Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 15.04.1987, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRÍL 1987 38 Dollarinn í vítahring stöðugs gengisfalls Mikill viðskiptahalli í febrúar og sala ríkisskuldabréfa ýtti undir frekari lækkun London, Tókýó. Reuter. GENGI dollarans féll í gær og hefur ekki fyrr verið lægra gagnvart japanska jeninu. Er það rakið til frétta um mikinn við- skiptahalla í Bandarikjunum í febrúar og til þess, að japanskar fjármálastofnanir seldu mikið af bandarískum ríkisskuidabréfum og notuðu andvirðið til að kaupa jen. Viðskiptahallinn í Bandaríkjun- um var 15,1 milljarður dollara í febrúar og snöggtum hærri en í janúar þegar hann var 12,3 millj- arðar. I kjölfarið féllu verðbréf í Wall Street enda óttast menn, að nauðsynlegt reynist að hækka vexti til að sporna við verðbólgu. Gjaldeyrissalar segja, að vegna gengisfallsins að undanförnu sé dollarinn kominn í vítahring, sem ýti sjálfkrafa undir enn frekari lækkun. Engir eiga jafn mikið af bandarískum ríkisskuldabréfum og japanskar fjármálastofnanir en vegna lækkunar dollarans hafa þær mátt horfa upp á stöðugt gengistap mánuðum saman. I gær fannst þeim loks nóg komið og tóku að selja skuldabréfin með þeim afleiðingum, að dollarinn féll enn meira. í japanska fjármálaráðuneytinu var þungt hljóð í mönnum og einn- ig í japanska seðlabankanum, sem árangurslaust hafði reynt að koma í veg fyrir, að dollarinn félli. Kiichi Miyazawa, fjármálaráðherra, sagði á fundi með fjárlaganefnd þingsins, að núverandi hlutfall milli jens og dollara væri stórhættulegt japönsku efnahagslífi. Sagði hann ástæðuna vera þá, að Japanir hefðu lagt alla áherslu á útflutninginn en gleymt að efla innanlandsmarkaðinn. Þá ætti alvarlegur fjárlagahalli í Bandaríkjunum einnig hlut að máli. Á hádegi í gær fengust 1,6277 dollarar fyrir pundið en gagnvart öðrum gjaldmiðlum var staða doll- arans þessi: 1,3120 kanadískir dollarar. 1,8030 vestur-þýsk mörk. 2,0330 hollensk gyllini. 1,4885 svissneskir frankar. 37,30 belgískir frankar. 5,9980 franskir frankar. 1.285,00 ítalskar lírur. 140,60 japönsk jen. 6,2930 sænskar krónur. 6,7650 norskar krónur. 6,8025 danskar krónur. Um miðjan dag í gær fengust 440 dollarar fyrir gullúnsuna. r - v,. , - W: %. i • ..... . * ■ - # ■ * * ■■s • v jmsmi < 7, .... * . y, Konur í fremstu víglínu Við lifum á miklum jafnréttistím- um og eru Danir engir eftirbátar annarra í þeim efnum. Nú stendur dönskum stúlkum til boða að ganga í herinn, ekki til að kynn- ast uppvaski og eldhússtörfum. heldur hermannslífinu eins og það gerist í fremstu víglínu. Þessi mynd var tekin á dögunum af tveimur sjálfboðaliðum af veikara kyninu á heræfingum. Guinnes-málaf erlin: Stj órnarfoiinaðurimi sakaður um að hafa dregið sér stórfé Danmörk: Leiðtogi komm- únista látinn Kaupmannahöfn, Reuter. JÖRGEN Jensen, leiðtogi danska kommúnistaflokksins, lést i gær eftir langvarandi veikindi, að því er embættismaður flokksins sagði. Hann var sextíu og sjö ára gamall. Jensen varð formaður flokksins árið 1977 og má fremur segja að hann hafi fylgt ráðamönnum í Kreml en evrópskum kommúnistum að málum. Hann sat í miðstjórn flokksins frá árinu 1952. Undir forystu Jensens minnkaði fylgi flokksins, sem fyrst náði mönnum inn á þing árið 1932, og í kosningunum 1979 tapaði hann sjö þingsætum. Síðan hefur flokk- urinn ekki bætt við sig fylgi. St. Andrews. Reuter. Frá Guðmundi Heiðari í síðustu viku hófust málaferli Guinness-fyrirtækisins