Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Skógrækt og þjóðarhagur
eftirMagnús
Pétursson
Fræðigreinin „ekología", vist-
fræði, er til þess að gera ný af
nálinni. Orðið eitt er ekki eldra en
um það bil eitt hundrað ára. í þess-
um fræðum er komið víða við,
heimilið, maðurinn, hafið og skóg-
urinn eru allt hlutar af okkar
ekologíu. Öll vísindi leitast við með
einum eða öðrum hætti að skýra
og ljóstra upp fyrir okkur leyndar-
dómum tilverunnar. I þessari við-
leitni hefur okkur miðað vel á veg,
en sem betur fer er margt enn óráð-
in gáta. Þetta á við hvort heldur í
hlut eiga náttúruvísindi eða hugvís-
indi. Eg segi, sem betur fer, því
mikið væri tilvera okkar snauð ef
ekki væru til spumingar sem köll-
uðu á svör og skoðanir.
Það kann að virðast sérstætt að
hefja umræður um skógrækt og
þjóðarhag með þessum orðum, en
eins og í góðri stærðfræði þarf
samnefnara til þess að tvö brot
verði lögð saman. Skógrækt nú á
tímum er ekki frekar en áður hrein
náttúmfræði, því hún ber sterkan
keim af hagfræði. Með svipuðum
hætti má segja að hagur sérhverrar
þjóðar sé ekki eingöngu falinn í
verðmætum sem mæld verða í
tölum, heldur einnig huglægum
verðmætum. Hamingja hvers
manns felst að hluta í þeirri lífsfyll-
ingu sem umhverfi veitir honum og
honum lærist að meta sem verð-
mæti. Af þessu mætti hagfræðin
einnig taka mið.
Biðlund manna eftir afrakstri
verka sinna er iðulega lítil.
Skammtímahagsmunir hafa oft á
tíðum verið teknir fram yfír þá
hagsmuni sem varða okkur miklu
þegar til lengri tíma er litið. Hér
þarf ekkert frekar að hafa í huga
gróðurþekju landsins því það má
fullt eins vel líta til auðæfa hafs-
ins. Fyrir tiltölulega fáum árum var
talið að fiskistofnamir væru í hættu
vegna ofveiði. Þar virðist nú sem
þjóð og náttúra hafi fundið jafn-
vægi með takmörkun veiðanna.
Freisting til aukinna veiða er mikil
en vonandi bera menn gæfu til þess
að fórna skammtíma hagsæld fyrir
uppskeru í framtíðinni. Gróðureyð-
ing er annað dæmi um það hvemig
gengið hefur verið á náttúrugæði í
viðleitni manna til þess að bæta
afkomu sína. Þar á að vísu okkar
kynslóð minnstan hlut að máli en
það má einu gilda. Áður fyrr voru
skógar taldir til efnislegra verð-
mæta og hækkuðu verð jarðar. Það
sem við gerðum var að taka út
nánast allan höfuðstólinn og eigum
nú hvorki skóg til nytja né til yndis-
auka svo einhvetju nemi. Það sem
við teljum okkur eiga er vissa um
það að tré og jafnvel nytjaskógar
geti dafnað í landinu og að til skóg-
ræktar höfum við fæmi, framtak
og fijósamt land. Ég spyr mig því
þessarar spumingar: Hvaða rök
hníga að því að mannafla, landi og
fjármunum verði varið til skógrækt-
ar í smáum eða stómm stíl á næstu
ámm? Getum við reitt okkur á það
að slíkt starf verði einhvers metið
af þeim sem landið erfa?
Áður en lengra er haldið vil ég
að þið hugleiðið með mér hvað
áunnist hefur í skógræktarstarfi
síðustu áratugina. Að því er næst
verður komist nemur samanlagt fé
til skóg- eða trjáræktar í landinu
frá því 1970 um 1,7 milljörðum
króna miðað við núverandi verðgildi
krónunnar. Meginhluti þessa fjár-
magns hefur farið um Skógrækt
ríkisins, skóg- eða tijáræktarstarf
Reykjavíkurborgar og Akureyrar-
bæjar og skógræktarfélögin. Þessu
til viðbótar hefur merkilegt starf
verið unnið af öðmm sveitarfélög-
um og einstaklingum sem ég hef
ekki tök á að meta með sama hætti.
Fyrir tilstuðlan þjóðargjafarinnar
frá árinu 1974 rann aukið fjármagn
til skógræktarstarfs. Til fróðleiks
þá jafngildir landgræðsluáætlun og
viðbætur á gmndvelli hennar á
verðlagi dagsins í dag um 1,1 millj-
arði króna. Þar af komu um 16% í
hlut skógræktar ríkisins sem er að
sjálfsögðu tahð með í fyrmefndu
fjárhæðinni. Ég held að það sé
skógræktarmönnum jafnt sem
skattgreiðendum til umhugsunar
hvemig þessum fjármunum hefur
verið varið og hvort þeir hafa skilað
okkur þeim árangri sem vænst var
til. Um þetta efni verða eðlilega
skiptar skoðanir.
