Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 39

Morgunblaðið - 15.04.1987, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. APRIL 1987 39 Kappaksturshelja kærð fyrir að lemja myndatökumann Brasilía, Reuter. LÖGREGLUYFIRVÖLD í Bras- ilíu gáfu í dag, þriðjudag, út handtökuskipan á Nelson Piquet, kappakstursmanni, eftir að hann réðst að kvikmyndatökumanni frá brasilíska sjónvarpinu og sló hann niður. Atburðurinn gerðist við dómhús í höfuðborginni. Piquet var þar að undirrita skiln- aðarpappira frá fyrverandi konu sinni. Þegar kappakstursmaðurinn gekk út úr húsinu beindi sjónvarps- maðurinn myndatökuvélinni að honum. Piquet hafði engar vöflur á en réðst að manninum og lamdi hann, að sögn að minnsta kosti tvisvar. Sjónvarpsmaðurinn hefur nú kært Piquet og krefst miska- bóta. Piquet er búsettur í Monte Carlo, en samkvæmt tilskipan má hann ekki fara frá Brazilíu, fyrr en málið hefur verið útkljáð. Reut- erfréttastofan sagði í morgun, þriðjudag, að hugsanlegt væri að Piquet hefði komizt úr landi á mánudagskvöld, fljótlega eftir at- burðinn. Atvikið hefur vakið athygli, þar sem Piquet naut vin- sælda í Brazilíu. Deilt um málmnám við Sykurtoppinn á V estur-Grænlandi Kaupmannahöfn. Frá Nils Jörgen Bruun, fréttaritara Morgunbladsins. MALMURINN níóbín hefur fund- ist í svo ríkum mæli í fjalli einu við Sykurtoppinn á vesturströnd Grænlands, að vestur-þýskt námafyrirtæki, Frolich und Kliipfel, hefur farið fram á að fá leyfi til málmnáms þar, en það hefur -fyrir rannsóknaleyfi á staðnum. Nú eru hins vegar komnar upp deilur meðal græn- lenskra stjórnmálamanna um hugsanlega vinnslu málmsins, þar sem úran er þarna innan um og saman við og mundi fylgja með í vinnslunni. Um 450 manna hópur mótmæla- fólks tók á móti Jonathan Motz- feldt, formanni grænlensku landstjórnarinnar, þegar hann kom til viðræðna við sveitarstjórn stað- arins. Formaður vinstriflokksins Inuit Ataqatigiit, Arqaluk Lyr.ge, segist ætla að beita neitunarvaldi, þegar leyfisbeiðni þýska fyrirtækis- ins kemur til afgreiðslu. Hann óttast, að Grænland lendi í hópi úran-útflutningslanda. Talið er, að um 180 tonn af úrani séu innan um níóbínið. Mótmælendurnir 450, sem allir eru innansveitarmenn í Sykur- toppnum, hafa ritað nöfn sín á skjal, þar sem málmleit og vinnslu er mótmælt. Þeir óttast að dýralífið sé í hættu, einkum hreindýrin, ef leyfi verður veitt til málmnámsins, og þar með úranvinnslunnar. Koryagin senn frá Sovétríkjunum Amsterdam, Reuter. SOVÉZKI andófsmaðurinn og geðlæknirinn Anatoly Koryagin og fjölskylda hans fara væntan- lega frá Sovétríkjunum í næstu viku. Talsmaður Bukovsky mannréttindahópsins i Hollandi, Robert van Voren, staðfesti þetta í dag. Koryagin er 48 ára og er í hópi þekktustu andófsmannanna í Sov- étríkjunum. Hann var settur í fangelsi 1981 og síðan dæmdur til vinnu í nauðungarbúðum. Honum var gefið að sök að stunda undiróð- ursiðju gegn Sovétríkjunum og sérstaklega mæltust illa fyrir ásak- anir um að sovézk stjórnvöld settu heilbrigða menn á geðsjúkrahús. Robert van Voren sagðist hafa rætt við Koryagin, en þau eru nú í Kharkov í Úkraínu og koma til Moskvu upp úr helginni. Þau ætla að fyrstu að fara til Sviss. Koryag- in er meðal þeirra sem hefur verið útnefndur til Friðarverðlauna