðs einstaklings". Heimaþjónustan
er tvíþætt, annars vegar heilbrigðis-
þátturinn, þ.e. læknisvitjanir,
heimahjúkmn og endurhæfing í
heimahúsum, og hins vegar félags-
legi þátturinn, þ.e. heimilishjálp,
félagsráðgjöf og heimsending mat-
ar. Heimaþjónustan er því miður
takmörkuð, enn sem komið er.
Heimahjúkmn er veitt frá heilsu-
gæslustöðvum skv. lögum um
heilbrigðisþjónustu, en heimahjúkr-
Helga Sigurðardóttir
„ Að mati Kvennalistans
ríkir nú neyðarástand í
málefnum aldraðra og
mun það fara versnandi
ef ekki verður gert
stórátak til úrbóta.“
unin er nær eingöngu veitt á
opnunartíma stöðvanna. Engin
skipulögð kvöld-, nætur- eða helg-
arþjónusta er möguleg. Heimilis-
hjálpin er aðskilin frá heilsugæslu-
stöðvunum, að minnsta kosti
stjómunarlega, þar sem félags-
málaráð hefur með hana að gera.
En það er sama sagan, heimilis-
hjálpin fæst nær eingöngu á virkum
dögum.
Annar kostur er íbúðir og dval-
arstofnanir fyrir aldraða, s.s.
þjónustuíbúðir, vemdaðar þjónustu-
Ástríður Karlsdóttir
íbúðir, dagvistun aldraðra, dvalar-
heimili, hjúkmnarheimili og sjúkra-
deildir. Með stofnanadvöl missir
gamla fólkið sjálfstæði sitt í meira
eða minna mæli. T.d. fær fólk á
stofnun ekki ellilífeyrinn sinn og
er háð vasapeningum frá því opin-
bera, sem era kr. 4.544 á mánuði
í dag. Þekkt er þegar sjálfsbjargar-
geta fólks er tekin frá því missir
það áhuga fyrir umhverfí sínu og
lífslöngunin þverr.
1 5. kafla, 27. grein, laga um
málefni aldraðra stendur: „Kostn-
aður af rekstri heimaþjónustu skal
greiddur af sjúkrasamlögum, þó
þannig, að sveitarfélögin greiði
65% kostnaðar en ríkið 35%
kostnaðar“. Kostnaður við vist-
um á dvalarstofnunum og á
almennum sjúkrahúsum greiðist
hins vegar alfarið af ríkissjóði,
annaðhvort beint eða í gegnum
Tryggingastofnun ríkisins.
Af þessu má sjá að það er fjár-
hagslega hagstæðara fyrir sveit-
arfélögin að hafa aldraða á
stofnunum, en þeir dvelji á eigin
heimilum, þó það sé ekki vafamál
hvort er mannúðlegra, eigið heimili
eða stofnun.
Kvennalistinn vill endurskoða
lög um málefni aldraðra, þannig
að heimilishjálpin sé að fullu
gTeidd af ríkinu (sjúkrasamlag-
inu) og gert sé ráð fyrir skipulagðri
heimaþjónustu allan sólarhringinn
árið um kring. Með þannig greiðslu-
fyrirkomulagi er togstreita milli
sveitarfélaga og ríkis úr sögunni,
en þjóðarhagur er látinn sitja í
fyrirrúmi.
Rannsóknir, sem hafa verið gerð-
ar á hinum Norðurlöndunum, sýna
að heimaþjónustan, jafnvel allan
sólarhringinn er ódýrari fyrir þjóð-
félagið og mannúðlegri fyrir ein-
staklinginn en stofnanadvöl verður
nokkum tíma.
Með sólarhringsþjónustu verður
hinn aldraði í mörgum tilfellum
fírrtur stofnanadvöl og því að verða
ósjálfstæður einstaklingur.
Kvennalistinn leggur til að
stjómvöld taki ábyrgari afstöðu til
I. kafla 1. greinar í lögum um
málefni aldraðra, þar sem að sagt
er að hver einstaklingur eigi að fá
þjónustu við sitt hæfi og jafnframt
legðu stjómvöld áherslu á forvarn-
arstarf til eflingar heilbrigðis
aldraðra, heilbrigðisfræðslu og
fleira.
