Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 31

Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1987 31 Mismunandi skógrækt til „nytja“. Skdgrækt, tii hvers: Markmið/ tilgangur Kröfur Umfang/ staðsetmng Fjárþörf* m. kr.: Fjármagn hverra Árlega 35 ára ttmabil 1. Markviss trjárækt Fegrun næsta umhverfis Fegrun og skýling Dreift um landið Einstaklingar og sveitarfélög 2. Skógar- búskapur Búskapar- breytingar Atvinna og einhverjar tekjur Valdir teigar 10-15 (80-140 ha) 350-500 Landeigendur og fíkið 3. Umhverfis skógar Markviss fegrun í stærri stíl Aðgangur og nálægð við þéttbýli Allstór svæði 22 (100 ha) 770 Ríki, sveitarfélög og einstaklingar 4. Arðskógar Fjárhagslegur arður Standist samanburð um arðgjöf Stór svæði Suður- og Austurland 70-130 (6-1200 ha) 2500- 4500 Atvinnurekstur - fjármála- stofnanir *M.v. kostnað í viðarskógum 120 þús. krTlia og 220 þús. kr./iia í yndis- og umhvcrfisskógum blandist hugur um það að kostnað- ur við skógarbúskap hlýtur að verða allnokkur. Það þarf að btjóta land, bera á plöntur, girða svæði, koma upp samgönguleiðum, vélvæða starfsemina o.fl. o.fl. Við megum alls ekki gleyma því að skógrækt í löndum nálægt okkur er rekin sem stóriðja og skógurinn er hluti af vistkerfinu. Tilkostnaður er og verður því um langa framtíð minni þar en hér á landi. Því held ég að hugmyndir manna um það að nytja- skógrækt í reitum allt niður í 25 ha. geti aldrei orðið arðvænleg í hörðu, fjárhagslegu tilliti. I stefnumörkun og ályktunum um skógrækt setja menn markið misjafnlega hátt eins og þið heyrið og stundum liggur mér við að segja full djarfmannlega. Felst arður í skógrækt? Athugun varð gerð á vegum svo- kallaðrar framtíðarnefndar um arðsemi skógræktar í stórum stíl. Þar er m.a. komið inn á fjárhags- lega arðsemi annars vegar og svo þjóðhagslega hins vegar. En hér þarf að draga skýr mörk á milli. Með leyfi höfunda hef ég fengið aðgang að gögnum og ætla að draga fram nokkur valin atriði úr umQöllun þeirra. Það sem þar segir lýtur beinlínis að hugmyndum um stórfellda skógrækt í ábataskyni. í útreikningum er gert ráð fyrir tvítegunda nytjaskógi, grenis og aspar. Miðað er við að hvor skógur fyrir sig verði byggður upp með 300 ha. gróðursetningu árlega, aspar- skógurinn í 35 ár og greniskógurinn í 100 ár. Að þeim tíma liðnum yrðu um 105 ferkm. undir asparskógi og um 300 ferkm. undir greni- skógi. Á grundvelli upplýsinga um vaxtarhraða hvorrar tegundar er álitið að hæfilegur tími fyrir skógar- högg aspar sé eftir 35 ár og grenis að 80—100 árum liðnum. Nokkrar afurðir falla þó til áður vegna grisj- unar. Arðsemisreikningar miðast við um 200 ára tímabil. Það jafn- gildir 6 asparlotum og 2 grenilotum. Skógrækt sem þessi mun ávallt kalla á töluvert fjármagn meðan verið er að koma upp skóginum. Álit höfunda er að árlega þurfi að leggja fram 60—80 milljónir króna fyrstu 35 árin. Á ári hveiju jafngild- ir þetta um 0,5% af allri fjárfestingu landsmanna. Einstaklingum hefur svo sem ekki hrosið hugur við að festa svo mikið fé í hótelum, fisk- eldi eða annarri starfsemi væri það líklegt til að skila ávöxtun. Fjár- hæðin sem bundin yrði í skóginum fram til þess tíma að skógarhögg hæfist er aftur á móti dálagleg eða um 2,5 milljarðar króna. Fáum við fjárhagslega ávöxtun á þessu fé sem við fellum okkur við? Það er stóra spurningin. Niðurstöður athugarinnar benda til þess að ávöxtunin gæti verið um 2,5—3,0% á ári þegar litið er yfir 200 ára tímabil, með allri þeirri óvissu _ sem um svo langt tímabil ríkir. Ávöxtunin er ekki svo slæm en hún gæti veri hærri. Við mat á arðsemi fjárfestingar má ekki aðeins líta á það hvort ávöxtun er jákvæð. Við verðum fyrir alla muni að bera saman þá ávöxtunarkosti sem standa til boða. í nýjum atvinnugreinum eins og fiskeldi og loðdýrarækt liggja nú þegar umtalsverðir fjármunir. I fiskeldi hafa landsmenn fjárfest um 6—700 milljónir króna og i loðdýra- rækt fyrir töluvert háar fjárhæðir. í fiskeldinu er gerð mjög há krafa um arðgjöf eða á bilinu 20—25%. Svo há arðkrafa er m.a. skýrð með mikilli áhættu í eldinu. í opinberri starfsemi eins og vegagerð er miðað við arðgjöf er nemi 6%, þó svo að allir vegir séu ekki lagðir eftir þeirri formúlu. Aðalatriðið er það að okkur er gjarnt að taka þann kostinn sem færir okkur skjótfenginn arð þó svo hann þurfi ekki að vera sá mesti þegar til lengri tíma er litið. Þetta er skiljanlegt ef við höfum það í huga að þjóðin er meira fyrir það að taka áhættu um skjótfenginn gróða, og hann mikinn, heldur en að koma upp höfuðstól sem skilar jöfnum og traustum tekjum. Þetta á ekki sérstaklega við um skógrækt. Ég gat um það áður að nýrri atvinnustarfsemi fylgir alltaf nokk- ur áhætta. Því minni því betra. Að fá uppskeru af skógrækt eftir 35 ár er bísna löng bið. Eitt er áhætta í ríki náttúrunnar eins og sjúk- dómar og skorkvikindi, að ógleymdu kuldakasti eins og var 1963. Atriði sem þessi geta á auga- bragði eyðilagt margra ára starf en gegn áföllum sem þessum fæst engin trygging. Annað er svo það að náttúruauðæfi eru háð því að þau hafi markaðsgildi. Annars eru þau ekki auður í þeim skilningi sem við ræðum málið hér. Hvernig nátt- úruauður hrynur höfum við einkar gott dæmi um. Á sjöunda og áttunda áratugnum voru hörð átök um náttúruverð- _ mæti alls ekki svo ósvipuð skógin- um. Sjónarmið olíuútflutningsríkja var það að þeirra þjóðarauður fæl- ist í óunnmni olíu í jörðu. Eins og öllum góðum búhöldum sæmir þá sækjast þeir eftir því að viðhalda höfuðstólnum og ávaxta hann sem best. Olíuríkin gengu svo langt að í krafti einokunar var olíuverð margfaldað og tekjur stórauknar. Efnahagur vestrænna ríkja raskað- ist mjög mikið sem menn eru enn þann dag í dag að súpa seyðið af. Það sem er einkar eftirtektarvert var það að iðnríkin aðlöguðu sig fremur fljótt að breyttum aðstæð- um. Nýir orkugjafar voru beislaðir og aðrir efldir. Áuk þess dró iðnað- ur úr orkufrekju sinni. Það er síðan ' önnur saga, að efnahagsafleiðing- arnar urðu m.a. þær að vextir á fjármagnsmörkuðum hækkuðu sem olli ýmsum olíuútflutningsríkjum, svo ekki sé talað um fátækari ríki, ómældum erfiðleikum. Skógrækt og framsýni Hvar stend ég þá í þessari um- ræðu? Ég held ég skýri það best með því að segja að mér sé alls ekki ljst hve djúpt menn hafa hugs- að um efnislegar nytjar af skógin- um. Það er nefnilega stór munur á því að hafa arðgefandi nytjar eða einhveijar nytjar. Á hitt fellst ég manna fyrstur að mæling á pen- ingalegum arði ein sér dugar ekki til þess að hjálpa okkur við að ákveða hvort út í skógrækt eigi að leggja. En ég legg áherslu á það, að sé fjárhagslegur arður lítill sam- anborið við það sem okkur stendur annars staðar til boða þá þurfum við að hugsa um skógrækt út frá öðrum sjónarmiðum og gildum. Ef einhvers staðar þarf að hafa framsýni er það í ráðstöfun eða uppbyggingu á náttúrugæðum. Þess vegna er það að sjónarsvið sem markast af hálfri, heilli eða tveim öldum krefst allt annarrar hugsunar heldur en gerist að jafnaði. Það