Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
27
HVAÐASOKKUM
ÁÉGAÐVERAÍ?
Tónlist í Bústaða-
kirkju um páskana
EINS OG hefðin býður og vel er metið verður tónlistin rnikil og til
hennar vandað við guðsþjónustur bænadaga og páska í Bústaða-
kirkju eins og í flestum söfnuðum. Þær eru ekki fáar stundirnar,
sem kórarnir verja til æfinga og undirbúnings og er líka vel þegið
af þakklátum kirkjugestum. Skal nú getið hins helzta og flytjenda
en organisti og sljórnandi er hinn sami við öll tækifærin, en það
er organisti kirkjunnar, Guðni Þ. Guðmundsson.
eftir Asdísi Höllu
Bragadóttur
Á hverjum degi þarft þú að taka
ákvarðanir. Ætlarðu í sund áður
en þú ferð í skólann? Ætlarðu í
gráu eða hvítu sokkunum í vinn-
una? Hvort á að vera kjöt eða fiskur
í kvöldmatinn? Allt eru þetta dags-
daglegar vangaveltur sem skipta
ekki svo miklu máli. Að minnsta
kosti breyta þær ekki lífi þínu. En
suma daga þarft þú að taka stærri
ákvarðanir. Ætlarðu í skóla? í
hvaða skóla viltu þá fara? Langar
þig út á vinnumarkaðinn? Hvar viltu
vinna? Þetta eru einnig ákvarðanir
sem veltast fyrir fólki. Þessar
ákvarðanir skipta máli. Þessar
ávarðanir geta breytt lífi þínu.
Hverjum á ég-
að treysta?
Þú velur þér ekki skóla sem þú
veist að lítill sem enginn árangur
næst í. Ef þú átt kost á góðum
vinnustað þá velur þú þér ekki aðra
vinnu þar sem þú veist að launin
eru lág, mórallinn lélegur og vinnu-
tíminn langur og leiðinlegur. Nei,
þú velur betri kostinn. Jafnvel þótt
þú vorkennir verkstjóranum á
slæma vinnustaðnum. Jafnvel þótt
þú heyrir loforð um hærri laun,
betri móral og styttri vinnutíma.
Loforðunum getur þú ekki treyst,
nema að þú hafir séð einhvern góð-
an árangur. Það eru verkin sem
tala.
Núna er ég ekki
að tala um gráa
eða hvíta sokka ...
Þann 25. apríl þarft þú að taka
mikilvæga ákvörðun. Núna er ég
ekki að tala um gráu sokkana eða
kvöldmatinn. Ég er að tala um
kosningarnar. Þú mátt kannski
kjósa í fyrsta sinn og ert ekki búinn
að ákveða hvaða flokk þú ætlar að
kjósa. Kýstu flokk vegna þess að
þu vorkennir forystunni? Kýstu
flokk vegna þess að þú færð
kannski frá þeim rós? Kýstu flokk
vegna þess að þar eru konur? Kýstu
flokk vegna þess að pabbi þinn
gerir það? Þú ætlar kannski að
sleppa því að kjósa og sitja heldur
heima og horfa á Stöð 2. Svo líða
kosningarnar og ný ríkisstjórn er
mynduð. Kannski óáreiðanleg
stjórn með mörgum litlum flokkum.
Hvað veist þú þá nema að þú fáir
ekki íengur að horfa á þína Stöð
2, hlusta á Bylgjuna eða hvað það
verður. Hvað veist þú um framtíð
íslands? í dag veist þú ósköp lítið
um framtíð lands okkar. En . . . þú
getur valið. Þú átt líkt og ég rétt
á því að kjósa. Að sjálfsögðu segi
ér þér ekki hvað þú átt að kjósa,
en ég er búin að ákveða mig. Ég
ætla að vanda valið. Ég ætla að
kjósa rétt.
Án þess að
skammast mín!
Á lýðveldistímabilinu hefur engin
þriggja flokka, hvað þá fleiri flokka
ríkisstjórn, setið út allt kjörtímabil-
ið. En síðastliðin fjögur ár hefur
ríkisstjórn íslands verið mynduð af
tveimur flokkum. Þetta hefur verið
gott tímabil. Þetta hefur verið tíma-
bil festu og framfara. En einmitt á
þessu tímabili hefur Sjálfstæðis-
flokkurinn verið í ríkisstjóm. Sjálf-
stæðisflokkurinn hefur náð
verðbólgu svo hratt niður að ótrú-
legt þykir. Sjálfstæðisflokkurinn
átti frumkvseði um staðgreiðslu-
kerfi skatta. Sjálfstæðisflokkurinn
hefur auðveldað ungu fólki að eign-
ast sitt eigið húsnæði. Já, allt þetta
og margt, margt fleira hefur Sjálf-
stæðisflokkurinn gert fyrir þig. En
hvað ætlar þú að gera fyrir sjálfan
sig? Þú þarft ekki að skammast þín
þó að þú hugsir um eigin hag. Þú
þarft ekki að skammast þín þó að
þú hugsir um hag íslands. Þú þarft
ekki að skammast þín fyrir að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn.
Höfundur er nemi í Fjölbrauta-
skóla Vesturlands á Akranesi.
Á skírdagskvöld er stærsta altar-
isganga ársins og margir, sem
hagnýta söguleg tengsl við loftsal-
inn í Jerúsalem forðum til þess að
styrkja trúarsamfélagið og túlka
hollustu sína, og þá munu einsöngv-
ararnir Ingibjörg Marteinsdóttir og
Eiríkur Hreinn Helgason auka helgi
samverunnar.
Á föstudaginn langa flytur kór
Bústaðakirkju ásamt strokkvartett
þijá kafla úr G-dúr messu Schu-
berts og einsöngvarar verða Guðrún
Jónsdóttir, Ingibjörg Marteinsdótt-
ir, Kristín Sigtryggsdóttir, Eiríkur
Hreinn Helgason og Reynir Guð-
steinsson.
Við morgunmessuna á páskadag
syngur Guðrún Jónsdóttir og þijár
systur leika á trompet, þær Ingi-
björg, Þómnn og Hjördís Elín en
þær eru dætur listafólksins Sigríðar
Þorvaldsdóttur og Lárusar Sveins-
sonar. Við síðdegismessuna kl. 14
syngur síðan Ingibjörg Marteins-
dóttir og Jón Halldór Finnsson
leikur á básúnu. Við allar messurn-
ar prédikar sóknarpresturinn, séra
Olafur Skúlason dómprófastur. Og
tónlist er leikin um hátalarakerfi
kirkjunnar hálfri stundu fyrir mess-
umar.
(Frá Bústaðakirkju.)
ÍSTAK
ÍSTAK hefur í nær tvo áratugi, frá stofnun árið 1970, verið í fararbroddi við
hvers konar mannvirkjagerð. Nýlega gerðum við flugstöðina í Keflavík tilbúna
undir innréttingar.
Við kappkostum að veita viðskiptamönnum örugga þjónustu.
Óskum landsmönnum öllum til hamingju með nýju flugstöðina.
TSTAK
JL jnLJV.
verkfræðingar, verktakar
Skúlatúni 4, 105 Reykjavík, sími 622700, Telex 2010 ISTAK IS, Telefax 622724.