Ég tel að það megi skipta starfi
í skógrækt frá því um 1950 í þijá
þætti og meta árangurinn með hlið-
sjón af því.
í fyrsta lagi hefur starfið beinst
að því að planta tijám. Mér er sagt
að á síðustu 40 ámm hafi verið
plantað um það bil 14—15 milljón-
um tijáa. I Heiðmörkinni einni
tæpum 2 milljónum plantna. Sumar
þessara plantna hafa náð að skjóta
rótum og aðrar ekki eins og vill
verða. Væri verið að tala um nytja-
skógrækt þá er mér sagt að það
megi reikna með um 4.000 plöntum
á hvern hektara. Með einfaldri deil-
ingu þá jafngildir þetta útplöntum
í um 3.000 hektara, eða 30 ferkm,
jafnvel þó svo fjórðungur plantn-
anna fari forgörðum. Ég vil ekkert
um það fullyrða hvort þeir sem að
málum hafa starfað eða greitt til-
kostnað fella sig við árangurinn af
þessu tijáræktarstarfi.
I öðm lagi held ég að með góðum
rökum megi segja að veigamikið
tilraunastarf hafi verið unnið á liðn-
um ámm. Tré hér á landi em
vissulega eldri en frá því um stríð
og víða standa fagrir einstaklingar.
Einkum hin síðari ár hefur skóg-
ræktin þó fært okkur dýrmæta
reynslu af tilraunum með tegunda-
val við mismunandi náttúmskilyrði.
Þannig hafa vissar tegundir sýnt
sig harðgerðari og staðist duttlunga
náttúmnnar betur en aðrar. Nú
telja menn sig allvel hæfa til þess
að mæla með tilteknum tegundum
sem betur em fallnar til umfangs-
mikillar skógræktar en aðrar.
Gleymum því ekki að í slíkri ráð*
gjöf felst mikil ábyrgð, ekki síst ef
hefja á skógrækt sem arðbæra at-
vinnugrein.
Magnús Pétursson
„Tilgangurinn með
skógræktinni hlýtur að
ráða mjög miklu um
það hvernig hana á að
skipuleggja og fjár-
magna, hvaða kröfu á
að gera til starfsemi og
hvað umfangsmikil hún
á að vera, samanber
eftirfarandi yfirlits-
mynd.“
Þá kem ég að þriðja þættinum á
sviði skógræktar síðustu áratugina.
Það er að glæða skilning lands-
manna á yndisauka gróðurs og hver
sé skuld okkar við landið eins og
það er stundum kallað. í þessu efni
eiga félög áhugamanna um tijá-
rækt ekki síst mikinn heiður skilið.
Vitanlega hefur áhuginn verið mis-
mikill en alltaf hafa verið einhveijir
óbilandi áhugamenn sem hafa hald-
ið starfinu uppi.
Mín afstaða er sú, að það sé fylli-
lega réttmætt og geti leitt til
áhugaverðra skoðanaskipta að hug-
leiða hvernig til hafi tekist • í
skógræktarstarfi síðustu áratugi.
Er forusta í þessu starfi, eins og
þarf, á að beina kröftunum á færri
staði en þeim mun öflugar og svo
mætti lengi telja. Ég held nefnilega
að árangurinn sé fyrst og fremst
fólginn í þekkingu og reynslu frek-
ar en tijám og viði.
Búháttabreytingar
— nytjaskógar
Miklar búháttabreytingar eru nú
og hafa verið að gerast í landinu.
Þær hafa leitt til einskonar tíma-
móta í umræðu um skógrækt.
Samdráttur í framleiðslu hefð-
bundinna afurða verður til þess að
bændur bregða búi. í ofanálag hafa
afurðir af gripum og landi aukist
og neysluvenjur breyst, sem gefur
færi á enn frekari fækkun í bænda-
stétt m.v. að framleiðslan skuii
takmörkuð við innanlandsmarkað.
Nýjar búgreinar hafa orðið til sem
afleiðing. Nægir að nefna í því sam-
bandi alifuglarækt, loðdýrarækt,
nýtingu veiðivatna, dúntekju, ferða-
þjónustu og nú síðast er rætt um
skógrækt eða skógarbúskap. Sam-
keppnin um landið er því að taka
nýja stefnu. Nú ræða menn það í
fullri alvöru að bijóta land til skóg-
ræktar í stað þess að beita á það
kvikfé.
Með lögum frá árinu 1984 var
lögum um skógrækt breytt þannig,
að bætt var í eldri löggjöf ákvæði
um ræktun nytjaskóga á bújörðum.
Þungamiðja þessara laga er sú að
í héruðum þar sem skógræktarskil-
yrði eru vænleg styrkir ríkissjóður
ræktun nytjaskóga á bújörðum, eft-
ir því sem fé er veitt á fjárlögum
hveiju sinni, enda verði skógræktin
þáttur í búskap bænda og jarðeig-
enda. Styrkur má nema allt að 80%
stofnkostnaðar við undirbúning
skógræktarlandsins, þ.m.t. girðing-
ar, vegagerð, plötur og gróðursetn-
ing. Þetta er þó háð ákveðnum
skilyrðum um stjóm mála og fleiri
þætti.