gegn fyrrum stjórnarformanni þess, Ernest Saunders. Hann er sakað- ur um að hafa misfarið með fé fyrirtækisins að upphæð rúm- lega fimm milljónir sterlings- punda (um 300 milij. isl. kr.). Þessar fimm milljónir voru greiddar fyrirtæki á Jersey-eyjunni og áttu að ganga til Thomas Ward, sem sat í stjórn fyrirtækisins þá og var einnig lögfræðilegur ráðu- nauLur þess í Bandaríkjunum. Saunders segir, að þetta fé hafi verið greiðsla fyrir þjónustu og að- stoð Wards við yfirtökuna á Distill- ers-fyrirtækinu á síðastliðnu ári. Guinness-fyrirtækið segir Ward alls ekki hafa unnið til þessa fjár og staðhæfði meira að segja í liðinni ERLENT Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. viku, að þrjár milljónir af þessum fimm hefðu farið til Saunders sjálfs. Hafi verið um það samkomulag milli hans og Wards. Síðar dró fyrir- tækið þessa staðhæfingu til baka. Ekki hefur tekist að hafa upp á fénu þrátt fyrir eftirgrennslan. Það, sem vakti þó mesta eftirtekt í þessum málarekstri, var stað- hæfing Margaret McGrath, fyrrum einkaritara Saunders, að hann hefði skipað henni að eyðileggja gögn, sem lutu að samskiptum hans við bandarískan fjármálamann, Mes- hulan Riklis, yfirmann Schenley' Industries í Bandaríkjunum. Þetta var í desember síðastliðnum. Á þessum tíma var þegar hafin rann- sókn iðnaðarráðuneytisins á Guinness-fyrirtækinu. Riklis hafði einmitt keypt mikið af hlutabréfum í Guinness-fyrirtækinu um það leyti, sem það var að yfirtaka Dist- illers. Á móti virðist Schenley hafa fengið rétt til að selja Dewars-viskí og Gordons-gin í Bandaríkjunum - sem er mikils virði. Þessi ákvörðun var mjög umdeild á sínum tíma. Komnar eru fram kröfur um, að lögreglurannsókn fari fram á fjár- reiðum fyrirtækisins. Málarekstrin- um verður fram haldið í þessari viku. Bretland: Vara banka við bæj a r stj ór num St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frimannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. I gær vöruðu tveir ráðherrar bresku stjórnarinnar banka og aðrar lánastofnanir í City við því, að viðkomandi stofnanir gætu glatað því fé, sem þær hefðu lánað til bæjarstjórna að undanförnu. Nicholas Ridley umhverfismála- ráðherra og dr. Rhodes Boyson aðstoðarráðherra, sem fer með málefni sveitarstjórna, gáfu þessa yfirlýsingu í kjölfar þess, að upp- lýst var, að bæjarstjórnir undir forystu Verkamannaflokksins hefðu þegið lán, sem í heild næmu fimm milljörðum enskra punda (yfir 300 milljörðum ísl. króna) til að standa undir framkvæmdum og nýjum útgjöldum. Greiðslur hefjast ekki af þessum lánum fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú ár, og þá von- ast bæjarstjórnirnar til þess, að Verkamannaflokkurinn verði kom- inn í stjórn og ríkið greiði skuldirn- Tækniþekkingu hefur fleygt fram í Sovétríkjunum: Nýir kafbátar ógna yfir- burðum Bandarikjamanna Öryggishagsmunir vestrænna ríkja í húfi Washington, Reutcr. NÝJAR gerðir hljóðlátra sov- éskra kafbáta og háþroaðra flugskeyta ógna yfirburðum Bandaríkjamanna á þessu sviði, að sögn embættismanna í bandaríska varnarmálaráðu- neytinu. Vestræn ríki treysta á yfirhurði bandarísks vopna- búnaðar og tækniþekkingar ef til átaka dregur hvort heldur barist verður með kjarnorku- vopnum eða hefðbundnum búnaði. Að sögn fyrmefndra embættis- manna hyggst stjóm Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta þrýsta á þingmenn um að samþykkja auknar Qárveitingar í því skyni að flýta smiði háþróaðs búnaðar til þess