teljast framsýnir landsfeður sem skynja framtíðina í fjórðungi aldar. Meiri hluti allrar þjóðfélagsumræðu og stefnumótunar spannar ekki einu sinni svo langttímabil. Algeng- ara er að hugsa í fjögurra ára tímaskeiðum, eins árs eða þaðan af styttri. í umfjöllun um skógrækt þurfa menn að rífa sig upp úr þessu fari. Það er svo margt sem gefur mér tilefni til að segja það, annað en sjálfur vaxtartími tijánna. Sam- félagsgerðin er stöðugt að breytast, vinnutími er 40 stundir á viku núna en hann gæti þess vegna verið kom- inn niður í 20 stundir eftir 50 ár og e.t.v. fyrr. Tíminn í tilveru ein- staklingsins fær þannig allt annan tilgang. Þvi held ég í rauninni að allir verðmiðar á vinnu, vélum, plægðum viði eða óplægðum svo eitthvað sé nefnt hafi takmarkaða þýðingu fyrir umijöllun um skóg- rækt og eigi ekki að beita til þess að ákveða hvort hefja skuli hér skógrækt eða ekki. Það eru ræktun- arskilyrði og trú manna á það efni sem í tijánum vex auk ráðstöfunar lands sem allt málið veltur á. Aðrir þættir mæla eindregið með því að skógrækt og skógræktar- starf verði eflt í landinu. Þar á ég við huglæga þætti eins og fegrun lands, bætta aðstöðu til útivistar og e.t.v. skyldu okkar að bæta fyr- ir fyrri not af landinu. Ég held jafnframt að sumarhúsabyggð, hvort sem hún verður í núverandi EFNT verður til borgarafundar á Akranesi um málefni hita- veitu Akraness og Borgarfjarð- ar iniðvikudaginn 15 april nk. og hefst hann kl. 20.30 i Hótel Akranesi. Það er að tilhlutan bæjarstjórn- ar Akraness sem þessi fundur er haldinn en slík fyrirheit voru gef- in fyrr á þessu ári. Málefni formi eða ekki, muni aukast. Ef við líkjumst frændum okkar í nálægum löndum þá hefur ásókn í athvarf í náttúrulegu umhverfi vaxið í réttu hlutfalli við aukna velmegun og aukinn frítíma. Allt mun þetta fela í sér nytjar, þjóðhagslegar nytjar, sem ég geri ekki tilraun til að meta í prósentum eins og fjárhagslega arðsemi. En ég held að hún sé há. Hér stendur hnífurinn e.t.v. í kúnni því skógrækt með fjárhags- legan arð að markmiði og skógrækt til þess að bæta landið er tvennt ólíkt. Finnist ásættanlegur meðal- vegur þannig að lönd séu valin, skipulögð og ræktuð skógi með þarfir íbúanna í huga og einnig hitt að í fyllingu tímans megi fella skóg með peningalegan hag í huga þá er ég sáttur við hugtakið „efnis- legar nytjar“ en það hefur valdið mér nokkrum heilabrotum. Ég legg ótvírætt meira upp úr fyrra atriðinu heldur en því síðara. Að hvers konar skóg- rækt ber að stefna? Fyrir þann sem ekkert veit um skógrækt annað en það sem hún amma mín sagði mér, eins og skáld- ið sagði, þá las ég til undirbúnings máli mínu erindi eftir Vilhjálm Lúðvksson sem flutt var á skóg- ræktarþingi fyrir ári síðan. Þar dró hann fram á mynd samhengi hlut- anna: markmið skógræktar, tijá- tegundir, samstarfsaðila og ræktunaraðferðir. Með svipuðum hætti hef ég sett inn atriði eins og markmið og kröfur til skógræktar- innar, fjármuni sem leggja skal í starfsins og fjármögnun og um- fang. Tilgangurinn með skógræktinni hlýtur að ráða mjög miklu um það hvernig hana á að skipuleggja og fjármagna, hvaða kröfu á að gera til starfsemi og hvað umfangsmikil hún á að vera, samanber eftirfar- andi yfirlitsmynd. Lokaorð Þá er komið að því að draga saman og álykta út frá orðum mínum. hitaveitunnar hafa mjög verið í brennidepli að undanförnu og ný- lega hafa verið lagðar fram tillög- ur til lausnar vanda hennar. Hafa menn misjafnar skoðanir á þeim lausnum sem þar