Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
29
Enn er sótt
fram til bættra
samgangna
Sjálfstæðisfélag
Miðneshrepps
15. apríl 1987
Almennurfundur í Slysavarnahúsinu
Sandgerði kl. 21.00.
Ræðumenn: Ólafur G. Einarsson,
Ellert Eiríksson og Salome Þorkelsdóttir.
Ólafur G. Einarsson Ellert Eiríksson Salome Þorkelsdóttir
Ræða Matthíasar Bjarnasonar samgönguráðherra
Forseti íslands, góðir gestir,
innlendir sem erlendir.
Traustar og öruggar samgöng-
ur eru undirstaða framfara og
velsældar. Saga þjóða heimsins
styður og styrkir mikilvægi skjótra
og skipulegra samskipta þegnanna
á sem flestum sviðum.
Fáum eru þessi sannindi jáfn
ljós og þeim sem búa í hijóstrugu
og strjálbýlu landi „fjærst í eilífð-
arútsæ". Fijálsræði þjóðarinnar
var á sínum tíma fórnað fyrir
tryggar skipakomur úr Noregi og
grunntónn sjálfstæðisbaráttunnar
var íslenskt forræði í samgöngum
landsmanna. Því er hveijum nýjum
áfanga á framfarabraut fagnað
af heilum hug og sannri gleði.
Með vígslu þessa glæsilega
samgönguvirkis er enn sótt fram
til bættra samgangna og því rík
ástæða til mannfagnaðar.
Mér er það minnisstætt þegar
þáverandi utanríkisráðherra, Geir
Hallgrímsson, tók fyrstu skóflu-
stunguna hér í grýttri heiðinni
haustið 1983. Þá virtist langt í
land og þungt fyrir fæti, en sótt
var fram af krafti og nú við verk-
lok er rétt og skylt að óska öllum
þeim sem hér hafa lagt hönd að
verki innilega til hamingju.
Á sumri komanda verður minnst
50 ára afmælis samfellds atvinnu-
flugs á íslandi. Þetta er ef til vill
ekki langur tími, en áhrif þessa
samgöngumáta á líf og störf
landsmanna eru slík að jafna verð-
ur við byltingu. Þróttmikil starf-
semi fjölda flugrekenda innan-
lands, sem í flugi til og frá landinu,
hefur ekki einungis þjappað þjóð-
inni saman í flestum skilningi,
heidur fært hana inn í hringiðu
þeirra strauma menningar og við-
skipta sem liggja um þvert
Atlantshafið. Flugið hefur þannig
rofið aldalanga einangrun og jafn-
Matthías Bjarnason flytur ávarp
sitt við vígslu flugstöðvarinnar.
vel gert legu landsins okkur
hagstæða.
Fjárveitingavaldinu hefur oft
reynst erfitt að mæta kröfum sam-
félagsins um nægjanlegt fé til
nauðsynlegra fjárfestinga og
framkvæmda í flugmálum. Þar er
auðvitað við ramman reip að draga
því þarfir þjóðarinnar eru margar
og margvíslegar. Hér miðar þó
stöðugt í framfaraátt.
Á nýafstöðu þingi voru sam-
þykkt lög um flugmálaáætlun og
fjáröflun til framkvæmda í flug-
málum. Með lögum þessum er
lagður grunnur að verulegu átaki
í flugmálaframkvæmdum þar sem
ekki einungis eru skilgreind verk-
efni, heldur einnig gerðar ráðstaf-
anir til fjármögnunar. Ég vænti
þess að lagasetningin eigi eftir að
skila þjóðinni bættum flugvöllum
og skilvirkari flugumferð innan
fárra ára.
Til marks um það hve þróunin
hefur orðið hröð í farþegaflugi
hefur farþegatala innanlands au-
kist úr 45 þús. farþegum árið
1955 í á fjórða hundrað þúsund
árið 1985. Á þessu sama 30 ára
tímabili hefur farþegum í milli-
landaflugi ijölgað úr 28 þúsund í
513 þúsund.
Sé hins vegar miðað við far-
þegafjölda um Keflavíkurflugvöll
einan og miðað við árið 1962,
þegar Loftleiðir fluttu starfsemi
sína hingað, hefur farþegatalan
aukist úr 38 þúsund farþegum í
604 þúsund árið 1986.
Saga Keflavíkurflugvallar er
margbrotnari og tilfinningaríkari
en svo að rakin sé í stuttri ræðu.
Fyrir 40 árum, í júlí 1947, var
hafin bygging þeirrar flugstöðvar
sem nú verður senn kvödd. í frétt-
um frá þeim tíma segir svo: „Þetta
er stálgrindarhús mikið á steypt-
um grunni og nýjung í byggingar-
málum hér.“ Svipað má eflaust
segja um hina glæstu byggingu
sem við erum stödd í. Þetta er
mikið hús og hér hafa fjölmargir
hæfileikamenn lagt gjörva hönd
að verki. Við gleðjumst öll yfir
velunnu verki og þökkum öllum
þeim sem hér hafa að unnið.