að hafa upp á sovéskum Delta-4 kafbátum, sem bera kjamorkuflaugar, og árásarkaf- bátum af Akula gerð. „Sovét- mönnum hefur tekist að smíða hljóðláta kafbáta og mun ná- kvæmari flugskeyti en þeir réðu yfir áður,“ sagði ónefndur starfs- maður í vamarmálaráðuneytinu. „Sá árangur sem Sovétmenn hafa náð í smíði hljóðlátari kafbáta, hefur ýmsa örðugleika í för með sér. Okkur mun reynast erfiðara en áður að vetja flugmóðurskip okkar og herskip fyrir árásarkaf- bátum þeirra," sagði hann. Sérfræðingar, jafnt þeir sem starfa sjálfstætt og fyrir vamar- málaráðuneytið, em sammála um að vestræn ríki eigi mikið starf óunnið vegna tækniframfara Sov- étmanna. Á þetta einkum við um varnarkafbáta, leitarflugvélar og hlustunardufl til að fylgjast með ferðum sovéskra kafbáta. Vitað er að bandarískir og breskir vísindamenn hafa að undanfömu unnið að þróun og smíði sprengju til að granda kafbátum á miklu dýpi. I nýlegri skýrslu bandaríska vamarmálráðuneytisins um her- afla Sovétmanna er bent á að sovéskur kafbátur af gerðinni Delta-4 hafi nýlega farið í sína fyrstu ferð búinn langdrægum SSN-23 kjamorkuflaugum. í skýrsluni segir einnig að líklega sé unnt að búa Akula-árásarkaf- báta stýriflaugum. Drægni þeirra er talin vera um 3.000 kílómetr- ar. Ef þetta er rétt gætu kafbátar þessir bæði grandað kafbátum Atlantshafsbandalagsins og siglt nærri ströndum Bandaríkjanna og skotið eldflaugum á þéttbýl svæði langt inni í landi. John Lehman flotamálaráð- herra sagði í síðustu viku að nýjum leitarskipum yrði brátt hleypt af stokkunum og unnið væri að því bæta kafbátaleit úr lofti. Sagði hann að varnarmála- ráðuneytið myndi þrýsta á þingmenn um að veita auknum íjármunum til smíði kafbátaleitar- búnaðar auk þess sem stefnt væri að því að Bandaríkjamenn réðu yfir 600 herskipa flota árið 1990. „Við getum ekki lengur fylgt þeirri herfræði Carter-stjórnar- innar að flytja Kyrrahafsflotann yfir á Atlantshaf á ófriðartímum," sagði Lehman. Hann sagði að samkvæmt áætlunum Sovét- manna myndu kafbátar þeirra leggja tundurdufl við hafnir á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna ef til ófriðar drægi. Að auki myndu kafbátar freista þess að hefta flutninga á olíu frá Alaska á ófriðartímum. Lehman lét að því liggja að upplýsingar frá bandaríska njósnaranum John Walker hefðu orðið til þess að flýta fyrir tækniframförum Sovét- maniia. ar. Flestir bankanna, sem lánað hafa bæjarstjórnunum féð, eru japanskir. Bæjarstjórnirnar veðsetja eignir sínar fyrir þessum lánum. Sumar veðsetja ráðhúsin, aðrar stöðumæla eða bækur og bókasöfn. Ridley sagði, að gera yrði fjár- málastofnunum ljóst, að þær gætu þurft að ganga að veðunum. Það væri að hans mati erfitt að sjá, hvernig það yrði gert með sum þeirra. Einn af bönkunum hefur tekið veð í salernisskálum í 35.000 íbúð- um í eigu eins bæjarfélagsins. Embættismönnum finnst erfitt að skilja, hvernig þeim verður komið í verð. Suður-Afríka: Fá kennarar vopn í hendur? Skólamálafrömuðir hvíta minnihlutans i Suður-Afríku velta þessa dagana fyrir sér til- lögu þess efnis, að valdir kennarar fái vopn í hendur. Blaðið Rapport, sem er hliðhollt minnihlutastjórninni, hefur fengið senda leyniskýrslu, sem ríkisstjórn- in hefur látið gera. Nefnist skýrslan „Neyðaráætlun fyrir skóla, háskóla og heimavistir". f skýrslunni er lagt til, að ákveðn- um kennurum, einkum þeim, sem gegnt hafa tveggja ára herskyldu, verði fengin vopn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.