Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 25
25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Fjölflokkastjórn er
ávísun á upplausn
eftirEinarK.
Guðfinnsson
Við göngum nú til kosninga við
óvanalegar aðstæður. Framboð eru
alls tíu í landinu. Hér á Vestfjörðum
eru þau átta og þykir víst flestum
nóg um. Þessi aragrúi framboða
eykur mjög á hina pólitísku óvissu.
Og þegar við bætast kosningalögin
nýju verður niðurstaðan sú að örð-
ugt kann að reynast að segja til
um hver úrslit kosninganna verða.
í kosningabaráttunni höfum við
sjálfstæðismenn lagt verk ríkis-
stjómarinnar í dóm kjósenda. Við
höfum bent á þann mikla árangur
sem náðst hefur í tíð stjómarinnar
á flestum sviðum og sagt: Við vilj-
um byggja á þessum grunni. Nýta
okkur skárri efnahagslegar aðstæð-
ur til þess að takast á við verkefni
framtíðarinnar.
Margvíslegnr árangur
Maður hefur greinilega fundið
það að fólkið í landinu fagnar þeim
árangri sem náðst hefur í lands-
stjóminni.
• Verðbólgan er ekki á flugstigi
130 prósenta, heldur nálgast
nú óðfluga eins stafs tölu.
• Skattar hafa lækkað. Tekju-
skattur er nú 1,1 milljarði lægri
en hann var við upphaf
kjörtímabils.
• Skattakerfið hefur verið ein-
faldað. Gamalt baráttumál
sjómanna, staðgreiðslukerfið, er
í höfn.
• Kaupmáttur launa hefur
aukist, einkum kaupmáttur
þeirra lægst launuðu.
• Bætur almannatrygginga
hafa hækkað.
• Ungu fólki hefur verið gert
kleift að eignast húsnæði á við-
ráðanlegum kjömm.
• Viðskiptahalli er úr sögunni.
Öll þessi framantöldu atriði segja
okkur að við emm á réttri leið.
Þessa leið viljum við fara áfram til
hagsbóta fyrir íslenskt þjóðfélag.
Um hvað er kosið?
Nú skiptir öllu að árangrinum
sé við haldið. Að komið sé í veg
fyrir að upplausnaröflin nái hér
tangarhaldi á ný. Við verðum að
tryggja til frambúðar efnahagslegt
og stjórnmálalegt jafnvægi.
í þessum kosningum verður því
ekki einvörðungu kosið um einstök
stefnumál.
Í þessum kosningum verður held-
ur ekki bara kosið um tiltekna
frambjóðendur.
Einar K. Guðfinnsson
„Öflugnr Sjálfstæðis-
fokkur getur einn
tryggt traust stjórnar-
far vegna þess að
einvörðungu með því
að efla hann er mögu-
legt, eins og málum er
nú háttað, að tryggja
tveggja flokka ríkis-
stjórn“.
í þessum kosningum verður ekki
síst tekin afstaða til þess hvort ríkja
munu sundmng eða stefnufesta.
Upplausn eða ábyrgð. Óðaverð-
bólga eða efnahagslegt jafnvægi.
Fjölflokkastjórn er
ávísun á upplausn
Það hefur verið vakin á því at-
hygli að frá stofnun lýðveldis hafa
þrettán ríkisstjórnir setið við völd á
Islandi. Tvær hafa verið minni-
hlutastjórnir. Fimm tveggja flokka
stjórnir. Að sex ríkisstjórnum hafa
staðið fleiri en tveir stjórnmála-
flokkar. Með öðmm orðum. Sex
stjórnanna hafa verið fjölflokka-
stjórnir.
Það hefur verið helsta einkenni
fjölflokkastjórnanna að þær hafa
ekki enst nema ákaflega skamman
tíma. Engin slík ríkisstjóm hefur
lifað heilt kjörtímabil. Allar hafa
þær dáið úr pólitískum innanmein-
um, eða hreinlega spmngið í loft
upp. Þessar stjómir hafa oftast
misst tökin á efnahagslífínu. Meðal-
aldur þeirra hefur líka verið um
hálft kjörtímabil. Það þýðir því að
sumar þeirra hafa verið við völd
einungis ákaflega skamman tíma.
Má í því sambandi nefna ríkisstjóm-
ina sem sat að völdum á ámnum
1978 til 1979 en sprakk þá vegna
dæmalauss sundurlyndis.
Sjálfstæðisflokkurinn
hefur verið
burðarásinn
Tveggja flokka ríkisstjómir hafa
hins vegar jafnan starfað út
kjörtímabilið. Sumar jafnvel lengur,
eins og hin vinsæla og farsæla ríkis-
stjóm Viðreisnar (Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks) sem skapaði hér
tímabil festu í stjórnarfari, jafn-
vægis í efnahagslífi og uppbygging-
ar í atvinnulífi.
Þegar farið er ofan í saumana á
þessu tímabili í sögu okkar kemur
í ljós að Sjálfstæðisfokkurinn hefur
verið burðarásinn í stjómmálalífínu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ævin-
lega verið þátttakandi í samstarfi
ríkisstjóma þar sem tveir stjóm-
málaflokkar hafa komið að verki.
Nú skiptir öllu að sá mikli árang-
ur sem náðst hefur í landsstjóminni
sé varðveittur. Það verður ekki gert
með því að leggja mýgrúti smá-
flokka, sérframboða og sprengilista
lið. Slíkt yrði eingöngu ávísun á
pólitíska upplausn, fjölflokka vinstri
stjóm og verðbólgu. Öflugur Sjálf-
stæðisflokkur getur einn tryggt
traust stjórnarfar vegna þess að
einvörðungu með því að efla hann
er mögulegt eins og málum er nú
háttað að tryggja tveggja flokka
ríkisstjóm.
Á Vestfjörðum sem og annars
staðar verður baráttan hörð.
Ómögulegt er að segja til um hvem-
ig þingsæti muni skipast. Andstæð-
ingar okkar hafa reynt að læða því
að kjósendum að vegna nýrra kosn-
ingalaga sé Sjálfstæðisflokkurinn
ömggur um tvö þingsæti hér í kjör-
dæminu. Slíkt er þó alrangt. Því
er nauðsynlegt að fylkja sér um
Sjálfstæðisflokkinn og tryggja
pólitíska forystu hans, jafnt hér á
Vestfjörðum sem og á landinu í
heild.
Höfundur skipar þríðja sæti D-
listans i Vestfjardakjördæmi.
EF ÞÚ VILT GLEÐJA
EINHVERN LJM PÁSKANA
GEFURÐLJ MÓNÖ PÁSKAEGG
NÝTT OG ENN BETRA, SYKURMINNA SÚKKULAÐI
í PÁSKAEGGJUNUM FRÁ MÓNU!
GM
□PEL
^KADET
OPEL
Þessi glæsilegi vestur-þýski bíll
var kosinn bíll ársins
af dómharðri nefnd bílagagnrýnenda
þegar hann var fyrst kynntur
fyrirtveimurárum.
Þessi stórkostlega viðurkenning
var upphafið að miklum vinsældum
OPEL KADETT.
Áður en þú gerir upp hug þinn
varðandi hugsanleg bílakaup
getur borgað sig fyrir þig
að kynna þér kosti KADETT bílanna,
ss. rými, hönnun, aksturseiginleika
og lágan eldsneytiskostnað.
mumri
yandaðuvalið! BiLVANGURs/?
V6IC1U KADETT! HÖFÐABAKKA9 SÍMI 687BOO