Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 15.04.1987, Qupperneq 35
v«pr TÍqqA ar ÍITTnAnmiTVGIM aiaAjaVÍUOJIOM MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 Sýningin Sumarið 87 í Laugardalshöll: Gestir komast í kappakstur á götum Parísar NÝTT skemmtitæki, einskonar ferðahermir, verður á sýningunni Sumarið 87 sem opnuð verður á sumardaginn fyrsta, 23. apríl, í Laugardalshöll. Þetta er 15 sýning Kaupstefnunnar hf í Laugar- dalshöll og verður yfirskrift hennar: Ferðalög, frítími og útivera. Sýningin tengist því aðallega ferðalögum innanlands og utan, ferðavörum og þjónustu sem tengist sumrinu. Ferðahermirinn á sýningunni var upphaflega hannaður sem flughermir til að þjálfa flugmenn og geimfara en hefur nú verið breytt í leiktæki. Tækið tekur 12 manns og situr fólk og horfir á kvikmynd sem sýnir eir.hveija ferð meðan hermirinn hreyfist í sam- ræmi við myndina. Líkt er eftir ferð í rússíbana, flugferð, kapp- akstri um götur Parísar og fleira. Skemmtiland það sem sett var upp á síðustu heimilissýningu verður einnig sett upp aftur endurbætt. Á sýningunni verður anddyri Laugardalshallar breytt í garð sem Pétur Jónsson landslagsarkí- 'tekt teiknaði og sýna helstu framleiðendur hlað- og garðhellna vörur sínar í garðinum og einnig verður til sýnis allt sem viðkemur görðum og garðyrkju. Ferðafatnaður og sportfatnað- ur verður sýndur á sýningunni auk þess sem tískusýningar undir stjórn Ásdísar Lofsdóttur verða daglega á áhorfendapöllum. Einn- ig verður sýnt margt annað sem við kemur sumarleyfum, eins og sumarbústaðir, hljólhýsi, tjöld, smábátar. Ferðaskrifstofur verða með ferðakynningar og nokkur sveitarfélög kynna byggðarlög sín. Sýningin stendur til þriðjudags- kvöldsins 3. maí og verður opin virka daga frá klukkan 16 til 22 en frá klukkan 13 til 22 um helg- ar og föstudaginn 1. maí. íslenskur fjallamaður styrkir Krísuvíkursamtökin: Morgunblaðið/Emilía Pétur H. Ármannsson, Guðrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Þórðarson og Hildigunnur Haraldsdóttir, arkitektar, við teikningu Guðjóns Samúelssonar af verslunarhúsi Nathans og Olsens, Austurstræti 16. Það var fyrsta stórhýsið sem Guðjón teiknaði. Það var jafnframt fyrsta stórhýsið úr steinsteypu sem reist var í miðborginni eftir Reykjavikurbrunann mikla. Sýning í aldar- niimiingn Guðjóns Samúelssonar Les Islendingasögur í 13 daga uppi á þaki Laugardalshallar PÉTUR Ásbjörnsson, fjalla- maður úr Hjálparsveit skáta, mun dvelja á þaki Laugardals- hallarinnar í 300 klukkustundir samfleytt til að vekja athygli á málefni Krísuvíkursamtakanna en þau samtök stefna að því að opna meðferðarheimili fyrir unglinga sem hafa ánetjast eit- urlyfjum. Samtökin hafa undanfarið safnað fé til þeirrar starfsemi en mikið skortir á að endar nái saman. Er þessi þak- dvöl í tengslum við sýninguna Sumarið 87, sem Kaupstefnan hf. stendur fyrir dagana 23. apríl til 3. maí, en Krísuvíkur- samtökunum var boðið að kynna starfsemi sína á þeirri sýningu. „Ég setti það sem skilyrði að hafa sjónvarp og myndbandstæki þarna uppi og að auki verð ég með Islendingasögurnar og bæk- urnar um Landið þitt sem gaman er að fletta í, svo þetta verður mjög menningarlegt tjald,“ sagði Pétur Ásbjörnsson í samtali við Morgunblaðið. Pétur sagðist raun- ar verða með tvö tjöld á þakinu, lítið tjald með salernisaðstöðu auk íbúðartjaldsins sem er tveggja manna hálfkúlutjald með nægu rými eins og Pétur sagði. Laugardalshöllin er ekki há miðað við þau fjöll sem Pétur hefur klifið víða víða um heim, og í þeim hópi eru til dæmis Matter- horn og Mont Blanc. Pétur hefur einnig nokkioim sinnum áður þurft að dvelja talsverðan tíma í tjaldi í fjallaferðum erlendis. Þakdvöl Péturs á Laugardals- höllinni hefst klukkan 9 að morgni 21. apríl og munu ýmsir aðilar aðstoða við dvölina. Skátabúðin leggur til viðleguútbúnaðinn, Ála- foss gefur værðarvoð og peysu og veitingamenn sýningarinnar munu færa Pétri mat reglulega. Áætlað er að Pétur komi ekki nið- ur af þakinu fyrr en klukkan 21 að kvöldi 3. maí og er ráðgert að hafa veglega móttökuathöfn