Bændur austanlands og sunnan
hafa sýnt málinu áhuga. í fram-
haldi af þessum lögum hafa samtök
bænda, nú síðast Búnaðarþing,
ályktað um það að vinna þurfi skóg-
arbúskap brautargengi, ekki sem
hliðarbúgrein heldur sem atvinnu-
starfsemi á stærri kvarða. I því
sambandi hefur verið lögð fram
áætlun um 1.800 ferkílómetra
skógrækt á völdum svæðum. Slíkt
starf er 15 ára verkefni og til þess
er talið að útvega þurfi árlega tæp-
ar 130 m.kr. eða samanlagt fyrir
allt tímabilið um tvo milljarða
króna. Við starfsemina mætti
reikna með um 150 ársstörfum.
Þetta eru stórhuga áform en það
sem ekki segir í lögum eða ályktun-
um er hvers konar eða hversu
miklar nytjar menn hafa í huga.
í nýútkominni Árbók bóndans er
grein eftir skógræktarstjóra ríkisins
um nytjaskóga á bújörðum. Þar
segir höfundur að orðið „nytjaskóg-
ur“ skýri sig að mestu leyti sjálft,
en áhersla skuli lögð á það, að átt
sé við beinar efnislegar nytjar sem
skógurinn gefi af sér. Áuk þess
getur skógur gefið af sér óbeinar
nytjar. Þá er viðarframleiðsla aðal-
markmið. í framhaldi af þessu spyr
höfundur sig eftirfarandi spurn-
inga:
1. Hve mikið vex skógurinn?
2. Hvers slags viður fæst úr skóg-
inum og hvaða markaður er fyrir
afurðirnar?
3. Hve mikið kosta ræktunin, skóg-
arhögg og vinnsla?
Allt eru þetta góðar og gildar
spurningar sem vitaskuld verður
að finna svör við áður en nytjaskóg-
rækt er hafin. Ég held nefnilega
að svörin skipti höfuðmáli fyrir
áframhald allrar umræðu og hug-
takið „nytjaskógur“ skýri sig ekki
fyllilega sjálft.
Um fyrstu spurninguna ætla ég
ekki að hafa mörg orð en að því
er best verður séð er vöxtur skógar
vel sambærilegur við það sem ger-
ist í nálægum löndum þar sem
ræktaður er nytja- eða arðskógur.
Skógræktarmenn munu vera nokk-
uð öruggir um að 4—5 rúmmetrar
við góð skilyrði sé líklegur vöxtur
á stórum svæðum. Er þá miðað við
að jarðvegur sé unninn og áburður
borinn á plötur til þess að örva vöxt.
Önnur spurningin varðar hvers
slags viður eigi að fást úr skógin-
um. Skógræktarstarf hér á landi
hefur í ríkum mæli beinst að því
að finna þær tegundir sem best
fella sig við jarðveg og veðurfar.
Tilteknar tegundir sýna þar yfir-
burði. Ekki segir það þó að afurðir
þeirra séu þær sem mest er sóst
eftir og gefi mest í aðra hönd. Þær
afurðir sem nú eru unnar úr skógum
okkar eru fyrst og fremst jólatré
og girðingarstaurar. Jólin höldum
við aðeins einu sinni á ári og girð-
ingarstaurar úr tré eru á undan-
haldi fyrir rafmagnsgirðingum og
staurum úr öðru efni. Skógrækt til
nytja og sem atvinnugrein verður
því að byggjast á öðrum rökum.
Þannig liggur næst hendi að ætla
að menn hafi í huga borðvið og
massavið til iðnaðarframleiðslu.
Einnig kemur til álita vinnsla úr
trefjum og. viðarkurli í t.d. plötu-
gerð.
Markaðir þykja ótryggir á mörg-
um sviðum. Þar gildir nánast einu
hvort um er að ræða þungaiðnað,
léttan iðnað eða matvælafram-
leiðslu. Á öllum sviðum er hörð
samkeppni um markaði. Ég held
að allir spádómar um líklega mark-
aði fyrir girðingarstaura, trefjaplöt-
ur eða borðvið séu einkar ótryggir
ef við hugsum hálfa eða heila öld
fram í tímann svo ekki sé lengra
farið. Iðnríkin hafa verið furðulega
lagin að taka upp hvers konar gervi-
efni í stað lífrænna efna. Tökum
sem dæmi fataiðnaðinn. Á því sviði
hafagerviefni verið í stöðugri sókn.
Grundvallarspumingin er e.t.v.
sú hvort lífræn efni eins ogtrjátrefj-
ar eigi framtíð fýrir sér í heiminum.
Að áliti fúturista eða framtíðar-
sinna er það talið svo. Og það má
líka setja fram sem rök að tijávömr
muni þá fyrst verða verðmætar
þegar skógum á stómm svæðum í
heiminum hefur verið spillt með
súm regni og öðm eitri eða skógar
verið höggnir ótæpilega sem víða
virðist vera.
Þriðja spumingin sem varpað var
fram er um tilkostnað við skógrækt
hér á landi. Ég held að engum