Nób- els í ár. Van Voren sagði frétta- mönnum, að Koryagin legði mikla áherzlu á að tveir aðrir nafntogaðir andófsmenn fengju frelsi, þeir Tengiz Gudava og Nisametdin Akh- metov, skáld. Sameinuðu þjóðirnar: Tillaga um refisaðgerð- ir gegn S-Afríku felld Sameinuðu þjóðunum, Reuter. FULLTRÚAR Bandaríkjanna og Bretlands beittu neitunarvaldi i Öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna á fimmtudagskvöld gegn tillögu um að grípa til efnahags- legra refsiaðgerða gegn Suður- Afríku. Níu af 15 aðildarríkjunum voru hlynnt tillögunni, en henni var ætl- að að þrýsta á stjómvöld í Suður- Afríku um að veita Namibíu sjálfstæði. Bretar, Bandaríkjáfhenn og Vestur-Þjóðveijar voru henni andvígir. Fulltrúar Frakklands, Japans og Ítalíu sátu hjá. James Gbheo frá Ghana, sem átti fmm- kvæði að tillögunni, fordæmdi afstöðu Breta og Bandaríkjamanna og sakaði þessi ríki um að taka hagsmuni stórfyrirtækja fram fyrir „heilög réttindi“ íbúa Namibiu. Fulltrúi Namibíu sagði að boðað yrði til sérstaks fundar Allsheijar- þingsins ef ríki þessi felldu aftur tillögu um að beita refsiaðgerðum gegn stjórninni í Pretoríu. A Alls- heijarþinginu hafa fulltrúar ekki neitunarvald en ályktanir þess eru ekki bindandi. Fulltrúi Breta sagði þetta órétt- mætar ásakanir. Sagði hann að ríkin greindi á um leiðir en ekki markmið. Þann 20. febrúar síðast- liðinn beittu fulltrúar Breta og Bandaríkjamanna neitunarvaldi gegn tillögu um að beita Suður- Afríku efnahagslegum þrýstingi vegna kynþáttastefnu stjórnvalda þar. Helgimyndirgegn alnæmi íjapönsku hofi Æðstiprestur í japönsku fijósemishofi hefur sett upp tvær helgimyndir til að vernda fólk fyrir alnæmi og liggur hann á bæn fyrir fórnarlömb sjúkdómsins. Hirohiko Nakamura, æðstiprestur i fijósemishofinu i Kawasaki, skammt frá Tókýó, kvaðst í viðtali við Reuter-fréttastofuna vonast til að bænir sínar stöðvuðu útbreiðslu alnæmis, en hann heldur því fram að við lauslæti í kynferð- ismálum sé að sakast i þeim efnum. Önnur helgimyndin sýnir japanskan stríðsgarp á hest- baki, sem er í þann mund að höggva af kynfæri karlmanns, sem sýkt eru af alnæmi. Til hliðar stendur norn. Á hinni myndinni, sem hér sést, situr strangur guð, vopnaður helgu sverði, og kremur alnæmisveiruna í hendi sér. Á sunnudag Iá Nakamura á bæn meðan á árlegri .járnvölsa- hátið'* stóð. Hann bað fyrir um fjörutiu manns, sem sumir héldu að þeir væru haldnir sjúk- dómnum. Um tiu þúsund manns fylgdust með athöfninni, en þar smíðuðu járnsmiðir getnaðar- lið úr járni samkvæmt aldagamalli hefði. ÞORS ^1946 -k -k -k -k -k ☆ TAPAÐ - FUNDIÐ Opið til kl. 03.001 kvöld Hér með tilkynnist að kynslóðin sem týndist hefur fundist. Hún týndist reyndar aldrei og hef- ur skemmt sér mjög vel í ÞÓRSCAFÉ undanfarin ár. Leitið þvíekki langtyfir skammt! Mætum öll á meiriháttar dansleik í Þórscafé í kvöld — staðnum þar sem enginn týnist. Hljómsveitin SANTOS ásamt söngkonunni Guðrúnu Gunnars- dóttur leika fyrir dansi og rifja upp gömul og góð lög. í diskótekinu á neðri hæðinni verður rykið dustað af gömlum og góðum plötum. Opiðfrákl. 22-03. Snyrtilegur klæðnaður — Aldurstakmark 20 ára. ÞÓRSCAFÉ - LIFANDI STAÐUR MEÐ LIFANDITÓNLIST í 40 ÁR. -k -k -k -k

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.