fyrir hann inni í Laugardalshöll. SÝNING á frumteikningum Guð- jóns Samúelssonar, arkitekts, verður opnuð í Ásmundarsal þann 16. apríl. Guðjón, sem var einn af frumherjum byggingar- listar á íslandi, fæddist þann dag fyrir hundrað árum. I hugum flestra tengist nafn hans einkum þeim stórbyggingum sem hann var höfundur að, svo sem Þjóð- leikhúsinu, Háskólanum, Hallgrímskirkju og Landsspítal- anum, en færri vita um um- fangsmikil störf hans á sviði skipulagsmála. Á síðastliðnu hausti kom upp sú hugmynd í sýningarráði Arkitekta- félags íslands að efna til sýningar á uppdráttum einhvers af frum- hetjum byggingarlistar hér á landi. Tilgangur slíkrar sýningar yrði öðr- um þræði að vekja athygli á gildi uppdrátta og frumteikninga íslenskra arkitekta, sem listrænna og menningarsögulegra verðmæta, sem brýnt er orðið að huga að varð- veislu á, segir í inngangi sýningar- skrár. Þar segir einnig að þar eð aldarafmæli Guðjóns Samúelsson- ar, arkitekts, bar upp á árið í ár hafi legið beinast við að velja verk hans sem viðfangsefni ofarigreindr- ar sýningar. Á sýningunni eru úppdrættir sem bera undirskrift Guðjóns og hafa margir þeirra ekki áður komið fyrir almenningssjónir. Fram yfir 1930 var Guðjón Samúelsson leiðandi í íslenskri húsagerð og skipulagi. Hann var fyrsti fullmenntaði arkitektinn sem starfaði hér á landi, lauk burtfarar- prófi frá Listaakademíunni í Kaupmannahöfn árið 1919. Guðjón gegndi embætti Húsameistara ríkisins frá árinu 1919, allt til dauðadags 1950. Af byggingum sem Guðjón teikn- aði og frægar eru má nefna ýmsar byggingar í miðbæ Reykjavíkur, verslunarhús Nathan og Olsen, þar sem nú er Reykjavíkur apótek, Landsbanka íslands í Austurstræti, Hótel Borg, Landsímahúsið, Landa- kotskirkju og Arnarhvál, skrifstofu- hús ríkisins, auk fjölda smærri bygginga. Guðjón teiknaði kirkjur, skóla, sjúkrahús, prestsetur og fjöldann allan af opinberum bygg- ingum víða um landið. Hann vann einnig umfangsmikil störf á sviði skipulagsmála. Alþingi samþykkti árið 1928 fyrstu lögin um skipulag kauptúna og sjávarþorpa. Sama ár voru þeir Guðjón Samúelsson, Guð- mundur Hannesson og Geir Á. Zoega skipaðir í skipulagsnefnd og var fyrsta verkefni nefndarinnar skipulag ísafjarðar. Uppdrættirnir voru formlega lagðir fram vorið 1925 og hlutu staðfestingu i mars 1927. Var það fyrsta staðfesting skipulags hér á landi. Skipulags- tillaga Guðjóns að Bolungarvík er talin eiga sér fáar hliðstæður í íslenskri skipulagssögu. Sem hluta af starfi sínu í skipulagsnefnd ríkis- ins, tók hann að sér að skipuleggja heilt sjávarþorp frá grunni. Upp- drátturinn var lagður fram í nóvembermánuði 1924 og sam- þykktur í breyttri mynd árið 1930, þótt lítið yrði síðan úr framkvæmd- um. Sýningin stendur til 3. maí og er opin alla daga frá kl. 14 til 21. í tengslum við sýninguna mun Hörður Ágústsson, listmálari, halda fyrirlestur um Guðjón og verk hans miðvikudaginn 22. apríl, kl. 20.30 í Ásmundarsal við Freyjugötu. Á afmælisdegi Guðjóns, þann 16. apríl, heldur Westfálischer Kam- merchor tónleika kl. 17 í Hallgríms- kirkju. Fyrir tónleikuna mun sr. Sigurbjörn Einarsson biskup minnast Guðjóns. í anddyri kirkj- unnar verða til sýnis frumdrög Guðjóns að kirkjunni. VW IfáKKANÞi Jass-„smiðja“ Jass dans — Afro-carabbiandans — nútímadans L»\kM sSS&æ* t \ VA Mætum á vornámskeið Kramhússins 5 vikna námskeið frá 27. apríl til 1. júní. w*. U“,-D!™,>ri,,bö,n KENNARI: Ama Richardsdóttir Rokk ’n’ Roli KENNARI: Didda .rokk" <4NYR KENNARi Gestakennari Kramhússins frá 8.-22. maí er Mark Headley dansari frá Barbados. Hann hef- ur starfað í Berlín undanfarin 10 ár sem kennari - dansari og dansahöfundur - fyrir leikhús, sjónvarp og listasöfn. Sórgrein hans er kennsla í Afro- Caribbeandansi, jass- og moderndansi og „musicals". Sumarnámskeið Kramhússins hafa alltaf verið góð — nú í ár verða þau stórfengleg! 5 erlendir gestakennarar í júní: Adrienne Hawkins - Maria Lexa - Anna Haynes - Susi Villaverde - Nanette Nelms Innritun hafin! 'Wóttjr Símar: 15103 — 17860.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.