Morgunblaðið - 15.04.1987, Síða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987
Listahátíð í Reykjavík:
Samkeppni
iim listaverk
í tilefni Listahátíðar i Rekjavík
1988, verður efnt til samkeppni
um varanlegt listaverk, högg-
mynd eða skúlptúr, sem nota má
bæði sem verðlaunagrip og sem
einkenni hátíðarinnar, t.d. á aug-
lýsingarspjöldum, efnisskrá og
öðm prentuðu efni. Veitt verða
Norræni fjrafestinga-
bankinn:
Lánar rúmlega
850 milljónir til
flugstöðvarinnar
NORRÆNI fjárfestingabankinn
hefur veitt íslenska ríkinu 22 millj-
ón $ lán til nýju flugstöðvarinnar
á Keflavíkurflugvelli. Þetta er í
fyrsta sinn sem íslenska ríkið fær
lán hjá bankanum og jafnframt
eitt stærsta lán sem veitt hefur
verið til íslands.
í frétt frá Norræna fjárfestinga-
bankanum kemur fram að bankinn
flármagnar helming af heildarkostnaði
flugstöðvarbyggingarinnar, en mikil-
vægi Keflavíkurflugvallar fyrir
samgöngur við útlönd gerir bankanum
kleift að taka þátt í fjármögnuninni.
Allt farþegaflug til og frá útlöndum
fer um völlinn og 60% af Evrópuflugi
er til Norðurlanda.
ísland hefur á síðustu árum fengið
3% af heildar útlánum bankans til
Norðurlanda og hafa lánin aðallega
farið til framkvæmda í sambandi við
fiskirækt. í lok mars síðastliðinn var
undirritaður lánssamningur við iðnl-
ánasjóð að upphæð 200 milljónir ísi.
króna og er lánið áætlað til að fjár-
magna norræn verkefni á íslandi.
ein verðlaun að fjárhæð 250.000
krónur og er hefur fyrirtækið
Nathan og Olsen ákveðið að
minnast 75 ára afmælis síns, sem
er á þessu ári, með því að leggja
fram verðlaunaféð.
Framkvæmdastjóm Listahátíðar
1988 hefur sent félögum í Sam-
bandi íslenskra listamanna boð um
þátttöku í fyrirhugaðri samkeppni
um listaverk, en öllum íslenskum
listamönnum er heimil þátttaka.
Að sögn Jóns Þórarinssonar, form-
anns framkvæmdastjómar Listhátí-
ðar, á listaverkið að vera allt að
40 cm hátt og ekki meira en 40 cm
á hvem veg. Listahátíð áskilur sér
rétt til að fjölfalda verðlaunaverkið
í 3-5 eintökum og hugsanlega
stækka það til staðsetningar utan
dyra eða innanhúss. Gögn varðandi
samkeppnina verða afhent hjá trún-
aðarmanni dómnefndar, Ólafi
Jenssyni, Byggingarþjónustunni,
Hallveigarstíg 1, Reykjavík, en
hann svarar einnig skriflegum fyrir-
spumum og tekur við líkönum af
listaverkum og öðrum tillögugögn-
um. Skilafrestur rennur út 6. ágúst.
í dómnefnd eiga sæti, Jón Þórar-
insson, Bera Nordal listfræðingur
og Jón Gunnar Ámason myndlistar-
maður. Varamenn em Valur
Valsson bankastjóri, Þorgeir Ólafs-
son listfræðingur og Valgerður
Bergsdóttir myndlistarmaður.
Sýning á verkum og tillögum sem
berast í samkeppnina verður haldin
í tengslum við Kvikmyndahátíð
Listahátíðar, dagana 19.—27. sept-
ember 1987 og úrslit tilkynnt við
opnun sýningarinnar, sem fyrir-
hugað er að haldin verði á Kjarvals-
stöðum.
Stjakamir, sem stolið var úr Búðakirkju á Snæfellsnesi í síðustu
viku. Á þá er letrað „Carl Rasmussen 1767.“
Altar isslj akar n-
ir úr Búðakirkju
BROTIST var inn í Búðakirkju
á Snæfellsnesi í síðustu viku
og þaðan stolið ýmsum kirkju-
munum, eins og sagt var frá í
Morgunblaðinu í gær.
Meðal stolnu munanna eru tveir
altarisstjakar frá árinu 1767.
Þjóðminjasafn íslands á mynd af
þessum stjökum og birtist hún hér
í þeirri von að einhver geti látið
vita hvar munina er nú að fínna.
Á stjakana er letrað „Carl Ras-
mussen 1767."
Morgunblaðið /V aldimar Kristinsson
Verðlaunahafar í skeifukeppninni á Hólum. Sigurvegarinn, Eyrún Anna Sigurðardóttir, er fremst.
Morgunblaðsskeifan afhent á Hólum:
Sigurvegarinn kom-
inn átta mánuði á leið
ÞRÁTT fyrir að hún Eyrún Anna
Sigurðardóttir frá Flugumýri sé
að því komin að eiga bam lét
hún það ekki aftra sér frá þátt-
töku í keppninni um Morgun-
blaðsskeifuna á Hólum. En hún
lét ekki þar við sitja því hún sigr-
aði alla keppinauta sína á stóð-
hestinum Kolgrími frá Kjara-
holtum sem er fjögurra vetra
gamall. Hlaut hún einnig viður-
kenningu Félags tamninga-
manna fyrir bestu ásetu.
Ef allt fer eins og ætlað fæðist
barn Eyrúnar Önnu í maíbyijun og
má segja að hún hafí verið heppin
að keppnin á Hólum var haldin
óvenju snemma að þessu sinni.