Að mati Kvennalistans ríkir nú
neyðarástand í málefnum aldraðra
og mun það fara versnandi ef ekki
verður gert stórátak til úrbóta.
Árið 1985 vom 6,9% af þjóðinni
75 ára og eldri en árið 2020 er
áætlað að þessi aldurshópur verði
II, 7%. Það sést best á þessum
tölum hve mikilvægt er að efla
heimahjúkmn og heimilishjálp öldr-
uðum til bóta og þjóðinni til
hagsældar.
Höfundar eru hjúkrunarforstjór-
arsjúkrahúss Egilsstaða og
sjúkrahúss Seyðisfjaírðar og
stuðningskonur Kvennalistans á
Austurlandi.
með ómaklegum og stundum nokk-
uð ruddalegum orðum “.
í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
sótti Albert stuðning sinn meðal
annars til fólks úr Fíladelfíu og
öðrum trúfélögum utan þjóðkirkj-
unnar. “
Eigum vér að halda þessa trúar-
leiðtoga svo einfalda, að þeir skilji
ekki, að með því að styðja Albert
em þeir að kasta atkvæði gegn
keppinautum hans? Já, djöfullinn
er býsna lævís. Ég ætla að geyma
mér stóryrðin sem væm við hæfi,
en lofa Biblíunni heldur að komast
að.
í dæmisögu af sáðmanni er vikið
að heimsslitunum, tímanum þegar
núverandi heimsskipan líður undir
lok, tíma uppskemnnar, sem nú er
kominn. Óvinveittur maður — það
er djöfullinn — hafði sáð illgresi I
akurinn, sem sáinn var hveiti. Upp-
skeran byijar með því að englar
koma og safna illgresinu I bindini.
Því er síðan brennt. Bindinin em
augljóslega ýmiskonar samtök, fé-
lög af ýmsu tagi, pólitísk samtök,
trúarsamfélög og fleira þess háttar.
Illgresið er menn, og er í sama
akrinum og hveitið. En hver getur
greint hvað er hvað? Það getur
enginn maður nema dómarinn, Jes-
ús.
í Opinbemnarbókinni stendur,
að á tíma endalokanna verði djöflin-
um varpað niður á jörðina ásamt
englum sínum. Menn em nú famir
að skynja hið ókomna og fá fiðring
í æðamar, eld.
Heimtar fólkið stundum til sín
þjófa og ræningja. Já, já. Frægt
dæmi er í Biblíunni. Barrabas var
ræningi og hafði fleira á samvizk-
unni. Æðstu prestamir fengu lýðinn
til að hrópa: Gef oss... Þetta hef-
ir hann endurtekið. Albert hefír
þegar sagt frá leyndarmálinu: Eld-
ur...
Höfundur er hagfræðingur og
fyrrum ráðunautur rlkisstjómar-
innar i efnahagsmálum og
bankastjóri Framk væmdabank-
ans.
Fríkirkjan í
Reykjavík:
Messur
á páskum
Fermingarguðsþjónusta verð-
ur í Fríkirkjunni kl. 11.00 á
skírdag. Sama dag verður kvöld-
messa með altarisgöngu kl.
20.30. Magnús Steinn Loftsson,
tenórsöngvari, syngur stólvers.
Á föstudaginn langa er guðs-
þjónusta kl. 14.00. Flutt verður
Litanía sr. Bjama Þorsteinssonar.
Oddur Björnsson, básúnuleikari,
leikur einleik. Á páskadag verða
tvær hátíðarguðsþjónustur, önnur
kl. 8.00 árdegis, hin kl. 14.00.
Á annan í páskum verður svo
bamaguðsþjónusta. Guðspjallið er
útskýrt með hjálp mynda, smá-
bamasöngvar og barnasálmar
sungnir, afmælisbörn boðin sér-
staklega velkomin og lesin sögulok
framhaidssögunnar Dísu frænku
eftir Stefán Jónsson. Við píanóið
er Pavel Smíd.
(Frá Fríkirkjunni)