Þá óska ég að heill og ham-
ingja megi hvíla yfir stöðinni og
starfsfólki hennar, að farþegar,
flugvélar og áhafnir þeirra eigi
greiða og hættulausa för um lofts-
ins vegu að heiman og heim, svo
fallegasta flugvallarkveðja í heimi
megi hljóma með sann:
Góðir farþegar. Velkomnir
heim!
Sverrir Haukur Gunnlaugsson,
formaður byggingarnefndar,
flytur ræðu sína við vígslu flug-
stöðvarinnar.
ari tæknivæddustu byggingu lands-
ins.
Það hefur tekist vegna þess, að
íslensk verkmennt er á háu stigi,
að handbragð íslenskra iðnaðar-
manna er glæsilegt. Þetta frábæra
handbragð blasir hér við hvert sem
litið er og ber höfundum sínum og
smiðum fagurt vitni.
Það hefur tekist vegna þess, að
hæfni íslenskra verktaka er orðin
mikil til að glíma við stór og vanda-
söm verkefni.
Það hefur tekist vegna þess, að
íslenskt hugvit hefur fengið að njóta
sín til fulls.
Það hefur tekist vegna þess, að
vilji hefur verið hjá ríkisstjóm og
Alþingi til að reisa þetta glæsilega
mannvirki.
Með framangreint veganesti hef-
ur byggingamefnd starfað og náð
þeim áfanga, sem við höldum upp á
í dag.
Að sjálfsögðu hefur kostnaður við
bygginguna verið mikill. Við opnun
hennar í dag er greiddur kostnaður
um 1 V2 milljarður króna og áætlað
er, að heildarkostnaður þegar upp
er staðið fari yfir tvo milljarða
króna. Það er hins vegar ekki ætlun-
in, að þessi framkvæmd verði
skuldabaggi á skattborgumm lands-
ins, bornum sem óbornum, síður en
svo. Byggingin mun að öllu leyti
standa undir sér og síðar mun hún
skila íslenska ríkinu umtalsverðum
tekjum.
Hér er um einstakt mannvirki að
ræða, viðfangsefni sem við í bygg-
ingarnefnd höfum haft ómælda
ánægju af að fást við og lífsreynsla,
sem ekki verður endurtekin. Ég vil
fyrir hönd byggingarnefndar flug-
stöðvar færa öllum þeim, sem lagt
hafa hönd á plóginn, innilegustu
þakkir fyrir vel unnin störf. Jafn-
framt þakka ég meðnefndarmönn-
um mínum og starfsmönnum
byggingarnefndar sérstaklega fyrir
ánægjulegt og árangursríkt sam-
starf.
Þetta er hús þjóðarinnar, ekki
einstaks byggðarlags né einstakra
þjóðfélagshópa, heldur þjóðarinnar
allrar. Megi gæfa og gengi fylgja
starfsemi þess, starfsfólki því, sem
hér starfar, og farþegum, sem fara
hér um.
Stúdentarfrá M.R.
1977 athugið!
Við ætlum öll að hittast í Valhöll á Þingvöllum
laugardaginn 23. maí og eiga þar saman
ánægjulega kvöldstund. Eftir páska fáið þið
bréf þar sem gerð verður nánari grein fyrir
þessu.
Fulltrúar einstakra bekkja hafa undanfarnar
vikur verið að hafa samband við bekkjarfélaga
sína. Þeir, sem ekki er enn búið að ná í, eru
vinsamlegast beðnir um að hafa samband
við einhvern eftirtalinna:
6.A: Lára, s. 623243; 6.B: Hala, s. 672887;
6.D: Stefán, s. 23576; 6.M: Óskar, s. 38317;
6.S: Sigurður, s. 14082; 6.T: Kjartan, s.
29032; 6.U: Theódór, s. 686400; 6.X: Þóra,
s. 32313; 6.Y:Jón,s. 14561.
Ég kýs
Það kemur í einn stað niður, hvort litið er til líðandi stund-
ar, horft til þess liðna eða freistast til að rýna í óvissa
framtíð: öflugur, frjálslyndur og víðsýnn Sjálfstæðisflokkur
er og hefur verið forsenda og grundvöllur velfarnaðar í
landinu.
í kosningunum, sem nú eru á næsta leyti, ræðst hvort flokk-
ur hinna mikilhæfu foringja liðins tíma, Ólafs Thors, Bjarna
Benediktssonar, Jóhanns Hafstein og Geirs Hallgrímsson-
ar, nýtur atfylgis eldri og yngri sjálfstæðismanna. Mitt i
glundroða smáflokka og flokksbrota er timi heitstrenginga.
Góðir sjálfstæðismenn! Sláum skjaldborg um flokk okkar
og forystu hans. Með því móti er þjóð okkar tryggð farsæl
leiðsögn.
Sigurður E. Haraldsson,
kaupmaður.
Á RÉTTRI LEIÐ ... X-D