eru fram settar. Á fundinum verða til umræðu bæði íjárhagsleg og tæknileg mál hitaveitunnar og mun Ingólfur Hrólfsson hitaveitustjóri útskýra Umræða um skógrækt sem hluta af almennri landvernd stendur á krossgötum um þessar mundir. Við teljum okkur hafa í höndunum fjör- egg þótt smátt sé. Samfélagsað- stæður eru nú aðrar en oft áður og þekkingu og fæmi teljum við okkur ekki skorta. Landeigendur hafa að vísu fram á síðustu ár talið hag sínum betur borgið með því að nýta lendur sínar til hefðbundins búskapar og einungis valdar skákir hafa verið ætlaðar til sumarbústaða og afþreyingar fyrir þá sem á möl- inni búa. Ég held að mál sem krefst slíkrar framsýni og skógrækt gerir þurfi gagnrýna skoðun og umfjöllun í víðasta samhengi. Ég hef efa- semdir um að í landinu skuli hefja skógrækt sem byggist á rökum um arðvænlega atvinnustarfsemi í venjubundnum skilningi þess orðs. Fjárhagsleg verðmæti eru eitt og þjóðhagsleg annað. Ég er þeirrar skoðunar að fjárhagslegur ávinn- ingur af skógrækt sé reistur á mjög umdeilanlegum forsendum. Ég deili ekki um lífrænar aðstæður til skóg- ræktar, til þess skortir mig þekk- ingu. Og um notkun á landinu held ég að verði samkeppni. Því er nú einu sinni þannig varið að mörg þau lönd sem best eru til skógræktar fallin eru jafnframt ákjósanlegustu búskaparsvæðin. Því má ekki gleyma í framtíðarsýn sem skóg- rækt er, að þó svo matvælafram- leiðsla sé ekki arðvænleg starfsemi nú á tímum þarf það ekki að vera um aldur og ævi. Örlítil sveifla í hita getur, t.d. valdið því að land verði enn eftirsóttara en það er nú til kvikfjárræktar. Þá er ekki úr vegi að hafa í huga að tilfinning manna er einnig með þeim jarðar- búum sem hvorki hafa til hnífs né skeiðar. Ég virði allar tilraunir til þess að meta fjárhagslega arðsemi skóg- ræktar sem atvinnugreinar en ég tel mig einnig skynja önnur rök fyrir eflingu skógræktar í landinu. Markaðsverð afurða og tilkostnaður við framleiðslu skógar eru við- kvæmir og vandmeðfarnir þættir í þessu dæmi. Báðir standa þessir þættir mjög nærri okkur og kunna að hafa allt annað innihald þegar aspir eða grenitré standa fullvaxin. Ég dreg einlæglega í efa að skóg- rækt hér á landi eigi að hefja á röksemdum arðsemi í hefðbundnum skilningi þess orðs. Hitt dreg ég ekki í efa að áheyrendum þykir hér farið með úrtölur. Það er öðrum þræði rétt en hinum ekki, því ég er stuðningsmaður gróður- og land- verndar. Skógrækt þar á meðal hefur fjölmargan annan ávinning en þann sem mældur verður í bein- um fjármunum. Til skógræktar tel ég fyllilega réttlætanlegt að hvetja og hana á að efla með rökum um- hverfismótunar og fegrunar. Færi blóm, tré og skógur okkur gleði og lífsfyllingu er sterkum stoðum skot- ið undir málið. Við megum ekki gleyma því að skógrækt hvernig sem til hennar er stofnað er fyrst og síðast fyrir landsmenn sjálfa, ekki aðra. Mín lokaorð eru þau að skógrækt eins og allt starf til þess að vernda og viðhalda gróðri jarðar er ein hending í óðnum til lífsins. Höfundur er hagsýslustjóri. Grein þessi er erindi sem höfundur flutti á Skógræktarþingi 21. mars sl. stöðu fyrirtækisins fyrir fundar- mönnum. Þingmenn Vesturlands- kjördæmis og bæjarfulltrúum á Akranesi hefur sérstaklega verið boðið til fundarins. Þetta er i ann- að skiptið á stuttum tima sem boðað er til borgarafundar á Akra- nesi, sá fyrri fjallaði um fjár- hagsáætlun Akraneskaupstaðar. - JG Akranes: Borgarafundur um hitaveitumál

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.