Venjulega er hún haldin seinni part-
inn í apríl og er hætt við að það
hefði verið óhentugur tími fyrir
Eyrúnu Önnu. Það er sjálfsagt
fátítt að konur stundi útreiðar und-
ir slíkum kringumstæðum, hvað þá
að þær stundi tamningar á við-
kvæmum trippum.
Viðurkenningu tímaritsins Eið-
faxa hlaut að þessu sinni Bima
M. Sigurbjömsdóttir, Laughúsum,
Fljótum, fyrir bestu hirðingu og
ástundun, en hún varð í öðm sæti
í skeifukeppninni. Bima keppti á
Ási frá Neðra-Ási sem er fímm
vetra gamall.
Af fímmtán keppendum vom átta
stúlkur og em þær stöðugt að sækja
í sig veðrið og má nefna að af fímm
efstu keppendunum var aðeins einn
piltur, en hann hafnaði í þriðja sæti.
Hafnarfjarðabær semur við starfsfólk:
Laun hækka um 16% strax
BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar
samþykkti í fyrrakvöld nýja
kjarasamninga til næstu þriggja
ára við starfsmannafélag Hafn-
arfjarðarbæjar og starfsfólk
bæjarfélagsins, sem aðild á að
öðrum verkalýðsfélögum. Samn-
ingurinn er afturvirkur til 1.
janúar á þessu ári og við gildis-
töku hans hækka laun um 16%
að meðaltali. Samningurinn
grundvallast á samningi Launa-
nefndar sveitarfélaga við sveit-
arfélög önnur en Reykjavík og
starfsmati, sem lauk fyrir
skömmu. Starfsmannafélag
Hafnarfjarðarbæjar samþykkti
samninginn í almennri atkvæða-
greiðslu um síðustu helgi með
99 atkvæðum gegn 20.
Guðmundur Ámi Stefánsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði, sagði að
samningurinn væri mjög í anda
annarra samninga sem gerðir hefðu
verið undanfarið. Hann byggðist
annars vegar á rammasamningi
Launanefndar sveitarfélaga við
sveitarfélögin og hins vegar á
starfsmati, sem fram hefði farið,
og því væri hækkun til einstaklinga
samkvæmt samningnum nokkuð
mismunandi. Áfangahækkanir á
þessu ári eru þær sömu og í samn-
ingi ASÍ og VSÍ frá því í desember.
Þá eru einnig áfangahækkanir á
árunum 1988 og 1989 og ákvæði
um endurskoðun fari verðbólga
fram úr ákveðnum mörkum. Féla-
agar í Starfsmannafélagi Hafnar-
fjarðarbæjar eru á þriðja hundrað.
Guðmundur sagði að á mánudag
hefði einnig tekist að ganga frá
samningi við starfsfólk bæjarins,
sem er í verkalýðsfélögunum Hlíf
og Framtíðinni og samtökum bygg-
ingar- og málmiðnaðarmanna.
Heildarsamningur hefði verið gerð-
ur við þessa hópa nú, í stað þess
að semja við þá hvem fyrir sig,
eins og verið hefði. Samningurinn
gildir til 1. maí á næsta ári og felur
í sér 15% hækkun að meðaltali, sem
að mestu kemur strax á laun.
Samningurinn tekur til tæplega 100
manns.
„Þessir samningar kosta bæjar-
félagið eitthvað á þriðja tug milljóna
og er það í stórum dráttum í sam-
ræmi við forsendur launaliðs fjár-
hagsáætlunar. Ég er ánægður með
að samningum skuli lokið. Þetta
bætir óneitanlega kjör okkar fólks,
sém var ekki vanþörf á. Þó menn
séu vitaskuld mismunandi ánægðir,
þá er erfítt að gera svo öllum líki,“
sagði Guðmundur Ámi Stefánsson.
Eins og fyrr sagði voru samning-
amir samþykktir í bæjarstjóm með
atkvæðum meirihlutans, Alþýðu-
flokks og Alþýðubandlags og
atkvæði fulltrúa F-listans, sem er
í minnihluta, en fulltrúar Sjálfstæð-
isflokks, sem einnigeru í minnihluta
sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.
Bridsmót á Loftleiðum
um bænadagana:
Verðlaunin nema
600.000 krónum
BRIDSMÓT, með þátttöku 42
para, verður haldið á Hótel
Loftleiðum fimmtudag og
föstudag, 16.-17. april, og verða
verðlaun á mótinu þau hæstu
sem veitt hafa verið á slíku
móti til þessa, eða alls að verð-
mæti um 600 þúsund krónur.
Einnig verður sérstök áhorf-
endagetraun þar sem hægt er
að geta upp á lokaröð paranna.
Ifyrstu verðlaun f mótinu verða
bifreið af gerðinni Polonez frá.
Daihatsuumboðinu. Önnur verð-
laun verða 100 þúsund krónur óg
3. verðlaun verða 2 myndbands-
tæki frá Japis. Einnig em í boði
ferðavinningar frá Polaris, Min-
oltamyndavélar, matarvinningar
frá veitingahúsunum Hótel Sögu,
Hallargarðinum, í Kvosinni, Við
sjávarsíðuna og Úlfar og Ljón.
Áuk þess verða bókavinningar frá
Almenna bókafélaginu og bensín-
úttektir frá Olíufélaginu hf.
Mótið hefst klukknan 13 á
fímmtudag, skírdag, og verða alls
spiluð 123 spil báða dagana.
Keppnisstjóri verður Agnar Jörg-